Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
207 þúsund debetkort og tékkum fækkar
Þrefalt færri
tékkar gefnir út
FÆRRI nota ávísanahefti en áður
og að sama skapi fjölgar debet-
kortum sífellt. Arið 1992 gáfu
landsmenn út um 29,4 milljónir
tékka, árið 1994 voru þeir rúm 21
milljón, en á síðasta ári var fjöldi
tékka 9,8 milljónir. Debetkort í
umferð voru tæplega 106 þúsund
árið 1994, en fyrri hluta þessa árs
voru þau rúmlega 207 þúsund tals-
ins. Notkun kreditkorta hefur einn-
ig vaxið jafnt og þétt.
Samkvæmt Hagtölum mán-
aðarins var heildarvelta
útgefinna tékka um 1.185 millj-
arðar króna árið 1992, en sú tala
lækkar um leið og tékkunum
fækkar. Árið 1996 var heildar-
veltan komin niður í rúma 752
milljarða. Þróunin heldur áfram,
því heildarveltan lækkaði um
2,6% milli 2. ársfjórðungs 1995
og 1996 og um 3,2% milli sömu
tímabila í fyrra og í ár.
Debetkortin voru ekki í hveiju
veski árið 1994, þegar velta þeirra
var tæpir 38 milljarðar. Ári síðar
var veltan komin í tæpa 112 millj-
arða og í fyrra var hún rúmir 147
milljarðar. Enn heldur þessi þróun
áfram, því þegar borinn er saman
2. ársflórðungur 1996 og í ár, þá
hefur veltan aukist um 19%. Á
sama tímabili hefur notkun hrað-
banka aukist um 19,6% og notkun
debetkorta erlendis hefur aukist
um 32,8%.
Debetkortum heldur áfram að
fjölga, því milli áranna 1996 og
1997 er aukningin 20,7%.
Notkun kreditkorta
hefur einnig aukist
Notkun kreditkorta hefur einnig
aukist hin síðari ár, þótt stígandi
sé þar ekki jafn mikill og í debet-
kortum, enda hafa kreditkortin
verið mun lengur við lýði. Velta
kreditkorta jókst þó um 12,2%
milli 2. ársfjórðungs 1996 og 1997
og færslufjöldinn á sama tíma um
9%.
Andlát
GARÐAR H.
SVAVARSSON
GARÐAR H. Svavars-
son kaupmaður lést á
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur föstudaginn 7. nóv-
ember síðastliðinn.
Hann fæddist í
Reykjavík hinn 29.
júní 1935, sonur Sig-
ríðar Guðmundsdóttur
kaupkonu og Svavars
Hafsteins Jóhanns-
sonar bókara. Garðar
ólst upp í Reykjavík
og hóf þar ungur að
árum verslunarstörf,
en þegar mest var rak
hann fjórar verslanir,
kjötvinnslu og heildsölu. Þekktust
verslananna var vafalaust Kjöt-
verslun Tómasar Jónssonar á
Laugavegi 2, sem Garðar keypti
árið 1959, en þá verslun rak hann
ásamt eiginkonu sinni allt til ársins
1982 er þau hjónin seldu hana.
Þar var bryddað upp á ýmsum
nýjungum eins og að útbúa matar-
sendingar til íslendinga búsettra í
öðrum löndum og sölu sérstakra
þorrabakka. Hin seinni ár starfaði
Garðar við uppbygg-
ingu á Listasafni Flug-
leiða og átti það starf
hug hans allan.
Garðar var lands-
þekktur veiðimaður og
þá sérstaklega stanga-
veiðimaður. Hann
stofnaði ásamt fleirum
Veiðiklúbbinn Streng
árið 1959, en hann
hefur með Selá í
Vopnafírði að gera.
Einnig var Garðar
stofnandi að Veiði-
klúbbnum Þistlum
sem verið hefur með
Sandá í Þistilfírði til margra ára.
Hin seinni ár dvaldi Garðar ásamt
eiginkonu sinni stóran hluta úr ári
hverju í Vopnafirði þar sem þau
hjónin sinntu áhugamálum sínum.
Eftirlifandi eiginkona Garðars
er Hulda G. Guðjónsdóttir og eru
börn þeirra Haukur Geir, við-
skiptafræðingur og löggiltur fast-
eignasali, Sigríður Huld, sjúkra-
liði, og Heimir prentrekstrarfræð-
ingur.
