Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Loðnuveiðin að kom-
ast á fullan skríð
GÓÐ loðnuveiði hefur verið úti af
Vestfjörðum og norður af landinu
síðustu tvo daga og er loðnan farin
að færa sig austar. Er hún betri en
verið hefur og minna af smáioðnu,
sem hefur gert skipunum nokkuð
erfitt fyrir. Illa gengur hins vegar
að ná síldinni fyrir austan þótt hún
finnist á nokkuð stóru svæði en
menn trúa því, að hún fari fljótlega
að gefa sig fyrir alvöru.
Víkingur AK landaði í gær 1.000
-tannum af loðnu á Akranesi og
Höfitmgur AK 600 tonnum í fyrri-
nótt. Þá var Elliði GK væntanlegur
um miðjan dag í gær með 850 tonn.
Sveinn Sturlaugsson hjá Haraldi
Böðvarssyni sagði, að þar hefði ver-
ið landað alls um 9.500 tonnum af
loðnu nú í haust og allt farið í
bræðslu utan einn túr. Sagði hann,
að dálítið væri farið að frysta og
átti að athuga með aflann úr Elliða
í því sambandi.
Sveinn sagði, að mikið líf hafi
verið í Akraneshöfn síðustu daga,
ekki síst vegna loðnunnar, en auk
þess hefði frystitogarinn Höfrungur
III AK komið inn í fyrradag með
afla, sem metinn er á 53 milljónir
króna. Var það eftir mánaðartúr.
Þá kom Sturlaugur AK með 140
tonn eftir viku.
Fyrir austan hafa bátarnir verið
að fá þetta 50 og upp í 200 tonn
af síld en hún stendur djúpt og erf-
itt að ná henni. Menn vita hins veg-
ar af henni á stóru svæði og trúa
ekki öðru en hún fari að gefa sig
innan tíðar.
Loðnan jafnstærri og betri
Beitir NK var að kasta á loðnu-
miðunum í gær og vantaði þá rúm
100 tonn upp á fullfermi en Súlan
EA og Þorsteinn EA voru þá land-
leið með fullfermi. Var Súlan með
um 1.000 tonn og Þorsteinn, sem
kom á miðin í fyrrinótt, fyllti sig á
skömmum tíma.
Háberg GK landaði í Grindavík í
gær 650 tonnum og einnig Oddeyrin
EA, sem var með rúm 700 tonn.
Skipin hafa verið að fá loðnuna
norður af landinu og norðaustur af
Halanum og er hún farin að ganga
austar. Er hún jafnstærri og betri
en verið hefur og ekki eins blönduð
smáloðnu.
Bannað er að landa bræðslufiski erlendis
„Þessari viðskiptahindrun
þarf að ryðja úr vegi“
LÖG um umgengni um nytjastofna
sjávar, sem tóku gildi í fyrrasum-
ar, banna íslenskum fiskiskipum
að landa afla sínum hjá erlendum
fiskmjölsverksmiðjum, nema sjáv-
arútvegsráðuneytið heimili siíkt
með nýrri reglugerð. Að mati
framkvæmdastjóra Farmanna- og
fiskimannasambands íslands, virk-
ar þetta heimildarleysi sem við-
skiptahindrun milli landa. Kaup-
endur loðnu hér heima geti not-
fært sér þetta ástand og boðið
lægra verð fyrir loðnuna en ella.
Að sögn Áma Kolbeinssonar ráðu-
neytisstjóra er nú unnið að reglu-
gerð um þetta efni í ráðuneytinu
sem væntanlega lítur dagsins ljós
öðrum hvorum megin við helgi, en
hún þarf m.a. að taka á því með
hvaða hætti staðið verður að eftir-
liti með löndunum og vigtunum
erlendis.
Áður en lög um umgengni úm
nytjastofna sjávar voru sett, gátu
íslensk skip landað bræðslufiski
erlendis, en aðeins gegn því að
hver löndun yrði metin á við full-
fermi nema því aðeins að Fiski-
stofa hefði samþykkt að löndunar-
og vigtunaraðferðir á viðkomandi
stöðum væru fullnægjandi. Með
tilkomu nýju laganna, hefur hins
vegar nokkurra efasemda gætt
varðandi það hvort ákvæði eldri
reglugerðar um landanir íslenskra
skipa erlendis hafi haft næga laga-
stoð í nýju lögunum og hefur sjáv-
arútvegsráðuneytið nú nýlega tek-
Von er á nýrri
reglugerð frá
ráðherra
ið undir sjónarmið Farmanna- og
fiskimannasambands íslands um
að lagastoð skorti í nýjum lögum
fyrir þá reglugerð, sem gilt hefur
í þessu efni.
