Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 46
^6 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR —i— Hvað segir Biblían um ’ ástand hinna látnu? MIKIÐ hefur verið rætt um dauðann að undan- fömu í fjölmiðlum og hvort það samrýmist biblíunni að hafa sam- band við látna. Allir mega hafa sínar skoð- anir á þessum málefn- um, en til þess að kall- ast kristið fólk hljótum við að taka mark á því sem Kristur kenndi í þessu efni sem öðrum. Þeir sem telja sig til kristinnar trúar ættu að rannsaka nánar ritn- ingamar, eins og sjálf- ur Kristur vék að í (Jóh 5:39) „Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft iíf. Og það eru þær, sem vitna um mig.“ í Postulasögunni er sagt frá því þegar Páll og Sílas komu til borgar- innar Beroju til að boða guðsorð að íbúar Beroju hafi verið veglyndari en íbúar Þessaloníku, því var það? Jú, því „þeir tóku við orðinu með góðfýsi og rannsökuðu ritningarnar •maglega hvort þessu væri þannig varið,“ (Post 17.10-11). Sjöunda dags Aðventistar hafa ákaflega hrífandi boðskap og vilja umfram allt hlýða á hvað sjálfur Kristur, sem er höfuðpersóna bibl- íunnar, hefur um hlutina að segja. Astæðan fyrir því að ég nefni Að- ventista í þessum efnum er að ég undirrituð hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast boðskap þeirra sem er hreinn og skýr. En spurningin er; lifa látnir? Eða -^má hafa samband við þá? Er það mögulegt? Samkvæmt biblíunni lifa látnir ekki, þeir hvíla í gröfum sínum þar til Kristur kemur aftur að sækja sitt fólk. Ef við höldum því fram að látnir lifi gemm við upprisuna að engu. Jesús líkti dauðanum við svefn því þar er algjöra hvíld að fá þangað til hann kemur. Ef Kristur kemur aftur að sækja sitt fólk og reisa látna frá dauðum, sbr. trúaijátningu landsmanna „hann mun koma aftur að dæma lifendur og dauða“. Og „ég trúi á upprisu holdsins og eilíft líf“. Af hveiju þarf Kristur að koma að sækja sitt fólk, ef það er þegar kom- ið til himins? Er ekki vert að fara að nálgast •*sannleikann, vinir, og fræðast ögn meira? Já, Kristur kemur aftur og þá mun hann hafa launin með sér. Sjá (Jóh 5.28-29): „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins." Það er því Ijóst að við hvílum í gröfum okkar þangað til hann kemur. Við höfum ekkert farið, við höfum aðeins hvílst. Þetta finnst eflaust mörgum landsmönnum erfítt að meðtaka, en lítum aðeins nánar á það sem Jesús sagði; „Lazarus vinur vor er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann,“ (Jóh 11:11). „En Jesústalaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar að hann ætti við venjuleg- an svefn. Þá sagði Jes- ús þeim berum orðum: „Lasarus er dáinn“,“(Jóh 11:13.14). Prédikarinn (9.5-6) segir: „Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að Samkvæmt biblíunni lifa látnir ekki, segir Ragnheiður Laufdal, heldur hvíla í gröfum sínum þar til Kristur kemur að sækja þá. minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því sem við ber undir sólinni." Einnig segir í 10. versi: „Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þang- að sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ Biblían geymir mörg ritningarvers sem vitna um að við „sofurn" eða „hvílum" í gröfum okkar þar til Kristur kemur aftur. T.d. segir í 1. Þ (4.13-14) „Ekki viljum vér, bræð- ur, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt hon- um fram þá sem sofnaðir eru.