Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 31
LISTIR
Aðalritari Evrópsku menningarstofmmarmnar heimsækir ísland
Stuðlar að menningar-
samskiptum í Evrópu
DR. RUDIGER Stephan, aðalritari
Evrópsku menningarstofnunarinn-
ar, European Cultural Foundation,
hefur verið á íslandi að kynna sér
viðhorf íslandsnefndar stofnunar-
innar til Evrópu. Hlutverk stofnun-
arinnar er að koma á framfæri og
efla menningarsamskipti í Evrópu
og milli Evrópumanna og annarra
jarðarbúa. Formaður íslandsnefnd-
arinnar er Markús Örn Antonsson.
Stephan segir að verið sé að
skoða nokkrar hugmyndir um starf
Islandsnefndarinnar. Rætt hafi ver-
ið m.a. um forustu íslendinga í
Evrópuráðinu 1999, um stöðu
Reykjavíkur sem menningarborgar
Evrópu árið 2000 og um landfræði-
lega þýðingu landsins sem brúar
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Stephan sagði að Evrópska
menningarstofnunin hefði verið sett
á stofn árið 1948. Helsta viðfangs-
efnið fyrstu árin var að koma fótum
undir stofnunina fjárhagslega.
Bernhard prins í Hollandi var stofn-
uninni vinveittur og veitti til hennar
nauðsynlegt fjármagn fyrstu árin.
Það leiddi til þess að stofnunin flutti
til Hollands í byijun sjöunda áratug-
arins og hefur nú höfuðstöðvar sín-
ar í Amsterdam. Innan stofnunar-
innar eru 23 landsnefndir í jafn-
mörgum Evrópulöndum. Stofnunin
hefur til ráðstöfunar sjö milljónir
gyllina á ári, um 252 milljónir ÍSK
sem koma frá hollenska lottóinu.
Hollendingar einir fjármagna
stofnunina
Stephan segir að hlutverk stofn-
unarinnar sé að koma á framfæri
og efla menningarleg samskipti í
Evrópu og milli Evrópumanna og
annarra jarðarbúa. Menntunarmál
er eitt þeirra sviða sem stofnunin
lætur til sín taka.
Stephan segir að Evrópska
menningarstofnunin sé hollensk
samtök bæði í lagalegu og fjárhags-
legu tilliti. Hlutverk hennar er þó
ekki að útbreiða hollenska menn-
ingu eða standa á bakvið verkefni
í Hollandi. „Stjórn stofnunarinnar
skipa fulltrúar margra Evrópu-
landa, þar á meðal Islands. Þetta
er því ekki stofnun á vegum Evr-
ópusambandsins heldur Evrópu
allrar. Hollendingar eru þó eina
þjóðin sem fjármagnar starf stofn-
unarinnar þótt starf hennar taki til
allrar Evrópu. Ég vil að aðrar evr-
ópskar þjóðir feti í fótspor Hollend-
inga og stofnanir á vegum evr-
ópskra ríkisstjóma jafnt sem sjálf-
stæðar stofnanir efli starf Evrópsku
menningarstofnunarinnar,“ sagði
Stephan.
Arið 1993 ákvað stjórn stofnun-
arinnar að þijú markmið hefðu for-
gang í starfi hennar. í fyrsta lagi
að efla menningartengsl við þjóðir
Austur-Evrópu, í öðru lagi þjóðir við
Miðjarðarhafið og í þriðja lagi Norð-
urlandaþjóðimar. Stofnunin vill
styðja verkefni sem snúa að því að
aðstoða ungmenni í þessum löndum,
einkum afkomendur innflytjenda,
við að fóta sig í tilverunni með því
að umgangast listamenn og öðlast
þannig sjálfstraust. Verkefnið miðar
ekki síst að því að veita ungmennun-
um menntun og gera þau fær um
að komast út á vinnumarkaðinn.
