Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TILRAUN TIL SAM- FYLKINGAR TIL TÍÐINDA dró í sameiningarmálum vinstri manna um nýliðna helgi. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins veitti flokksformanninum afdráttarlaust umboð til að hefja viðræður við aðra flokka og hópa, með það að markmiði að efnt verði til sameiginlegs framboðs við næstu alþingiskosningar. Niðurstaða landsfundar Alþýðubandalagsins var ekki jafnein- dregin. Fundurinn hvetur til frekara samstarfs félagshyggjufólks og felur formanni og framkvæmdastjórn að vinna áfram að „sam- eiginlegum málefnagrundvelli félagshyggjufólks og framkvæmd samstarfsins.“ Flokkurinn frestar því hins vegar að taka afstöðu til þess hvort stefna beri að sameiginlegu framboði eður ei og vill að niðurstöður málefnavinnunnar verði lagðar fyrir auka- landsfund næsta sumar. Þótt niðurstaða Alþýðubandalagsins sé ekki afdráttarlaus er ljóst að samfylkingarsinnum í flokknum hefur vaxið fiskur um hrygg og að Margrét Frímannsdóttir formaður nýtur öflugs stuðnings verkalýðsarmsins og ungliðahreyfingarinnar í viðleitni sinni til að koma á sameiginlegu vinstra framboði. Enn er eftir að sjá hver afstaða Kvennalistans verður til sam- eiginlegs framboðs; þar á bæ eru mjög skiptar skoðanir um málið. En það, sem nú þegar hefur gerzt í málinu, bendir til að framundan sé alvarlegasta tilraun til samfylkingar íslenzkra vinstri manna áratugum saman. Vinstri menn virðast í fyrsta sinn vera að átta sig á að leiðin til sameiningar felst ekki í því að kljúfa flokka og stofna ný „samfylkingarframboð", heldur að ræða saman! Ekki er þó sopið káiið þótt í ausuna kunni að vera komið. Næsta skref í samfylkingarviðræðunum verður væntanlega að leitast við að koma saman sameiginlegum málefnagrundvelli fyrir sameinað vinstra framboð. Enn er vandséð hvernig þar á að nást samkomulag um mörg stærstu málin. Landsfundur Alþýðubandalagsins sýndi til dæmis að innan flokksins er djúpstæður ágreiningur um sjávarútvegsmál. Þótt andstaða við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi komi fram í ályktunum fundarins náði flokkurinn ekki niðurstöðu um álagn- ingu veiðileyfagjalds, sem er eitt helzta baráttumál Alþýðuflokks- ins. Ágreiningnum um veiðileyfagjald var vísað til miðstjórnar- fundar, sem haldinn verður í janúar. Þar geta afdrif samfylking- aráformanna í raun ráðizt. Samfylking vinstri manna verður mátulega trúverðug, takist henni ekki að ná samstöðu um þetta mikilvæga mál. Þá er ljóst að langt er á milli sjónarmiða Alþýðuflokksins annars vegar og Alþýðubandalags og Kvennalista hins vegar í varnar- og öryggismálum. Alþýðuflokkurinn hefur ævinlega stutt aðild íslands að NATO og veru varnarliðs á íslandi. Hinir flokk- arnir vilja leggja NATO niður og að varnarliðið hverfi úr landi. Alþýðubandalagið hefur að vísu setið í tveimur ríkisstjórnum, sem ekki höfðu á stefnuskrá sinni að breyta stefnunni í varnar- málum og hugsanlega geta vinstri flokkarnir náð samkomulagi um að vera áfram ósammála í þessu efni. Hins vegar má spyija hvort kjósendur muni treysta framboði, sem ekki hefur skýra og samræmda stefnu um varnir og öryggi þjóðarinnar. Þá verður ekki auðveldara að ná Samkomulagi um Evrópustefn- una. Alþýðuflokkurinn er flokka áhugasamastur um Evrópusam- bandsaðild en Alþýðubandalag og Kvennalisti henni andvígust. Líklegt er, að Alþýðubandalag verði að fallast á auðlindagjald í einhverri mynd og Alþýðuflokkur að slaka á afstöðu sinni til ESB eigi sameining að verða að veruleika. Það er í raun miklu