Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 15
MORGUNB LAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 15
Starfsmanni Neytenda-
samtakanna sagt upp
Leikfélag Hörg-
dæla stofnað
Rympa á
ruslahaugn-
um sett upp
LEIKFÉLAG Hörgdæla var stofn-
að nú fyrir skömmu, en um árabil
hefur leiklist verið stunduð í Hörg-
árdal undir merkjum Ungmennafé-
lags Skriðuhrepps eða leikdeildar
þess félags. Starfsemi félagsins hef-
ur verið fremur lítil á öðrum sviðum
síðustu ár og því er eins farið hjá
ungmennafélögum í nágrannasveit-
unum. Til eflingar íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi á svæðinu var því gripið
til þess ráðs að sameina ungmenna-
félögin í von um aukinn kraft í
stærra og fjölmennara félagi.
Jafnframt var ákveðið að færa
leikstarfsemina undan merkjum
ungmennafélagsins og stofna sjálf-
stætt leikfélag og var það stofnað á
Melum fyrr í þessum mánuði. Nafn
þess er Leikfélag Hörgdæla og er
tilgangur þess að efla og iðka leik-
list í Hörgárdal og nágrenni, standa
fyrir námskeiðum í leiklist, vera
vettvangur fyrir hvers konar hóp-
vinnu á því sviði og standa fyrir
leiksýningum.
Einar Karl Haraldsson formaður
Bandalags íslenskra leikfélaga
mætti á stofnfundinn og kynnti m.a.
starfsemi bandalagsins og ræddi al-
mennt um leiklist í landinu sem víða
er ótrúlega öflug.
f stjórn Leikfélags Hörgdæla
voru kjörin Guðmundur Stein'dórs-
son formaður, Valgeir Anton Þóris-
son, varaformaður, Unnur Ai’n-
steinsdóttir, ritari, Hermann Ama-
son, gjaldkeri og Fanney Valsdóttir
meðstjómandi.
t Ákveðið hefur verið að setja upp
á Melum í vetur barnaleikritið
Rympu á ruslahaugnum eftir Her-
dísi Egilsdóttur. Leikstjóri verður
Sunna Borg. Stefnt er að því að
hefja æfingar af fullum krafti strax
eftir áramót og frumsýna seinni-
hluta febrúar.
Ök alltof
hægt
FLEST afskipti lögreglu
vegna ökuhraða eru vegna
þess að of hratt er ekið en þó
kemur fyrir að hafa þarf af-
skipti af mönnum sem aka of
hægt og tefja þannig aðra
vegfarendur.
Lögregla hafði þannig af-
skipti af ökumanni sem ók á
20 kílómetra hraða á klukku-
stund eftir Þingvallastræti og
hafði hann myndað 15-20 bíla
röð á eftir sér. Var hann með
kerru í eftirdragi án tilskilins
ljósabúnaðar og með farm
sem skyggði á afturljós bif-
reiðarinnar.
Lögregla vill benda öku-
mönnum á að trufla ekki aðra
umferð að óþörfu og haga
akstri sínum þannig að hún
gangi greiðlega. Þá bendir
hún einnig á að kerrur þurfi
að vera búnar ljósum.
Námskeið
í jólaskreyt-
ingum
HJÁ Blómabúð Akureyrar í
Hafnarstræti verður á næst-
unni boðið upp á námskeið í
jólaskreytingum.
Námskeiðin fara fram á
kvöldin og eru þau ætluð kon-
um og körlum á öllum aldri.
Geta bæði hópar og einstak-
lingar skráð sig en leiðbein-
andi verður Svanhvít Jóseps-
dóttir.
VILHJÁLMI Inga Árnasyni,
starfsmanni Neytendasamtakanna
á Akureyri, var sagt upp störfum
fyrir helgi og þess jafnframt óskað
að hann léti þegar af störfum. Vil-
hjálmur Ingi er 2. varaformaður
framkvæmdastjórnar Neytenda-
samtakanna og formaður Neyt-
endafélags Akureyrar og nágrennis.
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, sagði að ákvörðun um upp-
sögn Vilhjálms Inga hafi verið alfar-
ið sín en hann hafi þó áður rætt við
aðila í framkvæmdastjórn og stjórn
Neytendasamtakanna. „Þetta skref
sem ég tók var erfitt en nauðsyn-
legt vegna samstarfsörðugleika og
trúnaðarbrests. Málið er erfiðara
vegna þess að viðkomandi er 2.
varaformaður og situr í stjórn
Neytendsamtakanna."