“ Áfram í 16. Versi: „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir sem dán- ir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa.“ Áfram í 18. versi: „Uppörvið því hver annan með þessum orðum.“ Já, hvílík uppörvun! Þeir sem deyja í trú á Jesú Krist hafa engu að kvíða. Biblían segir að upphaflega var djöfullinn, eða Satan, fullkominn engill í ríki Guðs, nafn hans var Lúsífer og í stuttu máli gerðist hann hrokafullur og uppreisnargjarn og ruglaði 1/3 af englum himinsins. Hann taldi að hann gæti allt eins verið í hlutverki Drottins og gerði uppreisn gegn Guði. Þannig hófst stríð á himnum sem lyktaði með því að Lúsífer, eða Satan eins og hann núna nefnist, var kastað úr himna- ríki ásamt þeim englum sem hann afvegaleiddi. Satan er enn að rugla fólk í ríminu. Já, elskulegt og velvilj- að fólk getur látið blekkjast ef það er ekki á varðbergi og þekkir ekki biblíuna til hlítar. Ef Drottinn sjálfur tók þá ákvörðun að úthýsa þessum fjölda engla ásamt Lúsífer, hlýtur mikið að hafa gengið á. Hvernig getum við svo haldið því fram að við eigum öll vísan aðgang að eilífðinni er við deyjum. Drottinn var ekki að úthýsa þessum englum að ástæðulausu. Öll uppreisn gegn Guði kallast synd og það mun ekki ríkja synd í eilífa ríkinu hans. Bibl- ían segir að við þurfum að hafa tek- ið á móti Jesú Kristi, það er að- göngumiðinn okkar. Við verðum að viðurkenna að án Drottins er engin leið, hann er skaparinn og því lætur honum best að stjórna sinni sköpun. í stjórnarskipulagi Drottins ríkir aðeins kærleikur. Lúsífer var aðeins sköpuð vera af Guði, en hann varð uppreisnarfullur og óviðráðanlegur. Getur verið að við séum stundum þannig hugarfarslega sinnuð gagn- vart Guði? Guð er hreinn kærleikur og umfram allt þráir Drottinn að sem flestir verði i ríki hans, það er að- eins þitt að velja. Við eignumst ekki öll eilífa lífið, en Kristur kom til að segja okkur frá eilífðinni og að hún stendur öllum til boða. Það er því sorgleg stað- reynd hversu margir munu hafna boði hans. Það sem Kristur sagði okkur fyrir nærri 2000 árum, varir enn. Opinberunarbók Jóhannesar hef- ur að geyma varnarorð til þeirra sem vilja afmá eða breyta sannleikanum. Þar segir í enda biblíunnar (Opb 22.18-19) að ef við tökum eitthvað í burt það sem þar stendur eða bætum við, mun Guð taka burt okk- ar hlut í tré lífsins og hinni helgu borg. Já, kæri lesandi góður, það er alvarlegt að hafna því sem Drottinn hefur okkur að segja, því það varðar eilífa velferð okkar allra. Mætti heil- agur andi opna huga okkar fyrir guðsorði og gefa okkur vilja og getu til að hafa það sem sannara reynist. Það er aðeins einn sem hefur svörin og það er Drottinn Jesús Kristur. Mundu að Jesús elskar þig. Amen. Höfundur er sjöunda dags aðventisti. Ragnheiður Laufdal 11. nóvember, sjálfstæðisdagur Póllands Pólland í martröð íslensks hæstaréttarlögmanns FYRR Á þessu ári birtist lítil grein í litlu íslensku blaði eftir hæstaréttarlögmann sem er einn ágætastur penni íslenskra menntamanna. í grein sinni tók hann sér fyr- ir hendur að skýra frelsi íslenskrar þjóðar