Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 31 LISTIR Aðalritari Evrópsku menningarstofmmarmnar heimsækir ísland Stuðlar að menningar- samskiptum í Evrópu DR. RUDIGER Stephan, aðalritari Evrópsku menningarstofnunarinn- ar, European Cultural Foundation, hefur verið á íslandi að kynna sér viðhorf íslandsnefndar stofnunar- innar til Evrópu. Hlutverk stofnun- arinnar er að koma á framfæri og efla menningarsamskipti í Evrópu og milli Evrópumanna og annarra jarðarbúa. Formaður íslandsnefnd- arinnar er Markús Örn Antonsson. Stephan segir að verið sé að skoða nokkrar hugmyndir um starf Islandsnefndarinnar. Rætt hafi ver- ið m.a. um forustu íslendinga í Evrópuráðinu 1999, um stöðu Reykjavíkur sem menningarborgar Evrópu árið 2000 og um landfræði- lega þýðingu landsins sem brúar milli Bandaríkjanna og Evrópu. Stephan sagði að Evrópska menningarstofnunin hefði verið sett á stofn árið 1948. Helsta viðfangs- efnið fyrstu árin var að koma fótum undir stofnunina fjárhagslega. Bernhard prins í Hollandi var stofn- uninni vinveittur og veitti til hennar nauðsynlegt fjármagn fyrstu árin. Það leiddi til þess að stofnunin flutti til Hollands í byijun sjöunda áratug- arins og hefur nú höfuðstöðvar sín- ar í Amsterdam. Innan stofnunar- innar eru 23 landsnefndir í jafn- mörgum Evrópulöndum. Stofnunin hefur til ráðstöfunar sjö milljónir gyllina á ári, um 252 milljónir ÍSK sem koma frá hollenska lottóinu. Hollendingar einir fjármagna stofnunina Stephan segir að hlutverk stofn- unarinnar sé að koma á framfæri og efla menningarleg samskipti í Evrópu og milli Evrópumanna og annarra jarðarbúa. Menntunarmál er eitt þeirra sviða sem stofnunin lætur til sín taka. Stephan segir að Evrópska menningarstofnunin sé hollensk samtök bæði í lagalegu og fjárhags- legu tilliti. Hlutverk hennar er þó ekki að útbreiða hollenska menn- ingu eða standa á bakvið verkefni í Hollandi. „Stjórn stofnunarinnar skipa fulltrúar margra Evrópu- landa, þar á meðal Islands. Þetta er því ekki stofnun á vegum Evr- ópusambandsins heldur Evrópu allrar. Hollendingar eru þó eina þjóðin sem fjármagnar starf stofn- unarinnar þótt starf hennar taki til allrar Evrópu. Ég vil að aðrar evr- ópskar þjóðir feti í fótspor Hollend- inga og stofnanir á vegum evr- ópskra ríkisstjóma jafnt sem sjálf- stæðar stofnanir efli starf Evrópsku menningarstofnunarinnar,“ sagði Stephan. Arið 1993 ákvað stjórn stofnun- arinnar að þijú markmið hefðu for- gang í starfi hennar. í fyrsta lagi að efla menningartengsl við þjóðir Austur-Evrópu, í öðru lagi þjóðir við Miðjarðarhafið og í þriðja lagi Norð- urlandaþjóðimar. Stofnunin vill styðja verkefni sem snúa að því að aðstoða ungmenni í þessum löndum, einkum afkomendur innflytjenda, við að fóta sig í tilverunni með því að umgangast listamenn og öðlast þannig sjálfstraust. Verkefnið miðar ekki síst að því að veita ungmennun- um menntun og gera þau fær um að komast út á vinnumarkaðinn. Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auökúluhreppum hinum fornu Ég óska eftir því: ( ) Að kaupa 1. hefti. ( ) Að kaupa 2. hefti. ( ) Að kaupa 3. hefti. ( ) Að kaupa 4. hefti. (4. hefti kemur út í nóvember) ( ) Að gerast óskrifandi. Pöntunarseðili: Nafn:__________________________ Heimili:________________________________________ Póstnúmer og staður:___________________________ Verð hvers heftis er kr. 1.000. Gíróseðill verður sendur meö. SENDIST TIL: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 471 Þingeyri. Pöntunarsími og fax 456 8260. Netfang: jons@snerpa.is Lesið úr nýjum bók- um á Súf- istanum FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súfistans 23. október verður helgaður fjórum af þeim bók- um sem eru að koma í bóka- verslanir þessa dagana. Guðný Ýr Jónsdóttir les úr Ijóðabók sem Sigfús Daðason lét eftir sig er hann lést á síð- asta ári, Og hugleiða steina. Anna Valdemarsdóttir skáld og sálfræðingur les úr ljóða- bókinni Úlfabros. Lesið verður úr þýðingu Hannesar Sigfús- sonar skálds á verðlaunaskáld- sögunni Rándafluguhunang eftir sænska rithöfundinn Torgny Lindgren. Gyrðir El- íasson les úr smásagnasafninu Vatnsfólkið. Upplesturinn hefst klukkan 20.30 og stendur til 22. Að- gangur er ókeypis. Nýjar bækur • LOTTÓVINNINGUR er skáld- saga eftir Stefán Júlíusson. í kynningu segir: „Hvernig bregst fertugur piparsveinn við þegar hann fær 60 milljóna króna lottóvinning? Hann er hálfvegis ginntur til að kaupa vinnings- miðann; hefur aldrei áður spilað í happdrætti. Hann er maður ómannblendinn, fáskiptinn skrifstofuþræll, talinn einrænn og sérsinna og ekki laus Stefán Júlíusson við smáskrýtna takta í tali og fram- göngu. Samt er hann reglusamur í störfum og ærukær gagnvart fjöl- skyldu sinni sem hann hefur að verulegu leyti gengið undir eftir sviplegt fráfall föðurins." Skáldsagan lýsir athöfnum hans og viðbrögðum við að dylja happa- fenginn fyrir samferðafólki, kunn- ingjum og fjölskyldu. Frásögnin er að sögn lýsing á einstaklingum undir annarlegum kringumstæðum, fjölskyldusaga og samfélagssaga. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Bókin er 208 síður unnin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Ljósmynd á kápu er eftirRafn Hafnijörð. SN'V BT1ST O F U N N i PARADIS. UGfeRNESVEG! 88. FIVMTUOAG OG FÖETUDAG FRA KL. 13 - 18- SÉRFF. ÆD INGl'R FRÁ KASEEO VEFfOUF? MEÐ HÚ&GREIN SGAS- TÖLVUNA 06 VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF. Júlíus Vífil í 4. sætið - kjarni málsins! = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI2 SÍMI 562 4260 Það er von mín að sem flestir sjálfstæðismenn taki þátt í komandi prófkjöri og geri það að glæsilegu upphafi í harðri kosningabaráttu þar sem Reykjavík verður endurheimt undan stöðnun og aógerðaleysi R-listans. Komandi borgarstjórnarkosningar eru þær mikilvægustu í 16 ár. Til að ná viðunandi árangri verðum við öll sem eitt að leggja styrka hönd á plóg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.