Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Húsnæði Kántrýbæjar á Skaga-
strönd eyðilagðist í eldsvoða
Morgunblaðið/Ingibergur Guðmundsson
HLJÓÐSTOFA Kántrýbæjar er gjörónýt eftir brunann.
„Eins og sálin
í lífi mínu“
ELDUR kom upp í húsnæði út-
varpsstöðvarinnar Kántrýbæjar á
Skagaströnd um miðnætti í fýrrinótt
og gjöreyðilagðist það áður en tekist
hafði að ráða niðurlögum eldsins um
einni og hálfri klukkustund síðar.
Vegfarandi, sem leið átti hjá, varð
eldsins var og hófst slökkvistarf þá
þegar, en lögreglu barst ekki til-
kynning um atburðinn fyrr en um
klukkustund síðar. Rannsókn á elds-
upptökum stendur yfir, en talið er
líklegt að kviknað hafi í út frá peru-
stæði á efri hæð hússins.
Hallbjöm Hjartarson, eigandi
Kántrýbæjar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að útvarpsstöðin
hefði orðið fimm ára 14. nóvember
næstkomandi og hún hefði verið sál-
in í lífi hans. „Mér fannst þetta eins
og að vita af einu bama minna
brenna þegar ég horfði á þetta,“
sagði hann.
Starfsemi haldið áfram
Hallbjöm sagði að húsnæði og
tækjabúnaður hefði verið sæmilega
vel tryggður og hann ætlaði sér ekki
að gefast upp þrátt fyrir þetta áfall
og halda starfsemi útvarpsstöðvar-
innar áfram í framtíðinni.
Veitingastaðurinn Kántrýbær,
sem er á neðri hæð húsnæðisins,
varð ekki eldinum að bráð en
skemmdist hins vegar talsvert af
vatni og reyk.
Fimm borgarfulltru-
ar neita að tala á
fundi um skólamál
Sögðu að þátttaka kæmi ekki til greina á viðkvæmum tíma
FUNDI Skólastjórafélags Reykja-
víkur og Kennarafélags Reykjavík-
ur um stöðu skólamála, sem halda
átti í dag, var aflýst vegna þess að
fimm fulltrúar úr borgarstjóm
sögðu að ekki kæmi til greina að
þeir hefðu þar framsögu eða sætu
fyrir svörum. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri sagði að
þetta hefði verið sameiginleg
ákvörðun allra borgarfulltrúanna
fimm og Ijóst hefði verið að þótt
boðað hefði verið til fundar um
skólamál mundi fundurinn snúast
um kjaramál.
Fundinn átti að halda síðdegis í
dag og var borgarstjóra og borgar-
fulltrúunum Áma Sigfússyni, Guð-
rúnu Ágústsdóttur, Sigrúnu Magn-
úsdóttur og Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni boðið að flytja stutt framsögu-
erindi.
„Við mátum það sem svo úr því
að komið væri tilboð frá samninga-
nefndinni og væntanlegt gagntil-
boð fi-á kennurum væri staðan í
kjaramálunum á það viðkvæmu
stigi að ekki væri heppilegt að boða
til opins fundar," sagði Ingibjörg
Sólrún.
Á fund borgarstjóra
Óðinn Pétur Vigfússon, kennari í
Réttarholtsskóla, var annar þeirra,
sem sendu bréfið til borgarfulltrúa
og á fundi trúnaðarmanna grunn-
skóla í Reykjavík síðdegis í gær
greindi hann frá því að í gærmorg-
un hefði hann verið kvaddur á fund
borgarstjóra og Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, borgarfulltrúa sjálf-
stæðismanna.
„Ég gerði það og þá var fyrsta
spumingin: „Hvað er í gangi?““
sagði Oðinn Pétur. „Við gáfum
ástæður fyrir því hvers vegna þau
ættu að koma og var að mínu mati
mjög heiðarlegur í svömm. Þeim
þótti sem tímasetningin myndi
veikja stöðuna þar sem komið væri
tilboð og annað gagntilboð á leið-
inni. Borgarstjóri sagði að umræð-
an yrði ófrjó og þarna yrði seilst
inn á vald launanefndar. Allt þetta
væri voðalega viðkvæmt og við
væmm hreinlega að leiða þá til
slátmnar."