Laugavegi 18 • Siml 515 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500
á nýjustu skáldsögu
eins vinsælasta
höíundar samtímans
ii<a
mt k 'íaWjsMvmXTjrffm
íySBí 09 menning
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ágúst
MINNA hefur verið að gera í síldarsöltun hjá Síldarvinnslunni í Neskaupsstað undanfarið en síðustu ár.
Lakasta byrjun á sfld-
arvertíð í tvo áratugi
Aðeins tæplega þríðjungur af síldarkvótan-
um hefur veiðst það sem af er vertíðar,
Framleiðsla upp í samninga er á eftir
áætlun. Fiskifræðingar telja að óvenjulegar
umhverfísaðstæður valdi lítilli veiði.
HAUSTVEIÐI á sfld hefur ekki
farið verr af stað í um tvo ára-
tugi. Síldarútvegsnefnd hefur gert
samninga um sölu á 90 þúsund
tonnum af síld á vestræna markaði
og er framleiðslan þegar á eftir
áætlun. Verulegt verðmætatap er
framundan ef ekki rætist úr veið-
inni. Veiðst hefur tæplega þriðj-
ungur af heildarkvótanum. Verð á
síld er hærra en áður og er t.a.m.
verið að greiða 13 krónur fyrir kg
af síld til mjölvinnslu og hefur verð-
ið ekki verið hærra.
Veiðst hefur 32.871 tonn af síld
það sem af er þessari vertíð. Á
sama tíma í fyrra höfðu veiðst
49.900 tonn eða 17 þúsundum
tonnum meira. Kvótinn núna er 100
þúsund tonn. Á síðustu vertíð
veiddust 96 þúsund tonn af 110
þúsund tonna kvóta og 3 þúsund
tonna kvóta sem færður var milli
áranna 1995 og 1996. Þá veiddist
talsverður hluti kvótans eftir ára-
mót sem ekki er algengt.
Meðalverð til skipa fyrir síld var
á síðasta kvótaári 9,89 krónur á
kílóið eða tæpur einn milljarður
króna á vertíðinni. Síðan hefur orð-
ið mikil hækkun á mjöli og lýsi
þótt verð á vinnslusfld hafí hugsan-
lega lækkað eitthvað. Því má búast
við að meðalverð til skipa hafí
hækkað frá í fyrra.
Kemur í opna skjöldu
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir að þessi
litla veiði nú komi mönnum í opna
skjöldu vegna þess að haustvertíð
hafí ekki brugðist með þessum
hætti í 20 ár. Hann segir enga eina
viðhlítandi skýringu á lítilli veiði.
Helst sé litið til tiltekinnar þróunar
á aldursdreifíngu í stofninum.
Uppistaðan í stofninum sé eldri en
venjulega, eða sex til átta ára göm-
ul síld. Hún virðist kvikari og
styggari síðastliðin tvö til þijú ár.
Hún leggist á botninn og gefí sig
ekki til í góðum torfum. Einnig er
talið að það sé tiltölulega hlýtt í
sjónum ennþá og því hálfgert
sumarástand á stofninum ennþá.
Jakob telur að veiði geti glæðst
hvenær sem er. „Fyrir tæpu einu
ári virtist eins og við hefðum náð
mjög góðri mælingu á stofninum.
Þá voru mæld tæplega 500 þúsund
tonn. Þessar mælingar hafa reynst
mjög vel og við höfum 20 ára
reynslu í þeim, Við teljum því að
það hljóti að vera nægjanlegt af
síld í sjónum þótt hún sé ekki veið-
anleg,“ sagði Jakob.
Ekkert vart við síld
Jakob segir að fregnir séu af
kaldari botnstraum út af Austfjörð-
um og síldin leggist í kuldann þar.
Þar fékk Venus fullfermi í flotvörpu
í annað sinn í síðustu viku. 20 skip
hafa fengið leyfí til veiða með flot-
vörpu í tilraunaskyni en færri hafa
stundað slíkar veiðar.
Hafrannsóknaskipið Bjami Sæ-
mundsson er nú fyrir austan á
síldarslóð og hefur ekki orðið var
við sfld. Hjálmar Vilhjálmsson físki-
fræðingur er um borð í Bjarna
Sæmundssyni og segir hann að á
slóðum þar sem síldveiði hefur oft
verið góð hafí ekkert orðið vart við
síld. Ekki varð heldur vart við sfld
djúpt út af sunnanverðum Aust-
fjörðum.
