Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 27 Yann sig í hel MENDELSSOHN leikur fyrir Viktoríu drottningu og mann hennar. 150 ár eru liðin frá því að Felix Mendelssohn- Bartholdy lést, aðeins 38 ára. Hann var ham- ingjusamur maður og átti velgengni að fagna en tókst of mörg verk- efni á hendur SAGAN um Felix Mendelssohn Bartholdy er hugljúf saga. Að mestu leyti. Hann var íúkur, ham- ingjusamur og gáfaðm-. Samtíma- menn hans kunnu að meta hann. Samt lést hann aðeins 38 ára, far- inn á líkama og örmagna. 150 ár ei'u liðin frá láti hans. Sá sem segist ekki þekkja neitt verk Mendelssohns ætti að vita betur. Ófáir hafa gengið eftir kirkjugólfí við brúðarmars hans, sem er hluti tónlistarinnar við Jónsmessunæturdraum Shakespe- ares. En stefíð samdi Mendelssohn hins vegar þegai' hann var aðeins sautján ára, undrabarn frá Berlín. Hann var fæddur með silfurskeið í munninum, líklega hefur ekkert tónskáld alist upp við eins góðar aðstæður og Mendelssohn. Hann var eitt af fjórum börnum Abra- hams og Leu Mendelssohn, alinn upp á miklu menningarheimili. Börnin fóru á fætur fyrir sólarupp- rás og námu tónlist, teikningu, lest- ur, skrift, reikning og leikfími hjá heimiliskennurum. Tónlistarboð Mendelssohn- hjónanna á sunnudagsmorgnum voru víðfræg. Flestum nafn- toguðum mönnum sem heimsóttu Berlín, var boðið til þeirra og hlýddu þeir á Felix stjórna lítilli hljómsveit, leika á fiðlu og píanó. Hann var aðeins tíu ára þegar hann fékk inngöngu í hina þekktu Sing- akademíu í Berlín. Fyrsta árið samdi Felix Mendelssohn yfir fímmtíu verk. Er hann var tvítugur dustaði hann rykið af Masseusarpassíu J.S. Bachs, sem hafí legið óhreyfð í tæpa öld. Stjórnaði Mendelssohn flutningi passíunnar sem vakti svo mikla hrifningu að fjölmörg verk Bachs fylgdu í kjölfarið. Næstu árin ferðaðist Mendels- sohn vítt og breitt um Evrópu, sló í gegn setti píanóleikari, stjórnandi og tónskáld. Hann var aðalstjórn- andi tónlistarhússins í Dusseldorf í nokkur ár en árið 1835 var hann ráðinn aðalstjórnandi Gewandt- haus-hljómsveitarinnar í Leipzig. Fékk hann fullt leyfi til að umbylta tónlistarlífí borgarinnar og gerði hana að tónlistarhöfuðstað Evrópu á fáum árum. Friðrik Vilhjálmur III konungur vildi að Mendelssohn endurtæki leikinn í Berlín og hann flutti til borgarinnar sex árum síðar. Mendelssohn tókst verkið hins vegar ekki, tónlistarmennirnir voru afleitir, skrifræðið þungt í vöfum og eftir þrjú ár dró hann sig í hlé. Frumflutningi á síðasta stóra verkinu, óratóriunni „Elíasi“ stjórnaði hann í Englandi árið 1847. Þegar hann hélt heim í maí það ár var hann svo l^ngþreyttur að hann gat ekki lyft handleggjun- um. Margra ára krefjandi lífsstíll samkvæmt einkunnarorðum tjölskyldunnar „If I rest, I rust“ (Hvflist ég, ryðga ég) hafði sett mark sitt á Mendelssohn. Þegar hann var barn unni hann sér ekki hvíldar, lék á hljóðfæri, samdi, teiknaði, málaði, las, skiifaði bréf, gaf út fjölskyldublað. Þegar hann óx úr grasi ferðaðist hann óhemju mikið. Tónskáldið var einnig stjórnandi tónlistarhúsa og hljómsveita, einleikari og fjölskyldumaður. Hans nánustu skiptu hann miklu máli, sérstak- lega systir hans, Fanny. Er hún lést, vorið 1847, varð það honum mikið áfall og svo virtist sem hann hefði misst lífslöngunina við lát hennar. Hálfu ári síðar var hann allur. Tónlist Mendelssohns naut mik- illa vinsælda meðan hann lifði. Hann var vinsæll maður, þótti heillandi og myndarlegur. „Konur elskuðu hann, karlar dáðust að honurn" sagði einn ævisagnaritari hans. En eftir lát Mendelssohns lá leiðin niður á við. Wagner réðst harkalega á gyðingdóminn og það hafði sín áhrif á mat margra á verkum gyðingsins Mendelssohns. Sumum þótti þau yfírborðsleg, slétt og felld. Debussy kallaði hann „glæsilegan og ódýi-an lögmann" og niðurlægingin náði hámarki er ' nasistarnir bönnuðu verk Mendels- sohns. Astæða þess hversu létt mönn- um reyndist að skipta um skoðun á tónlist Mendelssohns kann að liggja í þeh'ri staðreynd að hann var enginn venjulegur rómantíker. Hann