Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 39 með að fá vinnu. Þar láta fordómarn- ir ekki á sér standa. Þess vegna er ekki alltaf nóg að útlendingarnir vilji vinna, því at- vinnurekendur sneiða hjá útlendum nöfnum, jafnvel þó að um sé að ræða útlendinga, sem eru fæddir og aldir upp í Danmörku og tala því dönsku eins og aðrir. Þetta er veigamikil ástæða fyrir miklu atvinnuleysi í þessum hópi. Einnig tekur danska kerfið stirðlega á móti fólki með próf og reynslu er- lendis frá. Hárgreiðslukona frá Bosn- íu, sem vann þar í 20 ár áður en hún flýði til Danmerkur í stríðinu fær hvorki próf sitt né starfsreynslu við- urkennda. Hún þarf fyrst að fara í danskan hárgreiðsluskóla, þar sem 20 ára starfsreynsla er metin til hálfs árs starfsreynslu og námið tekur um 3 ár. Háskólaborgarar eiga ekki auð- veldara uppdráttar. Krafan sem útlendingar mæta er því annars vegar að þeir fái sér vinnu, en hins vegar eru nám og störf ekki metin. Þá er oft ekki annað úrræði til staðar en láglaunastörf og þegar danskir atvinnurekendur sigta út- lendu nöfnin úr þá eru úrræðin oft ekki önnur en atvinnuleysi eða sjálf- stæður smáatvinnurekstur. Ekki þurrka út menningu Dönskukunnáttan hjá miðaldra og eldri innflytjendum er oft bágborin. Áður var lítil áhersla lögð á dönsku- kunnáttu en nú er afstaðan önnur. Útlendingar eiga ekki að læra dönsku til að þóknast innfæddum, heldur til að verða sjálfbjarga. Það hefur til dæmis sýnt sig að kvenfólk, sem ekki kann dönsku, er alveg upp á eiginmanninn komið og í raun innilokað. Ef þær eiga til dæmis í hjónabandserfiðleikum eða sæta misbeitingu af hálfu eigin- mannsins eru aðstæður þeirra hrika- legar. Áður var aðlögun feimnismál því það átti að styrkja útlendinga í að halda eigin menningu. Augu æ fleiri eru nú að opnast fyrir því að útlend- ingum er enginn greiði gerður ef ekki eru gerðar kröfur um dönsku- kunnáttu. Þá eiga þeir ekki athvarf í dönsku þjóðfélagi, heldur aðeins í eigin menningarkima. Og kröfur um dönskukunnáttu þurfa ekki að þýða að fólk fái ekki að tala eigið mál, heldur aðeins að það þurfi líka að kunna dönsku, ofan á móðurmálið. í skólum hefur orðið deiluefni hvort leyfa eigi stúlkum að bera blæju en niðurstaðan er að það eigi þær að fá. Kóranskólar eru til en þeir eru einkaskólar utan við danska skólakerfið. Almennt eiga krakkarnir að fá að halda menningarlegum sér- kennum sínum, meðan það stangast ekki á við eðlilega skólagöngu þeirra. Ung gengi og gamalt einangrað fólk Hinn áþreifanlegi vandi, sem af innflytjendum hlýst, stafar einkum Sjálfstæðismenn segja boðaða orkuverðslækkun blekkingarleik Morgunblaðið/RAX UM 80 manns starfa nú við framkvæmdir við byggingu stöðvarhúss raforkuversins sem verið er að reisa á Nesjavöllum. Leitað leiða til að standa undir lækkun Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur telur boðaða lækkun raforkuverðs í borginni blekkingarleik. Formaður stjómar veitustofnana segir að allra leiða hafí verið leitað til að stuðla að lækkun. af einangrun þeirra í eigin hópum, bæði þar sem of margir safnast sam- an í einu bæjarfélagi og unglingar sem hópast saman í einangruð gengi. Það eru því ýmis bæjarfélög, sem eiga í mestu vandræðum með hverfi, þar sem hlutfall útlendinga er hátt, til dæmis í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Þennan vanda þekkir hinn nýi innanríkisráðherra rækilega. Undanfarið hafa orðið átök í slík- um hópum í þessum borgum þar sem innflytjendur eru samanþjappaðir í hverfi, sem Danir flytja frá eða forð- ast, þegar hlutfallið verður hátt og þegar hlutfail skólakrakka af erlend- um uppruna er orðið 90 prósent. Athyglin beinist æ meir að annarr- ar kynslóðar innflytjendum, börnum og unglingum, fæddum í Danmörku eða sem fluttu þangað sem börn. Þeir eiga fáa eða enga danska vini, en deila heidur ekki hugsunarhætti foreldranna. í þessum hópum er oft tilhneiging til að mynda gengi sem á stundum leiðast út í smáglæpi og óknytti. Ýmis bæjarfélög hafa tekið þessa hópa föstum tökum. Á Amager við Kaupmannahöfn hafa