Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 IVIIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Mikið skarð er fyrir skildi að sjá eftir slíkum öðling fyrir hina stóru og óvenjulega samheldnu ••íljölskyldu hans. Mitt fólk og ég sendum Áslaugu og hennar iiði okkar djúpu samúð vegna fráfalls Friðjóns Sigurðs- sonar. Mætti þjóð vor eignast marga slíka menn. Ólöf Pálsdóttir. Friðjón Sigurðsson réðst til starfa sem fulltrúi á skrifstofu Alþingis vorið 1944, um það leyti ^sem starf Alþingis var að fá á sig —■w.stara skipulag, líkt því sem nú tíðkast með samfelldu þinghaldi frá því í október og fram á vor. Rúmum áratug síðar varð hann svo skrifstofustjóri, og var vel undir það starf búinn. Hann gegndi því embætti samfellt í 28 ár, hinn þriðji í röðinni frá því að staðan var gerð að föstu starfí með hinum merku þingskapalaga- breytingum árið 1915 sem Guð- mundur Björnson landlæknir og alþingismaður átti drýgstan hlut að. Má því segja að á skrifstofu Alþingis hafi ekki orðið tíðar mannabreytingar, heldur hafi festa og virðing fyrir gömlum hefðum sett svip sinn á störfin. '“■Uriðjón átti ríkan þátt í að treysta þessi viðhorf í sessi þá tæpa þrjá áratugi sem hann veitti skrifstof- unni forstöðu og var yfirmaður starfsliðs skrifstofunnar. Er Friðjón Sigurðsson tók við starfi skrifstofustjóra árið 1956 voru 56 starfsmenn á launaskrá, flestir raunar aðeins í starfi um þingtímann. Nú, 40 árum síðar, eru þeir um hundrað. Er það áreiðanlega minni fjölgun en víða annars staðar í opinberri stofnun. ~'T>ess ber þó að geta að háskóla- menntaðir starfsmenn og aðrir í fullu starfi, sem veittu alþingis- mönnum aðstoð, voru fáir, lengst af þrír, en á því hefur orðið mikil breyting. Er sérkennilegt til þess að hugsa hvílíku verki þeir skil- uðu, jafnt á þingtíma sem utan hans. Þótt festa, reglusemi og sparnaður hafi verið aðalsmerki Friðjóns Sigurðssonar í störfum urðu þó miklar breytingar í starf- semi skrifstofunnar í hans tíð, svo og á kjörum alþingismanna og vinnuaðstöðu. Nægir að nefna tvennt. Áður fengu alþingismenn aðeins dagpeninga fyrir þann tíma ■^%em þeir sátu þingfundi, en árið 1964 varð sú mikilvæga breyting að þeir fóru á föst árslaun; áður en Friðjón lét af störfum árið 1984 var svo komið að allir alþingis- menn, sem þess óskuðu, fengu skrifstofu til að vinna í, en áður höfðu þeir vart haft annað vinnu- rými en borð sitt í þingsalnum. Meðal síðustu verka Friðjóns var að leggja á ráðin, með öðrum starfsmönnum, um tölvuvæðingu skrifstofunnar vorið 1984. Vinnusemi og ósérhlífni ein- kenndu störf Friðjóns Sigurðsson- ar alla tíð. Hann kaus að láta lítið fara fyrir sér í daglegum störfum, nda dulur að eðlisfari, en fylgdist ó vel með öllu og var skjótur til ráða og aðgerða ef þörf var á. Hann gerþekkti þingsköp Alþing- is, fordæmi og starfsvenjur og lét uppi álit eða úrskurði hiklaust og vafningalaust ef um var beðið. Naut hann fyrir þessar sakir mik- illar virðingar forseta þingsins og raunar allra alþingismanna. Bak við festuna og virðulegt fasið sló hlýlegt og góðviljað hjarta. Friðjón var vandvirkur til allra starfa, rithöndin sérkennileg og festuleg, töluglöggur svo af bar *ög kappsamur. Hann var áhuga- samur