Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 64
^S4 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA sveitín skartaði pakistönskum búninguni þegar
heimsmeistaramótið í Túnis var sett á sunnudag. Á myndinni eru
Paul Soloway, Seymon Deutsch, Zia Mahmood, Lew Stansby og
Michael Rosenberg en Chip Martel var fjarverandi.
Heimsmeistaramótið í brids
Útspilið munaði
þremur slögum
BRIPS
Ilammamet, Túnis
BERMÚDASKÁLIN
Keppni um Bermúdaskálina og
Feneyjabikarinn fer fram í Túnis,
í dagana 19. október til 1. nóvember.
BANDARÍSKU sveitirnar tvær
hafa farið best af stað í undan-
keppni heimsmeistaramótsins í
brids. A-sveitin, með Zia Mahmood
í broddi fylkingar, hafði 140 stig
þegar 7 umferðum af 17 var lokið
í gær, og B-sveitin, sem skipuð er
núverandi heimsmeisturum, hafði
135 stig. 8 lið komast áfram í úr-
slitin og í næstu sætum komu Norð-
menn, Ástralir, ítalir, Kínverjar
LPólveijar, og Frakkar.
í kvennaflokki voru Frakkar
efstir eftir 7 umferðir með 129 stig,
en í næstu sætum komu Bandaríkin
1, Kanada, Bretland, Kína, Holland,
Bandaríkin 2 og Ástralía.
Það hefur vakið nokkra athygli
að Pakistaninn Zia Mahmood spilar
að þessu sinni fyrir Bandaríkin, en
hann hefur enn pakistanskan ríkis-
borgararétt. Þetta undirstrikaði
sveitin hans með þvi að mæta í
pakistönskum skikkjum þegar mót-
ið var sett.
Þá vakti það einnig athygli, að
kvennalið ísraels mætti ekki til
leiks í Túnis og ítalir tóku sæti
þess. Opinber ástæða þessa var sú,
.að ísraelsk yfirvöld hefðu ekki tal-
ið að öryggis ísraelsku kvennanna
yrði nægilega vel gætt í Túnis, en
hin raunverulega ástæða mun vera
sú, að ísraelsmenn líta á Túnis-
menn sem óvini sína og því var
kvennaliðinu ekki leyft að fara
þangað.
30 impa sveifla
Pólverjar fóru frekar rólega af
stað í undankeppninni en hafa síðan
sótt í sig veðrið. Þeir unnu Indveija
22-8 í þriðju umferð en þetta spil
hefði getað breytt þeim úrslitum
verulega:
Norður gefur, NS á hættu
Norður
♦ 2
¥ ÁKD102
♦ 10953
+ ÁKG
Vestur Austur
♦ 1043 ♦ G96
¥ G8763 ¥ 954
♦ 84 ♦ ÁKD2
♦ D32 * 875
Suður
♦ ÁKD875
¥ -
♦ G76
♦ 10964
Við annað borðið spiluðu Indvetj-
arnir Dalal og Padhye 4 spaða í
suður. Cecari Balicki í vestur fann
besta útspilið, tíguláttu, og þegar
Adam Zmudzinski í austur tók þrjá
efstu í tígli og spilaði fjórðatíglinum
gat Balicki trompað með spaðatíu
og tekið spilið einn niður.
Við hitt borðið sátu Pólverjarnir
Apolonary Kovalski og Jacec Rom-
anski NS og Indveijarnir Jaggy
Shivdasani og Sanatanu Ghose AV:
Vestur Norður Austur Suður
SG AK JS JR
1 hjarta pass 2 spaðar
pass 3 tíglar pass 4 spaðar
pass 4 grönd pass 5 spaðar
pass 6 spaðar dobl//
Það var Ijóst að dobl austurs var
útspilsvisandi og bað um útspil í
öðrum hvorum hliðarlit NS. En
hvorum? Ghose sat lengi og reyndi
að komast að niðurstöðu. Var
Shivdasani með eyðu í hjarta eða
átti hann fullt af tígulháspilum?
Loks lagði Ghose útspil á borðið:
hjartasexuna! Romanski var fljótur
að taka 12 slagi og Pólveijamir
græddu 18 impa í stað þess að tapa
12.
Guðm. Sv. Hermannsson
BRIPS
Umsión: Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Selfoss
Vetrarstarf Bridsfélags Selfoss
hófst með eins kvölds tvímenningi
18. september 1997. 9 pör mættu
til leiks og urðu úrslit þessi:
Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson 121
Helgi G. Helgason - Ingibjörg Harðardóttir 115
Auðunn Hermannsson - Brynjólfur Gestsson 113
Sigurður E. Siguijs. - Kristján M. Gunnarss. 113
Því næst var haldinn þriggja
kvölda Suðurgarðs tvímenningur
með Barómetersfyrirkomulagi. 12
pör mættu til leiks og urðu eftirtal-
in pör efst:
Guðjón Bragason -
Hermann Friðriksson/Gísli Þórarinss. 41
Auðunn Hermannsson - Brynjólfur Gestsson 19
Helgi Grétar Helgason - Ingibjörg Harðardóttir 14
Næstkomandi fimmtudag þ.e.
