Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Bætir endur-
menntun vinnu-
aðstæður?
Endurmenntun íslenskra blaðamanna get-
ur veitt þeim tækifæri til að bæta vinnuað-
stæður sínar. Hér er rætt vlð Sigrúnu
Stefánsdóttur, rektor norræna blaða-
---------------7-------------
mannaháskólans í Arósum, um næsta
skólaár og verkefni hennar.
Námskeið víða um heim
STARFSEMI norræna blaða-
mannaháskólans í Arósum mun á
næsta ári felast í tveggja mánaða
námskeiðum fyrir starfandi blaða-
menn, ýmsum stuttnámskeiðum
fyrir stéttir sem skrifa reglulega í
blöð eins og gagnrýnendur og fleiri
sérhæfða hópa blaðamanna. Einnig
eru ýmis sérhæfð námskeið í boði -
og má nefna námskeið um öryggis-
mál, samfélagsmál, jafnrétti, Evr-
ópusambandið, nýtingu hafsins,
málefni innflytjenda og um menn-
ingarmál.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir rektor
blaðamannaháskólans hefur undan-
farið verið að skipuleggja skólaárið
1998-99 meðfram því að stjórna
starfinu þetta ár á enda. „Höfuð-
markmiðið er endurmenntun nor-
rænna blaðamanna en líka að kenna
blaðamennsku í Eystrasaltslöndun-
um,“ segir hún, „námsefnið í Árós-
um er að meginstofni annars vegar
um málefni Norðurlandaþjóðanna
og hins vegar Evrópusambandsins.“
Sigrún er á faraldsfæti í starfi
sínu og fer víða vegna skipulagning-
ar námskeiða og til að halda utan
um námskeiðin. Hún verður til
dæmis tíu daga í Moskvu með nem-
endur sem eru á þriggja vikna nám-
skeiði um öryggismál á Norðurlönd-
um. Og svo síðar á helgarnámskeiði
á Grænlandi um menningu á jaðar-
svæðum. Fyrirrennari Sigrúnar í
starfi var 135 vinnudaga í útlöndum
árið 1996.
Sigrún segir að ferðalögin í rekt-
orsstarfinu séu ef til vill einum of
tíð, því álag fylgi því að vera oft í
framandi umhverfi og að hitta nýtt
fólk eins og í Eystrasaltslöndum.
Hins vegar er strax auðveldara að
koma í annað sinn til þessara staða.
Frá árinu 1991 hafa kennarar á
vegum blaðamannaháskólans haldið
mörg námskeið fyrir nágranna okk-
ar í Eystrasaltslöndunum meðal
annars til að styrkja þarlenda
Morgunblaðið/Kristinn
blaðamenn í hlutverki þeirra að efla
lýðræðið og veita stjómvöldum og
öðrum aðhald, fræða þá um Evi’-
ópusambandið og kenna þeim að
fjalla um kosningar svo eitthvað sé
nefnt.
íslenskir blaðamenn
Árósar eru 300 þúsund manna
bær sem liggur í brekku eins og
Akureyri, heimabær Sigrúnar. Hún
segir að iðulega þurfi að velja úr
umsóknum vegna aðsóknar í nám-
skeið á vegum skólans þar og að bú-
ast megi við meiri aðsókn núna því
námið er mánuði styttra en áður var
- og betur sniðið að nútímanum.
Sigrún telur endurmenntun ís-
lenskra blaðamanna mikilvæga
vegna álags í vinnu og nefnir að í
Danmörku fái blaðamenn eina viku
á ári af vinnutíma til að endur-
mennta sig, sem þeir eru duglegir
að nýta sér.
„Menntunin er íslenskum blaða-
mönnum kærkomin vegna þess að
það er lítið gert hér til að rækta
hæfileika þeirra,“ segir Sigrún.
„Stundum finnst mér eins og þeim
sé þjösnað áfram þangað til þeir
brenna yfir. íslenskir blaðamenn
eru duglegir en búa við verri að-
stæður en félagar þeirra í Skandin-
avíu.“
Menntun sem
opnar möguleika
Draumaverkefni Sigrúnar er að
halda námskeið um nýtingu auð-
linda hafsins á norðurslóðum og
halda það á íslandi. Hún segir fólk
hafa mikinn áhuga að koma hingað
á slíkt námskeið, eini' gallinn er
kostnaðurinn. Hún hefur samt
ákveðið að dreifa námskeiðum um
Norðurlöndin og fá íyrirlesara frá
þeim öllum.
Hún ætlar líka að íjölga íslensk-
um fyrirlesurum og hefur þegar
fengið Ingólf Hannesson, Helga Má
Arthúrsson, Vigdísi Finnbogadóttur
og Kristin Jóhannesson til liðs við
sig.
Sigrún tók til starfa sem rektor í
september síðastliðnum og fékk
leyfi í fjögur ár frá kennslu í Hag-
nýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands
en hún er nýlega orðin dósent. Sig-
rún segir að lokum að menntun hafi
alltaf skapað henni ný tækifæri,
eins reikni hún með að endur-
menntun norrænna blaðamanna
opni þeim nýja möguleika í starfi.
LÍMMIÐAPRENT
Þegar þig vantar límmiða!
Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur
Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
skólar/námskeið
ÝMISLEGT
■ Tréskurðamámskeið
Örfá pláss laus.
Hannes Flosason, sími 554 0123.
Sundskóli KR
Ný námskeið fyrir 3ja—7 ára böm hefjast
þriðjudaginn 18. nóvember. Kennsla fer
fram í sundlaug Austurbæjarskóla.
Upplýsingar og innritun 10.—14. nóvem-
ber í síma 562 2926 milli kl. 17 og 19.
Vökvadælur
6-340 l/mín
Þrýstingur upp.
Spilverk
Spilverk Sig. Sveinbjörnss. ehf.
Simi 544-5600 Fax 544-5301
Blað allra landsmanna!
JUor0imbtaí>ií>
-kjarni málvins!
Tilbreyting
í skólagöngunni
Alþjóðleffl unglingaskólinn í Bosrup er
heimavistarskóli með kennslu fyrir 8. til
12. bekk í Danmörku sem samsvarar
námsaldri 14-18 ára hérlendis. Hér er
rætt við íslenskan dreng sem byrjaði í
skólanum í haust.
UNGLINGASKÓLINN í Bosnip
er með nám fyrir nemendur
hvaðanæva úr heiminum og starf-
ið einkennist meðal annars af
ferðum um Evrópu, Norður-
Afríku, Tyrkland og Indland.
Skólinn er viðurkenndur af
danska Menntamálaráðuneytinu,
en fær ekki ríkisstyrk þar sem
hann fellur undir sérlög sem sett
voru um skóla sem áður féllu und-
ir Tvind skólasamstarfið. Hann er
nú rekinn af einkaaðilum.
Gunnar Benediktsson frá
Reykjavík byrjaði í Alþjóðlega
unglingaskólanum í Bosrup, sem
er rétt hjá Hróarskeldu í Dan-
mörku, í ágúst síðastliðnum. „Ég
hafði áhuga á því að komast til út-
landa til að upplifa heiminn, hitta
fólk frá öðrum löndum og kynn-
ast öðru landi. Fólk frá alþjóðlega
danska unglingaskólanum heim-
sótti skólann minn í Reykjavík og
efnið sem það sagðist kenna höfð-
aði til mín, svo ég innritaði mig til
eins árs,“ segir Gunnar sem er 16
ára gamall.
„Núna þekki ég skólastarflð og
hef ekki séð eftir ákvörðuninni.
Hér eru bæði nemendur og kenn-
arar frá ýmsum löndum. í mínum
bekk eru nemendurnir frá Dan-
mörku, Islandi og Þýskalandi og
kennarinn minn er frá Spáni."
Gunnar segist eiga auðvelt með
að fyigjast með í kennslunni, enda
var hann ágætur í dönsku áður.
Þeir sem þurfa fá hins vegar
hjálp með dönskuna. „Okkur er
kennt á nýstárlegan hátt hérna,“
segir hann. „Hver nemandi fær
PC-tölvu til umráða þegar hann
byrjar í skólanum og við lærum
sjálf að skipuleggja og vinna
verkefnin. Þess á milli er sam-
kennsla í bekknum um ákveðið
þema sem kennarinn hefur undir-
búið. Það getur verið um þróun-
ina í heiminum, nýjustu tækni og
vísindi eða um listir og leikhús."
Gunnar segir að ákveðið hefði
verið að helga heiia viku því verk-
efni að hjálpa hungruðum börn-
um í Afríku. „Mér finnst gott að
það sé hægt að láta gott af sér
leiða í skóla,“ segir hann. „I janú-
ar förum við til Tyrklands til að
læra um land og þjóð. Við erum
byijuð að safna peningum fyrir
ferðina, til dæmis með því að tína
ávexti á ávaxtaakrinum okkar og
að selja blóm.“
í frítímanum fara nemendur
gjarnan í körfubolta eða siglingar
eða að teikna og mála, hjóla,
hlaupa í skóginum. „En ég skráði
mig í frönsku og spænsku tvisvar
í viku.“ segir Gunnar þótt hann sé
líka í leikjunum. „í september
AHMAD, Gunnar Benediktsson, Abdul og Jens.
NEMENDUR og kennarar í skóginum. Gunnar
er í hvíta bolnum fyrir miðju.
vorum við á stóru fþróttamóti
með öðrum unglingaskólum."
Gunnar segir félagsandann f
skólanum góðan, bæði hjá nem-
endum og kennurum. Margir
kennarar búa f skólanum og lfta,
að sögn Gunnars, á nemendur
sem félaga. „Við gerum líka nyt-
samlega hluti saman. Nemendur
eru með í í matseldinni, hrein-
gerningum, viðhaldi, hafa umsjón
með bflum skóians og taka lfka
þátt í ákvörðunum um margt.
Auðvitað koma upp vandamál, en
á þeim verðum við að finna lausn-
ir - annars gengur það ekki upp
að svona margir búi saman. Við
verðum að læra að taka tillit og
hjálpa hvert öðru,“ segir Gunnar
að lokum.
Hveiju skólaári lýkur með próf-
um sem eru samræmd við skóla-
nefnd Hróarskeldu. Heiinilisfang
skólans er: Den Internationale
Efterskole pá Bosrup Boserupvej
100 DK-4000 Roskilde.