um íþróttir, sem hann stundaði á yngri árum, en mest fannst honum koma til skákarinn- ar; hann fylgdist vel með henni og var sjálfur sterkur skákmaður. Margir hafa unnið með eða und- ir stjórn Friðjóns Sigurðssonar á 4öngum ferli hans hjá Alþingi og allir bera honum vel söguna. Starfsfólk Alþingis minnist hans af hlýhug og þakklæti og sendir Áslaugu Siggeirsdóttur, eiginkonu hans, sem ævinlega lét sér annt um störf hans og studdi hann með ráðum og dáð, svo og ættingjum, innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um farsælt starf Friðjóns Sigurðssonar vera því góða fólki öllu huggun við fráfall hans. Friðrik Ólafsson, Helgi Bernódusson. Ævistarf Friðjóns Sigurðssonar var í opinberri þjónustu og er óhætt að fullyrða, að hann var einn merkasti og sérstæðasti emb- ættismaður landsins um áratuga skeið. Hann hafði í ríkum mæli þá beztu eiginleika, sem svo mikil þörf er á í opinberri þjónustu, vinnusemi, ósérhlífni, réttlætis- kennd, en þó umfram allt heiðar- leika. Friðjón var einna síðastur í starfi þeirra embættismanna af gamla skólanum, sem unnu fyrir þjóð sína innblásnir af hugsjónum sjálfstæðisbaráttunnar og spurðu ekki um persónulega umbun. Sem ungur blaðamaður þurfti ég oft að leita upplýsinga hjá Frið- jóni, skrifstofustjóra Alþingis, um hvað eina er snerti störf þingsins. Aldrei var þar komið að tómum kofunum og öllum spurningum svarað samvizkusamlega. Ekki var þó sagt meira en þörf var á og blaðamaðurinn þurfti að vita ná- kvæmlega, hvaða upplýsingar hann vildi fá og spyija í samræmi við það. Þá stóð ekki á svörunum. Þessum eiginleikum Friðjóns kynntist ég betur síðar, en hann var einstaklega nákvæmur í öllum sínum störfum og lausung, óráðsía og hirðuleysi var eitur í hans bein- um. Öll framkoma hans einkennd- ist af formfestu og virðuleik og var í samræmi við þá ímynd, sem hann hafði af Alþingi, elztu og merkustu stofnun þjóðarinnar. Jafnframt annasömum störfum skrifstofustjóra Alþingis var Frið- jón ritari (framkvæmdastjóri) ís- landsdeildar Norðurlandaráðs og þurfti að annast viðamikil sam- skipti norrænu þjóðþinganna á þeim vettvangi. Hið formlega nor- ræna samstarf hvíldi á riturum landsdeilda þjóðþinganna um langt árabil, einmitt á þeim árum, sem mestur þróttur var í starfí Norður- landaráðs og grundvöllurinn lagð- ur. Þessir embættismenn voru því undir miklu vinnuálagi, ekki sízt Friðjón, sem þurfti að leggja á sig löng og lýjandi ferðalög til að sækja norræna fundi þar sem kol- legar hans á hinum Norðurlöndun- um höfðu hægari heimatök. Það er tímanna tákn, að mannmargar skrifstofur Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar skuli annast þau störf sem Friðjón og fáeinir aðrir frumheijar sinntu áður. Það var einmitt á þessum frum- býlingsárum norræns samstarfs, sem ég kynntist Friðjóni fyrst vel. Þá var ég ráðinn ritstjóri tímarits- ins Nordisk Kontakt á vegum ís- landsdeildarinnar. Samstarf okkar var náið allt þar til hann lét af störfum árið 1984. Fljótlega komst ég að raun um, að mikill húmor- isti og hjartahlýr maður var að baki formfestunni og virðuleikan- um. Við áttum margar góðar stundir saman og bundumst vináttubönd- um, sem ekki rofnuðu þegar Frið- jón settist í