Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Juliana
Gottskálks
dóttir
Forstöðu-
maður
safnsviðs
•JÚLÍANA Gottskálksdóttir
hefur verið ráðin forstöðumaður
safnsviðs Listasafns Islands. Hún
er listfræðingur og arkitekt að
mennt og hefur
gegnt starfi
deildarstjóra við
Listasafnið und-
anfarin níu ár.
Hún er fædd
1947 og lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólan-
um í Reykjavík
árið 1967. Hún
lauk fil.kand.-
prófi frá Lundar-
háskóla 1973, stundaði nám við
Parísarháskóla 1973-1974 og
doktorsnám við Lundarháskóla
1978- 1980. Árið 1986 lauk hún
prófi frá Arkitektaskóla Listahá-
skólans í Kaupmannahöfn. Auk
starfa við Listasafn íslands hefur
Júlíana gegnt starfi safnvarðar við
Árbæjarsafn og deildarstjóra hús-
vemdardeildar Þjóðminjasafns Is-
lands.
•ÓLAFUR Gíslasonhefur verið
ráðinn sérfræðingur við Listasafn
íslands og mun hefja störf 1. des-
ember nk. Ólafur
er fæddur 1943.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólan-
um í Reykjavík
1963. Stundaði
nám í listasögu
og félagsfræði
Óiafur við Háskólann í
Gislason Lundi 1963—
1964, Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn 1964-1966 og Lista-
akademíuna í Róm 1966-1969.
Ólafur starfaði sem blaðamaður
1979- 1991, fararstjóri með Ítalíu
sem sérgrein og kennari í listasögu
m.a. við Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands 1991-1997. Ólaf-
ur hefur birt fræðilegar ritgerðir
um íslenska samtímalist í tilefni
sýninga á vegum Listasafns
Reykjavíkur og Listasafns íslands.
Tónlist framtíðarinnar?
Flutningnr í
hæsta gæðaflokki
TONLIST
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Islensku óperunnar flutti
íslensk og erlend söngverk og
kórþætti úr frægum óperum.
Einsöngvari var Ólöf Kolbrún
Harðardóttir en stjóraandi
Garðar Cortes og undirleikari
Claudio Rizzi. Laugardagurinn
8. nóvember, 1997.
KÓR íslensku óperunnar hefur
fyrir löngu sannað ágæti sitt og
um árabil sett svip sinn á flestar
sýningar íslensku óperunnar, með
miklum ágætum, og einnig staðið
fyrir glæsilegum flutningi stærri
kórverka, eins og t.d. Carmina
Burana, eftir Carl Orff, sem vakti
mikla og verðskuldaða athygli.
Tónleikamir hófust með flutn-
ingi íslenskra kórlaga, sem öll
voru vel flutt. Mótun stjórnandans
er oftlega frjáls í hryn og stundum
eru tónhendingarnar helst til að-
skildar þótt vel fari oft á að lagið
„andi“, í stað þess að syngja allt
í niðurnjörvuðum hryn. I heild var
túlkunin mjög fallega mótuð í lög-
um eins og Gloria tibi, Sofðu unga
ástin mín en þó sérlega glæsilega
í Maístjömunni. Hið undurfagra
lag Sigfúsar Einarssonar, Sefur
sól hjá ægi og Smávinir fagrir,
eftir Jón Nordal, vom bæði mjög
vel sungin og einnig sálmurinn
Fyrirlátið mér, úr Galdra-Lofti,
sem var glæsilega mótaður.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir var
einsöngvari í Frið á jörðu, eftir
Áma Thorsteinsson, Ave Mar-
íunni, eftir Sigvalda Kaldalóns,
Panis anglicus, eftir Cesar Franck
og kvöldsöng Mozarts, Laudate
Domine og þarf ekki að fara mörg-
um orðum um glæsilegan söng
hennar og kórsins.
Eftir hlé var fyrst sótt til
Wagners og sungin gestakveðjan,
Freudig begriissen, úr Tannháus-
er og síðan Wach auf, úr Meista-
rasöngvurunum og voru báðir
kórþættirnir glæsilega sungnir af
kórnum og vaknar sú spurning
hvort ekki sé kominn tími til að
flytja þessar ópemr hér heima.
Heldur var leikur píanistans,
Claudio Rizzi, á köflum nokkuð
grófur en í annan stað brá svo
undarlega við, að leikur hans í
forspilum og millispilum var oft
mjög til baka haldandi og jafnvel
óviss, Mótettan Hear my prayer,
eftir Mendelssohn var ágætlega
sungin af Ólöfu Kolbrúnu Harðar-
dóttur og margt var vel gert hjá
kórnum þótt merkja mætti, að
ekki ríkti jafnmikil sátt í túlkun
og í öðrum verkefnum kórsins á
þessum tónleikum.