Vantraust á
stjórnarfundi?
Næstkomandi laugardag hefur
verið boðaður stjórnarfundur Neyt-
Framtíð Kísiliðjunnar
Ný tækni
við dælingu
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
ÁHUGAFÓLK um framtíð Kísiliðj-
unnar við Mývatn boðaði til fundar í
Hótel Reynihlíð 9. nóvmeber sl.
Bjarni Bjarnason fyn-verandi
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar
flutti mjög fróðlegt erindi um starf-
semi fyrirtækisins, forsöguna, stöð-
una í dag, nýjar vinnsluaðferðir.
Hann lagði sérstaka áherslu á
nýja tækni við dælingu úr botni Mý-
vatns sem gert er ráð fyrir að verði
reynd á næsta ári. Með henni er
dælt þynnra lagi en áður og undan
efsta gróðurlaginu sem síðan leggst
yfir botninn á ný. Þess er vænst að
ný hráefnisöflun Kísiliðjunnar reyn-
ist vel og fyrirtækinu verði gert
kleift að fá öruggt rekstrarleyfi til
lengri tíma með dælingu utan Ytri-
Flóa.
Bjarni gat þess að búið væri að
samþykkja að setja upp nýjan
hreinsibúnað á útblástur verksmiðj-
unnar.
endasamtakanna og sagði Jóhannes
að þar yrði fjallað um þetta mál. „I
stjórn situr 21 aðili af öllu landinu
og ég ætla mér ekki að gefa mér
niðurstöðu fundarins fyrirfram,"
sagði Jóhannes. Vilhjálmur Ingi
sagist hafa heyrt af því að á fundin-
um á laugardag verði lögð fram
vantrauststillaga á störf sín innan
stjórnar.
Jóhannes sagði að Neytendasam-
tökin hefðu gert samning við verka-
lýðsfélög á Eyjafjarðarsvæðinu um
neytendastarf og yrði að sjálfsögðu
staðið við hann af hálfu Neytenda-
samtakanna. „Við munum innan
mjög skamms tíma opna nýja skrif-
stofu í Alþýðuhúsinu á Akureyri og
við erum að leita að starfsmanni.
Neytendasamtökin munu því eftir
sem áður reka skrifstofu á Akur-
eyri.“
Fór með gögnin aftur
Vilhjálmur Ingi hefur verið í 80%
starfi hjá Neytendasamtökunum og
sagði Jóhannes að ekki hefði verið
TVÍBURABRÆÐURNIR Pétur og
Guðmundur Karl Guðmundssynir
komust í fréttirnar fyrir réttum
tveimur árum en þeir fæddust í
Grænlandi 10. nóvember 1995. Þeir
voru fyrirmálsbörn og var öðrum
vart hugað líf. Læknir frá Land-
spítalanum sótti þá í sjúkraflugi og
nutu þeir aðhlyimingar þar. Tvf-
rætt um neina breytingu þar á með
nýjum starfsmanni. Ef breyting
verði þar á, verður það mál rætt við
Neytendafélag Akureyrar og ná-
grennis vegna ákvæða sem eru í
samstarfssamningi Neytendasam-
takanna og félagsins á Akureyri.
Vilhjálmi Inga hafði verið gert að
skila gögnum Neytendasamtakanna
til verkalýðsfélagsins Einingar og
fór hann í það mál í gærmorgun.
„Þar sem ekki hafði verið ráðinn
starfsmaður í minn stað, tók ég þá
ákvörðun sem varaformaður Neyt-
endasamtakanna, yfirmaður Jó-
hannesar Gunnarssonar og með
málefni landsbyggðarinnar á minni
könnu, að þessi gögn væru betur
komin í minni vörslu og fór því með
þau aftur."
Vilhjálmur Ingi sagðist jafnframt
vona að ný skrifstofa með nýjum
starfsmanni yrði opnuð á Akureyri.
„Ég mun svo eins og áður vera
áfram á skrifstofu Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis eins og
ekkert hafi i skorist."
burasnáðunum hefur vegnað vel og
svona litu þeir út þegar þeir voru
að baða sig í balanum í sumarbú-
stað norðirr í Aðaldalslirauni þar
sem þeir dvöldu ineð foreldrum sín-
um, Maríu Vigfúsdóttur og Guð-
mundi Magnússyni í sumar. Þeir
búa nú á Akureyri og héldu upp á
tveggja ára afmæli sitt í gær.