Mannlíf og saga í Þingeyrar- og
Auökúluhreppum hinum fornu
Ég óska eftir því:
( ) Að kaupa 1. hefti.
( ) Að kaupa 2. hefti.
( ) Að kaupa 3. hefti.
( ) Að kaupa 4. hefti.
(4. hefti kemur út í nóvember)
( ) Að gerast óskrifandi.
Pöntunarseðili:
Nafn:__________________________
Heimili:________________________________________
Póstnúmer og staður:___________________________
Verð hvers heftis er kr. 1.000. Gíróseðill verður sendur meö.
SENDIST TIL:
Vestfirska forlagið,
Hrafnseyri,
471 Þingeyri.
Pöntunarsími og fax 456 8260.
Netfang: jons@snerpa.is
Lesið úr
nýjum bók-
um á Súf-
istanum
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Súfistans 23. október verður
helgaður fjórum af þeim bók-
um sem eru að koma í bóka-
verslanir þessa dagana.
Guðný Ýr Jónsdóttir les úr
Ijóðabók sem Sigfús Daðason
lét eftir sig er hann lést á síð-
asta ári, Og hugleiða steina.
Anna Valdemarsdóttir skáld
og sálfræðingur les úr ljóða-
bókinni Úlfabros. Lesið verður
úr þýðingu Hannesar Sigfús-
sonar skálds á verðlaunaskáld-
sögunni Rándafluguhunang
eftir sænska rithöfundinn
Torgny Lindgren. Gyrðir El-
íasson les úr smásagnasafninu
Vatnsfólkið.
Upplesturinn hefst klukkan
20.30 og stendur til 22. Að-
gangur er ókeypis.
Nýjar bækur
• LOTTÓVINNINGUR er skáld-
saga eftir Stefán Júlíusson.
í kynningu
segir: „Hvernig
bregst fertugur
piparsveinn við
þegar hann fær
60 milljóna króna
lottóvinning?
Hann er hálfvegis
ginntur til að
kaupa vinnings-
miðann; hefur
aldrei áður spilað
í happdrætti.
Hann er maður ómannblendinn,
fáskiptinn skrifstofuþræll, talinn
einrænn og sérsinna og ekki laus
Stefán
Júlíusson
við smáskrýtna takta í tali og fram-
göngu. Samt er hann reglusamur í
störfum og ærukær gagnvart fjöl-
skyldu sinni sem hann hefur að
verulegu leyti gengið undir eftir
sviplegt fráfall föðurins."
Skáldsagan lýsir athöfnum hans
og viðbrögðum við að dylja happa-
fenginn fyrir samferðafólki, kunn-
ingjum og fjölskyldu.
Frásögnin er að sögn lýsing á
einstaklingum undir annarlegum
kringumstæðum, fjölskyldusaga og
samfélagssaga.
Útgefandi er Bókaútgáfan Björk.
Bókin er 208 síður unnin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar. Ljósmynd á
kápu er eftirRafn Hafnijörð.
SN'V BT1ST O F U N N i PARADIS.
UGfeRNESVEG! 88. FIVMTUOAG
OG FÖETUDAG FRA KL. 13 - 18-
SÉRFF. ÆD INGl'R FRÁ KASEEO
VEFfOUF? MEÐ HÚ&GREIN SGAS-
TÖLVUNA 06 VEITIR
FAGLEGA RÁÐGJÖF.
Júlíus Vífil
í 4. sætið
- kjarni málsins!
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI2 SÍMI 562 4260
Það er von mín að sem flestir
sjálfstæðismenn taki þátt í komandi
prófkjöri og geri það að glæsilegu upphafi
í harðri kosningabaráttu þar sem Reykjavík
verður endurheimt undan stöðnun og
aógerðaleysi R-listans.
Komandi borgarstjórnarkosningar eru þær
mikilvægustu í 16 ár. Til að ná viðunandi
árangri verðum við öll sem eitt að leggja
styrka hönd á plóg.