augljósara hvaða stóru mál sundra vinstri mönnum en hvaða stóru mál sameina þá. Hver er hin stóra sam- eiginlega hugsjón íslenzkra vinstri manna, sem greinir þá skýrt frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, sem sameigin- legt framboð á að beinast gegn? Ekki finnst svarið í stjórnmálaástandi þriðja áratugarins, fyr- ir fyrsta klofning íslenzkra jafnaðarmanna. Þeim harðvítugu átökum um þjóðskipulag á íslandi, sem þá áttu sér stað, er löngu lokið með sigri þeirra, sem lögðu áherzlu á frjálsræði, sam- keppni og markaðskerfi. Svarið finnst ekki heldur í mismunandi afstöðu til velferðar- kerfisins - allir flokkar átta sig á nauðsyn velferðarkerfis og jafnframt á fjárhagsvanda þess; að við getum ekki haldið enda- laust áfram að auka velferðarútgjöldin. Og ekki finnst svarið í því að ný vinstri samfylking eigi að verða stjórnmálaarmur verkalýðshreyfingarinnar, eins og var fyrir 1940. Hugmyndir um aðild verkalýðshreyfingarinnar að samfylkingu vinstri manna eru sennilega ættaðar frá Bretlandi og Skandinavíu, þar sem tengsl verkalýðshreyfingar og jafnaðar- mannaflokka hafa verið með allt öðrum hætti en hér. Tenging verkalýðshreyfingarinnar og nýs vinstra framboðs myndi aðeins hafa í för með sér upplausn og trúnaðarbrest innan verkalýðs- hreyfingarinnar enda hefur stór hluti félaga í verkalýðsfélögum aldrei kosið vinstri flokkana og telur sig ekki eiga samleið með þeim. Hver er hin stóra sameiginlega hugsjón íslenzkra vinstri manna? Sameiningarviðræðurnar þurfa líklega að hefjast á að skilgreina hana, áður en farið verður að reyna að ná samstöðu í þeim málum, sem augljóslega sundra vinstri mönnum. Líflegar umræður á þingi um fískveiðistjórnunarkerfíð LÍFLEGAR umræður spunn- ust á opnum fundi Sjáv- arútvegsstofnunar Háskóla íslands um spurningamar „Hver á kvótann?" og „Hver ætti að eig’ann?" Sýndist sitt hveijum. Ragn- ar Árnason hagfræðingur mælti nú- verandi kerfí bót, en sagði að til að það skilaði mestri hagkvæmni yrði eignarréttur á kvótanum að vera skýlaus og einkavæðing hans endan- leg. Gísli Pálsson mannfræðingur sagði að með tilkomu framseljanlegs kvóta hefði komist á lénsskipulag á íslandi. Ragnar Árnason, prófessor í fiski- hagfræði, tók að sér að svara spum- ingunni um það hver ætti kvótann. Hann hóf mál sitt á að segja að eign- arhaldið á kvótanum, eða í það minnsta umráðarétturinn eða réttur- inn til arðs af honum, væri mun dreifðari en gefið væri til kynna. Hlutabréfasjóðir, sem í væru tugþús- undir manna, ættu í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Sömu sögu væri að segja um lífeyrissjóði. Þorri landsmanna nú þegar eigandi „Því er það vissulega svo að þorri landsmanna er nú þegar beinn eða óbeinn eigandi að aflakvótum að því Morgunblaðið/Ámi Sæberg GÍSLI Pálsson, mannfræðingur, Pétur Biöndal Alþingismaður, Páll Skúlason Háskólarektor og Ragnar Árnason hagfræðingur fylgjast með á opnum fundi um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar á Islandi. ár frá ári. „Skilin milli þeirra sem „eiga“ afla- heimildir og hinna sem þurfa að leigja þær eru skýr,“ sagði Gísli. „Og það sem kallað er að veiða fyrir aðra hefur vaxið hröðum skrefum. Margur hefur líkt þeirri framleiðsluafstæðu, sem hér hefur verið lýst, við lén- skerfí miðalda, og með töluverðum rétti.