Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson ÞORGEIR J. Andrésson söng einsöng með Karlakórnum Geysi í í Grundarfjarðarkirkju. Kirkjutónleikar í Grandarfírði Grundarfjörður. Morgunblaðið. KIRKJUTÓNLISTARHELGI var haldin í Gru n darfj arðar kir kj u um sl. Iielgi. Hátíðin hófst með því að Friðrik V. Stefánsson org- anisti í Grundarfirði flutti verk eftir þekkta meistara á orgelið. Á laugardeginum söng Karlakórinn Geysir frá Akureyri undir stjórn Roars Kvam. Einsöng með kóm- um söng Þorgeir J. Andrésson tenór við pianóundirleik Richards Simm. Að lokum söng Kirkjukór Borgarneskirkju ásamt kirkjukór Grundarfjarðarkirkju. Stjórnandi Kirkjukórs Borgamess er Jón Þ. Björasson og Friðrik V. Stefáns- son stjómar Kirkjukór Gmndar- fjarðar. Undirleikari var Ingi- björg Þorsteinsdóttir. Þessir tónleikar vom hlutí af afmælishátíð Grundarfjarðar. Að sögn Friðriks V. Stefánssonar vora tónleikarnir vel sóttír. „^Jrcinlzíijy mij dear. . . ...JJo <jive a imn. Sumum er alveg sama Það kveður við nýjan tón I fullkomnu 29“ PHILIPS heima- bíótæki sem býr yfir svo einstökum myndgæðum að þér stendur ekki ó sama. PHILIPS heimabíótæki á „dramatískt“ lágu verði - og Þú sérð uppáhaldsbíómyndirnar í nýju Ijósi! PHILIPS 29“ PT6433 ___________ AðeíllS _____________________ • Black Line Super myndlampi • 5 hátalarar 70W • íslenskt textavarp • Dolby Prologic heimabíókerfi • PHILIPS myndgæði 119.900 stgr. <ö> ÍE flNÆGJUABYRGÐl Sé kaupandi ekki ánægður muð vðruna má hann sklla b htnnl innanlD dagaI Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt lEimm TIL ALLT AÐ 3A MÁNAOA fci&tJI RAÐGREIDSLUR |TIL 30 MÁNADA Leikræn túlkun TONLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir fluttu verk eftir Bossa, Poulenc, Joli- vet og Francaix. Þriðjudagurinn 21. október, 1997. ÞAÐ hafa fræðimenn haft fyrir satt, að merkja megi sérkennilegan mismun á list Evrópubúa og stilla oft upp þungbúinni tilfinningasemi Þjóðvetja gegn leikrænu alvöruleysi Frakka, að Þjóðveijar túlki innri sársauka, lifi hann í list sinni en Frakkar segi frá tilfinningum sín- um, lýsi þeim. Impressionisminn var svar Frakka við rómantík Þjóðveija og kom þessi liststefna upphaflega fram í málverkum Monet og Renoir og á sviði tónlistar eru Debussy og Ravel taldir helstir uphafsmenn. Þrátt fyrir að þau tónskáld, sem komu á eftir Debussy, hafi í raun snúist gegn honum, eru franskir tónhöfundar ótrúlega nærri meist- aranum, jafnvel þó tónmálið sé að mörgu leyti ólíkt , þar sem mest eru áberandi alls konar tilraunir á sviði ótónal og fjöltónal ritháttar Tónleikarnir hófust á tvíleiks- verki eftir Eugéne Bozza (1905-91) er hlaut Rómarverðlaunin 1934 við tónlistarskólann í París og var aðal stjórnandi við Opera-Comique í París en sem tónskáld er hann ekki mikið þekktur utan Frakklands. Meðal verka eftir hann eru 3 óper- ur, 4 sinfóníur, óratoría og konsert- ar fyrir fiðlu og píanó, ásamt verk- um fyrir blásara. Dúettþættirnir, sem þær Eydís og Mjöll léku að þessu sinni, eru trúlega skólaæfing- ar í kontrapunkti og auk þess hrein- ir tónalar, ekki óskemmtilegar en ekki merkilegar tónsmíðar, sem voru vel leiknar af þeim Eydísi og Mjöll. Annað verkið var Tríó fyrir píanó, óbó og fagott, eftir Poulenc, skemmtilegt og leikandi létt verk, sem var mjög vel flutt og sama má segja um Sónatínu fyrir óbó og fagott eftir Jolivet, sem m.a. lærði tónsmíði hjá Varése og hafði mikinn áhuga á austurlenskri tónlist, óvenjulegum hljóðfærum og nýj- ungum á sviði tónmyndunartækni. Sónatínan er nýtískulegast af þeim verkum sem hér voru flutt og er rithátturinn að mestu ótónal, Besti kafii verksins er sá fyrsti, er nefist Overture en meiri leit og tilrauna- leikur einkenndi tvo seinni þættina, sem nefndust Récitatif og Ostinato, Verkið er ekki auðvelt í samleik og var flutningurinn á köflum mjög góður. Lokaverk tónleikanna var tríó fyrir óbó, fagott og píanó, eftir Francaix, (1912-1997) en hann var konsertpíanisti enda verkið ein alls- heijar píanóveisla, þar sem saman fara leikni og glæsileiki í útfærslu tónhugmyndanna. Flutningurinn var í heild mjög góður. í verkum píanóleikaranna Poulenc og Francaix sýndi Unnur Vilhelms- dóttir að hún er góður píanóleikari og lék hún bæði verkin á sannfær- andi máta. Eydís Franzdóttir er góður óbóleikari, sem hefur mikið komið fram í flutningi kammertón- listar hér heima. Minna hefur heyrst til Kristínar Mjallar Jakobsdóttur, enda er hún búsett í Hong Kong. Það mátti heyra að Kristín er góður fagottleikari og leikur af öryggi með sínum flosmjúka fagotttóni. Það var skemmtilega léttur blær yfir tónleikunum og flutningurinn vel mótaður, hvað snertir leikræna túlkun og tónmótun, bæði í tví- leiksverkunum og tríóunum, sem voru veigamestu verk tónleikanna. Ritháttur frönsku tónskáldanna gerir töluverðar kröfur til leikni en oft hafa Frakkar verið sakaðir um alvöru- og tilfinningaleysi og að því leyti til voru verkin í raun ótrúlega keimlík í blæ og tónmáli, öll lagræn og í raun lítt nútímaleg, nema þá helst sónatínan eftir Joli- vet. Jón Ásgeirsson Nýherji kynnir fullkomna 64-bita lausn í tilefni þess að IBM kynnti nýlega sitt 64-bita Unix umhverfi býður Nýherji til kynningar í dag, fimmtudaginn 23. október kl. 15:30-17:30 að Skaftahlíð 24. Dagskrá: • Nýjungar - 64 bita umhverfi • AIX V4.3 - nýjungar • High Avalability - HACMP klasalausnir Kynningin er öllum opin. Léttar veitingar í boði. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 569 7870 eða 569 7858. NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.