Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 51
 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 5F* | ------------------------------------ | Þrátt fyrir tölvuvæðingu og marg- k víslegar tækniframfarir þurfti marga starfsmenn til að sinna þeim verkum er Friðjón gegndi einn. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Friðjóni Sigurðssyni og að hafa átt hann að vini. Ég sendi Áslaugu mínar innileg- ustu hluttekningarkveðjur svo og öðru hans vandafólki. Blessuð sé minning hans. Páll Pétursson. Vorið 1959 átti ég erindi á skrif- stofu Alþingis til upplýsingaöflun- ar. Ég þekkti ekki skrifstofustjór- ann og spurðist því fyrir um hann hjá kunnugum. Svarið sem ég fékk var: „Þú getur treyst Friðjóni Sig- urðssyni skrifstofustjóra og þeim upplýsingum sem hann veitir þér.“ Þegar ég síðan kom til starfa á Alþingi, sem reyndist verða tæpur aldarþriðjungur, átti ég eftir að reyna sannleik þessara orða í hví- vetna. Friðjón Sigurðsson kom ungur lögfræðingur til starfa á skrifstofu Alþingis árið 1944, rétt í þann mund sem íslendingar öðluðust sjálfstæði og lýðveldið var stofn- sett. Hann starfaði þar síðan í fjörutíu ár, veitti skrifstofu Al- þingis forstöðu í tæpa þrjá áratugi og tók þátt í mótun starfa Alþing- is og alþingismanna á tímum sem íslendingar höfðu lengi beðið eftir. I störfum sínum reyndist Friðjón Sigurðsson ævinlega nákvæmur og samviskusamur ráðgefandi embættismaður með mikla þekk- ingu á öllu því sem laut að starfi hans, hvort heldur var á vettvangi löggjafarstarfsins eða í erlendum samskiptum alþingismanna. Samstarf okkar Friðjóns Sig- urðssonar reyndist mér ómetan- legur skóli sem frá öndverðu byggðist á gagnkvæmu trausti og leiddi til vináttu okkar. Við for- setastörf á Alþingi og störf í al- þjóðlegum þingmannasamtökum var hann ætíð reiðubúinn til að- stoðar og samfylgdar og þegar til hans var leitað brást það tæplega að hann hefði ekki svar á reiðum höndum, enda víðlesinn og fróður. Persónuleiki Friðjóns Sigurðs- sonar var um margt sérstæður. Hann kaus fremur að vera til hlés en var ætíð tilbúinn að deila með viðmælendum sínum af þekkingu sinni. Þegar hann var tekinn tali um íþróttir, sérstaklega skák eða handbolta, kom kappið best í ljós og þar, eins og annars staðar, var ekki komið að tómum kofunum. í erilsömu starfi á skrifstofu Alþingis og afar oft á erlendum vettvangi naut Friðjón umhyggju eiginkonu sinnar, Aslaugar Sig- geirsdóttur, og sona þeirra fimm en úr hópi þeirra máttu þau sjá á bak Ásgeiri, elsta syni þeirra, sem er látinn. Þegar svo aldurinn færð- ist yfir og halla tók undan fæti var vel að honum búið af fjöl- skyldu hans. Þegar nú leiðir skiljast langar mig að þakka Friðjóni Sigurðs- syni. Það var mér mikils virði að eiga hann að vini og samstarfs- manni og hann reyndist ævinlega eins og við mig hafði verið sagt og ég vék að hér í upphafi. Við Sigrún sendum Áslaugu og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur og biðjum Friðjóni Sigurðssyni Guðs blessunar á landi lifenda. Matthías Á. Mathiesen. Friðjón Sigurðsson, fyrrv. skrif- stofustjóri Alþingis, er minnis- stæður maður. Hann var embætt- ismaður af gamla skólanum; virðu- legur í fasi, snyrtimenni mikið, vinnusamur svo af bar, hógvær og hjálpsamur, trúr sínum starfs- vettvangi, skoðanafastur og ákveðinn þar sem þess þurfti, að- sjáll og sparsamur á opinbert fé. Um margt minnti hann mig á ann- an embættismann af sama skólan- um, Klemens