“ Gísli sagði að mikilvægt væri að menn hefðu kjark til að meta áhrif kvótakerfísins fordómalaust: „Eitt er að hafa kenningu um hvernig slík kerfí eigi að starfa og annað að horf- ast í augu við raunverulegar afleið- ingar þeirra," sagði hann. „Það eru góðar og gildar ástæður til að efast um að helstu markmið framsalskerf- isins hafí náðst: fjárfesting í fiski- skipum hefur aukist en ekki minnk- að, óvíst er hvort ástand helstu nytja- stofna hafi breyst til batnaðar og margur er raunar þeirrar skoðunar að umgengni um auðlindina hafi versnað fyrir tilstilli kvótakerfísins, slysum á sjó virðist fremur hafa fjölg- að en fækkað og nú þykir meira að segja ástæða til að efast um að fram- leiðni í sjávarútvegi hafí aukist. Á sama tíma hefur kvótakerfíð haft í för með sér nýja stéttaskiptingu í landinu, sem minnir á lénskerfi mið- Á að ljúka eiiikavæðingiinni eða afnema lénsskipulagið? Á opnum fundi Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands var deilt um núverandi fyrir- komulag fískveiðistjómunar við ísland. Karl Blöndal fylgdist með umræðunum. marki, sem um er að ræða eignarrétt yfírleitt," sagði hann. „Þessi beina og óbeina eignaraðild þýðir að viðkom- andi nýtur arðsins af notkun kvótans, sölutekna af honum og svo framvegis í hlutfalli við eignaraðild sína.“ Hann sagði að þessir eigendur hefðu áhrif á ráðstöfun kvótans í gegnum lífeyrissjóði og hlutabréfa- sjóði. „Þessi eignaraðild þýðir líka að viðkomandi hefur lagt af mörkum fé, beint eða óbeint, til að kaupa þessa hlutdeild," sagði Ragnar. „Þessu fylgir að skattlagning á kvóta er því jafnframt skattlagning á þessa eig- endur.“ Ragnar sagði að á hveijum tíma bæri að velja þá skipulagsumgjörð efnahagslífsins og auðlindanýtingar, sem næst kæmist því að hámarka framleiðsluverðmætin í samfélaginu. Hann kvað almennt samkomulag í hagfræðinni um það að markaðs- kerfíð væri það skipulagskerfí efna- hagslífsins, sem best væri fallið til verðmætasköpunar. Forsenda mark- aðskerfísins væri séreignaréttur á algengum afurðum. Hagfræðingurinn Anthony Scott hefði leitt rannsóknir á þýðingu eign- arréttarins á sviði fískveiða og físk- veiðistjórnunar. „Til þess að kostir markaðskerfís- ins fái notið sín þarf að vera sem fullkomnastur eignarréttur á öllum gæðum," sagði Ragnar. Ekki væri sama hvernig eignar- rétturinn væri. Mikilvægt væri að hann væri sem fullkomnastur og bæri þá að sögn prófessors Scotts að leggja mesta áherslu á femt: að hann væri öruggur, varanlegur, skiptanlegur og framseljanlegur. Vægi hvers þáttar gæti verið mismik- ið eftir aðstæðum. Kvótinn kerfi eignarréttar Ragnar sagði að í kvótakerfínu væri eignarrétturinn óbeinn, en það væri vissulega eignarréttarkerfi. „Eignin er nefnilega að aflarétti, en ekki fískistofnum eða fiskimiðum," sagði hann. „Því verðum við að viður- kenna að kvótakerfið er fremur tak- markað skref í átt að fullkomnum eignarrétti í fískveiðum í hátt við það, sem tíðkast á landi uppi, til dæmis í landbúnaði. í þessum tak- markaða eignarrétti felst hins vegar hið hagræna gildi kvótakerfísins. Fyrir tilverknað eignarréttarins á aflaheimildum skapar það forsendur fyrir miklu hagkvæmari nýtingu auð- linda sjávarins en áður hefur verið.“ Hann sagði að í kvótakerfinu væru hins vegar hvorki öryggið né varan- leikinn fyrir hendi og tekið skýrt fram að í aflaheimildunum fælist ekki var- anleg eign. Ragnar sagði að kvótinn ætti að vera í höndum þeirra, sem næðu mestum arði út úr honum, og væru það líklega útgerðarmennimir. Þeir sem stunduðu útgerð hefðu mestan og beinastan hag af velferð auðlind- arinnar og því meiri ástæðu til að leggja rækt við hana, vera hlynntir veiðitakmörkunum, og svo framvegis. „Allt annað fyrirkomulag er iíklegt til að rýra framlag fiskveiðanna í þjóðarbúið og þar með velferð lands- manna