helgan stein. í einkalífi sínu var Friðjón mik- ill gæfumaður enda rækti hann það af sömu kostgæfni og annað. Áslaug Siggeirsdóttir, eiginkona hans, stóð með honum eins og klettur um rúmlega sextíu ára skeið og af þeim stafaði gagn- kvæm virðing og kærleikur, þann- ig að návistir við þau voru ógleym- anlegar. Fyrir þær þökkum við Guðrún af alhug. Áslaugu, sonum þeirra og öðrum ástvinum er það huggun harmi gegn, að Friðjóni auðnaðist að kveðja þennan heim með sömu reisn og einkenndi allt hans líf. Björn Jóhannsson. SIG URBJÖRN EIRÍKSSON + Sigurbjörn Ei- ríksson fæddist á Gestsstöðum í Fá- skrúðsfirði 5. des- ember 1925. Hann lést á Landspítalan- um í Reylqavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. október. Vinur minn og starfs- félagi til margra ára, Sigurbjöm Eiríksson, bóndi og veitingamað- ur, er látinn eftir ára- löng veikindi. Hann varð ekki gam- all, aðeins 71 árs að aldri. Um langt skeið hafði hann verið rúmliggjandi, en andlát hans varð þó heldur óvænt. Sigurbjöm Eiríksson var fæddur að Geststöðum í Fáskrúðsfirði. Hann ólst þar upp en kom til Reykjavíkur sem ungur maður til að fara í Sam- vinnuskólann á seinni stríðsámnum. Hann ræddi oft um veru sína þar og minntist iðulega skólameistara síns, Jónasar frá Hriflu, sem sérs- taks og eftirminnilegs manns. Sigur- bjöm var lögreglumaður í Reykjavík um árabil og starfaði einnig sem dyravörður í veitingahúsum áður en hann hóf eigin atvinnurekstur. Kynni okkar hófust þegar ég var fyrir innan tvítugt en þá bjó Sigur- bjöm ásamt fjölskyldu sinni á jörð- inni Álfsnesi á Kjalamesi. Þá rak ég verslunina Esju sem þar var skammt frá. Sigurbjörn var einn af viðskiptavinum mínum þar. Á þeim tíma rak hann umfangsmikla veit- ingastarfsemi og búskap í Álfsnesi. Ómeðvitað vakti hann athygli mína, einkum vegna þess hve mikinn áhuga hann sýndi verslunarrekstri mínum og því sem ég var að gera. Síðar áttaði ég mig á því hve Sigur- bimi var oft á tíðum umhugað um hvað aðrir vom að gera og hvemig nágrannanum vegnaði. Hann var góður hlustandi og gat einnig gefið viðmælendum sínum góð ráð. Atvik höguðu því þannig til að fáum ámm eftir að við kynntumst bauð hann mér að gerast starfsmað- ur sinn við veitingahúsið Glaumbæ. Það var raunar aðeins hugsað sem skammtímastarf vegna annarra áforma minna en það fór þó svo að samstarf okkar í veitingarekstri Glaumbæjar og siðar Klúbbsins var- aði í röskan áratug. Raunar var það svo að Sigurbjöm leit ekki svo á að ég hafi hætt störfum, þótt ég hafi horfíð af vettvangi og hætt afskiptum af veit- ingarekstri, heldur hélt áfram að umgangast mig eins og starfsfé- laga í mörg ár eftir að ég lét af störfum hjá honum. Það er til marks um ræktarsemi hans að hann talaði við mig og fjölskyldu mína oft daglega um margra ára skeið löngu eftir að ég hætti störfum hjá honum, raunar alla tíð meðan hann hafði heilsu til. Samstarf og kynni okkar Sigur- bjöms urðu mjög náin, þó ekki fyrr en eftir tvö til þijú fýrstu árin eftir að ég hóf störf hjá honum. Eftir það urðum við ekki aðeins samstarfs- menn heldur einnig vinir og síðar þjáningabræður. Fljótlega eftir að samstarf okkar hófst varð ég fljótt var við að margir litu á Sigurbjöm sem harðjaxl sem