Tryggvason, fyrrv. hagstofustjóra, þann ágæta emb- ættismann. , : Utan veggja Alþingishússins, í fjölmörgum ferðum sem við fórum saman í alþjóðasamskiptum á veg- um Alþingis, reyndist hann vera kátur og skemmtilegur félagi, glaðsinna og ræðinn, viðfelldinn og hjartahlýr. Margar, góðar minningar á ég um Friðjón og hans ágætu konö, Áslaugu, frá þessum ferðalögum. Þær minning- ar koma nú upp í hugann þegar Friðjón er kvaddur og vil ég þakka honum og konu hans fyrir þær mörgu ánægjustundir, sem við höfum saman átt. Friðjón Sigurðsson tók við störf- um skrifstofustjóra Alþingis eftir lát Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi og hafði því lengi sinnt þeim störfum, þegar ég kom fyrst til þings árið 1974. Störf skrif- stofu Alþingis voru því í fastmót- uðum skorðum þegar mín fyrstu kynni af Friðjóni urðu, en hans hlutverk var m.a. að leiðbeina nýj- um þingmönnum um starfshætti og starfsaðstöðu á vinnustað. Starfsvettvangur Friðjóns var ótrúlega víðtækur miðað við þær breytingar, sem síðar urðu á starfsháttum skrifstofu Alþingis. Hann stýrði ekki aðeins starfs- mönnum og verkum skrifstofunn- ar heldur vann hann mörg af þeim einn og sjálfur. Allar greiðslur á vegum Alþingis fóru um hans hendur, hvort heldur sem var greiðslur reikninga fyrir keypta vöru og þjónustu, launagreiðslur til starfsmanna eða greiðslur til þingmanna. Hann var ritari allra þeirra nefnda Alþingis, sem sinntu erlendum samskiptum, auk þess sem hann sá sjálfur um allar farm- iðapantanir og gistingar þing- manna í slíkum ferðum þar til síð- ustu ár hans í starfi þegar stofnuð var sérstök Norðurlandaskrifstofa á Alþingi til þess að annast sam- starfið í Norðurlandaráði. Starfs- aðstaða þingmanna var þá ekkert í líkingu við það, sem nú er orðið - m.a. voru þingmenn þá tveir eða þrír saman um skrifstofuherbergi - og leita þurfti til Friðjóns um hvaðeina, sem við þurftum á að halda til skrifstofuvinnunnar. Slíkt lá nú ekki alltaf á lausu, enda var Friðjón pössunarsamur um útgjöld af almannafé eins og var háttur embættismanna af hans kynslóð. Er mér minnisstætt, þegar ég fór þess á leit við hann fyrir hönd okkar Eggerts G. Þorsteinssonar, sem deildum saman skrifstofuher- bergi, að við fengjum afnot af samlagningarvél og segulbands- tæki. Það fékkst, en ekki fyrr en beiðnin hafði verið ítarlega rök- studd og þeim tilmælum til okkar beint að nota nú ritvélina, sem við deildum tveir saman, eins mikið og mögulegt væri í stað segul- bandstækisins til þess að auka ekki vinnu ritara að ástæðulausu. Segulbandstækið mun enn vera til í fórum Alþingis, en samlagning- arvélin sennilega ekki enda eru slík appíröt nú innbyggð í einka- tölvur þær, sem þingmenn hafa aðgang að á skrifstofum sínum, sem þeir deila ekki lengur með öðrum. Löng og farsæl samskipti við Friðjón Sigurðsson urðu til þess að með okkur varð vinátta. Éftir starfslok hans hittumst við oft á förnum vegi og tókum þá ávallt tal saman. Nú er lífshlaupi Frið- jóns lokið og ég þakka honum samfylgdina og vináttuna. Eigin- konu hans og afkomendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Með Friðjóni er góður maður genginn, sem gott er að hafa kynnst. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, J afnaðarmannaflokks íslands. Friðjón Sigurðsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er nú fall- inn frá á áttugasta og fjórða ald- ursári. Það er mikill sjónarsviptir öllum sem hann þekktu. Fyrstu minningar mínar frá Al- þingi eru tengdar Friðjóni. Þessi maður sem hafði í hendi sér emb- ættislega stjórn þingsins kom mér fyrst fyrir sjónir sem'hæglátur og hógvær eða jafnvel hlédrægur stjórnandi. Eðlislæg kurteisi mót- aði framgöngu hans og samskipti við fólk. Ég átti eftir að kynnast Friðjóni vel og því betur sem á leið. Sam- starf okkar var náið við margþætt sjórnunarstörf í þinginu. Kom þá vel í ljós hver maðurinn var. Það var enginn veifiskati á ferð þar sem Friðjón Sigurðsson fór. Hann var maður viljasterkur og skap- mikill. Hann vissi hvað hann vildi og fór sínu fram í stóru og smáu í embættisfærslu sinni. Vinnu- brögð hans voru mjög mótuð af persónuleika hans og háttum. Hann hafði vakandi auga á öllu og ekkert var honum óviðkomandi hvar sem stungið var niður fæti í margvíslegum rektstrarumsvifum þingsins. Honum var mjög annt um að gæta aðsjálni og hófsemi í öllum fjárreiðum og útgjöldum þingsins. Hann afgreiddi sjálfur hinar ýmsu greiðslur til þing- manna sem til féllu svo sem endur- greiðslu ferðakostnaðar og dag- peninga. Allt var metið og vegið og þess vandlega gætt að settum reglum væri framfylgt. Þá fyrst tók hann upp ávísanaheftið. Hann annaðist sjálfur margs konar störf við undirbúning og skipulag í sam- skiptum Alþingis við önnur þjóð- þing og alþjóðastofnanir. Hér var mikið um að vera svo sem vegna gagnkvæmra heimsókna þing- manna og funda- og ráðstefnu- halds heima og erlendis. Stundum var það kunnugum undrunarefni hvernig Friðjón mætti komast fram úr því sem hann tókst á hendur. Hvernig mátti einn maður hafa svo alla þræði í eigin hendi? í gamni var þá sagt að bókhald Alþingis hefði hann í vestisvasanum. En hvað sem öllu leið var embættisfærsla Friðjóns jafnan í stakasta lagi. Vera má að í dag þyki starfs- geta Friðjóns með ólíkindum þegar með nýjum siðum eru komnir til rekstrarstjórar og deildarstjórar á því verksviði sem hann áður skip- aði einn. En þó að hann hefði á að skipa einvala starfsliði hefði honum ekki verið fært að fylgja sínum stjórnunarmáta ef ekki hefði fleira komið til. Friðjón var óvenjulegum hæfileikum búinn. Hann var vinnuhestur sem aldrei féll verk úr hendi. Skammt hefði það samt dugað nema vegna þess að honum vannst verkið vel. Hann var glöggur og yfirvegaður að hverju sem hann gekk. Þar komu til óvenjulegar gáfur sem hann hafði hlotið í vöggugjöf. Á skóla- göngu sinni bar hann af í námsaf- rekum. Hann var vel að sér í lögum og var tamt að beita aðferðafræði lögfræðingsins við úrlausn ein- stakra vandamála. Hið andlega atgerfi var mikið og magnaður var hann hvort heldur við fengumst við lögskýringar á þingsköpum eða tókum saman skák á góðri stund. Friðjón hélt sinni reisn þó að hann ætti við alvarlegan hjarta- sjúkdóm að stríða hin síðari ár. Hann átti sín margháttuðu hugð- arefni og áhugamál og enn var hugsunin fijó og skýr. Hann var kominn síðla dags úr sinni daglegu heislubótargöngu léttur í lund og andlega hress og ekki fyrr sestur í sæti sitt en hann var allur. Hann dó með reisn. í einkalífi var Friðjón hamingju- maður. Merkri eiginkonu og mikil- hæfum sonum átti hann að fagna. En Áslaug Siggeirsdóttir var ekki einungis gædd þeim kostum sem bjuggu honum gott og fagurt heimili. Hún var félagi hans með eindæmum. Hún var honum ekki ónýt í störfum hans fyrir Alþingi. Það var á vitorði þeirra sem best til þekktu. Hún tók oft á tíðum af honum viðvik í hans mikla ann- ríki svo sem að velja og útvega skartmuni og minjagripi til gjafa sem tilhlýðilegt þótti að ráðstafa eða endurgjalda ýmsum aðilum sem samskipti höfðu við Alþingi. Það fór orð af hugkvæmni, list- rænni smekkvísi og útsjónarsemi Áslaugar. Þetta var ólaunað sjálf- boðastarf sem var Friðjóni ómet- anlegt. Þegar Friðjón Sigurðsson er nú kvaddur er mikils í misst. Mestur er missir hinna nánustu. Og þeir sem þekktu hann vel sakna vinar í stað. Með Friðjóni er genginn ein- stæður persónuleiki, mikilhæfur maður, embættismaður eins og best gerist, maður sem vann Al- þingi allt til virðingar og sóma. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Langt er um liðið, hátt í 50 ár, síðan ég sá Friðjón Sigurðsson í fyrsta sinni og veitti honum þegar athygli. Þetta var á þeim árum þegar þorri fólks í Reykjavík not- aði strætisvagna, enda fátt um einkabíla um þær mundir. Allar starfsstéttir höfuðborgarinnar hristust saman í þrengslum al- menningsfarartækjanna kvölds og morgna milli Lækjartorgs og út- hverfanna. Sundlaugavagninn var aðalsamgöngutæki okkar í Laug- arneshverfinu og þar sá ég Friðjón oft á þessum árum. En ekki leiddi sú tilviljun til neinna persónulegra kynna, enda ekki við því að búast. Hins vegar vissi ég fljótt hver Friðjón var, því að hann setti nokkurn svip á far- þegahópinn án þess að ganga fram með stóru fasi. Eigi að síður var hann áberandi maður, vel andlits- farinn, léttur í spori, beinvaxinn og stæltur og afar vel til fara eins og þá var siður manna með sjálfs- virðingu og smekk fyrir því sem hæfði stöðu þeirra og umhverfi. Hann var þá tiltölulega ungur lög- fræðingur og gegndi mikilvægu starfi á vegum Alþingis. Háttvísi var honum greinilega i blóð borin. Slíkur var heimanbúnaður hans úr Vestmannaeyjum, þar sem hann óx upp á ráðdeildarheimili foreldra sinna, sem voru útvegsbændafólk í góðri snertingu við bjargræðis- vegi til lands og sjávar. Auðvitað var Friðjón einnig mótaður af löngu skólanámi og þátttöku í íþróttum. En atgervi hans til lík- ama og sálar var eðlislægt, skörp greind, miklar námsgáfur, skyldu- rækni og líkamsþrek. Þannig kom Friðjón mér fyrir sjónir á þessum löngu liðnu árum. Og þannig heyrði ég um hann talað. En náin kynni áttu eftir að tak- ast með okkur Friðjóni eftir að ég varð alþingismaður. Þá var hann þegar orðinn skrifstofustjóri Al- þingis og virðingarmaður á þeim vettvangi. Úr því áttum við óslitna samleið innan veggja Alþingis- hússins nærfellt aldarfjórðung, og bar aldrei skugga á þá vegferð. Þau fimm „þing“ sem ég gegndi forsetastöðu í neðri deild var sam- starf okkar Friðjóns afar náið. Okkur gekk vel að vinna saman. Ég er þakklátur Friðjóni fyrir þá aðstoð sem hann veitti mér þegar á þurfti að halda og oft bar við. Er ég þess fullvís að aðrir þingfor- setar hafa sömu sögu að segja af skynsamlegri ráðgjöf skrifstofu- stjórans um fundarstjórn, túlkun þingskapa og þinghaldið almennt. Embætti skrifstofustjóra Al- þingis var þá afar umfangsmikið, að ýmsu leyti framar því sem nú er vegna breyttra stjórnunarhátta, að ég ætla. Embættisstörf sín rækti Friðjón Sigurðsson af kost- gæfni, enda vandvirkur og gætti jafnan virðingar sinnar. I 40 ár gegndi hann háum stöðum hjá Alþingi, átti lengri starfsævi þar en flestir aðrir. Þar af var hann skrifstofustjóri 28 ár. Þjónusta við Alþingi var ævistarf hans. Mér vitanlega hefur enginn nema fyrir- rennari hans, Jón frá Kaldaðar- nesi, átt lengri starfsdag í emb- ætti skrifstofustjóra Alþingis. Á útfarardegi Friðjóns Sigurðs- sonar er þess minnst að frá er fallinn mikilhæfur