Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 11. NOVEMBER 1997 19 ÞÆR DUGLEGUSTU Á SKRIFSTOFUNNI... Nota Bene hefur útflutning á auglýsingum á veltiskilti til Rússlands og Austurlanda fjær Auglýsingar á annað þús- und m2 verið fluttar út 13.8 tonna beltagrafa 1 Rúmgott hús - nýtt glæsilegt útlit ’ Cumminsvél, ný tölvustýring og vökvalagnir ’ Fást einnig 19,21,27,29,32,43 eða 45 tonna ’ Vökvalögn fyrir hamar AUGLÝSINGASTOFAN Nota Bene hefur að undanförnu unnið myndir í veltiskilti til útflutnings til Rússlands, Færeyja og Austur- landa fjær. Útflutningur þessi er nýhafinn og enn smár í sniðum en þó lætur nærri að fyrirtækið hafi flutt út á annað þúsund fermetra af myndum á undanfomum 2 mánuð- um. Nota Bene var sett á fót sl. sum- ar með sameiningu Eureka, Merk- ismanna og Neonþjónustunnar. Útflutningur þessi hófst raunar nokkru fyrir sameininguna en Eureka hafði fyrir hana verið í sambandi við sænska fyrirtækið Prisma um auglýsingaprentun fyr- ir það. Að sögn Birgis Ingimarssonar, markaðsstjóra Nota Bene, hefur Prisma selt auglýsingar vítt og breitt um heiminn. „Við erum þeg- ar búnir að prenta á annað þúsund fermetra í veltiskilti sem fara til Rússlands, Færeyja og Austur- landa fjær. Þetta hefur allt farið í gegnum þetta sænska fyrirtæki. Það sendir okkur myndimar á tölvutæku sniði í gegnum ISDN samband og við sendum þær prentaðar og upprúll- aðar til baka með flugi. Það er oft sem við náum að senda þær til baka strax daginn eftir,“ segir Birgir. 65-70% markaðshlutdeild innanlands Birgir segir íjarlægðina ekki skipta neinu máli í þessari starf- semi. Afgreiðslutíminn sé mjög stuttur og fyrirferðin í myndunum sé lítil þegar búið sé að rúlla þeim upp. Fyrirtækið sé því fullkomlega samkeppnishæft á þessum mark- aði. „Vélin hjá okkur er mjög full- komin og aíkastamikil og hún ræð- ur auðveldlega við þetta magn og meira til,“ segir Birgir. Hann segir að þessi útflutningur sé enn sem komið er ekki mjög FORSVARSMENN Nota Bene, þeir Birgir Ingimarsson, markaðs- sljóri, Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, og Gunnar Trausti Guð- björnsson, verkstjóri, við prentvél fyrirtækisins. stór hluti af starfsemi fyrirtækis- ins. Eftir sameiningu fyrirtækj- anna þriggja megi ætla að Nota Bene hafi um 65-70% markaðs- hlutdeild í skiltagerð af þessari gerð og því sé ljóst að innanlands- markaðurinn sé fyrirtækinu gríð- arlega mikilvægur. „Þetta lofar hins vegar mjög góðu og þessa dagana erum við að undirbúa nýja tækni þar sem við skerum myndina niður í strimla þannig að hægt sé að líma hana beint á hvern hluta í veltiskiltun- um. Við erum í samstarfi við fyrir- tæki í Hafnarfirði sem heitir Papp- ír hf. og sker þetta niður fyrir okk- ur.“ Birgir segir þennan möguleika geta aukið útflutning fyrirtækisins töluvert því sænska fyrirtækið hafi tekið prentuninni mjög vel en vilji hins vegar gjarnan fá myndirnar á þessu fonni því í Rússlandi séu myndirnar límdar beint á skiltið án þess að það sé tekið niður, líkt og gert sé hér á landi.“ „Þetta eru hins vegar mjög stór skilti eða 72 m2 að stærð sem er um helmingi stærra en þau skilti sem við notum hér á landi.“ MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLARNAR - STÓRAR ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA Nýju Ijósritunarvélarnar fró Minolta, CS-Pro eru hannaðar til að verða dugmestu starfskraftarnir ó skrifstofunni. MINOLTA SKÝR MYHD-SKÝR HUGSUN XIARAN SlÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI510 5500 FAX 510 5509 Er efnahags- ástandið of gott? VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til morgunverðarfundar í Sunnusal (Átthagasal) Hótels Sögu á morgun kl. átta. Á fundinum verður haust- skýrsla Seðlabankans kynnt og fjall- að um þá spurningu hvort efnahags- ástandið í þjóðfélaginu sé orðið of gott. I fi-étt frá Verslunarráði segir að í umræðum um efnahagsmál að und- anfórnu hafi menn almennt verið sammála um það að ástand mála sé gott en jafnframt hafi því vcrið varp- að fram hvort það væri jafnvel of gott. Á fundinum í fyrramálið verður því m.a. fjallað um eftirfarandi spurningar: • Er verðbólgan að vakna? • Er ofþensla á vinnumarkaði? • Er fylgt réttri stefnu í vaxta- og gengismálum? • Versnar afkoma atvinnulífsins? Frummælendur verða Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf., og Þórður Magn- ússon, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Eimskips. Að loknum fram- söguerindum geta fundarmenn borið fram fyrirspurnir eða komið með innlegg í umræðuna en stefnt er að því að fundi verði loldð kl. 9:30. Fundurinn er öllum opinn en nauð- synlegt er að tilkynna þátttöku fyrir- fram í síma 588 6666. Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal, Hótel Sögu ER EFNAHAGSASTANDIÐ (OF) GOTT? - umræður um haustskýrslu Seðlabankans • Er veröbólgan aö vakna? • Er ofþensla á vinnumarkaði? • Er fylgt réttri stefnu í vaxta- og gengismálum? • Versnar aíkoma atvinnulífsins? RÆÐUMENN: Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seölabanka íslands Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags íslands hf. Fyrirspurnir og umræður Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 i .. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.