erfítt væri að vinna með. Þá hlið sá ég aldrei enda sýndi Sigurbjöm mér aldrei neitt annað en hlýleika og velvild. í at- vinnurekstrinum vomm við hins veg- ar e.t.v. ekki alltaf sammála um alla hluti en deildum þó aldrei þótt skoðanir okkar færu ekki alltaf að öllu leyti saman. Út á við stóðum við hins vegar alltaf saman, sama hvað á gekk. Sigurbjöm var ekki maður sem flíkaði tilfínningum sín- um. Hann var dulur um eigin hagi en trúði mér þó fyrir mörgu sakir vináttu okkar og náins samstarfs í gegnum árin. Eftir þvi sem árin liðu dró Sigur- bjöm sig meir og meir út úr veitinga- rekstri og sinnti búskap og þá sér- staklega hrossarækt sem var mikið áhugamál hans. Hann náði þar mikl- um árangri enda mikill fram- kvæmdamaður og á engan tel ég hallað þó segja megi að hann hafí þar verið í fremstu röð. Hrossarækt- unin var í fyrstu fjárfrekur atvinnu- rekstur. Þá hefði komið sér vel að veitingarekstur Sigurbjörns hefði fengið að blómstra lengur. Sigur- bjöm átti marga öfundarmenn sem bmgðu fæti fýrir veitingareksturinn og það átti ekki fyrir honum að liggja að starfa við eðlilegar aðstæð- ur nema í nokkur ár. Mannshvarf í Keflavík um miðjan áttunda áratuginn og m.a. rangar sakargiftir á hendur okkur Sigur- bimi og fleiri mönnum varð okkur báðum dýrkeypt. Að vera saklaus HALLDÓR ÞÓRÐARSON + Halldór Þórðar- son fæddist í Reykjavík 9. maí 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi 17. október síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Helgu Sveinsdóttur og Þórðar Þorsteins- sonar, Sæbóli, Kópa- vogi, sem ráku Blómaskálann í Kópavogi. Þau eru bæði látin. Systkini Halldórs eru Hall- dóra, búsett í Dan- mörku, og Sveinn, búsettur í Bandaríkjunum. Útför Halldórs Þórðarsonar fer fram frá Kópavogskirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Halli frændi. Á þessari skilnaðarstundu langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. Það er mjög skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur, það er að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Nú gerum við okkur grein fyrir því hversu stór hluti þú hefur allt- af verið af lífi okkar. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Við minnumst þín sem barngóðs og einlægs manns. Okkur eru ofarlega í huga allar ævintýrasögurn- ar sem þú sagðir okk- ur í svo mikilli ein- lægni að þú trúðir þeim sjálfur, og við líka þegar við vorum yngri. Ef flughjólinu þínu hefði ekki verið stolið, hefðir þú flogið með okkur og sýnt okkur allan heiminn, en sögurnar þínar báru okkur hálfa leið. Elsku frændi, þér fannst gam- an að ferðast, eftir að þú eignaðist fyrsta hjólið varð það þinn helsti farkostur, ekki einungis innanbæj- ar heldur líka um land allt. Þín helstu áhugamál voru galdrar og austurlenskar bardagalistir og æfð- ir þú hinar ýmsu gerðir þeirra og safnaðir bókum og vopnum þeim tengd. Á þinn hátt varstu snilling- ur, en eins og margir aðrir snilling- sakaður um mannsmorð og með margra mánaða innilokun í gæslu- varðhaldi gerir engan saman á eftir. Alþjóð var á þessum tíma gert kunn- ugt að við Sigurbjöm væmm á bak við lás og slá ásamt fleirum gmnað- ir um voðaverk. Það fór lægra - þegar sakleysi okkar sannaðist. Á þessu