„ ... hafi ekki þorað að standa
frammi fyrir kjósendum"
Að sögn Óðins Péturs hefðu
borgarfulltrúamir gjaman viljað
ræða skólamál, en ekki í dag. Sagði
hann að félag skólastjóra hefði
haldið fund vegna þessarar niður-
stöðu og samið yrði bréf um málið.
„En svarið var sem sagt nei,“ sagði
Óðinn Pétur. Fundinum var því af-
lýst.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur, gagn-
rýndi borgarfulltrúana á fundinum:
„Þeir afþökkuðu allir sem einn ...
og gáfu ýmsar ástæður, sem em
svo sem góðra gjalda verðar, stað-
an væri viðkvæm og þetta gæti
spillt fyrir. En okkar túlkun hlýtur
náttúrlega að vera sú, að borgar-
fulltmar hafi ekki þorað að standa
frammi fyrir kjósendum sínum og
tala um skólamál á þessum stað og
tíma.“
Ingibjörg Sólrún kvaðst í gær-
kvöldi reiðubúin til að ræða þessi
mál hvenær sem væri, en svo hefði
verið litið á að vegna tímans og
skamms fyrirvara hefði fundurinn
snúist um kjaramál. Borgai-fulltrú-
arnir hefðu verið reiðubúnir til að
koma til fundar um skólamál í
næstu viku, en því hefði í raun ver-
ið hafnað af hálfu fundarboð-
endanna.
„Andspænis kjós-
endum alla daga“
„Við mátum það svo, að það væri
hvorki til hagsbóta fyrir kennara
né samninganefnd sveitarfélaga að
halda fundinn á þessum tíma-
punkti," sagði borgarstjóri. „En
málið hleypur ekki frá okkur þótt
fundurinn verði ekki haldinn og við
stöndum andspænis kjósendum og
foreldrum alla daga.“
Kosningar
á þingi VMSÍ
Signý vill
verða vara-
formaður
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um verkfallsboðuii vélstjóra
Erum að lenda í verk-
falli sem er óleysanlegt
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að staðan í samninga-
málum sé mjög alvarleg eftir verk-
fallsboðun Vélstjórafélagsins frá
áramótum. Viðræður séu tilgangs-
lausar og útvegsmenn séu að íhuga
til hvaða aðgerða þeir geti gripið.
Vélstjórar séu ekki aðeins að efna
til styrjaldar við útvegsmenn heldur
einnig aðrar stéttir sjómanna vegna
krafna um breytingar á hlutaskipt-
um.
Kristján sagði að Vélstjórafélagið
hefði boðað verkfall á skipum sem
væru með stærri vélar en 2.400
hestöfl. Það þýddi að meirihluti
frystitogaranna og nokkur hluti
loðnuflotans yrði settur í verkfall
einn og sér. Þarna væri um að ræða
hæst launuðu sjómenn á íslandi
sem væru dregnir út úr og stefnt í
verkfall til þess að fá stærri skipta-
hlut.
Hæst launuðu menn á íslandi
fyrir utan skipstjóra
Hann sagði að úvegsmenn teldu
ekki koma til greina að breyta hefð-
bundnum hlutaskiptum, þar sem
háseti hefði einn hlut, skipstjóri tvo,
fyrsti vélstjóri einn og hálfan og
annar vélstjóri 1,25. Þessi hluta-
skipti hefðu gilt hér alla tíð. Nú
vildu vélstjórar hækka hlut 1. vél-
stjóra í 1,75 á þessum skipum þar
sem kjör þeirra væru best. Hæstu
laun sem greidd væru á Islandi
væru laun þessara vélstjóra að und-
anskildum launum sídpstjóra á
sömu skipum.
„Það að láta sér detta í hug að
fara í verkfall með þessa aðila er
slík storkun og lítilsvirðing við þá
sem eru að greiða þeim þessi háu
laun, svo maður tali ekki um kollega
þeirra á sama skipi, því engir aðrir
áhafnarmeðlimir, hvorki skipstjór-
ar, stýrimenn né hásetar telja þetta
koma til greina og segja okkur að ef
við fórum að breyta þessum hluta-
skiptum sem þeir gera ekki kröfu
til, muni þeir ætla sér það sama,“
sagði Kristján.