Handtekinn
þegar hann
vitjaði
hassins
TVÖ ííkniefnamál komu upp
hjá rannsóknardeild lögregl-
unnar á Akureyri um helgina.
I öðra tilvikinu lagði lög-
regla hald á sendingu sem
barst norður en í henni vora
um 10 grömm af hassi.
Móttakandinn var handtekinn
er hann vitjaði efnisins og við-
urkenndi hann við yfirheyrslu
að hafa pantað efnið úr
Reykjavík.
Hassreykingar í heimahúsi
I gær, mánudag, vora tveir
menn handteknir vegna gruns
um fíkniefnaneyslu, öðram
var sleppt fljótlega, þar sem
talið er að hann sé saklaus, en
hinn viðurkenndi að hafa verið
við hassreykingar í heimahúsi
um helgina. Við húsleit heima
hjá honum fundust leifar af
fíkniefnum og tæki og tól til
fíkniefnaneyslu. Manninum
var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu en talið er að fleiri
tengist málinu og er það í
rannsókn.
Ók yfír fætur
stúlkunnar
EKIÐ var yfir fætur stúlku
sem stóð í þvögu fólks í Skipa-
götu eftir að skemmtistöðum
var lokað aðfaranótt laugar-
dags. Hópur fólks hafði safn-
ast saman svo sem títt er eftir
lokun öldurhúsa en nokkur
fjöldi fólks var í miðbænum
um helgina. Stúlkan var flutt á
slysadeild en mun ekki hafa
slasast alvarlega í óhappinu.
Þá var ekið á 6 ára gamla
stúlku í Skarðshlíð á fóstu-
dagskvöld, en hún mun hafa
hlaupið út á götuna í veg fyrir
bfl sem ekki náði að stöðva í
tæka tíð vegna mikillar hálku.
Var stúlkan flutt á sjúkrahús
en mun ekki hafa hlotið alvar-
lega áverka.
Dýrar rúður
brotnar
NOKKUÐ hefur borið á því í
haust að rúður í strætisvagna-
skýlum í bænum hafa verið
brotnar. Búið er að brjóta
fjórar slíkar rúður nú á haust-
dögum, en rúðumar sem era
úr sérstöku gleri kosta hver
um sig 50 þúsund krónur.
Mikill hvellur myndast þeg-
ar rúðurar brotna og biður
lögregla þá sem verða varir
við hávaðann að láta vita svo
hafa megi hendur í hári þeirra
sem þennan ljóta leik stunda.
Þeim yrði gert að greiða rúð-
urnar, en þannig má minnka
rekstrarkostnað vagnanna.
Finnland í
brennidepli
NORRÆN sögustund verður
á Amtsbókasafninu á Akur-
eyri í dag, þriðjudag, kl. 10.30
en nú stendur yfir norræna
bókasafnsvikan I Ijósaskipt-
unum. Finnland verður í
sviðsljósinu í dag og á þrjúbíó
sýningu safnsins verður sýnd
myndin „Pessi ja Illusia“ með
finnsku tali og Múmínálfarnir
með íslensku tali. Lesið verð-
ur upp kl. 17 á finnsku og ís-
lensku úr Kalevala. Hildur
Tryggvadóttir syngur Sibelius
og boðið verður upp á kaffi og
finnskt meðlæti.
„í boði sveitarstjórnar“
KABARETTINN „í boði sveitarsljórnar" verður sýnd-
ur í Freyvangi um næstu helgi, laugardagskvöldið 15.
nóvember. Hefð er fyrir slíkum kabarettsýningum í
Eyjafjarðarsveit, en gjarnan er gert góðlátlegt grín
að málefnum líðandi stundar bæði í sveitinni og al-
mennt á Iandsbyggðinni og er af nógu að taka um
þessar mundir. Eins og sjá má á myndinni koma sein-
heppnar gæsaskyttur við sögu og eflaust verður kom-
ið inn á málefni tengd hrossum og hestamennsku. Að
lokinni sýningu verður dansleikur með Hljómsveit
Illuga. Forsala aðgöngumiða fer fram fimmtudags-
kvöldið 13. nóvember frá kl. 20 til 22 í Freyvangi.
Tvíburasnáðarnir
tveggja ára