Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 70
• JIO ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ttííVuLÚ«SÓVagann ‘ virkan va ÁHORFENDUR skemmtu sér konunglega. Sannkölluð Stuðmanna- veisla „Taktu til við að tvista,“ er sungið og dansað á sviðinu í Egilsbúð og salurinn „fríkar út“. Pétur Blöndal lagði leið sína til Neskaupstaðar og fylgdist með Stuðmönn- um og Grýlum í útfærslu heimamanna sem Morgunblaðið/Ágúst Blöndal voru svo sannarlega með allt á hreinu. VALGEIR Guðjónsson vakti mikla hrifningu. ÞETTA er ekki rúta; þetta er langferðabíll,“ er fleyg setn- ing úr kvikmyndinni Með allt á hreinu. Blaðamaður getur vart annað en brosað við tilhugsunina þar sem hann situr í rútu, eða öllu heldur langferðabíl, í næsta sæti við Valgeir Guðjónsson. Báðir eru á leið til Nes- kaupstaðar á árlega stórsýningu sem að þessu sinni stendur saman af lögum Stuðmanna. Þar treður Valgeir upp sem gestasöngvari. Eftir umræður um Grease, Michael Chrichton og hversu mikil guðsgjöf reyfarar eru á ferðalögum ber ferðalanga loks á leiðarenda og fyrr en varir situr blaðamaður að Snæðingi í Egilsbúð. Veisla bragðlaukanna er hafín. í forrétt er villigæsapaté með rifsberjum og Cumber- landsósu. Aðalrétturinn er inn- bakað lamba ,gibeye“ með madeirasósu. Eftirrétturinn er „Tiramisu" ostakaka með expressó súkkulaðisósu. Um leið og síðasti bitinn bráðnar í munninum eru tjöldin dregin frá og Kári Hilmars- son syngur af krafti „Út á stopp- istöð“. Enda varla hægt að syngja það öðruvísi. Jón Björn Hákonarson gengur því næst fram á sviðið klæddur eins og þjálfari í NBA-deildinni og er ekki síður röggsamur. Hann rifjar upp sögu Stuðmanna sem stilltu fyrst saman strengi sína árið 1970 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Báru þeir grímur til að byrja með og sungu íslenska texta sem mörg- um þótti heldur „púkó“ í þá daga. Það má segja að þeim hafi tekist að koma íslenskunni á kortið eftir enskumælandi hippatímabil. Brátt er hljómsveitin búin að taka af sér grímurnar og komin í fermingarfötin. Allir nema Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar í Neskaupstað, sem hoppar fram á sviðið í einkennisbúningi rússnesku mafíunnar og syngur af innlifun: „Haltu kjafti, snúðu skafti, aurinn eins og skot!“ Greinilegt að hann kann ýmislegt íyrir sér enda einn af forsprökkum hljómsveitarinnar AmonRa á sínum tíma. Guðmundur Sólheim syngur því næst „Energy og trú“. Það eru einmitt einkunnarorðin Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíöinnil Tölvuskóli íslands BILDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466 GUÐMUNDUR R. Gíslason, Smári Geirsson, Þórður Júlíusson, Theódóra Alfreðsdóttir, sem sá um fórðun, Ágúst Ármann Þorláksson og María Katrín Jónsdóttir. sem koma upp í huga blaðamanns þegar hann fylgist með þessari metnaðarfullu sýningu. Sægur af hæfileikafólki, bæði söngvurum og tónlistarmönnum, tekur þátt. Eru allir frá Neskaupstað utan tveir sem koma frá Eskifirði og Egilsstöðum. Þannig er þetta bara. I fyrra var það kántrý. Þar áður stríðsárin. Alltaf kemur fram nýtt og nýtt hæfileikafólk sem ber sýninguna uppi með hinum eldri og sjóaðri. Systkinin Guðrún Egilsdóttir og Sigurjón Egilsson , . ... leggja sitt af mörkum SMÁRI Geirsson lét ekki sitt eftir liggja- DANSARAR voru systurnar Karólína Einarsdóttir og Katrín Ein- arsdóttir og svo María Fanney Leifsdóttir og Guðrún Smáradóttir danshöfund- ur. og Jón Þorláksson líður um sviðið í bláum skugga. Það er svo Valgeir Guðjónsson sem setur punktinn yfir i-ið. Stemmningin er þá orðin þvílík að matargestir reka upp nautnaóhljóð hver í kapp við annan. Hann kemur aðeins inn á sameininguna, enda Eskfirðingar í meirihluta í salnum. „Haldið þið að það verði ekki gam- an þegar við verðum hér öll [eftir sameininguna]?“ spyr hann og bætir glaðhlakkalegur við: „Þá verðum við alltaf á Norðfirði!" Svo tekur hann Popplag í G-dúr og það er bókstaflega engin leið að hætta. Svo mikil eru fagnaðarlætin. Ispjalli baksviðs eftir sýninguna kemur í Ijós að móðir Valgeirs var í hljómsveitinni Fjallafreyj- ur á Seyðisfirði. „Ég hef því tónlist- argáfuna úr móðurættinni," segir hann. Smári Geirsson upplýsir blaðamann hins vegar um það að fyrsta danshljómsveitin í Nes- kaupstað hafi verið Kátir félagar. En hvenær varð lagið íslenskir karlmenn til? „Islenskir karlmenn varð til á Austfjörðum," segir Valgeir. „Við ókum frá Seyðisfírði til Reykjavík- ur og mörg lög urðu til á leiðinni. Við hættum ekki fyrr en á Rauðavatni þegar slitnaði strengur. Sósa og salat, Slá í gegn og Við sá- um UFO uppi á heiði urðu einnig til á leiðinni." Hvort varð lagið Islenskir karl- menn með Stuðmönnurn eða Ekk- ert mál með Grýlunum til á undan? „Það er engin leið að segja til um það,“ segir Valgeir. „Ágúst Guð- mundsson bað um þessi lög fyrir myndina og ætli þau hafi ekki orðið til á svipuðum tíma.“ Anmir Ágúst sem er Þorláksson og spilar með hljómsveitinni er að síðustu spurður hvort ákvörðun hafí verið tekin um viðfangsefni næstu sýningar, - að ári. „Nei,“ segir hann. „Það eina sem er öruggt: Það verður." Hann bætir við: „Okkur hefur samt döttið í hug að setja upp sýningu með tuttugu frægustu „soul“-lögunum. Ég er mjög hlynntur því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.