Hann sagði að þar með væri kom-
ið inn í vítahring sem engin leið
væri út úr því þama væri byggt á
hlutföllum. Málið væri grafalvarlegt
og engin lausn í sjónmáli. Utvegs-
menn væru í sjálfheldu, en horfðu
jafnframt upp á verkfall á þeim
skipum þar sem launakjörin væru
best.
Hægt að boða verkfall
á blámáluð skip
Kristján sagði að mörgum kæmi
á óvart að hægt væri að boða verk-
fall einungis á þeim sldpum sem
væru yfir tiltekinni vélastærð. Af
þeim sökum hefði hann látið kanna
íyrir sig hvort hægt væri að boða
verkfall eingöngu á þeim skipum
sem væru blámáluð en ekki rauð-
máluð til dæmis. Svarið hefði verið
að það væri hægt samkvæmt nýju
vinnulöggjöfinni „þannig að vitlaus
er nú þessi vinnulöggjöf okkar hvað
þetta varðar," sagði Kristján.
Hann sagði að til viðbótar væri
Vélstjórafélagið að stilla eigin félagi
upp gagnvart mismunandi kröfum
fyrir menn í sama starfi, þar sem
þeir gerðu ekki kröfur hvað þetta
varðar fyrir vélstjóra sem væru á
skipum með minni vélar en 2.400
hestöfl.
„Við erum að lenda í verkfalli sem
er óleysanlegt og það er alvarlegt
mál. Svo bíða hinir og kveða mjög
skýrt að orði að þeir ætli ekki í að-
gerðir á sama tíma og Vélstjórafé-
lagið vegna þess að þeir eigi enga
samleið með þeim,“ sagði Kristján.
Hann sagði aðspurður að auðvit-
að hlytu útvegsmenn að íhuga gagn-
aðgerðir. Engin lausn væri í því
fólgin að semja við mikinn minni-
hluta hæst launuðu vélstjóra. Það
þyrftu að nást samningar við alla
áhöfnina á öllum sldpum flotans.
Aðspurður hvort það kæmi til
greina að setja verkbann sagði hann
að það væri eitthvað sem þeir
þyrftu að íhuga, því þetta gæti ekki
gengið fram með þessum hætti.
Enginn samningafundur hefur
verið boðaður og sagði Kristján að
hans mati væri slíkur fundur alger-
lega tilgangslaus eftir framsetningu
þessara krafna. „Það er enginn til-
gangur í að ræða þetta. Það er al-
gerlega búið að gera þeim grein fyr-
ir því að verkfall í þessu efni breytir
ekki okkar afstöðu," sagði Kristján
einnig.
SIGNÝ Jóhannesdóttir, formaður
verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu-
firði, lýsti því yfir á þingi Verka-
mannasambandsins í gær að hún
byði sig fram í embætti varafor-
manns VMSÍ. Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur, útilokar ekki að
hann muni einnig sækjast eftir
kjöri.
Jón Karlsson, formaður verka-
lýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki,
hefur verið varaformaður VMSI
undanfarin ár, en hann sækist ekki
eftir endurkjöri. Hefð er fyrir því
innan VMSI að alþýðubandalags-
maður gegni embætti formanns
sambandsins og alþýðuflokksmaður
embætti varaformanns. Jón er al-
þýðuflokksmaður og það sama á við
Kristján Gunnarsson. Signý Jó-
hannesdóttir er hins vegar sögð
vera stuðningsmaður Alþýðubanda-
lagsins og það má því líta á framboð
hennar sem ögrun við þá hefð-
bundnu flokkaskiptingu sem hefur
verið innan VMSI. Nokkur spenna
er á þinginu um hvort kjörnefnd
gerir tillögu um Signýju.
Kristján sagði í samtali við Morg-
unblaðið, eftir að Signý gaf sína yf-
irlýsingu, að hann útilokaði ekki
framboð til varaformanns. Hann
myndi hins vegar ekki gefa neina
yfirlýsingu um framboð á þinginu.
Kjörnefnd ætti eftir að ræða málin
og hann myndi taka sínar ákvarðan-
ir í framhaldi af þeim umræðum
sem þar ættu eftir að fara fram.
Ný forysta VMSÍ verður kjörin á
morgun. Ekki er gert ráð fyrir öðru
en Björn Grétar Sveinsson formað-
ur verði endurkjörinn án mótfram-
boðs.