Næsta verkefni var einn fræg-
asti kórþáttur Verdis, Va, pensi-
ero, úr Nabucco, sem kórinn söng
mjög vel. Ólöf Kolbrún flutti ásamt
karlaröddunum La vergine degli
angeli úr Vald örlaganna. Sam-
söngsþáttur þessi er þannig gerð
tónsmíð, að hann er áhrifamikill í
því samhengi, sem honum er ætlað
í óperunni en einhvern veginn ekki
alls kostar heppilegur sem kon-
sertverkefni. Til þess er form kaf-
lans of veikt, þó tónlistin sé að
öðru leyti fögur og væri mjög vel
flutt. Ölöf lauk sínum glæsilega
söng með Inneggiamo il Signore,
úr Cavalleria Rusticana, eftir
Mascagni.
Kór íslensku óperunnar er frá-
bær sönghópur og mótun stjóm-
andans, Garðars Cortes, gerir
kröfur um veikan, vel hljómandi
söng, upp í mesta styrk og leggur
auk þess áherslu á sérstæða hend-
ingamótun og túlkun, oft mótaða
af sterkum tilfinningaandstæðum.
Slíkur söngmáti gerir miklar kröf-
ur til kórsins, sem er skipaður
góðu söngfólki og var flutningur-
inn samkvæmt því, í hæsta gæða-
flokki.
Jón Ásgeirsson
Stytturnar
í Prag
hreinsaðar
ÞESSI stytta eftir tékkneska
myndhöggvarann Otto Gut-
freund (1889-1927) komst ekki
hjá bursta og sápu verkamanns
í Prag. Þar er unnið hörðum
höndum að því að gera upp
Adriu-torgið í miðborginni og
eru stytturnar við torgið hreins-
aðar vel og vendilega.
Reuters
Pólskt
menningar-
kvöld í
Gerðubergi
MENNINGARFÉLAGIÐ Pol-
onia hittist í Gerðubergi í
kvöld, þriðjudag kl. 20, til að
fagna þjóðhátíðardegi Pól-
lands. Flutt verða ljóð og
pólsk tónlist.
TÖNLIST
Tjarnarbíö
KAMMERTÓNLIST
Flutt voru verk eftir Kjartan Ólafs-
son. Flyljendur voru höfundurinn,
Pétur Jónasson, Hilmar Jensson og
Matthías Hemstock. Föstudagurinn
7. nóvember 1997.
RICHARD Wagner samdi rit-
gerð, þar sem hann spáði um tón-
list framtíðarinnar og eru sagn-
fræðingar sammála um að meistar-
inn hafi þar gert sig sekan um
ótrúlega glámskyggni. Þeir sem
vilja afsaka mistök hans, segja
hann hafa byggt niðurstöður sínar
á þróun tónlistar og miðað fram-
hald hennar við svipuð skilyrði og
þau sem hann þekkti af sögunni
og eigin reynslu. Undirtitill tón-
leika Kjartans Ólafssonar í Tjam-
arbíói var „Tónlist 21. aldarinnar"
og þótt stutt sé til aldamóta, er
varasamt að hægt verði að sjá
fyrir hversu háttað verði tónsköp-
un á komandi öld. í dag er staðan
sú, að hljóð- og myndritunartækn-
in ásamt ótrúlegum miðlunar-
möguleikum hefur skerpt alla
óvissu um framvindu listsköpunar.
Sú menntun og' einstaklings-
bundna leikni, sem fyrrum var tal-
in mikilvæg, er að miklu leyti orð-
in óþörf, vegna þess að nú er
hægt að útfæra leikniþáttinn með
til þess gerðum tækjum, er vinna
með milljónföldum hraða mannsins
og bjóða upp á ótrúlega marg-
brotna og áhrifamikla möguleika
í úrvinnslu hugmyndanna. Til að
nefna dæmi, getur sá tónlistar-
maður, sem lítið kann til verka í
píanóleik, samið vandasamt píanó-
verk því tölvan sér nú um leiktæk-
niútfærsluna.
Raftónlistin, sem er bæði flutt
á hljóðgerfla og leikin á raftengd
hljóðfæri, er enn á tilraunastigi og
í raun er hið algjöra frelsi það sem
heftir eiginlega þróun hennar.
Stöðlun hljóðmyndarinnar þýddi
ekki að um leið væri hugmyndaleit-
inni hætt, heldur að þróa mætti
margbrotnari leiktækni, er aftur
yki á möguleika í sköpun og túlk-
un. Því þróun leiktækninnar er
oftast sá þáttur sem minnst fer
fyrir í nútímatónlist og var í raun
einkennandi fyrir þessa tónleika,
að flytjendur fengu lítil tækifæri
til að sýna leikni sína, sem er í
raun óaðskiljanlegur hluti upplif-
unar á tónlist. Þetta tæknilega
kraftleysi reyna menn að yfirvinna
með hljómkraftinum einum, sem
vissulega er einn af áhrifaþáttun-
um en ekki sá eini.