Fullfermisreglan
verði felld niður
Mat Fiskistofu hefur á hinn bóg-
inn hingað til verið á þá leið að
ekki þyrfti nýja reglugerð til, en í
bréfi sem hún sendi tii útgerðar-
og skipstjórnarmanna í september
sl. kemur fram að landi skip afla
í erlenda fiskmjölsverksmiðju skuli
við það miðað að um fullfermi
hafi verið að ræða. Þessu mót-
mælti Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands í bréfi til ráðu-
neytisins og óskaði sömuleiðis eftir
því að ráðherra gerði viðeigandi
breytingu á reglum, Sem fælú í sér
að umrædd viðmiðunarregla um
fullfermi fiskiskipa yrði felld niður.
„Þó um það megi deila, varð
niðurstaða ráðuneytisins engu að
síður sú í byrjun október að nýja
reglugerð þyrfti til og á meðan hún
ekki lægi fyrir, væri löndun erlend-
is óheimil. Nú er unnið að nýrri
reglugerð, sem vonandi lítur dags-
ins ljós öðrum hvorum megin við
Fjölbreytt æskulýðsstarf byggt
á traustum grunni kristinnar trúar
www.kirkjan.is/KFUM
helgi. Hún mun heimila löndun
erlendis með vissum skilyrðum um
vigtun og eftirlit sem ég get ekki
rætt á þessari stundu,“ sagði Árni
Kolbeinsson ráðuneytisstjóri en ný
reglugerð þarf m.a. að taka á því
með hvaða hætti eftirlit við löndun
og vigtun verður í framkvæmd.
24-32% hærra verð
í norsku verksmiðjunum
Að sögn Benedikts Valssonar
hefur FFSÍ fylgst náið með loðnu-
verði hér heima og erlendis og
hann fullyrðir að verðið sé nú mun
hagstæðara í Noregi en á íslandi.
„Við metum það svo að verð, sem
greitt er fyrir loðnu í dag, er á
bilinu 7.500-8.000 krónur á tonn-
ið hér heima. Hins vegar eru
norsku fiskmjölsverksmiðjurnar að
bjóða 9.900 króna lágmarksverð
miðað við 18% fitu og 13,3% þurr-
efnisinnihald. Verðið er þar með
24-32% hærra í Noregi. Áuk þess
er hægt að kaupa olíuna á tiltölu-
lega lægra verði í Noregi en hér
heima þannig að það gæti verið
ávinningur fyrir útgerð að selja
loðnu í Noregi í stað þess að selja
hana á íslandi. Þessi viðskipta-
hindrun, sem er til staðar, er afleið-
ing þess að óheimilt er að sigla
með aflann. íslenskir kaupendur á
loðnu geta þar með nýtt sér
ástandið og greitt lægra verð fyrir
hana en ella. Ég get alveg eins
búist við því að ef þessari við-
skiptahindrun verður rutt úr vegi,
komi bræðslumar á íslandi til með
að borga hærra verð fyrir loðn-
una,“ sagði Benedikt.
Erum alls ekki
að hindra menn
„Okkur gengur ekki annað til
en að tryggja að afla sé rétt til
skila haldið hvað varðar vigtunina.
Við erum með öðrum orðum alls
ekki að hindra menn í því að selja
afla þar sem verðið er hæst. Það
eru engar viðskiptahindranir í
gangi af okkar hálfu,“ sagði Árni
Kolbeinsson.
Florida með íslenskum fararstjóra.
Flugleiðir bjóða ferð þessa á sérstöku kynningartilboði og er eins gott
að ganga frá pöntun sem fyrst.
Gist verður á Roney Plaza Apartment Hotel sem staðsett er á ströndinni
við Collins Avenue og 23. strætú, Hótelið er í örstuttu göngufæri frá
miðju hins þekkta Art Deco svæðis. Stutt í mikið úrval af veitingastöðum,
börum, skemmtistöðum og verslúnum.
Verð á mann í:
Fjórbýli 33.910 kn 1
Þríbýli 37.110 -
Tvíbýli 43.610 -
Einbýli 63.010 -
Bókanir og upplýsingar í Hópferðadeild Flugleiða,
Laugavegi 7 hjá Svönu (50 50 484) og Hörpu (50 50 491)
Innifalið:
Flug til Fort Lauderdale,
rútuferðir tii og frá flugvelli,
I íslensk fararstjóm, gisting og
flugvallarskattar.
FLUGLEIÐIR