lögreglan og félagsmálayfirvöld náð sambandi við gengi, drifið krakk- ana i íþróttir og annað sem vekur áhuga og gleði. Reynslan er mjög jákvæð, krakkamir koma auga á annað í lífinu en hangs, fá skilning á gildi menntunar og komast í tengsl við fullorðna, sem geta stutt og leitt. En þetta er ekki starf sem ber árang- ur yfir nótt. Að sögn kunnugra tekur það um þrjú ár að ná árangri. Enn sem komið er eru innflytjend- ur sjaldséðir í menntaskólum og enn sjaldséðari í háskólum. Áhugi þeirra á sjálfstæðum atvinnurekstri endur- speglast hins vegar í aðstreymi þeirra í verslunarskóla þar sem þeir eru víða orðnir þriðjungur eða fjórðungur nemenda, mest Pakistanar, Tyrkir og frá forðum Júgóslavíu. Það hefur leitt til vandræða þar þar sem þeir þykja oft hafa lélegar forsendur til náms, meðal annars ónóg tök á dönsku. Þeir blandast ekki dönskum nemendum þvi útlend- ingarnir halda sig í stórum hópum, meðan dönsku krakkarnir eru fáir saman og umgangast á annan hátt. Gamla fólkið er yfirleitt heima við og á framfæri fjölskyldunnar en eft- ir því sem fjölgar í þeim hópi mun þörfín fyrir sérstaka umönnun fyrir erlend gamalmenni aukast. í Svíþjóð og víðar hefur verið komið upp elli- heimilum fyrir útlendinga þar sem mál þeirra er talað og gamla fólkið fær mat eins og það er vant. En þetta er ekki kröfuhart fólk, iðulega illa talandi á dönsku og tekur það sem að því er rétt. Margmenning ekki rétta orðið Orðin margmenning og marg- menningarsamfélög eru iðulega not- uð í umræðu um innflytjendur og flóttamenn. í Danmörku á það vart við. Því fer svo fjarri að útlendingar setji svip á samfélagið í heild og dönsk gildi eru enn í fyrirrúmi. Marg- ir benda á að innflytjendur eigi yfir- leitt fleiri börn en Danir, svo hlutföll- in kunni að breytast í framtíðinni. Þar á móti kemur að skólinn er mót- aður dönskum hugsunarhætti og dönskum venjum. Áfram verður þó mikilvægt að vinna gegn einangrun einstakra hópa á einstökum svæðum. Einstaka út- lendingar hafa haslað sér völl í stjórn- málum og nýlega varð Óðinsvé fyrsta • bæjarfélagið til að koma sér upp útlendingaráði, kosnu af innflytjend- um. Það er erfitt að ímynda sér að danskir krakkar, sem nú ganga í skóla með innflytjendum og eiga vini í þeim hóp muni eftir 40-50 ár standa og tauta eins og danski bif- vélavirkinn gerir. En eins og er leys- ist vandinn um innilokaða hópa ekki af sjálfu sér og hann leysist heldur ekki þó að Danir hætti að taka á móti útlendingum eins og Danski þjóðarflokkurinn vill. Evrópskar regl- ur um móttöku flóttamanna eru í bígerð og þeim verða Danir að fylgja. Á meðan verður eflaust reynt að aðlaga nýbúana dönsku samfélagi í erfiðum bæjarfélögum, en það er langtíma þraut. Bifvélavirkinn og skoðanabræður hans hafa nóg að tauta um á meðan. MEÐAL þeirra ráðstafana sem væntanlega verður gi'ipið til í því skyni að gera boðaða 2-3% lækkun á orkuverði frá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur mögulega frá og með næstu áramótum er að leggja niður klak- og seiðaeldisstöð Raf- magnsveitunnar í Elliðaárdal. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar, myndu sparast með þessu 10-15 milljónir króna árlega, og Rafmagnsveitan myndi framvegis kaupa seiði í Elliðaárnar frá einkaaðilum. Alfreð segir þetta eitt af mörgu sem nú sé til skoðunar í því skyni að lækka tilkostnað og gera orkuverðslækkunina mögu- lega. Gunnar Jóhann Birgisson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir tilkynningu um væntanlega orku- verðslækkun blekkingarleik. 