Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 55
morgunblaðið
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 55
I
I
)
)
)
)
)
)
I
í
I
>
I
I
>
I
I
’■)
I
tt_
mennina. Ég held að Benedikt hafi
notið þess vel að starfa í hinu
formfagra húsi, burstabænum, hinni
rammíslensku arfleifð sem Héraðs-
skólabyggingin er. Starf skólastjóra
við heimavistarskóla er meira,
margþættara og vandasamara en
tnargur hyggur. Þetta starf leysti
Benedikt framúrskarandi vel og
samviskusamlega af hendi. Þar naut
hann vissulega aðstoðoar kennara
en fyrst og fremst naut hann aðstoð-
ar eiginkonu sinnar frú Öddu Geirs-
dóttur kennara, sem studdi eigin-
mann sinn vel og dyggilega alla tíð
í margþættum störfum þess manns
sem er meðvitaður um að það er
hann sem ábyrgðina ber á heima-
vist, umsjón og stjórn á stóru skóla-
heimili nemenda á unglingsaldri.
A Laugarvatni störfuðu lengst
af ijórir framhaldsskólar sem áttu
margt sameiginlegt og deildu með
sér ýmsum rekstri. Það kom í hlut
skólastjóranna að stjóma þessum
rekstri og var það býsna mikii við-
bót við skólastjórastarfið. Þar var
gott að vinna með Benedikt eins og
í öllu öðru samstarfi skólanna á
Laugarvatni.
Benedikt sat í skólanefnd íþrótta-
kennaraskóla íslands um árabil. Þar
reyndist hann góður liðsmaður og
hjálpsamur. íþróttakennaraskóli ís-
lands mun minnast Benedikts Sig-
valdasonar sem eins af mestu og
bestu velgjörðarmönnum skólans.
Benedikt var mikill íþróttamaður,
sundmaður góður, útivistar- og
ferðamaður. Hann kunni vel að
meta hina hreinu og ómenguðu nátt-
úru. Gönguferðir hans um nágrenni
Laugarvatns sumar og vetur, voru
margar og þar naut hann kyrrðar-
innar og fegurðarinnar jafnt við
sólarupprás, nón og sólarlag. Bene-
dikt og Adda ferðuðust einnig mikið
erlendis, bæði autanhafs og vestan.
Hér heima á Laugarvatni var þó
unaðsreitur hans. Garður, skóla-
stjórabústaður héraðsskólans, var
heimili og athvarf Benedikts og
Öddu á Laugarvatnsárum þeirra.
Þar var bjart og þar var hlýtt, heim-
ilið allt hið glæsilegasta og viðmót
þeirra hjóna og gestrisni einstök.
Þangað var gott að koma og þar
áttum við samverustundir sem aldr-
ei fyrnast.
Benedikt lifði heilsusamlegu lífi.
Hann var heilsuhraustur alla tíð og
þótti í frásögu færandi ef honum
varð misdægurt. Veikindi hans nú
voru því óvænt en óumflúin, þrátt
fyrir liðsinni frábærra lækna og
hjúkrunarfólks. Eiginkona hans, frú
Adda Geirsdóttir, var hjá honum og
hjúkraði honum heima til hinstu
stundar. Það var þeim báðum ómet-
anlegt á meðan á þessari baráttu
stóð og fyrir Öddu um alla framtíð.
Syni hans af fyrra hjónabandi,
systkinum og öðrum þeim sem
tengdust honum, votta ég samúð
og bið þeim blessunar Guðs.
Kæra Adda, við Hjördís og Árni
samhryggjumst þér og biðjum Guð
að blessa þig og varðveita.
Við kveðjum góðan vin og þökk-
um samfylgdina. Blessuð sé minn-
'ng Benedikts Sigvaldasonar.
Árni Guðmundsson.
Það lætur nærri að liðið hafi 45
ár frá því ég sá Benedikt Sigvalda-
son fyrst, er hann kom sem nýr
enskukennari inn í kennslustofu
landsprófsdeildar pilta á Laugar-
vatni haustið 1952, og þar til ég
sá hann síðast á lífi í sept. sl. - við
útför samkennara okkar, Mínervu
Jónsdóttur. í huga mínum er Bene-
dikt - og verður - margt i senn:
Ögleymanlegur kennari og félagi,
leiðsögumaður um heimsborgir,
samkennari, starfsféiagi sem skóla-
stjóri í rúma tvo áratugi, en framar
öllu öðru nákominn tryggðavinur
allt frá menntaskólaárum mínum
hér á Laugarvatni og til síðustu
stundar. Við fráfall hans er mér því
miklu meira þakklæti í hug en ég
tneysti mér til að tjá í orðum, hvað
þá í stuttri minningargrein.