í heild,“ sagði Ragnar. Næstur talaði Birgir Þór Runólfs- son, dósent í hagfræði, og sagði hann að segja mætti að tilkoma kvótakerf- isins væri spor í rétta átt til hag- kvæmni. Það tryggði að heildarafli væri veiddur á hagkvæman hátt. Með kvóta hefðu veiðimenn snúið frá þvi að veiða sem flesta fiska til þess að afla sem flestra króna. „Þrátt fyrir þessa hagkvæmni kvótakerfís tryggir það ekki að heild- arafli sé rétt ákveðinn," sagði Birgir Þór. „Ákvörðun um heildarafla er ekki líffræðileg spurning, heldur hag- fræðileg. Hún snýst ekki um það að tryggja sem afkomu fískistofna út frá líffræðilegum forsendum, heldur að reyna að gera verðmæti auðlindar- innar sem mest og hafa tekjur af henni í dag og til framtíðar." Hann sagði að kenningar hagfræð- innar og hagsagan sýndu að kæmist séreignarréttur á væri heppilegast að markaðurinn kæmi reglu á fram- leiðslu í stað þess að ríkið reyndi að gera það. Spurningin væri hvort þessi alhæfíng næði til fiskveiða. Hann sagði að heppilegasta þró- unin væri sú að kvótar yrðu full eign einstaklinga og fyrirtækja, séreign. „Ef kvótarnir verða eins og í dag, aðeins takmörkuð réttindi, er hætt við að skynsamir útgerðarmenn muni ekki líta á fiskistofna eða veiðar sem framtíðarhagsmuni sína,“ sagði hann. „Þeir muni halda áfram að haga sér eins og um skammtímaá- vinning sé að ræða, til dæmis halda áfram að svindla á kvótum, svindla á tegundum, fara fram úr kvóta, henda fiski í sjóinn þó að hagkvæm- ara sé að landa þeim afla. Þannig að séu veiðiréttindin aðeins skamm- tímaréttindi er hættan sú að þegj- andi samkomulag myndist meðal fískveiðimanna um að misnota auð- lindina." Eign og eftirlit Hann sagði að til þess að lág- marka eftirlitskostnað með auðlind- inni og hámarka afurðirnar væri ekki nóg að takmarka aðgang, heldur yrði einnig að fjariægja þá þætti, sem gerðu auðlindina að sameign allra, og gera hana að séreign þeirra, sem hefðu veiðarnar með höndum. Hægt væri að fela tveimur aðilum stjórnun veiða, ríkisvaldinu eða eigendum veiðiréttindanna. „Ef eigendum er falið að sjá um stjórnun fískveiðanna er líklegt að ijárfesting þeirra í stjórnun yrði umtalsverð og eftirlit betra og ódýr- ara,“ sagði Birgir Þór. Reynslan af því að ríkið færi með stjórnun veiða væri ekki nægilega góð og spurning hvort ekki væri heppilegast að þeir sem stunduðu veiðarnar eigi fískistofnana eða físki- miðin. Sagði hann að hagfræðingur- inn Anthony Scott, sem fyrr er nefnd- ur, legði til svar við þessari spurn- ingu. „Scott sér fyrir sér framtíðina á þann hátt að kvótaeigendur muni eignast fískistofna og fiskimið til við- bótar þeim réttindum, sem þeir hafa nú í kvótanum sjálfum," sagði hann. „Hann sér þetta sem eðlilega þróun kvótakerfis, eignarrétturinn verði smám saman fullkomnari." Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði, tók næstur til máls og gagn- rýndi kvótakerfið harkalega. Hann sagði að kenningasmiðir hefðu gripið til hlutlauss rósamáls á borð við „veiðar byggðar á réttind- um“ rétt eins og rétturinn til veiða væri nýjung: „Það gleymdist furðu fljótt að gagnrýni kenningasmiðanna á afrétti og almenningi undirstrikaði einmitt, nær undantekningarlaust, eignarformið sjálft, nauðsyn einka- eignar og mikilvægi þess að afnema fornan nytjarétt almennings," sagði hann. „Svipuð spenna milli einka- eignar og nytjaréttar hefur einkennt deilur um kvótakerfið hér á landi, meðal annars umræðu síðustu mán- aða um réttinn til að veðsetja afla- heimildir.