var menntamaðurinn sem synti á móti straumnum, verk hans voru harmónísk, fylgdu forminu og voru yfirveguð, hvergi gætti bylt- ingaranda. Hann fékk einstæða tónlistar- gáfu í vöggugjöf. Ef til vill vantaði mótlætið sem kalla á kraftinn og framsóknina. En hann var róman- tíker, hann vildi mála með tónlist- inni, tjá tilfinningar og skynhrif, ekki síst náttúrustemmningar. En tónlist hans segir lítið um ástríðurnar, baráttu og örvænt- ingu. Verk hans áttu rætur í elsk- andi, ekki blæðandi hjarta. Þau voru hvorki yfirþyrmandi né stórbrotin, heldur björt, hrein og full af hamingju. Og þau sem lifað hafa í hálfa aðra öld hafa fest hann í sessi sem eitt af merkustu tónskáldum síðustu aldar. Byggt á Aftenposten. Klippt og skorið TOIVHST Gerðuberg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Schubert og Brahms. Sigríður Gröndal sópran, Helga Bryndís Magnúsddttir og Kristinn Örn Kristinsson, píanó, Ármann Helgason, klarínett, Guðrún Þórar- insdóttir, víóla. Gerðubergi, sunnu- daginn 9. ndvember kl. 20:30. SJALDAN er ein báran stök. Daníel Þorsteinsson píanóieikari forfallaðist skömmu fyrir 4. tónleika Camerarcticu og Gerðubergs til heiðurs Schubert og Brahms á þessu hausti í Gerðubergi á sunnu- daginn var, og annað framdekk sjálfrennireiðar undirritaðs kom fiatt upp á hann við brottför. Af fyrrgreindum orsökum stýfðist því dagskráin um 4 sönglög eftir Schubert, og af síðargreindum missti sá er hér ritar af 1. þætti pí- anósónötu Schuberts í B-dúr D960 í meðförum Valgerðar Andrésdóttur, er jafnframt myndaði upphaf tónleikanna. Má þvi segja að óheilladísir hafí lagzt á eitt um að klippa og skera af téðum tónviðburði sem mest þær máttu. Valgerður lék hina meistaralegu síðustu píanósónötu Schuberts netti- lega og sýndi ágæta tækni, enda þótt mótunin væri stundum í það vakrasta á kostnað breiddar. Eink- um flögraði dýnamíkin eirðarlítið í arabeskukafla lokaþáttar, og í Scherzóinu hefði mátt tefla fram aðeins meiri Schuhplattler- sveifluþunga. Engu að síður var margt vel gert og bar vott um bæði smekkvísi og yfirlegu. Sigríður Gröndal var auðheyran- lega í fínu formi og lét afleitan söng- hljómburð Gerðubergssalar ekki á sig fá í Fjallahirtinum (Der Hirt auf dem Felsen) Op. 129 fyrir sópran, klarínett og píanó við ljóð eftir Miill- er. Var því að sönnu bagalegt að fá ekki að heyra hana í sönglögunum fjögur eftir Schubert sem niður féllu vegna forfalla (Fruhlingsglaube, Auf dem Wasser zu singen, Suleika I og Suleika II). Kristinn Orn Kiist- insson stökk í Daníels stað með eng- um fyrirvara og lék með rismiklum söng Sigríðar af lýtalausri prýði, og klarínettspil Ármanns Helgasonar stóð einnig áreynslulaust fyi'ir sínu, þrátt fyrir örlitlar inntónunarörður undir lokin. Hin ljóðræna Sónata Brahms í f- moll Op. 120 nr. 1 - önnur af tveim sem hann samdi fyrir píanó og klar- ínett ossia víólu 1893 - var hér leik- in af Guðrúnu Þórarinsdóttur víóluleikara í samleik við Helgu Bryndísi Magnúsdóttur á slaghörpu. Flutningurinn vai- að mörgu leyti hinn þokkalegasti hjá víóluleikaran- um, sem sýndi einkum auðheyran- legt næmi fyrir frösun. Þó verður að segjast, að ekki var tæknilegt jafnræði með þeim stöllum, því meðan píanóleikurinn var nánast öi-yggið uppmálað frá upphafi til enda, ákveðinn en samt fágaður og tillitssamur í hvívetna, var vlólan aftur á móti fremur hikandi, eirðar- laus og furðuvíða reikul í tónstöðu. Hvort sem olli frekar taugaóstyrkur eða skortur á nýlegri sviðsreynslu, þá læddist að manni sá grunur, að víóluleikarinn hefði vafalítið átt betri augnablik en þetta og eigi ef- laust önnur betri eftir. Ríkarður O. Pálsson Pakiston og vetrarleðurflíkur, ekto borðstofuhúsgögn ó kr. 131.000. Opift fró kl. 11-18 virko daga og kl. 11-16 laugardaga. Víerið velkomin. 95 / 19 9/ Viðfögnum að Steinar Waage skóverslun á 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni gefum við viðskiptavinum okkar óvænta gjöf í dag og næstu daga. STEINAR WAAGE S rOVEPUUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.