maður af sjálf- um sér og merkur embættismaður. Eins og ég átti góð samskipti við Friðjón vegna skyldustarfa á Alþingi, svo þau voru mér nota- dijúg, vil ég jafnframt þakka löng og vinsamleg kynni okkar hjóna við þau Áslaugu konu hans utan við argaþras Alþingishússins. Við"^ Ólöf Auður sendum frú Áslaugu Siggeirsdóttur og fjölskyldu henn- ar hugheila samúðarkveðju. Ingvar Gíslason. Vinátta okkar við Friðjón Sig- urðsson og hans fólk er orðin 40 ára gömul. Þau hjónin Áslaug og Friðjón tóku mér strax svo elsku- lega þegar ég mætti fyrsta sinn með Sigurði Bjarnasyni manni sín- um, við opinbera athöfn í Alþingis- húsinu, það var verið að afhjúpíP*- málverk eftir Gunnlaug Blöndal, af Þjóðfundinum 1851. Stuttu síðar buðu þau hjónin okkur í matarboð heim til sín og út úr svefnherbergjunum birtust smátt og smátt hver fallegur drengurinn á fætur öðrum þar til þeir voru orðnir fimm. Þessi mynd- arlegi hópur var fjársjóður þeirra hjóna. Ég held ég hafi vart kynnst betri föður og heimilismanni en Friðjóni Sigurðssyni. Hans ljúfmennska kom allra best í ljós, þegar börn voru nálæg, ég man svo vel eftir ljúfa svipnum á Friðjóni þegar hann strauk yfir lítinn koll. Okkar börn nutu einnig gæðs*r þeirra hjóna, sem ég hef alltaf metið mikils. Meðal þeirra gekk hann oft undir gælunafninu Fíón, sem mér hefur alltaf fundist leyn- ast væntumþykja á bak við, eins og verið væri um leið að eigna sér smá hlut í þessum heiðursmanni. Friðjón eyddi miklum tíma með drengjunum sínum fimm, þrátt fyrir erilsöm störf við Alþingi. Hann gekk á fjöll með þeim, fór á fótboltaleiki, tefldi skák við þá og studdi á allan hátt, enda haía~ þeir allir orðið foreldrum sínum til sóma. Og standa nú vörð um elsku- lega móður sína, ásamt sínum góðu eiginkonum. En sá elsti þeirra er horfinn úr hópnum. Friðjón átti þvi láni að fagna að eiga mikilhæfa og greinda konu, Aslaugu Siggeirsdóttur, sem átti sinn heillaríka þátt í gæfu fjöl- skyldunnar. Friðjón og maðurinn minn áttu langt og heilladijúgt samstarf að baki. Sigurður kom á þing 1942 og sat þar nær 30 ár og lengi sem forseti neðri deildar Alþingis, einn- ig sem forseti íslandsdeildar Norð-, urlandaráðs. Árið 1944 byijar Friðjón að starfa sem fulltrúi í skrifstofu Al- þingis, árið 1956 tekur hann við af Jóni heitnum Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi bæði sem skrifstofu- stjóri Alþingis og aðalritari ís- landsdeildar Norðurlandaráðs. Ég fór stundum með í Norður- landaráðsferðirnar og eru þær ógleymanlegar. Og var þá alltaf eitthvað sérstaklega notalegt að vita af Friðjóni í nánd, þessum grandvara og samviskusama manni. Það var mjög áhugavert að kynnast mörgum stjórnmálamönn- um frá hinum ýmsu Norðurlöndu#*^ sem tóku þátt í þessum fundum í ólíkum þingsölum Norðurlandanna fyrstu 15 árin, en nú eru þeir flest- ir horfnir yfir móðuna miklu enda langt um liðið. Þegar við hjónin löngu seinna komum aftur heim til íslands eftir langa útivist, hafði margt breyst, en þau Áslaug og Friðjón voru óbreytt, sama innilega vináttan. í allri sinni hógværð bar Friðjón áralanga alvarlega hjartveiki sem hetja. Hann veiktist stuttu eftir að hann hafði látið af störfum vegna aldurs. Mér fannst stundum eins og hann hefði losnað úr vissum emb- ættis-álögum og verða frjálslegri og ákveðnari í skoðunum sínum á mönnum og málefnum og þar al' leiðandi ennþá skemmtilegra að ræða við hann um hin ýmsu þjóð- mál. SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.