réttarslysi jafnaði Sigurbjöm sig aldrei þótt hann tjáði sig hvergi um það opinberlega eða í einkasam- tölum, nema við örfáa einstaklinga. Frá hans hálfu vom þessi mál ,að mörgu leyti óuppgerð. Ábyrgð þeirra sem koma af stað og viðhalda orð- rómi um aðild saklausra manna að voðaverkum er mikil. Margt bendir til þess að síðar muni allur sannleik- urinn í þessu koma í ljós. Sigurbjöm var ótrúlega næmur á hvað hafði raunvemlega gerst og margt af því sem að undanfömu hefur verið að koma í ljós hafði hann verið búinn að átta sig á. Hann trúði því alltaf að málin myndu skýrast með tíman- um. Eftir þessar hremmingar fór heilsu hans að hraka vemlega þrátt fyrir að vera þá aðeins rúmlega fímmtugur. Sigurbjörn var einstaklega geðprúður maður og mikið snyrti- menni. Hann átti gott með að um- gangast fólk þótt hann hefði sig ekki mikið í frammi, enda fjölkunn- ugur miklum fjölda fólks. Hann var allra manna greiðviknastur og gekk oft fram af mér í þeim efnum. Hann var þó ekki frekar en aðrir menn gallalaus og lífið lék hann grátt að sumu leyti. Hann átti auð- velt með að sjá skoplegu hliðar málanna og gerði oft grín að sjálf- um sér. Hann svaraði aldrei fyrir sig opinberlega þótt hart væri að honum sótt eða hallað réttu máli. Oft á tíðum fór hann að vorkenna þeim sem fluttu af honum rangar fréttir og ræddi oftsinnis um það að bæta þyrfti kjör og menntun ijölmiðlafólks svo meiri líkur væru á að það skýrði rétt frá, en honum fannst stundum skorta á að væri sem skyldi. Það er mjög vægt til orða tekið að Sigurbjörn var um margt einstakur maður. Honum þakka ég og Björk fyrir tryggðina og traustið og gefandi kynni á liðnum árum. Fjölskyldu Sigurbjörns vottum við okkar inni- legustu samúð. Dætur okkar, Vald- ís og María, þakka honum einnig fyrir einstaka artarsemi í orði og verki og votta fjölskyldu hans inni- legustu samúð. Vinur er horfinn og megi góður Guð leiða hann að ljósinu. Magnús Leópoldsson. Þessi grein hefði átt að birtast í Mbl. þriðjudaginn 21. þ.m., en tafðist fyrir mistök í vinnslu. ar galstu þess með ýmsu móti. Hæfileiki þinn að ná tökum á öðrum tungumálum var ótrúlegur, og stundaðir þú þýðingar þér til gagns og gamans. Fornar og framandi tungur voru eitt þitt aðaláhugasvið og hélst sá áhugi fram til hins síð- asta. Sem dæmi um það var að síð- ast núna í sumar vorum við að reyna að verða við ósk þinni um að útvega þér kennslubækur á framandi málum sem ekki voru fáanlegar. í lífi þínu hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðrum. Eftir að heilsu þinni tók að hraka fyrir þrem- ur árum fluttist þú að Kumbaravogi þar sem þér leið vel og var vel um þig hugsað. Á þessu tímabili þurftir þú að leggjast nokkrum sinnum inn á sjúkrahúsið á Selfossi og naust þar einnig góðrar aðhlynningar. Góðu starfsfólki á þessum stöðum viljum við senda okkar bestu þakk- ir. Vísuna sem ort var til þín árið 1952 viljum við hafa sem okkar lokaorð. Hann Halldór er hæverskur drengur með hárið og augun sín jörpu. Hann er eins og ómbliður stengur á einhverri dulrænni hörpu. (Grétar Fells.) Elsku frændi, við gleymum þér aldrei. Blessuð sé minning þín. Harpa Hlín, Karl Magnús og Emil Orn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.