Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 23
ERLENT
Norska Náttúruverndarráðið líkir rányrkju Norðmanna í Suðurhöfum við Smuguveiðar
NORSKA Náttúruvemdarráðið
sakar þarlend stjómvöld um að
veita útgerðarmönnum sem stundi
rányrkju í Suðurhöfum pólitískan
og efnahagslegan stuðning. í
skýrslu sem ráðið vann að beiðni
norska utanríkisráðuneytisins segir
að rányrkjan minni um margt á
veiðar íslendinga og Færeyinga í
Smugunni sem stjómvöld hafí
gagnrýnt svo harkalega. Em þau
hvött til þess að líta í eigin barm
og grípa til aðgerða gegn Suður-
hafsveiðunum, að því er fram kem-
ur í blaðinu Nordlys.
Gunnar Album hjá Náttúm-
verndarráðinu gagnrýnir norsk
stjómvöld fýrir aðgerðarleysi hvað
varðar veiðar norskra skipa á svo-
kölluðum patagónskum tannfíski.
Nú er veitt fimm til sexfalt meira
af honum en fiskifræðingar
CCAMLR, Ráðstefnu um verndun
fiskistofna í Suðurhöfum, hafa ráð-
lagt. Telur Album að verði veiðun-
um haldið áfram hrynji stofninn á
innan við ári. Um þijátíu ár tekur
að byggja hann upp að nýju.
Styrkir til smíða skipanna
í skýrslu Náttúmvemdarráðsins
segir að af 93 skipum sem stundi
veiðarnar séu að minnsta kosti 17
í eigu Norðmanna. Norska Fiski-
stofan hefur áður gefíð til kynna
að norsku skipin séu að minnsta
kosti níu. Vandinn er hins vegar
sá að þau eru öll skráð undir henti-
fána og margir norskir útgerðar-
menn sem fullyrt er að eigi skipin,
hafa neitað því.
Það á m.a. við um meintan eig-
anda Aliziu Glacial sem áströlsk
yfirvöld færðu til hafnar í síðustu
viku fyrir ólöglegar veiðar. Er það
í fyrsta sinn sem þarlend yfirvöld
grípa til slíkra aðgerða gagnvart
fiskiskipum. Um 200 milljóna ísl.
kr. styrkur var veittur til smíði Aliz-
iu Glacial en skipið er skráð í Belize.
Gunnar Album segir yfirvöld
hafa greitt styrki til smíða allnokk-
urra skipa sem nú stundi rányrkj-
una í Suðurhöfum. Þá fái útgerðar-
mennirnir í sumum tilfellum styrki
úr Atvinnu- og héraðasjóði hins
opinbera. „Þetta er afleiðing þeirrar
stefnu norskra yfirvalda að byggja
upp allt of stóran fiskiflota, miðað
við fiskistofnana," segir Album í
samtali við Nordlys
Hann segir norsk stjórnvöld,
stjómmálamenn og sjómenn hafa
látið hörð orð falla í garð íslendinga
og Færeyinga vegna veiða utan
kvóta í Smugunni. „Noregur hefur
NÝ SPARPERA
sem kveikir og slekkur
Electronic
Energy
Saver
15
w
ífSjUl
Söluaðilar um land allt
Segir stjórnvöld eiga
að líta í eigin barm
gagnrýnt notkun hentifána, póst-
kassafyrirtæki og löndun afla sem
veiddur er utan kvóta. Norsk skip
stunda nákvæmlega sömu iðju í
Suðurhöfum. Og þær veiðar eru ef
til vill ennþá alvarlegri því þær eru
stundaðar á stofnum sem geta
hmnið innan örfárra mánaða," seg-
ir Album.
Norðmenn krafðir svara
Norskum yfírvöldum barst fyrsta
aðvörunin vegna veiða norskra
skipa í Suðurhöfum í upphafi síð-
asta árs. Hafa kvartanir ríkja sem
lögsögu eiga að hafsvæðinu sem
Norðmenn veiða á ítrekað kvartað
yfír veiðunum og þær verða eitt
aðalmálið á aðalfundi CCAMLR,
sem haldinn verður í næstu viku.
Album bendir hins vegar á það
að veiðamar eigi sér einkum stað
innan 200 sjómílna lögsögu ríkja á
borð við Ástralíu, Nýja-Sjálands og
Suður-Afríku og að þau hafi ekki
tekið nógu hart á veiðunum.
í skýrslu Náttúruverndarráðsins
segir að norska sendinefndin á
fundinum verði að hafa svör á reið-
um höndum um hvernig yfírvöld
hyggist stöðva veiðarnar en
skýrsluhöfundar telja að þau hafi
tekið of létt á málinu. Dagfinn
Steneseth, ráðgjafi utanríkisráðu-
neytisins í málefnum heimskauts-
svæða, viðurkennir að málið sé allt
hið óþægilegasta fyrir fiskveiði-
þjóðina Noreg.
Vísað er til tillögu norsku Fiski-
stofunnar um að breytt verði lögum
um úthafsveiðar á þann hátt að
banna megi skipum í eigu Norð-
manna að veiða hvar sem er í heim-
inum. Núverandi löggjöf nær að-
eins yfir skip sem skráð eru í Nor-
egi. Þeirri tillögu hefur hins vegar
verið vísað á bug og telur Album
ástæðuna án efa vera ótta yfir-
valda við að vekja reiði útgerðar-
manna.
Björn Tore Godal, fyrrverandi
utanríkisráðherra Noregs, hét því
fyrr á árinu að stjórnvöld myndu
útvega sér heimild til að gripa til
aðgerða gegn útgerðarmönnum
sem stunduðu ólöglegar veiðar
undir hentifána. Ekkert bólar á
slíkri lagasetningu og kenna emb-
ættismenn í utanríkisráðuneytinu
flókinni undirbúningsvinnu um.
• Brottfararskírteini í millilandaflug daginn íyrir brottför
• Vildarpunktar
• Fríar ferðir í Kringluna
• Innisundlaug og ein fullkomnasta líkamsrækt
Norðurlanda, Planet Pulse
• .öll herbergi búin nýjum fullkomnum hótelsjónvörpum
• Fjölbreytt herbergjaúrval
• Sérhannaðar Skáldastofur
• Saga Class stofur
• Víðsýnisstofur
• Funda- og ráðstefnusalir í sérflokki
Allt þetta og miklu meira
Vcvö t ra 3.900 ki
Hefurðu liugleitt
hvað Hótel Loftleidir og Hótel Esja
bjóða umfram önnur hótel?
ICELANDAIR1 IOTFIS
Hótel og híll
frá kr, 4.200" 1
FLUGLEIÐIR j0m
Gttté
Bílaleiga
Grænt númer 800 6322, sameiginlegur bókunarsími 50 50162
Nánari upplýsingar á síðu 788 í textavarpi Ríkissjónvarpsins
’Nóttin í eins manns herbergi - ”Verð á mann í tveggja manna herbergi
og glæsibifreið frá Bílaleigu Flugleiða. Innif. 100 km akstur, trygging og vsk.
T|I/'<H K»)01l»9im*10n» »HKIU|