með aðstoð Hendriks heitins Ottóssonar og martraðar eftir Pól- landsferð. Hæstarétt- arlögmaðurinn hafði sofnað út frá minn- ingabók Hendriks, þar sem hann var að fjalla um þing Alþýðusam- bands íslands árið 1926 og átökin sem þá geisuðu á milli kommúnista og krata um inngönguna í II Al- þjóðasambandið. Niðurstaða þings- ins 1926 varð að samþykkt var að Alþýðusamband íslands gengi í nefnt alþjóðasamband. Er hugsanlegt að kommúnistar hefðu get- að lagt undir sig verka- lýðshreyfinguna, spyr Þorleifur Friðriksson, gert byltingu og skapað alræði öreiganna að hætti Kremlverja? Tillagan um að Alþýðusambandið sækti um aðild að Alþjóðasamband- inu hefur verið skýrð út frá tveimur meginforsendum sem hvorug úti- lokar hina: Annars vegar er nærtækt að leita skýringar í fjárhagslegum ávinningi sem menn þóttust sjá við að ganga í alþjóðleg samtök sósíaldemókrata. í draumrofunum hallaðist hæsta- réttarlögmaðurinn að þessari skýr- ingu og þakkaði sínum sæla fyrir þann fjárhagsvanda Alþýðusam- bandsins, sem hefði „forðað íslandi úr bjarnarfaðmi Moskvuvaldsins og frá þeim örlögum sem síðar urðu Póllands." Hins vegar hefur verið bent á að mörgum forystumönnum Al- þýðusambandsins hafi þótt flokkur- inn vera orðinn hálf- gert pólitískt „hráæti" og viljað fyrir hvern mun marka starfsemi hans skýrari stefnu. Aðild að Alþjóðasam- bandi sósíaldemókrata var spor í þá átt. Að sínu leyti lögðu komm- únistar sitt lóð á vogar- skálarnar svo að línur skýrðust. En hvað nú ef til þessa uppgjörs hefði ekki komið á ár- unum 1926-1930? Er hugsanlegt að komm- únistar hefðu getað lagt undir sig verka- lýðshreyfinguna, gert byltingu og skapað alræði öreig- anna að hætti Kremlveija? Útúrdúr Sumarið 1992 var ég við fræði- störf austur í Moskvu og fann þar merkilegt bréf frá tveimur helstu forystumönnum íslenskra kommún- ista til Norðurlandadeildar Komint- erns. í bréfi þessu, sem ritað var í árslok 1931, gerðu þeir grein fýrir þeim atburðum sem skekið höfðu íslenskt samfélag að undanförnu, verkföllum, djúpri kreppu og þin- grofi. Þeir töldu atburðina svo al- varlega að ekki væri ólíklegt að byltingaralda myndi rísa á næsta ári. Það merkilega við þetta bréf eru þó ekki upplýsingarnar, heldur að þeir virðast hafna „alræði öreig- anna“ m.ö.o. sovéska módelinu, en töldu þess í stað æskilegt að við tæki „lýðræðisleg stjórn verka- manna og bænda.“ Tæpu ári síðar, 9. nóvember 1932, varð uppreisn í Reykjavík. Þá myndaðist óundirbú- in samfylking atvinnulausra verka- manna og þeirra sem höfðu vinnu; samfylking sem ekki spurði um flokksskírteini. Fullyrt hefur verið að í þessum átökum hafi byltingar- menn komist næst því að geta koll- steypt ríkisvaldinu á íslandi. Pólland En hvernig tengist Pólland þess- ari sögu? Reyndar ekki neitt. Hins vegar birtust örlög Pólvéija í draumi hæstaréttarlögmanns hér norður í Dumbshafi í sömu andrá og hann dreymdi átökin á milli kommúnista og krata um miðjan 3. áratug þessarar aldar. Niður- Þorleifur Friðriksson Tímaskýrsla lögfræðingsins uppfyllir ekki kröfur 22. MARS s.l. skrifaði ég grein hér í Morgun- blaðið sem nefndist „Við byggjum ekki hús á sandi“. Greinin fjall- aði um þá viðleitni af minni hálfu, „að reyna að fá þá sem af fúsum og fijálsum vilja