Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 11. NOVEMBER 1997 19
ÞÆR
DUGLEGUSTU
Á
SKRIFSTOFUNNI...
Nota Bene hefur útflutning á auglýsingum á veltiskilti
til Rússlands og Austurlanda fjær
Auglýsingar á annað þús-
und m2 verið fluttar út
13.8 tonna beltagrafa
1 Rúmgott hús - nýtt glæsilegt útlit
’ Cumminsvél, ný tölvustýring og vökvalagnir
’ Fást einnig 19,21,27,29,32,43 eða 45 tonna
’ Vökvalögn fyrir hamar
AUGLÝSINGASTOFAN Nota
Bene hefur að undanförnu unnið
myndir í veltiskilti til útflutnings til
Rússlands, Færeyja og Austur-
landa fjær. Útflutningur þessi er
nýhafinn og enn smár í sniðum en
þó lætur nærri að fyrirtækið hafi
flutt út á annað þúsund fermetra af
myndum á undanfomum 2 mánuð-
um.
Nota Bene var sett á fót sl. sum-
ar með sameiningu Eureka, Merk-
ismanna og Neonþjónustunnar.
Útflutningur þessi hófst raunar
nokkru fyrir sameininguna en
Eureka hafði fyrir hana verið í
sambandi við sænska fyrirtækið
Prisma um auglýsingaprentun fyr-
ir það.
Að sögn Birgis Ingimarssonar,
markaðsstjóra Nota Bene, hefur
Prisma selt auglýsingar vítt og
breitt um heiminn. „Við erum þeg-
ar búnir að prenta á annað þúsund
fermetra í veltiskilti sem fara til
Rússlands, Færeyja og Austur-
landa fjær.
Þetta hefur allt farið í gegnum
þetta sænska fyrirtæki. Það sendir
okkur myndimar á tölvutæku sniði
í gegnum ISDN samband og við
sendum þær prentaðar og upprúll-
aðar til baka með flugi. Það er oft
sem við náum að senda þær til
baka strax daginn eftir,“ segir
Birgir.
65-70% markaðshlutdeild
innanlands
Birgir segir íjarlægðina ekki
skipta neinu máli í þessari starf-
semi. Afgreiðslutíminn sé mjög
stuttur og fyrirferðin í myndunum
sé lítil þegar búið sé að rúlla þeim
upp. Fyrirtækið sé því fullkomlega
samkeppnishæft á þessum mark-
aði. „Vélin hjá okkur er mjög full-
komin og aíkastamikil og hún ræð-
ur auðveldlega við þetta magn og
meira til,“ segir Birgir.
Hann segir að þessi útflutningur
sé enn sem komið er ekki mjög
FORSVARSMENN Nota Bene, þeir Birgir Ingimarsson, markaðs-
sljóri, Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, og Gunnar Trausti Guð-
björnsson, verkstjóri, við prentvél fyrirtækisins.
stór hluti af starfsemi fyrirtækis-
ins. Eftir sameiningu fyrirtækj-
anna þriggja megi ætla að Nota
Bene hafi um 65-70% markaðs-
hlutdeild í skiltagerð af þessari
gerð og því sé ljóst að innanlands-
markaðurinn sé fyrirtækinu gríð-
arlega mikilvægur.
„Þetta lofar hins vegar mjög
góðu og þessa dagana erum við að
undirbúa nýja tækni þar sem við
skerum myndina niður í strimla
þannig að hægt sé að líma hana
beint á hvern hluta í veltiskiltun-
um. Við erum í samstarfi við fyrir-
tæki í Hafnarfirði sem heitir Papp-
ír hf. og sker þetta niður fyrir okk-
ur.“
Birgir segir þennan möguleika
geta aukið útflutning fyrirtækisins
töluvert því sænska fyrirtækið hafi
tekið prentuninni mjög vel en vilji
hins vegar gjarnan fá myndirnar á
þessu fonni því í Rússlandi séu
myndirnar límdar beint á skiltið án
þess að það sé tekið niður, líkt og
gert sé hér á landi.“
„Þetta eru hins vegar mjög stór
skilti eða 72 m2 að stærð sem er um
helmingi stærra en þau skilti sem
við notum hér á landi.“
MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLARNAR - STÓRAR ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA
Nýju Ijósritunarvélarnar fró
Minolta, CS-Pro eru hannaðar
til að verða dugmestu
starfskraftarnir ó skrifstofunni.
MINOLTA
SKÝR MYHD-SKÝR HUGSUN
XIARAN
SlÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI510 5500 FAX 510 5509
Er efnahags-
ástandið
of gott?
VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til
morgunverðarfundar í Sunnusal
(Átthagasal) Hótels Sögu á morgun
kl. átta. Á fundinum verður haust-
skýrsla Seðlabankans kynnt og fjall-
að um þá spurningu hvort efnahags-
ástandið í þjóðfélaginu sé orðið of
gott.
I fi-étt frá Verslunarráði segir að í
umræðum um efnahagsmál að und-
anfórnu hafi menn almennt verið
sammála um það að ástand mála sé
gott en jafnframt hafi því vcrið varp-
að fram hvort það væri jafnvel of
gott. Á fundinum í fyrramálið verður
því m.a. fjallað um eftirfarandi
spurningar:
• Er verðbólgan að vakna?
• Er ofþensla á vinnumarkaði?
• Er fylgt réttri stefnu í vaxta- og
gengismálum?
• Versnar afkoma atvinnulífsins?
Frummælendur verða Birgir ís-
leifur Gunnarsson seðlabankastjóri,
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka hf., og Þórður Magn-
ússon, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Eimskips. Að loknum fram-
söguerindum geta fundarmenn borið
fram fyrirspurnir eða komið með
innlegg í umræðuna en stefnt er að
því að fundi verði loldð kl. 9:30.
Fundurinn er öllum opinn en nauð-
synlegt er að tilkynna þátttöku fyrir-
fram í síma 588 6666.
Morgunverðarfundur
Miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal, Hótel Sögu
ER EFNAHAGSASTANDIÐ
(OF) GOTT?
- umræður um haustskýrslu Seðlabankans
• Er veröbólgan aö vakna?
• Er ofþensla á vinnumarkaði?
• Er fylgt réttri stefnu í vaxta- og gengismálum?
• Versnar aíkoma atvinnulífsins?
RÆÐUMENN:
Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seölabanka íslands
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf.
Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags íslands hf.
Fyrirspurnir og umræður
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram
í síma 588 6666 i ..
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS