Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 64
^S4 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 IDAG MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA sveitín skartaði pakistönskum búninguni þegar heimsmeistaramótið í Túnis var sett á sunnudag. Á myndinni eru Paul Soloway, Seymon Deutsch, Zia Mahmood, Lew Stansby og Michael Rosenberg en Chip Martel var fjarverandi. Heimsmeistaramótið í brids Útspilið munaði þremur slögum BRIPS Ilammamet, Túnis BERMÚDASKÁLIN Keppni um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn fer fram í Túnis, í dagana 19. október til 1. nóvember. BANDARÍSKU sveitirnar tvær hafa farið best af stað í undan- keppni heimsmeistaramótsins í brids. A-sveitin, með Zia Mahmood í broddi fylkingar, hafði 140 stig þegar 7 umferðum af 17 var lokið í gær, og B-sveitin, sem skipuð er núverandi heimsmeisturum, hafði 135 stig. 8 lið komast áfram í úr- slitin og í næstu sætum komu Norð- menn, Ástralir, ítalir, Kínverjar LPólveijar, og Frakkar. í kvennaflokki voru Frakkar efstir eftir 7 umferðir með 129 stig, en í næstu sætum komu Bandaríkin 1, Kanada, Bretland, Kína, Holland, Bandaríkin 2 og Ástralía. Það hefur vakið nokkra athygli að Pakistaninn Zia Mahmood spilar að þessu sinni fyrir Bandaríkin, en hann hefur enn pakistanskan ríkis- borgararétt. Þetta undirstrikaði sveitin hans með þvi að mæta í pakistönskum skikkjum þegar mót- ið var sett. Þá vakti það einnig athygli, að kvennalið ísraels mætti ekki til leiks í Túnis og ítalir tóku sæti þess. Opinber ástæða þessa var sú, .að ísraelsk yfirvöld hefðu ekki tal- ið að öryggis ísraelsku kvennanna yrði nægilega vel gætt í Túnis, en hin raunverulega ástæða mun vera sú, að ísraelsmenn líta á Túnis- menn sem óvini sína og því var kvennaliðinu ekki leyft að fara þangað. 30 impa sveifla Pólverjar fóru frekar rólega af stað í undankeppninni en hafa síðan sótt í sig veðrið. Þeir unnu Indveija 22-8 í þriðju umferð en þetta spil hefði getað breytt þeim úrslitum verulega: Norður gefur, NS á hættu Norður ♦ 2 ¥ ÁKD102 ♦ 10953 + ÁKG Vestur Austur ♦ 1043 ♦ G96 ¥ G8763 ¥ 954 ♦ 84 ♦ ÁKD2 ♦ D32 * 875 Suður ♦ ÁKD875 ¥ - ♦ G76 ♦ 10964 Við annað borðið spiluðu Indvetj- arnir Dalal og Padhye 4 spaða í suður. Cecari Balicki í vestur fann besta útspilið, tíguláttu, og þegar Adam Zmudzinski í austur tók þrjá efstu í tígli og spilaði fjórðatíglinum gat Balicki trompað með spaðatíu og tekið spilið einn niður. Við hitt borðið sátu Pólverjarnir Apolonary Kovalski og Jacec Rom- anski NS og Indveijarnir Jaggy Shivdasani og Sanatanu Ghose AV: Vestur Norður Austur Suður SG AK JS JR 1 hjarta pass 2 spaðar pass 3 tíglar pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 spaðar pass 6 spaðar dobl// Það var Ijóst að dobl austurs var útspilsvisandi og bað um útspil í öðrum hvorum hliðarlit NS. En hvorum? Ghose sat lengi og reyndi að komast að niðurstöðu. Var Shivdasani með eyðu í hjarta eða átti hann fullt af tígulháspilum? Loks lagði Ghose útspil á borðið: hjartasexuna! Romanski var fljótur að taka 12 slagi og Pólveijamir græddu 18 impa í stað þess að tapa 12. Guðm. Sv. Hermannsson BRIPS Umsión: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Selfoss Vetrarstarf Bridsfélags Selfoss hófst með eins kvölds tvímenningi 18. september 1997. 9 pör mættu til leiks og urðu úrslit þessi: Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson 121 Helgi G. Helgason - Ingibjörg Harðardóttir 115 Auðunn Hermannsson - Brynjólfur Gestsson 113 Sigurður E. Siguijs. - Kristján M. Gunnarss. 113 Því næst var haldinn þriggja kvölda Suðurgarðs tvímenningur með Barómetersfyrirkomulagi. 12 pör mættu til leiks og urðu eftirtal- in pör efst: Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson/Gísli Þórarinss. 