“ Sagði Gísli að ætti að standa vörð um ákvæði íslenskra laga um þjóðar- eign á fiskistofnunum við landið þyrftu sérstakar ráðstafanir að koma til: „Ætli menn að koma í veg fyrir að auðlindin verði smám saman einkaeign útgerðarmanna þarf öfluga og afdráttarlausa löggjöf, sem kveður á um annað hvort annars konar kvótakerfi, annars konar stjórnarform eða sanngjamt auð- lindagjald, það er að segja gjald, sem nálgist raunvemlegt markaðsverð." „Risar“ og „dvergar“ Gísli rakti rannsóknir, sem hann hefur áður gert skil ásamt Agnari Helgasyni á kvótakerfinu eftir að veiðiheimildir urðu framseljanlegar. Skipti hann handhöfum veiðiheimilda í fjóra flokka: „dverga“, sem fæm með 0-0,1% botnfiskkvóta viðkom- andi árs, „lítilla”, sem færu með 0,1-0,3% veiðiheimilda, „stórra", sem færu með 0,3-1,0% aflaheimilda og „risa“, sem hefðu 1% aflaheimilda eða meira. Sagði hann að verðmæti aflahlut- deildar „risanna" væri nú um 75 milljarðar króna. Dreifíng aflahlutar hefði breyst á undanförnum árum með þeim hætti að heimildirnar hefðu safnast á færri hendur. Nú færu 22 útgerðarfyrirtæki, „risarnir", með 46% alls botnfiskkvótans. Þróun leiguviðskipta hefði verið önnur. 1991, fyrsta árið eftir að nú- verandi kerfí var komið á, hefðu „dvergar" og „litlir" leigt mest frá sér af afla, en síðan hefðu „risarnir" tekið við. „Risarnir" hefðu keypt sér aflaheimildir í vaxandi mæli og nettó- leiga þeirra á aflaheimildum aukist alda ... fámennur hópur ráðskast með eina helstu auðlind þjóðarinnar, almenning hafsins, án þess að greiða samfélaginu gjald fyrir afnotin, sem endurspegli raunverulegt andvirði þeirra verðmæta sem um er að ræða.“ Þórólfur Matthíasson, dósent í hagfræði, talaði síðastur á opna fund- inum. Hann lagði fram tvær spurn- ingar, hvort „gjafakvótafyrirkomu- lag“ væri nothæf aðferð til að ná fram markmiðum laganna um fisk- veiðistjórnun og hvort „veiðigjaldsk- vótafyrirkomulag" nái fram þessum markmiðum. Hann sagði að hvorki ríkisstjóm né Alþingi hefðu á sínum tíma gert eignarhald á kvótanum að markmiði sj ávarútvegsstefnunnar. Hann sagði að kvótakerfi byggt á framseljanlegum aflaheimildum væri ekki gallalaust. Helstu vandamálin sneru að auðlindinni sjálfri, til dæmis áreiðanlegu mati á stærð stofna og ýmsu svindli á borð við brottkast og vigtarfölsun. Þetta kerfi væri þó hið skásta sem völ væri á. Hann sagði að óeining væri um eiginleika núverandi kerfis, annars vegar færu veiðigjaldssinnar og hins vegar gjafakvótasinnar, sem teldu að þjóðin fengi ábata af veiðunum með fullnægjandi hætti. Þórólfur hafnaði meðal annars skattalegum rökum Ragnars Áma- sonar um að þjóðin fengi hlutdeild í arðinum. Fyrst vék hann að þeirri röksemd að útgerðin greiddi aftur af arðinum í formi skatta með dæmi um það hvernig ýmsar smugur gerðu henni kleift að afskrifa kvótakaup á meðan salinn bæri þyngri skattbyrðar. „Þeir molar, sem þannig hijóta af borðum sægreifanna niður til þjóðar- innar eru því minni en virðist við fyrstu sýn,“ sagði Þórólfur. „Skatt- kerfíð er ekki skilvirkt kerfí til að koma tekjum af auðlindinni til al- mennings." Þórólfur svaraði þeirri röksemd um að hagsmunir almennings væm í húfí yrði núverandi kerfi breytt vegna þess að hann hefði lagt fé í hlutabréfa- sjóði, sem ijárfestu í útgerðarfyrir- tækjum, og ætti fé í lífeyrissjóðum, sem hefðu gert slíkt hið sama. Þetta væri einfaldlega þátttaka í happ- drætti, fjárfestingarsjóðir hefðu lært að dreifa íjárfestingunni. Vitað væri að yrði kvótinn gerður varanlegur myndi gengi hlutabréfa hækka, en yrði hann afnuminn mundi það lækka. Ríkið ekki bótaskylt verði kerfinu breytt ÞORGEIR Örlygsson, prófess- or í kröfurétti, komst að þeirri niðurstöðu í ávarpi á fundi, sem haldinn var á vegum _ Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands undir yfírskriftinni „Hver á kvótann? Hver ætti að eig- ’ann?