Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 27
LISTIR
Öðruvísi
verkalýðssaga
KVIKMYNPIR
Háskölabíó og
Rcgnboginn
MEÐ FULLRI REISN
„THE FULL MONTY“
★ ★ ★
Leikstjóri: Peter Cattaneo. Handrit:
Simon Beaufoy. Kvikmyndatöku-
stjóri: John De Boorman. Tónlist:
Annie Dudley. Aðalhlutverk: Robert
Carlyie, Tom Wilkinson, Mark Abby.
Fox Searehlight Pictures. 1997.
BRESK kvikmyndagerð er í mik-
illi uppsveiflu þessi misserin. Frá
Bretlandi kemur hver góðmyndin á
fætur annarri, nú síðast þessi ómót-
stæðilega gamanmynd, Með fullri
reisn, um atvinnulausa stáliðju-
verkamenn í Sheffield sem gerast
fatafellur í eymd sinni. Nema það
verður engin eymd úr því. Þvert á
móti hljóta þeir virðingu beska at-
vinnuleysissamfélagsins fyrir sjálfs-
bjargarviðleitni og skemmta kven-
þjóðinni í leiðinni.
Myndin Qallar kannski fyrst og
fremst um lummuna gömlu að þora
að koma fram eins og maður er
klæddur (fákæddur í þessu tilviki),
teygja á takmörkunum sínum,
„opna“ sig. Efnið fær mjög aukið
vægi vegna þess að um er að ræða
fullkomlega venjulega kaffibrúsa-
kalla, sem sleppa af sér öllum höml-
um og gerast fatafellur. Þeir eiga
ekkert sameiginlegt með öðrum
karlkyns nektardönsunum, hinum
glæsilegu líkamsræktarbuffum sem
fletta sig klæðum og dilla sér frammi
fyrir fullum sal af skríkjandi konum.
Það er ekkert glæsilegt við
Sheffleldmennina. Þeir eru illa vaxn-
ir, ýmist grindhoraðir eða með loðna
bumbuna út í loftið, vart danshæfir
og verulega hversdagslegir menn,
sem vantar pening og kannski svo-
litla spennu í líf sitt.
Robert Carlyle fer fyrir hópnum
en hann vakti mikla og verðskuldaða
athygli þegar hann lék hlutverk of-
beldisbullunnar í „Trainspotting".
Hiutverk hans í Með fuliri reisn er
af allt öðrum toga. Hann er atvinnu-
laust ljúfmenni, fráskilinn og á það
á hættu að missa umgengnisrétt við
son sinn ef honum tekst ekki að
útvega peninga í skyndi. Nærtæk-
asta ráðið til að auðgast fljótt er að
hóa í nokkra atvinnuleysingja og
koma saman nektardanssýningu.
Myndin hangir í raun á iitlu öðru
en þessari frábæru hugmynd um
hinar ólíkindalegu fatafellur. Frá-
sögnin er ákaflega einföld. Rakið
er hvernig hópurinn verður til og
hvernig það leggst í meðlimina sem
þeir eru að gera og því tengjast
nokkrar hliðarsögur, sú stærsta um
samband Carlyles og sonar hans.
Fremur er það viðvaningslega fram-
sett í ómarkvissri leikstjórn Peter
Cattaneos og leikur Carlyles vill
verða fullákafur. En það eru minni-
háttar agnúar. Mannskapurinn í
myndinni er fínn og oft frábærlega
spaugilegur í skondnum kringum-
stæðum og Með fullri reisn hlýtur á
endanum að teljast einhver skemmti-
legasta verkalýðssaga, sem gerð
hefur verið. Boðskapur myndarinnar
liggur ljós fyrir: Öreigar allra landa
- afklæðist.
Arnaldur Indriðason
Reykvíkitigar þuifa á ungufólki meÓ reynslu ah halda
í borgarstjóm. Tryggjum Kjartani Magnússyni, blaðamanni
og varaborgaifulltrúa, góóa kosningu í prófkjöri
Sjálfstœóisflokksins t Reykjavík.
Stuðningsmenn.
Sólheimar 33 • Sími 588 5570 • Símbréf 588 5571 • http://this.is/kjartan
Baráttumann í
borgarstjórn
Eg læt ekki meta mig.
Eg er traustur viðskiptevinur!
Þess vegna er ég í Vörðunni!
Landsbanki íslands
Einstaklingsviöskipti
Traustið er hjá þér og ébyrgðin hjá okkur