Kjartan Ólafsson hefur um ára-
bil fengist við raf- og tölvutónsmíð-
ar og komið sér upp tónsmíðafor-
riti, sem hann nefnir Calmus. Á
tónleikum, sem haldnir voru í
Tjamarbíói sl. föstudag, voru flutt
verk sem bæði vora forunnin á
tölvu og leikin á raftengd hljóð-
færi, tvo gítara, tölvuhljómborð og
slagverk. Fyrsta verkið var örstutt
brot úr eldra verki, Tilbrigðum við
jómfrú, sem Pétur Jónasson lék,
þar við tók án hlés samleiksverkið
Tvíhljóð II, sem upphaflega er
unnið á tölvu en síðar bætt við
einleiksgítar, rafgítar, slagverki og
tölvuhljómborði. Þama er unnið
með „nákvæmlega útreiknaða tón-
list“, sem unnin var með aðstoð
tónsmíðaforritsins Calmus, og
hljóðfæratónlist, sem er að miklu
leyti leikin af fingrum fram. Einn
af aðalspámönnum tilraunatónlist-
ar, Pierre Boulez, segir tónlist að-
eins vera há og lág hljóð, í mismun-
andi hröðu ferli, tvinnuð saman við
blæbrigði og andstæður í styrk
(tíðni, tími, blær og styrkur). Það
má segja að þetta sé hinn „kompós-
itoríski" grunnur þeirra verka eftir
Kjartan, sem flutt vora á þessum
tónleikum og era þau að þessu
leyti athyglisverð.
Tónverkið Samantekt, með und-
irtitlinum „Þrír heimar í einum“,
er hreint tölvuverk og samtvinnað
flutningi þess var myndband, sem
að mestu stóð saman af myndverk-
um eftir Önnu S. Bjömsdóttur, auk
smá skota af fjölskyldunni og höf-
undi, sem í raun spillir myndverk-
inu. Tónefni þessa verks var nokk-
uð dýrslega framsett og á margan
hátt andstætt fallegum myndbrot-
um, sem mörg hver vora af blóm-
um.
Tónleikunum lauk með verki,
sem nefnist Skammdegi og er sam-
ið fyrir tölvur, djassgítar, klassísk-
an gítar og slagverk. Þama er
ýmislegt tínt til, eins og t.d. tón-
brot sem finna má í þekktri tón-
list, klassískri, djassi, poppi, rokki
og nútímatónlist og öllu steypt
saman í sannfærandi heild, sem á
köflum var áheyrileg. Það sem
helst mætti finna að er hversu
andstæður í styrk eru litlar og
styrkurinn oftar hafður við efri
mörkin, svo að á köflum getur tón-
listin verið þreytandi fyrir eyrað.
í síðasta verkinu gat þó oft að
heyra flnleg tónbrigði bæði í slag-
verkinu og samleik gítaristanna.
Eitt vandamál fýlgir raftónlist,
einkum er varðar bókritun ótón-
bundinna hljóðhugmynda, sem
hugsanlega er mikilvæg fyrir þá
geymd, sem rituð gerð er, bæði sem
heimild og fyrir áreiðanlegan end-
urflutning. Þetta vandamál hafa
margir reynt að leysa með „graf-
ískri“ tónritun, sem enn sem komið
er hefur reynst ónákvæmari er hin
klassíska tónritun og því hefur
hljóðritun verið eina færa geymslu-
aðferðin. Hvað sem þessu líður var
margt forvitnilegt að heyra í verk-
um Kjartans og ljóst er að honum
er alvara með ferð sinni um vand-
rötuð víðemi hins ókunna.
Jón Ásgeirsson
Flygill
fyrir 85
milljónir
London. Reuters.
FAGURLEGA skreyttur
Steinway-flygill var seldur á
föstudag fyrir 716.500 pund,
sem svarar til 85 milljóna ísl.
kr. á uppboði í London og
hefur ekki fengist svo hátt
verð fyrir hljóðfæri áður.
Það var Francine Clark-
stofnunin í Massachusetts í
Bandaríkjunum sem festi
kaup á flyglinum og sagði
talsmaður hennar hann vera
eitt glæsilegasta dæmið um
skreytilist síðustu aldar.
Flygillinn var smíðaður árið
1884 fyrir Henry G.
Marquand, stofnanda Metro-
politan-listasafnsins í New
York, og er skreyttur kóröl-
um; perlum og fílabeini.
A meðal þeirra sem leikið
hafa á flygilinn og ritað nafn
sitt innan í hann eru Richard
Rogers og Sir Arthur Sulli-
van, báðir þekktir söngleikja-
höfundar.