“, að ríkið væri í flestum tilvikum ekki bótaskylt ef kvótakerfínu yrði breytt. Hann sagði einnig að sú yfír- lýsing fískveiðistjórnunarlaganna, að nytjastofnar á Islandsmiðum væm sameign íslensku þjóðarinnar, væri villandi að því leyti að verið væri að gefa til kynna að þar með væri þjóð- inni tryggður eignarréttur af ein- hveiju tagi. íslenska þjóðin hefði eng- ar þær heimildir, sem almennt væm fólgnar í eignarrétti. Þorgeir sagði að í umræðu um það hver eigi veiðiheimildir yrði að líta á 1. grein laga nr. 38, sem sett vom árið 1990 um stjórn fískveiða: „Nytja- stofnar á íslandsmiðum em sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfír veiðiheimildum." Þorgeir sagði að eignarrétturinn væri yfírleitt skilgreindur með nei- kvæðum hætti eða þannig að það væri tilgreint hvað væri undanskilið fremur en að telja upp allar þær heim- ildir, sem honum fylgdu. Sagði hann. að þó greindi fæsta á um að sex atr- iði væm mikilvægust: (1) Rétturinn til að ráða yfir eign, (2) rétturinn til að hagnýta eign, (3) rétturinn til að ráðstafa eign, til dæmis með fram- sali, (4) rétturinn til að veðsetja eign, (5) rétturinn til að láta eign ganga að erfðum og (6) rétturinn til að leita á náðir handhafa opinbers valds til verndar eigninni. Fiskiskip og tól og tæki til útgerðar þess nytu tvímælalaust verndar eign- arréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og væri ekki hægt að svipta eigendur þeim bótalaust: „Ekki er hins vegar sjálfgefíð, að hinu sama gegni að öllu leyti um þær veiðiheimildir, sem þess- um skipum hefur verið úthlutað á grundvelli gildandi laga,“ sagði Þor- geir og bætti við að gefa þyrfti gaum að þeirri yfírlýsingu fiskveiðistjprnun- arlaganna að nytjastofnar á ísland- smiðum væru „sameign" íslensku þjóðarinnar. Sagði hann að eign ætti í lagalegum skilningi fyrst og fremst við um réttar- stöðu, sem færði ákveðnum aðila einkaforræði eða einkaumráð tiltekins verðmætis: „Hreinir hagsmunir og heimildir, sem réttarreglur tryggja öll- um almenningi til mismunandi víð- tækra umráða eða nota vissra verð- mæta verða ekki talin eign í þessu sambandi. Þetta þýðir með öðrum orð- um það, að almenningur, þjóðin eða þjóðarheildin, hveiju nafni sem við vilj- um nefna rétthafann, getur ekki verið eigandi í lögfræðilegum skilningi þess hugtaks, enda hefur þjóðin engar þær almennu heimildir, sem eignarrétti fylgja.” Sagði hann að þegar litið væri til þeiiTa sex heimilda, sem almennt væru taldar forsendur eignaiTéttarins og áður voru upp taldar, kæmi í ljós að einstaka rétthafa skorti þær flest- ar. í mesta lagi hefðu einstaka menn getað myndað atvinnuréttindi með því að stunda fískveiðar og telja mætti þau eign í merkingu eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þá kvað hann yfirlýsingu 1. greinar fískveiðistjórnunarlaganna um að nytjastofnar á íslandsmiðum væru sameign íslensku þjóðarinnar vera vil- landi að því leyti að hún gæfí til kynna að með ákvæðinu væri verið að tryggja þjóðinni eignarrétt af einhveiju tagi: „Fiskistofnar á íslandsmiðum og haf- svæðin umhverfis landið eru verð- mæti, sem ekki geta verið undirorpin einstaklingseignarrétti nokkurs manns,“ sagði hann. „Þá verður heldur ekki talið að íslenska þjóðin eða þjóðar- heildin geti verið eigandi í lögfræði- legri merkingu þess hugtaks, hvorki þessara réttinda né annarra, því þjóðin sem slík hefur engar þær heimildir, sem almennt felast í eignarrétti. Hins vegar felst í þessu orðalagi ákveðin markmiðsyfírlýsing, það er að nýta beri fískistofnana við landið til hags- bóta fyrir þjóðarheildina, auk þess sem segja má, að í yfírlýsingunni felist nokkur árétting hinnar fornu reglu um rétt manna til veiða í hafalmenningum innan þeirra marka, sem lög segja til um hveiju sinni.