23. október hefst svo þriggja kvölda
hraðsveitakeppni og þurfa menn þá
aðeins að mæta í pörum, því líkt og
í fyrra verður raðað saman í sveit-
ir. Allir eru velkomnir og vonumst
við til að sem flestir mæti í þessa
skemmtilegu sveitakeppni. Spilað
er í Tryggvaskóla og hefst spila-
mennska kl. 19.30.
Minningarmótið
um Einar Þorfinnsson
Minningarmótið um Einar Þor-
finnsson var nú spilað í 17. sinn
18. október í Inghóli á Selfossi. Til
leiks mætti 31 par og voru spiluð
2 spil á milli para með Barómeters-
fyrirkomulagi.
Úrslit urðu þessi:
ÁsmundurPálsson - Sigurður Sverrisson 184
Valgarð Blöndal - Þorlákur Jónsson 154
Björn Eysteinsson - Karl Sigurhjartarson 123
Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 75
Sigtryggur Sigurðsson - Bragi L. Hauksson 74
Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson 70
Aðalsteinn Jörgensen - Matthías Þorvaldsson 69
GuðjónEinarsson-BjömSnorrason 68
Keppnissstjóri var Jakob Krist-
insson.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Skipaskagi
eða Akranes?
í DAGBLAÐINU mánu-
daginn 20. október er í
stórri fyrirsögn sagt
„Ófögur sjón á Skipa-
skaga“ Það fer í taugamar
á mér að alltaf er talað um
Skipaskaga þegar verið er
að tala um Akranes. Það
er talað um að fara upp á
Skipaskaga í fótbolta
o.s.frv. Skipaskagi er
fremsta táin á Akranesi
og nær upp að Grásteini
við Krókalón og að Leir-
gróf hinum megin. Höfnin
tilheyrir t.d. Skipaskaga.
Þarna langt fyrir innan er
fótboltavöllurinn.
Ein af Akranesi.
Þakkir fyrir
góða þjónustu
ÉG VIL senda þeim hjá
Don-pizzum í Garðabæ
mínar bestu þakkir fyrir
góða þjónustu sem ég fékk
hjá þeim um sl. helgi þegar
ég hélt upp á barnaafmæli
og pantaði hjá þeim nokkr-
ar pitsur. Stóðst allt sem
þeir voru búnir að lofa og
ekki spillti verðið hjá þeim
fyrir.
Ánægður
viðskiptavinur.
Á einhver
„Biðsalur
dauðans“
Á EINHVER myndina
„Biðsalur dauðans" sem
sýnd var í sjónvarpinu 1995.
Myndin fjallar um munaðar-
leysingjahæli í Kína. Þeir
sem gætu lánað myndina
eru beðnir að hringja í Krist-
ínu í síma 567-2844.
Árgerð 1950
í Réttó
VARST þú í Réttarholts-
skólanum á árunum 1963-
1967 og ert fædd(ur)
1950. Endurfundir laugar-
daginn 1. nóvember. Þeir
sem hafa áhuga á að hitt-
ast hafí samband við
Huggu í síma 567-2233,
Viggu í síma 487-8220
og Lilju í síma 561-2041.
Þakklæti
MIG langar til þess að skila
þakklæti til Svanhildar
Jakobsdóttur fyrir frábæra
þætti á Rás 1. Þetta eru
einu lifandi þættirnir sem
eru á Rás 1.
E.P.
Óhreinsuð svið
KONA hringdi í Velvak-
anda og vildi hún fá að
vita hvar hægt væri að fá
óhreinsuð svið. Hún segir
að hreinsuð svið sem fást
í búðum í dag séu algjör-
lega bragðlaus.
Dýrahald
Þórður í Hófgerði
týndur
ÞÓRÐUR er svartur skóg-
arköttur með litla hvíta
stjömu á bringu, hinn
vænsti köttur. Hann fór
að heiman frá sér, Hóf-
gerði í Kópavog, á mánu-
dagskvöld. Hann hefur
ætlað að stækka sjóndeild-
arhringinn, en orðið fyrir
skakkaföllum og ratar trú-
lega ekki heim. Hann er
eyrnamerktur. Þeir sem
hafa orðið hans varir eru
vinsamlega beðnir að hafa
samband við Helgu eða
Berglindi í síma 554 4904.
Tveir kettlingar
í óskilum
UM sl. helgi fundust tveir
kettlingar í Elliðaárdaln-
um. Auðbjörg fann annan
á laugardegi og Sigfríð
hinn á sunnudegi. Af tilvilj-
un einni sköruðust þessi
mál hjá Sigfríði og Auð-
björgu, en þær þekkjast
ekkert.
Kettlingarnir eru um
þriggja mánaða, læður,
hvítar og dökkflekkóttar
og flekkirnir eru bröndótt-
ir. Þær virðast vera úr
sama goti, systur og skap-
gerðin eins, blíðar og
mannelskar. Sá sem á
þessar kisulórur er vinsam-
legast beðinn að hringja í:
Auðbjörgu í síma
551-2946 eða Sigfríð í
síma 564-4449 eða
898-2033 sem allra fyrst.
Páfagaukur týndur
LJÓSBLÁR og hvítur
páfagaukur hvarf frá
Fjölnisvegi 6, fimmtudag-
inn 16. október. Þeir sem
hafa orðið varir við fuglinn
hringi í síma 551-4972
eða 551-7639.
Börkur Vífill
er týndur
GRÁBRÖNDÓTTUR
fress, áberandi stór, hvarf
frá Sólvallagötu 68b sl.
miðvikudag 15. okt. Hann
er ekki með hálsól. Þeir
sem hafa orðið varir við
kisa hafi samband í síma
551-0641.
SKAK
Umsjón Margcir
Pctursson
HVÍTUR lelkur og vinnur.
STAÐAN kom upp á úr-
slitamóti norrænu VISA
bikarkeppninnar sem lauk
í gær. Helgi Áss Grétars-
son (2.475) var með hvítt
og átti leik, en Svíinn Ti-
ger Hillarp-Pers-
son (2.445) hafði
svart. Tiger var að
enda við að fórna
manni á e5 og ætl-
aði að hafa þijú peð
upp úr krafsinu.
Honum varð þó
ekki kápan úr því
klæðinu:
39. Hxe5! - dxeð
40. Hd5! - Hxc4?
(Hroðalegur afleik-
ur í tímahraki, en
eftir 40. - f6 41.
c5! hótar hvítur
bæði 42. Hd8++ mát og
42. cxb6) 41. Bxc4 - Hxc4
42. Hd8 mát!
Ast er...
... hálsmen með hjarta.
TU Rog. U.S. Pat Otl — all rights reserved
(c) 1997 Los Angeles Times SynOcate
HANN borgar aldrei
neina reikninga. Hann
fær aldrei póst.
Víkveiji skrifar...
EGAR þessar línur birtast
liggja úrslit ljós fyrir í
Norðurlandamóti VISA í skák.
Mótið hefur verið vel sótt og tals-
vert um það fyallað í fjölmiðlum.
Hins vegar hefur mótið ekki
fengið jafnmikla umfjöllun og
skákmót fengu hér fyrr á árum.
Morgunblaðið birtir daglegar frétt-
ir og skákþætti og Útvarpið birtir
einnig fréttir daglega. Aðrir miðlar
segja frá mótinu með höppum og
glöppum og hvorug sjónvarps-
stöðvanna birtir skákskýringar
eins og venjulega var gert í dag-
skrárlok. Stöð 2 stóð sjálf fyrir
stórmótum fyrir nokkrum árum og
gerði þeim frábær skil en nú bregð-
ur svo við að varla er minnst á
Norðurlandamótið í fréttum stöðv-
arinnar. Er fréttastjórinn, sem
sjálfur er slyngur skákmaður, bú-
inn að missa áhugann?!
Skáklífið í landinu hefur verið í
nokkurri lægð að undanförnu. Nú
má sjá þess merki að það sé að
rofa til og eru það ánægjuleg tíð-
indi.
XXX
MILLIDÝRUM veitingahúsum
hefur farið fjölgandi að und-
anförnu og eru þau undantekning-
arlítið vel sótt. Víkveiji snæddi
fyrir skömmu á nýjum veitinga-
stað, Einari Ben, og getur með
góðri samvisku gefið honum hin
beztu meðmæli fyrir mat og þjón-
ustu. Þá hefur Víkveiji heyrt vel
látið af öðrum nýjum veitingastað,
Mirabelle, og hyggst heimsækja
hann við fyrsta tækifæri.
xxx
FURÐULEGT upphlaup varð í
fjölmiðlum um daginn vegna
íþróttasvæðis Fram í Safamýri.
Það byijaði með frétt á íþróttasíðu
DV þess efnis að Fram ætti í við-
ræðum við forráðamenn Kringl-
unnar um byggingaframkvæmdir
á svæðinu og átti Fram að fá 500
milljónir fyrir sinn snúð. Báðar
sjónvarpsstöðvarnar tóku málið
upp um kvöldið og birtu viðtal við
formann Fram sem var með háleit-
ar hugmyndir og hafði hækkað
töluna upp í 1000 milljónir!
Fréttamennirnir gleymdu hins
vegar að tala við eiganda svæðis-
ins, Reykjavíkurborg. Þegar borg-
arstjórinn komst loks að í fjölmiðl-
um lá ljóst fyrir að svæði Fram
var skilgreint sem íþrótta- og úti-
vistarsvæði og ekki kemur til álita
að breyta því. Þetta var því aldrei
nein frétt!
xxx
Á eru skopteikningar Sigmunds
byijáðar að birtast á ný eftir
sumarleyfi listamannsins og geta
aðdáendur hans andað léttar. Þeim
finnst blaðið svipminna án teikninga
hans, sem það er, en Sigmund verð-
ur að fá frí eins og allir aðrir! Sig-
mund hefur teiknað í Morgunblaðið
um áratuga skeið og mun það vera
einsdæmi í heiminum að skopteikn-
ari teikni daglega í blað.