hafa tekið að sér forustu í einu húsfélagi (Blá- hömrum 2-4 hér í borg) að skila því verki -^sem þeir hafa tekið að sér og fara eftir settum reglum". Auk þess gerði ég að umfjöll- unarefni vinnubrögð lögfræðings nokkurs, Sveins Andra Sveins- sonar, sem tók að sér að sinna því verkefni fyrir mig, þ.e. málarekstri ^gagnvart áðumefndri hússtjóm. Lögfræðingurinn taldi strax við fyrstu sýn, að málið væri þann veg vaxið, að enginn vafi léki á því, að ef farið væri í mál gagnvart stjórn húsfé- lagsins, þá myndi öll starfsemi félagsins færast í það horf er lög segðu til um. En sú varð ekki raunin, því að eins og ég skrifaði í áður- nefndri grein þá var „framganga þessa lögfræðings og upp- gjör með slíkum ein- dæmum, að ég hefi beðið annan lögfræð- ing að fara með viðskipti mín við Svein Andra fyrir Lögmannafélag- ið. Framhald mun senni- lega verða á þessum málarekstri mínum, segir Sveinn Sveins- son, og þá fyrir hinum æðsta dómstóli lands- ins, Hæstarétti. Úr áliti stjórnar L.M.F.Í. Ávirðingar mínar á hendur Sveini Andra Sveinssyni voru teknar fyrir hjá Lögmannafélagi íslands eða „í sjötta sinn á fundi stjómar Lög- mannafélags íslands 1. október sl.“ í greinargerð frá undirrituðum Sveinn Sveinsson sem lögmaður minn lét fylgja til L.M.F.I., er lýst störfum varnaraðila (Sveins Andra) og hvað greitt var fyrir þjónustu hans. í þessu bréfi mínu var þess krafist að varnaraðili (Sveinn Andri) verði víttur fyrir slæ- leg vinnubrögð, en að mati undirrit- aðs vann hann ekki nógu ötullega að málinu og hafði engan áhuga á því, en meiri áhuga að hafa eitthvað peningalega upp úr því, eins og sagði í bréfi mínu. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson var hreinsaður af öllum þessum ávirðingum af stjórn Lög- mannafélagsins, en þó kom eftirfar- andi fram í áliti stjórnarinnar. Tímaskýrsla á að vera trúverðug „Þegar lögmaður áskilur sér þóknun á grundvelli tímagjalds ber honum að halda tímaskýrslu yfír verkið. Tímaskýrslan þjónar marg- víslegu hlutverki. í henni hefur lög- maður yfírlit um verkið, hvenær unnið var á hveijum tíma, hvað gert var hveiju sinni og hversu lengi. Ef viðskiptamaður óskar eftir ber að veita honum nægilegar upp- lýsingar úr tímskýrslunni svo hann geti sannfært sig um réttmæti reiknings lögmannsins. Samkvæmt þessu ber að færa tímaskýrslu með þeim hætti að hún sé trúverðug gagnvart viðskiptamanni.“ Síðan segir: „Að mati stjórnar L.M.F.Í. uppfyllir framlögð tíma- skýrsla varnaðaraðila [Sveins Andra, innskot hér] ekki að öllu leyti þær kröfur, sem gera má til hennar. Þannig eru þrír fyrstu lið- irnir, samtals 25 klst., ósundurlið- aðir. Þá eru skráð á tímabilinu frá júlí 1994 til febrúar 1995 allmörg símtöl, samtals 4,25 klst. Nafn við- mælanda er jafnan tilgreint en ekki aðrar upplýsingar.“ Ofangreint sýnir, að þó svo að Sveinn Andri hafí sloppið við ávirð- ingar frá stjórn Lögmannafélagsins í þetta skipti, þá lít ég þó svo á, að ég hafi haft nokkuð til míns máls um ávirðingar mínar á hendur þess- um lögfræðingi. Framhald mun því sennilega verða á þessum mála- rekstri mínum, - og þá fyrir hinum æðsta dómstóli landsins, Hæsta- rétti. Höfundur er búfræðingur og ellilifeyrisþegi í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.