“ Þorgeir lýsti því hvemig smám sam- an hefðu verið settar reglur um fiskimiðin umhverfis landið og hinn ótakmarkaði aðgangur hefði verið heftur. Kaflaskil hefðu orðið þegar ákveðið var með lögum árið 1990 að stjórna fiskveiðum með útgáfu veiði- leyfa. Þær reglur um nýtingu fiskimið- anna, sem þá voru settar og hafði verið komið á áður, voru hins vegar ekki gerðar í krafti þess að ríkið væri eigandi fískimiðanna í einkaréttarleg- um skilningi, heldur væri það hand- hafí lagasetningarvalds. Veiðiheimildir gerðar framseljanlegar „Hitt er eigi að síður ljóst, að ákveðnir þættir í útfærslu hins nýja kerfis hafa fært handhöfum réttind- anna í hendur ýmsar heimildir, sem þeir ekki nutu áður, heimildir sem almennt eru taldar fylgja eignarráðum eigenda," sagði Þorgeir. „Réttar- staðan er því engan veg- inn að öllu leyti hin sama. Er þar helst að geta þess nýmælis lag- anna, að veiðiheimildim- ar vora gerðar framselj- anlegar, það er þær geta gengið kaupum og söl- um. Af því leiðir, að eftir- leiðis era kaup veiði- heimilda einasta leið þeirra, sem ekki höfðu veiðireynslu á viðmiðun- aráranum, til að komast inn í kerfíð. í eldra kerfi vora fjárhagslegir hags- munir útgerðarmanna fyrst og fremst bundnir markaðsverði skipa þeirra, en í gildandi kerfí era hinir ijárhags- legu hagsmunir fyrst og fremst tengd- ir markaðsverði veiðiheimilda." Þessi breytta tilhögun breytti að sögn Þorgeirs hinni lögfræðilegu stöðu varðandi meðferð og nýtingu auðlindarinnar. Eftir sem áður hefði enginn einn einstaklingur slíkan um- ráðarétt yfir veiðiréttinum að aðrir væru útilokaðir frá þvi að nýta hann, en nú væri rétturinn takmarkaður við þrengri hóp rétthafa. Áfram væri um að ræða hagnýtingarrétt bundinn við skip, en nú væri hann takmarkaðri en áður. Þessi takmarkaði nýtingar- réttur væri hins vegar framseljanleg- ur, gengi kaupum og sölum og hægt væri að leigja hann. Ekki yrði hægt að veðsetja þennan rétt frá og með næstu áramótum, en hins vegar gæti hann óbeint orðið grundvöllur lánst- rausts. Rétturinn gæti að því er best yrði séð gengið að erfðum með skipi. Rétthafar gætu leitað til yfirvalda ef þeir væru hindraðir í því að neyta réttar síns, hvort heldur það væri vegna ráðstafana ríkisvalds eða ofrí- kis annarra aðila. „Þegar svo er komið málum er eðli- legt að menn spyiji sig þeirrar spurn- ingar, hvort það fái staðist að afhenda tiltölulega fáum einstaklingum jafn verðmæt réttindi yfír sameiginlegri auðlind þjóðarinnar," sagði Þorgeir. „Því er til að svara, að í lagalegum skilningi stenst þetta kerfi í aðalatrið- um. Hvort það hins vegar stenst sið- ferðilega og er að öllu leyti réttlátt, er fyrst og fremst háð siðferðilegu og pólitísku mati, ekki lögfræðilegu." Þorgeir velti fyrir sér hvaða þýð- ingu sá fyrirvari fískveiðistjómunar- laganna hefði, að úthlutun veiðiheim- ilda myndi ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfír veiðiheimildum. „í fyrirvaranum felast þess vegna skilaboð löggjafans til handhafa veiði- heimildanna, að þeir geti ekki litið á veiðiheimildirnar sem stjórnarskrár- varða eign sína, þótt