5% raunlækkun á kjörtímabilinu Alfreð sagði í samtali við Morgun- blaðið að 1,7% hækkun sem varð á raforkuverði Rafmagnsveitunnar síðastliðið vor hefði verið vegna 3,2% hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjun- ar, og ef tillit hefði verið tekið til hækkunar á tilkostnaði Rafmagnsveitunnar hefði hækkunin þurft að vera meiri en 1,7%. „Miðað við neysluvísi- töluna hefur orðið 2% raunlækkun á orkuverði Rafmagn- sveitunnar á þessu kjörtimabili, og ef væntanleg 2-3% lækkun er tekin með í reikninginn má segja að raun- lækkunin á raforkuverði til Reykvík- inga hafi orðið 5% á kjörtímabilinu," sagði Alfreð. Hann sagði að hvorki Rafmagns- veitan né Hitaveita Reykjavíkur hefði hækkað gjöld sín í samræmi við neysluvísitölu á kjörtímabilinu. Ýmislegt hefði verið gert til að halda hækkunum Rafmagnsveitunnar í skefjum og fleira væri framundan. Þannig hefðu ítarlegri verklagsregl- ur verið teknar upp og rafmagnseft- irliti hefði verið breytt í átt til sparn- aðar. „Það er til skoðunar að leggja klak- og séiðaeldisstöðina í Elliðaár- dal niður og taka upp viðskipti við fyrirtæki sem geta annast þetta fyr- ir Rafmagnsveituna. Þá höfum við selt allt íbúðarhúsnæði sem var í eigu Rafmagnsveitunnar og þar fell- ur niður rekstrarkostnaður auk þess sem inn koma tekjur vegna sölunn- ar. Núna um áramótin kemur svo til framkvæmda nýtt og hagkvæmt innheimtukerfi og öllum deildum Rafmagnsveitunnar hefur verið gert að leita vel í sínum ranni til að ná niður kostnaði í því skyni að gera 2-3% lækkun orkuverðsins mögu- lega,“ sagði Alfreð. Hann sagði að með tilkomu raf- orkuversins á Nesjavöllum væri að skapast svigrúm til orkuverðslækk- ana á næstu árum. Virkjunin væri það hagkvæm að hún færi fljótt að hafa áhrif og það skipti Reykvíkinga miklu máli að hagnaður af þeirri framkvæmd færi að skila sér eins og framundan væri sjáanlegt. „Það eru að vísu í dag ekki nein áform uppi um að fara að lækka gjaldskrá Hitaveitunnar, en hún er ein sú lægsta í landinu. Hitt er annað mál að ég sé samt fyrir mér að innan ekki mjög langs tíma getum við líka far- ið að skoða lækkun þar vegna hag- kvæmninnar í sambandi við virkjun- ina á Nesjavöllum," sagði Alfreð. Kynnt í mikilli fljótfærni Gunnar Jóhann Birgisson sagði í samtali við Morgunblaðið að raf- magnsverð hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefði hækkað um 3% árið 1996 og 1,7% síðastliðið vor. Leiða mætti rök að því með hliðsjón af lánskjaravísitölu að hækka hefði mátt rafmagnsverðið eitthvað meirá, en í ljósi allra þeirra hækkana sem orðið hefðu á gjaldskrám Reykjavík- urborgar á þessu tímabili væri ljóst að þær hefðu í heild sinni verið langt umfram almennar verðlagshækkan- ir. Hann sagðist hins vegar fagna hugmyndum um lækkun raforku- verðsins, en hann gagnrýndi hins vegar vinnubrögðin sem viðhöfð hefðu verið í þessu sambandi. „í fyrsta lagi er þetta kynnt í mikilli fljótfærni, án þess að það hafi fengið umfjöllun þeirra aðila sem fjalla um málefni veitustofnana hjá borginni. Málið hafði þannig ekki verið tekið fyrir í veitustjórn, en þó var fundur í veitustjórn daginn áður en lækkunin var kynnt á blaða- mannafundi. Þetta mál hafði heldur ekki fengið neina umfjöllun í borgar- ráði. Mín tilfinning er því sú að Al- freð Þorsteinsson hafi hlaupið upp með þetta mál í ljósi þeirrar gagn- rýni sem meirihlutinn hefur setið undir vegna kjaradeilu kennara og það sé verið að reyna að finna eitt- hvert mál til að tefla fram í þeirri umræðu. Mér finnst því einkennileg lykt af þessu máli,“ sagði Gunnar Jóhann. Hann sagði að jafnframt þætti honum mál þetta einkennilegt þar sem aðeins væru fáir mánuðir síðan raforkuverðið í Reykjavík hafí verið hækkað um 1,7%. Hann ásamt fleir- um hefði gagnrýnt þá hækkun með- al annars með þeim röksemdum að komast mætti hjá hækkuninni með hagræðingaraðgerðum og með því að nýta að hluta til arð sem borgin fær nú í fyrsta sinn greiddan frá Landsvirkjun. „Nú er rafmagnslækkunin meðal annars rökstudd með sömu rök- semdum og ég notaði í minni gagn- rýni fyrir þremur mánuðum siðan. Þá var ég sakaður um pólitískt upp- þot og að ég væri ekki samkvæmur sjálfum mér i umræðunni. Núna eru þeir að beita sömu röksemdum vi'ð að rökstyðja það að lækkun sé möguleg og ég hlýt að spyrja mig þeirrar spurningar hvort rafmagns- verðið hafi ekki verið hækkað í vor til þess að hægt yrði að lækka það núna. Það fínnst mér vera útgangs- punkturinn í þessu öllu saman,“ sagði Gunnar Jóhann. — Svigrúm til lækkana á komandi árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.