Eins og mörgum er kunnugt var
Benedikt slíkur afburða námsmaður
að fátítt má telja, lauk m.a. mennta-
skólanámi á tveimur árum með hárri
ágætiseinkunn. Færni hans í tungu-
málum var slík að hann kenndi, ef
svo bar undir, jafnt frönsku sem
latínu _auk ensku sem var aðalgrein
hans. I kennslu er hann mér einna
minnisstæðastur fyrir fljótskarpa
yfirsýn sem nemendur hlutu að hríf-
ast af. Hinnar miklu yfirsýnar og
glöggskyggni naut hann í aðalævi-
starfí sínu, skólastjórninni sem hann
gegndi samfleytt í 32 ár, frá 1959
til 1991; tók sér þó eitt ár orlof,
gerði sér þá sem endranær lítið fyr-
ir og lauk meistaraprófi í máivísind-
um og kennslufræði. Hann var
sannur félagi nemenda sinna, þess
nutum við, stúdentar ML1957, ríku-
lega þegar hann var leiðsögumaður
okkar og hrókur alls fagnaðar í
svonefndri „útskriftarferð" til Lund-
úna og Parísar þá um vorið.
Skólastjórn Benedikts kynntist
ég nokkuð álengdar. Óhætt er að
fullyrða að hún hafi öðru fremur
einkennst af metnaði fyrir hönd
nemenda og kröfum til þeirra um
að neyta hæfileika sinna og efla þá
með ósvikinni ástundun. Víst er að
framhaldsskólar gátu treyst því að
nemendur með góðan vitnisburð frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni
væru vel búnir undir lengra og erf-
iðara nám. Þetta er að mínum dómi
umhugsunarvert nú þegar ungling-
ar 13-15 ára í sveitum landsins
dreifast, a.m.k. sums staðar, í fá-
mennar grunnskóladeildir sem örð-
ugt hlýtur að vera að veita sambæri-
lega kennslu, en samvinna eða jafn-
vel sameining sveitarfélaga gæti
auðveldað og úr bætt.
Nábýii okkar Benedikts og sam-
vinna við skólana á Laugarvatni er
einkar ljúft í minningu. Vegna ólíkra
aldurshópa við skólana reyndi
stundum á mismunandi þarfir og
kröfur. Skilningi Benedikts og yfir-
sýn mátti ætíð treysta án þess að
hann slakaði í nokkru á sanngjöm-
um kröfum sínum. Aðildin að sam-
eignum skólanna kallaði einnig á
alls konar samskipti og samvinnu
sem aldrei bar skugga á.
Eins og aðrir vinir Benedikts naut
ég gestrisni og ánægjustunda á
heimili hans, miklu fleiri en þakkað
verði sem vert væri. Þetta á bæði
við skólaárin hér fyrrum og síðar
nágrennið frá 1970. Hugur okkar
hjóna og barna okkar er nú fyrst
alls hjá Öddu konu hans, fullur
þakklætis fyrir allt sem þau vom
okkur frá fyrstu tíð. Við hugsum
með einlægri hluttekningu til einka-
sonar Benedikts, systkina og ann-
arra sem honum vom nákomnir.
Og Öddu sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Kristinn Kristmundsson.
Fljótlega eftir að ég hóf nám í
eldri deild Héraðsskólans á Laugar-
vatni haustið 1948, heyrði ég talað
um óvenjumikinn námsmann sem
útskrifast hafði úr gagnfræðadeild
skólans vorið 1946. Þetta var
bóndasonur úr Borgarfirði vestra,
Benedikt Sigvaldason frá Ausu. Og
Laugvetningar fylgdust með þess-
um gáfaða Borgfirðingi, sem lauk
námi úr Menntaskólanum í Reykja-
vík vorið 1949 eftir aðeins þijú ár,
með hæstu einkunn sem skólinn
hafði gefið fram til þessa á stúd-
entsprófi úr máladeild. Að námi
loknu í MR hélt Benedikt til náms
í Leeds á Englandi og lauk þar
BA-prófi í ensku og latínu vorið
1952. Nýbakaður frá virtum há-
skóla kom hann til Laugarvatns og
nú sem kennari. Við, sem þá stund-
uðum nám við framhaldsdeildir
Héraðsskólans á Laugarvatni,
fögnuðum mjög að fá til kennslu
afburðamanninn unga, Benedikt
Sigvaldason. Þar tókst með kenn-
H
H
N
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
L A N
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Sími 562 0200 ^
rtxxxxxxxiiin
ara og nemendum vinátta sem ent-
ist ævilangt.
Eftir að við hurfum frá Laugar-
vatni til framhaldsnáms, mörg við
Háskóla íslands, héldum við sam-
bandi við hann eins og kostur var
og jafnan var mikil gleði ríkjandi
er við náðum fundi hans.
Það fór fyrir Bendikt eins og svo
mörgum öðrum sem dvalist hafa á
Laugarvatni í lengri eða skemmri
tíma að staðurinn heillaði hann. Og
hér vann hann sitt ævistarf upp frá
því, fyrstu árin sem kennari við
Héraðsskólann og jafnframt stunda-
kennari við Menntaskólann að
Laugarvatni, uns hann var ráðinn
skólastjóri Héraðsskólans árið 1959.