úthlutun skapi vissulega verðmæti í höndum þeirra, meðan núverandi stjómkerfí fískveiða er við lýði,“ sagði hann. Vísaði hann til tveggja dóma Hæstaréttar þar sem því væri játað að úthlutuð veiðiheim- ild væri fémæt réttindi, sem gengi kaupum og sölum, en eigi að síður hefðu menn ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir gætu síðar notað hana til tekjuöflunar. Skoða verði hvert mál í sínu ljósi, en ekki verði fram hjá því horft að „í dómum þess- um er það gefið til kynna, að þeir, sem festa kaup á úthlutuðum veiði- heimildum, búi við þá áhættu, að hin úthlutuðu og keyptu réttindi verði vegna ráðstafana ríkisvaldsins skert eða þau jafnvel afnumin og það án þess að slíkt leiði til bótaskyldu af hálfu ríkisins". Sagði hann að hins vegar væri ekki þar með sagt að ríkisvaldinu væru „engar skorður settar við ráðstafanir, sem afnema eða þrengja réttindi manna í núverandi kerfí" og fjallaði því næst um svigrúm ríkisvaldsins til að breyta kvótakerfínu. „í fyrsta lagi getur löggjafinn af- numið núverandi kvótakerfi," sagði Þorgeir. „í því felst, að veiðar yrðu aftur öllum fijálsar eins og áður var, og við það yrði hinn fomi afnota- réttur allra landsmanna að auðlindinni aftur virk- ur.“ Sagði hann að slíku myndi fráleitt fylgja bóta- skylda gagnvart núver- andi handhöfum veiði- heimildanna, hvorki að því er varðaði atvinnu- réttindi þeirra né eignir að öðra leyti: „Þeir, sem njóta forréttinda til að stunda fískveiðar sem at- vinnu í núverandi kerfi, geta ekki öðlast bótarétt við það eitt að aðrir verði gerðir eins settir." Hann sagði að í öðra lagi gæti lög- gjafínn lagt niður núverandi kerfí og tekið upp annað og væri það í sam- ræmi við almennar valdheimildir lög- gjafans til þess að kveða á um breytt og bætt skipulag atvinnugreinarinnar. Slíkt gæti tæplega leitt til bótaskyldu ef þeir, sem fyrir væra í núgildandi kerfí, ættu aðgang að því nýja og nytu þar jafnræðis á við aðra. Fordæmi fyrir auðlindagjaldi? í þriðja lagi yrði að ætla að löggjaf- inn gæti ákveðið að láta þá, sem nýta auðlindina, greiða með einum eða öðr- um hætti gjald til samfélagsins fyrir afnotin. „Þetta er úrræði, sem ætla verður, að löggjafanum hafí verið heimilt að grípa til fyrir setningu nú- gildandi laga um fískveiðistjómun,” sagði Þorgeir. „Rétt eins og löggjafínn gat á sínum tíma lokað svæðum, bann- að veiðarfæri og ákveðið hámarksafla og veiðitíma, gat hann og hlýtur að geta tekið gjald fyrir afnot auðlindar- innar... Stjómarskráin og aðrar laga- reglur standa því ekki í vegi.“ Máli sínu til stuðnings benti hann á kísilgúr- verksmiðjuna við Mývatn. Bæði væri heimilt að láta hana greiða leigugjald fyrir afnot auðlindarinnar í almenningi Mývatns og skattleggja þann hagnað, sem rekstur hennar skilaði. í fjórða lagi gæti löggjafínn gert ýmsar breytingar eða öllu heldur lag- færingar á núverandi kerfí, til dæmis með því að taka af skarið í nýjum lögum um að aflaheimildir fískiskipa verði ekki veðsettar. „í fímmta lagi varpa ég því fram til umhugsunar, hvort löggjafínn geti lýst yfir eignarhaldi ríkisins á nytja- stofnum á Islandsmiðum," sagði hann og vísaði meðal annars til þess að í dómi Hæstaréttar um Landmannaaf- rétt frá 1981 segði: „í máli þessu leit- ar stjómvald, fjármálaráðherra f.h. ríkisins, dómsviðurkenningar á bein- um eignarrétti ríkisins á Landmanna- afrétti. Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðli- íeg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið.“ Þorgeir Örlygsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.