„Þetta er óvanalegt miðað við
undanfarin ár. Það var allt eðlilegt
með þennan stofn í fyrrahaust þeg-
ar hann var mældur. Það er alveg
nýtt í sögunni ef þessi síld verður
sjálfdauð á einu ári,“ sagði Hjálm-
ar.
Veruleg verðmæti í húfi
Síldarútvegsnefnd hefur gert
samninga um sölu á um 90 þúsund
tunnum af síld. Nefndin hefur hald-
ið að sér höndum við gerð frekari
samninga vegna óvissunnar um
veiðina en þar eru ákveðnir við-
bótarsamningar mögulegir. Gunn-
ar Jóakimsson, framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndar, segir að búið
sé að framleiða um þriðjunginn af
því magni sem þegar hefur samist
um. „Okkur hefur tekist að af-
greiða upp í fyrstu sendingar. En
ef það fer ekki að rætast úr veið-
inni á næstunni stöndum við and-
spænis því vandamáli að geta ekki
staðið við þær skuldbindingar sem
við höfum gert,“ segir Gunnar.
Á síðustu síldarvertíð voru fram-
leiddar um 160 þúsund tunnur, þar
af töluvert magn til Rússlands en
ljóst er að mun minna verður selt
á Rússlandsmarkað á þessari ver-
tíð. Ekki hefur dregið mikið úr
sölu á aðra markaði.
„Við erum þegar komnir töluvert
á eftir áætlun með framleiðslu og
það er mjög mikilvægt að fá fram-
leiðslu í gang sem fyrst. Ljóst er
að veruleg verðmæti eru I húfí ef
veiðin glæðist ekki,“ sagði Gunnar.
Hátt verð í bræðslu
Forsvarsmenn síldarvinnslunnar
fyrir austan eru, eins og vænta
má, óánægðir með vertíðina það
sem af er. Þeir eru þó vongóðir um
að úr rætist innan tíðar.
Freysteinn Bjarnason útgerðar-
stjóri hjá Síldarvinnslunni í Nes-
kaupstað sagði að veiði væri eitt-
hvað örlítið að glæðast hjá trollbát-
unum. Beitir fór í veiðiferð í gær-
kvöldi með flotvörpu og Þorsteinn
hefur einnig verið á flotvörpu.
Hann sagði að menn væru ekki á
eitt sáttir um veiðar í flotvörpu.
Glögg skil væru á viðhorfum
manna eftir því hvort þeir gætu
verið með troll eða ekki.
„Með hveijum deginum sem líður
minnka möguleikarnir á góðri ver-
tíð. Menn telja að það sé bara enn-
þá sumar í hafínu og þegar sjórinn
kólni safnist síldin saman og legg-
ist í þennan dvala sem hún er vön
að gera,“ sagði Freysteinn.
A fímmta þúsund tonn af sfld
hafa komið á land í Neskaupstað.
Undanfarin ár hafí vinnslan byijað
af fullum krafti síðast i september.
Dauft sé yfir vinnustaðnum um
þessar mundir en í Neskaupstað
eru nokkrir tugir aðkomumanna
sem vinna aðeins dagvinnuna.
Freysteinn segir að verið sé að
greiða á bilinu 10-15 krónur'fyrir
kg. Bræðsluverðið sé allt upp í 13
krónur kg. „Það er langsamlega
hæsta verð sem verið hefur á
bræðslusíld. Menn eru þá í sárri
þörf fyrir hráefnið og geta nýtt það
til að lyfta upp mjölpartíum sem
eru slakari. Menn eru líka klárlega
í vandræðum með að framleiða upp
í samninga. Það er afleitt ef ekki
tekst að afgreiða upp í þá samn-
inga sem gerðir hafa verið um síld-
arafurðir því samkeppnin við Norð-
menn og fleiri er svo hörð,“ sagði
Freysteinn.
Liðlega fímm þúsund tonn af
síld hafa borist til Borgeyjar á
Höfn í Homafírði. Halldór Árnason
framkvæmdastjóri segir að mönn-
um þyki þetta heldur lítið. Eðlilegt
væri að rúmlega 10-15 þúsund tonn
hefðu borist á land um þetta leyti
árs. „Það er mjög alvarlegt ef sölu-
samningar standast ekki og það
hefur áhrif á stöðu okkar á mark-
aðnum. Við vonum bara að úr þessu
rætist,“ segir Halldór.