41 Auðunn Hermannsson - Brynjólfur Gestsson 19 Helgi Grétar Helgason - Ingibjörg Harðardóttir 14 Næstkomandi fimmtudag þ.e. 23. október hefst svo þriggja kvölda hraðsveitakeppni og þurfa menn þá aðeins að mæta í pörum, því líkt og í fyrra verður raðað saman í sveit- ir. Allir eru velkomnir og vonumst við til að sem flestir mæti í þessa skemmtilegu sveitakeppni. Spilað er í Tryggvaskóla og hefst spila- mennska kl. 19.30. Minningarmótið um Einar Þorfinnsson Minningarmótið um Einar Þor- finnsson var nú spilað í 17. sinn 18. október í Inghóli á Selfossi. Til leiks mætti 31 par og voru spiluð 2 spil á milli para með Barómeters- fyrirkomulagi. Úrslit urðu þessi: ÁsmundurPálsson - Sigurður Sverrisson 184 Valgarð Blöndal - Þorlákur Jónsson 154 Björn Eysteinsson - Karl Sigurhjartarson 123 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 75 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi L. Hauksson 74 Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson 70 Aðalsteinn Jörgensen - Matthías Þorvaldsson 69 GuðjónEinarsson-BjömSnorrason 68 Keppnissstjóri var Jakob Krist- insson. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skipaskagi eða Akranes? í DAGBLAÐINU mánu- daginn 20. október er í stórri fyrirsögn sagt „Ófögur sjón á Skipa- skaga“ Það fer í taugamar á mér að alltaf er talað um Skipaskaga þegar verið er að tala um Akranes. Það er talað um að fara upp á Skipaskaga í fótbolta o.s.frv. Skipaskagi er fremsta táin á Akranesi og nær upp að Grásteini við Krókalón og að Leir- gróf hinum megin. Höfnin tilheyrir t.d. Skipaskaga. Þarna langt fyrir innan er fótboltavöllurinn. Ein af Akranesi. Þakkir fyrir góða þjónustu ÉG VIL senda þeim hjá Don-pizzum í Garðabæ mínar bestu þakkir fyrir góða þjónustu sem ég fékk hjá þeim um sl. helgi þegar ég hélt upp á barnaafmæli og pantaði hjá þeim nokkr- ar pitsur. Stóðst allt sem þeir voru búnir að lofa og ekki spillti verðið hjá þeim fyrir. Ánægður viðskiptavinur. Á einhver „Biðsalur dauðans“ Á EINHVER myndina „Biðsalur dauðans" sem sýnd var í sjónvarpinu 1995. Myndin fjallar um munaðar- leysingjahæli í Kína. Þeir sem gætu lánað myndina eru beðnir að hringja í Krist- ínu í síma 567-2844. Árgerð 1950 í Réttó VARST þú í Réttarholts- skólanum á árunum 1963- 1967 og ert fædd(ur) 1950. Endurfundir laugar- daginn 1. nóvember. Þeir sem hafa áhuga á að hitt- ast hafí samband við Huggu í síma 567-2233, Viggu í síma 487-8220 og Lilju í síma 561-2041. Þakklæti MIG langar til þess að skila þakklæti til Svanhildar Jakobsdóttur fyrir frábæra þætti á Rás 1. Þetta eru einu lifandi þættirnir sem eru á Rás 1. E.P. Óhreinsuð svið KONA hringdi í Velvak- anda og vildi hún fá að vita hvar hægt væri að fá óhreinsuð svið. Hún segir að hreinsuð svið sem fást í búðum í dag séu algjör- lega bragðlaus. Dýrahald Þórður í Hófgerði týndur ÞÓRÐUR er svartur skóg- arköttur með litla hvíta stjömu á bringu, hinn vænsti köttur. Hann fór að heiman frá sér, Hóf- gerði í Kópavog, á mánu- dagskvöld. Hann hefur ætlað að stækka sjóndeild- arhringinn, en orðið fyrir skakkaföllum og ratar trú- lega ekki heim. Hann er eyrnamerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Helgu eða Berglindi í síma 554 4904. Tveir kettlingar í óskilum UM sl. helgi fundust tveir kettlingar í Elliðaárdaln- um. Auðbjörg fann annan á laugardegi og Sigfríð hinn á sunnudegi. Af tilvilj- un einni sköruðust þessi mál hjá Sigfríði og Auð- björgu, en þær þekkjast ekkert. Kettlingarnir eru um þriggja mánaða, læður, hvítar og dökkflekkóttar og flekkirnir eru bröndótt- ir. Þær virðast vera úr sama goti, systur og skap- gerðin eins, blíðar og mannelskar. Sá sem á þessar kisulórur er vinsam- legast beðinn að hringja í: Auðbjörgu í síma 551-2946 eða Sigfríð í síma 564-4449 eða 898-2033 sem allra fyrst. Páfagaukur týndur LJÓSBLÁR og hvítur páfagaukur hvarf frá Fjölnisvegi 6, fimmtudag- inn 16. október. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hringi í síma 551-4972 eða 551-7639. Börkur Vífill er týndur GRÁBRÖNDÓTTUR fress, áberandi stór, hvarf frá Sólvallagötu 68b sl. miðvikudag 15. okt. Hann er ekki með hálsól. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafi samband í síma 551-0641. SKAK Umsjón Margcir Pctursson HVÍTUR lelkur og vinnur. STAÐAN kom upp á úr- slitamóti norrænu VISA bikarkeppninnar sem lauk í gær. Helgi Áss Grétars- son (2.475) var með hvítt og átti leik, en Svíinn Ti- ger Hillarp-Pers- son (2.445) hafði svart. Tiger var að enda við að fórna manni á e5 og ætl- aði að hafa þijú peð upp úr krafsinu. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu: 39. Hxe5! - dxeð 40. Hd5! - Hxc4? (Hroðalegur afleik- ur í tímahraki, en eftir 40. - f6 41. c5! hótar hvítur bæði 42. Hd8++ mát og 42. cxb6) 41. Bxc4 - Hxc4 42. Hd8 mát! Ast er... ... hálsmen með hjarta. TU Rog. U.S. Pat Otl — all rights reserved (c) 1997 Los Angeles Times SynOcate HANN borgar aldrei neina reikninga. Hann fær aldrei póst. Víkveiji skrifar... EGAR þessar línur birtast liggja úrslit ljós fyrir í Norðurlandamóti VISA í skák. Mótið hefur verið vel sótt og tals- vert um það fyallað í fjölmiðlum. Hins vegar hefur mótið ekki fengið jafnmikla umfjöllun og skákmót fengu hér fyrr á árum. Morgunblaðið birtir daglegar frétt- ir og skákþætti og Útvarpið birtir einnig fréttir daglega. Aðrir miðlar segja frá mótinu með höppum og glöppum og hvorug sjónvarps- stöðvanna birtir skákskýringar eins og venjulega var gert í dag- skrárlok. Stöð 2 stóð sjálf fyrir stórmótum fyrir nokkrum árum og gerði þeim frábær skil en nú bregð- ur svo við að varla er minnst á Norðurlandamótið í fréttum stöðv- arinnar. Er fréttastjórinn, sem sjálfur er slyngur skákmaður, bú- inn að missa áhugann?! Skáklífið í landinu hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu. Nú má sjá þess merki að það sé að rofa til og eru það ánægjuleg tíð- indi. XXX MILLIDÝRUM veitingahúsum hefur farið fjölgandi að und- anförnu og eru þau undantekning- arlítið vel sótt. Víkveiji snæddi fyrir skömmu á nýjum veitinga- stað, Einari Ben, og getur með góðri samvisku gefið honum hin beztu meðmæli fyrir mat og þjón- ustu. Þá hefur Víkveiji heyrt vel látið af öðrum nýjum veitingastað, Mirabelle, og hyggst heimsækja hann við fyrsta tækifæri. xxx FURÐULEGT upphlaup varð í fjölmiðlum um daginn vegna íþróttasvæðis Fram í Safamýri. Það byijaði með frétt á íþróttasíðu DV þess efnis að Fram ætti í við- ræðum við forráðamenn Kringl- unnar um byggingaframkvæmdir á svæðinu og átti Fram að fá 500 milljónir fyrir sinn snúð. Báðar sjónvarpsstöðvarnar tóku málið upp um kvöldið og birtu viðtal við formann Fram sem var með háleit- ar hugmyndir og hafði hækkað töluna upp í 1000 milljónir! Fréttamennirnir gleymdu hins vegar að tala við eiganda svæðis- ins, Reykjavíkurborg. Þegar borg- arstjórinn komst loks að í fjölmiðl- um lá ljóst fyrir að svæði Fram var skilgreint sem íþrótta- og úti- vistarsvæði og ekki kemur til álita að breyta því. Þetta var því aldrei nein frétt! xxx Á eru skopteikningar Sigmunds byijáðar að birtast á ný eftir sumarleyfi listamannsins og geta aðdáendur hans andað léttar. Þeim finnst blaðið svipminna án teikninga hans, sem það er, en Sigmund verð- ur að fá frí eins og allir aðrir! Sig- mund hefur teiknað í Morgunblaðið um áratuga skeið og mun það vera einsdæmi í heiminum að skopteikn- ari teikni daglega í blað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.