Því starfi gegndi hann til ársins
1991, að frátöldu árinu 1974-1975
er hann lauk MA-prófi frá sínum
gamla háskóla í Leeds.
Sá sem þessar línur ritar átti því
láni að fagna að starfa undir hans
stjórn í 29 ár. Það segir e.t.v. meira
en mörg orð. Hann gaf sig algerlega
á vald þess starfs sem hann var
ráðinn til, af þeirri alúð og trú-
mennsku sem honum var í blóð bor-
in. Metnaður hans og samviskusemi
fyrir hönd nemenda og skólans gáfu
lítið færi á að sinna öðrum hugðar-
efnum. En frístundir sínar notaði
hann vel. Hann fór oft í langar
göngur og gjörþekkti því Laugardal-
inn og umhverfi hans. Hann hafði
mikinn áhuga á sögu og landafræði
og hafði yfir að ráða yfirgripsmik-
illi þekkingu í þeim efnum. Ég hygg,
að fyrir utan Olaf Hansson mennta-
skólakennara og síðar prófessor við
Háskóla íslands, hafi vart fundist
fróðari maður í landinu um seinni
heimsstyijöld svo dæmi sé nefnt.
Sumar eftir sumar ferðuðust þau
hjónin, Benedikt og Adda, um Évr-
ópu og sóttu heim sögustaði sem
hann var þá gerkunnugur af lestri,
og nú seinast í fyrrasumar ferðuð-
ust þau á bílaleigubíl um Bandarík-
in þver og endilöng og hef ég Öddu
fyrir því að leiðsögn hans hafí verið
með þeim hætti að á betra verði
ekki kosið.
Benedikt hélst sérlega vel á
starfsfólki og leyfi ég mér að full-
yrða að það andrúmsloft er ríkti á
kennarastofu Héraðsskólans á
Laugarvatni hafi verið einstakt. Það
er vissulega margs að minnast, sam-
starfs og vináttu sem hvergi bar
skugga á.
Stærsta gæfa Benedikts í lífinu
var hún Adda. Eiginkona, húsmóðir
og félagi er hæfði stórbrotnum
gáfumanni. Þar hallaðist hvergi á.
Nú síðustu mánuði og vikur vék hún
ekki frá hlið hans er hann háði sína
baráttu við erfíðan sjúkdóm. Saman
stóðu þau í blíðu og stríðu og sam-
an voru þau þegar hinsta kallið kom.
Bóndasonurinn er forðum vakti
verðskuldaða athygli Laugdælinga
er genginn á vit feðra sinna. Héðan
úr Laugardal fylgja honum óskir
um fararheill með þökk fyrir
ógleymanlega samfylgd. Öddu og
aðstandendum öllum vottum við
Margrét dýpstu sarnúð.
Óskar H. Ólafsson.
0 Fleirí minningargreinar um
Benedikt Sigvaldason bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
E ilid ivkkjin
Gott verð
og lipur
þjónusta
S KÚTAN
Hólshrauni Hafnarfirði
sími: 555 1810
+
Ástkær eiginmaður minn,
JÓHANNESJÓHANNESSON
tæknifræðingur,
Skaftahlíð 15,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
19. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafía Björk Davíðsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TRYGGVI BJARNASON,
Lindargötu 66,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 24. október kl. 15.00.
Arnfríður Benediktsdóttir,
Svanur Tryggvason, Ásdfs Garðarsdóttir,
Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir,
Anna G. Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabamabörn.
Jón Björn Friðriksson, Bjarndís Friðriksdóttir,
Steinþór Friðriksson, Gróa M. Böðvarsdóttir,
Helgi Mar Friðriksson, Rósamunda Baldursdóttir
og barnabörn hins látna.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 24. október kl. 10.30.
Svava Hauksdóttir, Hilmar Adolfsson,
Ragnheiður Hauksdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Sveinbjörn Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
HALLDÓR ÞÓRÐARSON
frá Sæbóli,
sem lést á Sjúkrahúsi Selfoss föstudaginn
17. október, verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju í dag, fimmtudaginn 23. október, kl. 15.
Sveinn Þórðarson,
Halldóra Þórðardóttir
og ættingjar.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu ok-
kur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SVANBERGS FINNBOGASONAR,
Höfðabraut 7,
Akranesi.
Minný Pétursdóttir,
Lilja Svanbergsdóttir, Eyþór Eyþórsson,
Rafn Svanbergsson, Þórdís Reynisdóttir,
Pétur Svanbergsson, Stefanía Sigurðardóttir,
Sigurbjörn Svanbergsson
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK T. BJARNASON
málarameistari,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá (safjarðarkirkju laugar-
daginn 25. október kl. 14.00.