Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 55
I ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 55 MORGUNBLAÐIÐ I --------------------------------- _______________________________ innilegustu samúðarkveðjur. Guð mun veita ykkur styrk. Reynir Hjörleifsson. I 1 i 1 1 J a i * 4 Mig langar að minnast góðs vin- ar og fyrrverandi samstarfsmanns sem fallinn er nú frá langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Ásbirni og fjölskyldu hans fyrir tíu árum síð- an. En jafn hlýju og elskulegu fólki kynnist maður ekki oft. Mér líkaði strax vel við Ásbjörn sem var frek- ar hæglátur en átti það til að koma öllum að óvörum með ótrúlegustu skotum og bröndurum. Ásbjörn var ótrúlegur vinnuþjarkur og oft dáð- ist ég að dugnaði hans og elju í fjölskyldufyrirtækinu Hringás. En þar vann ég einnig um skeið. Hann var mjög heiðarlegur og sanngjarn yfirmaður og þvi tókst samstarf okkar vel, þó starfsmennirnir væru bara tveir. Síðustu árin hef ég ver- ið mikið á faraldsfæti og því ekki eins tíður gestur í Klapparberginu og ég vildi. En góður vinskapur fyrnist aldrei og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast Ásbirni og hefði svo gjarnan viljað að stundirnar hefðu verið fleiri. En enginn veit hvað framtíð- in ber í skauti sér og hvenær kveðju- stundin rennur upp. Elsku Kolla mín, ég samhryggist þér innilega og sendi allri fjölskyldunni mínar samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, - Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku vinur, hvíl í friði og takk fyrir allt. Ólöf Dagfinnsdóttir. 4 4 4 4 4 4 4 4 3 4 4 4 H Er ég er þessar línur rita aug- lýsti eftir afgreiðslumanni í verslun mína Burstafell, byggingavöru- verslun, sótti um ungur maður norðan úr Kelduhverfi, rólegur og yfirvegaður. Hann var ekki vanur þessum störfum, en mér leist vel á þennan unga mann og réð hann til starfa og eftir því þurfti ég ekki að sjá. Hann var hvers manns hug- ljúfi, duglegur, áreiðanlegur og vildi leysa allra vanda. Við önnuðumst m.a. snittun röra fyrir viðskiptavini og oft þurfti að gefa ráð í sarn- bandi við lagnir og þau veitti Ás- björn af sinni alkunnu ljúfmennsku, hvort sem í hlut átti verkamaður eða ráðherra. í tímans rás urðu margir pípulagningameistarar vinir hans. Ásbjörn starfaði hjá mér í fjölda ára og hefur sýnt mér og fjölskyldu minni einlæga vináttu og þegar tengdafaðir minn var jarð- settur á Blönduósi kom hann þang- að til að vera við jarðarförina hans, en þeir voru samtíma í Burstafelli til margra ára. Bölvaldur þessarar aldar lagði Ásbjörn að velli á örskömmum tíma, ungan mann I blóma lífsins. Hann rak eigið fyrirtæki í góðri uppbygg- ingu og horfði björtum augum til framtíðarinnar í von um meiri tíma fyrir sig og fjölskylduna og þá var ekki síst hugsað til hinna fögru Breiðafjarðareyja, en þar var fjöl- skyldan búin að eignast unaðsreit. Ég og fjölskylda mín vottum Kolbrúnu, börnum þeirra, barna- börnum, tengdabörnum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur á þessari sorgarstundu. Minningin lifir um góðan dreng. Kristinn Breiðfjörð. MIMIMIIMGAR SIGURGEIR GÍSLASON + Sigurgeir fædd- ist á Hellissandi 8. marz 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. nóv- ember siðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Brynhild- ar Sveinsdóttur, f. 20. september 1901, d. 2. desember 1979, og Gísla Guð- mundar Þorsteins- sonar, f. 9. marz 1897, d. 9. desem- ber 1936. Systkini Sigurgeirs voru átta, þrjú létust í bernsku. Það voru tvíburasysturnar Svanhvít og Dagbjört, sem létust ný- fæddar, og Sveinn, sem lést aðeins tveggja ára, 1936. Pétur, sem var elstur systkin- anna, lést 28. októ- ber 1994. Eftirlif- andi kona Péturs er Fanney Samson- ardóttir. Eftirlif- andi systkini Sigur- geirs eru: Sigríður, María Þuríður, Sigurást og Guð- ríður. Sigurgeir lætur eftir sig eina dótt- ur, Önnu Rósu, en móðir hennar er Svava Snorradóttir. Utför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi. Við systurnar ætlum að kveðja þig og minnast í fáum orðum. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar, ert þú sitjandi inni í eldhúsi heima hjá okkur með kaffi- bollann og tóbaksdósina. Þótt mörgum hafi fundist þú alvarlegur var alltaf stutt í hláturinn og stríðn- ina, og var það hliðin sem við sáum oftast á þér. Ekki voru þær fáar ferðirnar sem við fórum með þér keyrandi á Saab- inum í sveitina. Tóku þær nú alltaf frekar langan tíma þar sem sjaldn- ast var keyrt fram hjá nokkurri sjoppu án þess að stoppa. Álltaf var jafn gaman þegar þú, Pétur og Fanney komuð til okkar á aðfangadagskvöld í kvöldkaffi. Vorum við systurnar þá duglegar að tína til allar gjafirnar sem við fengum, og fannst þér ekki síður gaman að þeim en okkur. Jólaboðin sem þið í Grundarlandi hélduð ár- lega eins og ykkur var einum lagið er okkur einnig minnisstæð. Þá var ávallt glatt á hjalla þegar öll fjöl- skyldan var saman komin. Þar sem þú, elsku afi, sast inni í herbergi með okkur krökkunum og horfðir á Stundina okkar í sjónvarpinu. Elsku afi, við viljum þakka þér kærlega fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Og vildum við óska þess, að þær hefðu orðið fleiri. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið það líður alltof fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað sameinað beggja sál. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Við kveðjum þig með þessum ljóðlínum. Elsku afi, minningin um þig lifir. Svava, Berglind og Sigurrós. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu, ættingjum, vinum og starfsfélögum, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýjan hug við andlát og útför ástkærs manns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, KJARTANS ÞÓRS KJARTANSSONAR, Heiðvangi 19, Hellu. Sérstakar þakkir viljum við færa prestinum okkar, séra Sigurði Jónssyni, konu hans, organista, einsöngvara og kór. Einnig Sigurði Guðmundssyni. Hrafnhildur Einarsdóttir, Elín Huld Kjartansdóttir, Einar Aron Kjartansson, Elín Sveinsdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir, Sveinn Kjartansson, Þórir Kjartansson, Ólafía Oddsdóttir, Einar Hróbjartsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tendaföður, afa og bróður, JÓHANNESARJÓHANNESSONAR, Skaftahlíð 15, Reykjavik. Sérstakar þakkir sendum vð starfsfólki deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ólafía Björk Davfðsdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Margrét Björk Jóhannesdóttir, Örvar Ólafsson, Birkir Máni Örvarsson, Selma Rún Jóhannesdóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir. + Ástkær faðir okkar og sonur, HARALDUR HARALDSSON, lést föstudaginn 7. nóvember. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Haraldur Haraldsson. + Ástkær dóttir okkar og systir, barnabarn og frænka, GUÐBJÖRG MARÍA GUÐBRANDSDÓTTIR, Reykási 23, verður jarðsungin frá Landakotskirkju á morg- un, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Guðbrandur R. Axelsson, Margrét Andrelin Axelsson, Unnur Ósk, Richard Már, Axel Eiríksson, Columbio S. Mangubat Sr., Honoria V. Mangubat og frændfólk. + Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 5. nóvember sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 12. nóvemberog hefst kl. 14.00. Ellert Eiríksson, Eiríkur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir, Árnheiður Guðnadóttir, Vignir Guðnason, Birgir Guðnason, Guðbjörg Sigurðardóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Neville Young, Jónas H. Jónsson, Guðríður Árnadóttir, Harpa Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSBJÖRN BJÖRNSSON, Klapparbergi 9, Reykjavík, lést að heimili sínu sunnudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsféiagsins. Kolbrún Harðardóttir, Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson, Árdís Árnadóttir, Heiða Björk Ásbjörnsdóttir, Arnar Þór Hafþórsson, Hörður Ásbjörnsson og barnabörn. + Systir okkar, HALLDÓRA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Stakkadal á Rauðasandi, til heimilis á Grettisgötu 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er þent á Krabbameinsfélagið. Torfi Ólafsson, Elín E. Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Guðbjörg Ó. Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir. Lokað eftir hádegi í dag, þriðjudag, vegna jarðarfarar SIGURGEIRS GI'SLASONAR. Málmsteypan Hella hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.