Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐŒIKHÚSB sími 551 1200 Stóra sóiðið kt. 20.00: GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir 5. sýn. fim. 13/11 uppselt — 6. sýn. lau. 15/11 uppselt — 7. sýn. sun. 23/11 uppselt — 8. sýn. fim. 27/11 uppselt — 9. sýn. lau. 29/11 uppselt FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 14/11 uppselt — lau. 22/11 örfá sæti laus — fös. 28/11 nokkur sæti laus. ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof Sun. 16/11 næstsíðasta sýning — fös. 21/11 síðasta sýning. Snuðaóerkstceðið kt. 20.00: Ath. breyttan sýningartíma. KRABBASVALIRNAR - Marianne Goldman Fös. 14/11 — lau. 15/11 — lau. 22/11 — sun. 23/11. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama. Sýnt i Loftkastalanum kt. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fim. 13/11 örfá sæti taus — lau. 15/11 nokkur sæti laus — fim. 20/11. Miðasalan er opin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ISLI-NSKA OI'I H W __iiiii = sími 551 1475 COS] FAN TUTTE .,Svona eru þær allar“ eftir W.A. Mozart 10. sýn. fös. 14. nóv. 11. sýn. lau. 15. nóv., fá sæti laus. Aukasýn.: 12. sýn. fös. 21. nóv. 13. sýn. lau. 22. nóv. Sýningar hefst kl. 20.00. „Hvílík skemmtun — hvflíkur gáski — hvílíkt fjör — og síðast en ekki síst, hvflík fegurð! DV 13. okt. Dagsljós: * * * Miðasalan er opin alla daga nema mánudag frá kl. 15—19 og sýningardaga kl. 15—20. Sími 551 1475, bréfs. 552 7384, Nýjung: Hóptilboö íslensku óperunnar og Sólon íslandus í Sölvasal. KaífiLciMúsið Vesturgötu 3 I HLA0VARPANUM „REÍÍAN ( DEN“ - gullkorn úr gömlu revíunum fös. 14/11 kl. 21 laus sæti lau. 15/11 kl. 21 laus sæti fös. 21/11 kl. 21 laus sæti „Revían...kom skemmtilega á óvart...og áhorfendur skemmtu sér konunglega." S.H. Mbl. Revíumatseðill: Pönnusteiktur karfi m/humarsósu ^ Bláberiaskvrfrauð m/ástríðusósu > Miðasala opin fim-lau kl. 18—21. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins fim. 13. nóv. kl. 20 nokkur sæti laus lau. 15. nóv. kl. 20 BEIN ÚTSENDING sun. 16. nóv kl. 20. Síðasta sýning. VEÐMÁLIÐ fös. 14. nóv kl. 20 örfá sæti laus mið. 19. nóv kl. 20 ÁFRAM LATIBÆR sun. 23. nóv. kl. 14 uppselt og kl. 16 aukasýning, uppselt sun. 30. nóv. kl. 14 örfá sæti laus kl. 16 síðasta sýning ÁSAMATÍMAAÐÁRI mið. 12. nóv. kl. 20 fös. 21. nóv. kl. 23.30 lau. 29. nóv kl. 20 Ath, aðeins örfáar sýningar._ Miöasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10—18, helgar 13—18 Ath. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýning er hafin. Aukasýningar. Miðasala í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600, SKEMMTIHUSIÐ LAUFASVEGI 22 S:552 2075 SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU FÓLK í FRÉTTUM IRMA P. Hall, Vivica A. Fox, og Vanessa Williams í „Soul Food“. Uppskrift að „SOUL Food“, ódýr kvikmynd um líf svartrar bandarískrar millistétt- arfjölskyldu, vakti athygli þegar hún var frumsýnd vestra af því að hún veitti hasarmyndinni „The Peacemaker", sem kostaði tíu sinn- um meira, harða samkeppni í miðasölunni. Þrátt fyrir þessa vel- gengni hafa tilboðin ekki streymt til aðstandenda „Soul Food“. Hand- ritshöfundurinn George Tillman jr. er ekkert mjög hissa. Oll stóru kvikmyndaverin sögðu nei takk þegar hann bauð þeim handritið fyrir tveimur árum. Tillman var frekar undrandi á þeim viðbrögðum af því að „Waiting to Exhale“, um vinskap fjögura svartra kvenna, hafði þá notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hann taldi að þess vegna fengi hann já- kvæð viðbrögð við „Soul Food“. Draumaverksmiðjan í Hollywood er þekkt fyrir að veðja á formúlur sem hafa þegar gengið en þegar kom að mynd sem er gerð fyrst og fremst með svarta millistétt í huga þá héldu menn að sér höndum. Stóru kvikmyndaverin vilja frekar gera kvikmyndir um lífsreynslu svartra Bandaríkjamanna sem höfða einnig til annarra en svartra áhorf- enda. Disney er t.d. að kvikmjmda skáldsögu Toni Morrison, Astkær, og er það Jonathan Demme sem leikstýrir, en Steven Spielberg er á vegum DreamWorks að ganga frá „Amistad", mynd um uppreisn á góðu gengi? þrælaskipi, þar sem Anthony Hopk- ins og Matthew McConaughey eru í aðalhlutverkum. Jafnvel velþekktar stjörnur eins og Samuel L. Jackson verða að leita á önnur mið til að fjármagna kvik- myndir eins og mynd hans og Kasi Lemmons, „Eve’s Bayou“, sem er dramatísk mynd um svarta fjölskyldu. Twentieth Century Fox er eina stóra kvikmyndaverið sem hefur sýnt lit. Menn þar á bæ komu „Waiting to Exhale“ á markaðinn og eru nú að hefja vinnslu á annarri kvikmynd byggðri á skáldsögu eftir sama höfund, Terry McMillan. Hún ber titilinn „How Stella Got Her Groove Back“ og hafa Angela Bass- ett og Whoopi Goldberg sýnt áhuga á að leika í henni. Fox kom líka vinnslu á „Soul Food“ á skrið þó að framleiðandi myndarinnar, Robert Teitel, muni eftir einum stjóranum þar sem var neikvæður og sagði: „Það eru ekki nógu mörg morð, ekki nógu mikill hasar, enginn vill sjá svona kvik- mynd.“ Fox sló samt til og lagði mikið upp úr að markaðssetja myndina þannig að hún næði til svartra áhorfenda þar sem dræm aðsókn að „Get on the Bus“, leikstýrt af Spike Lee, og „The Preacher’s Wife“, með Whitney Houston og Denzel Washington, hafði sýnt að það er ekki nóg að gera mynd með svarta áhorfendur í huga og halda að þeir komi sjálfkrafa í bíó. Með mót- leikarann í fanginu ►LEIKKONAN Sharon Stone mætti á heimsfrumsýningu teikni- myndar 20th Century Fox sem nefnist Anastasia. Hún var ekki ein á ferð heldur hélt á barnastjörn- unni Jean-Like Figueroa í fanginu. Stone leikur ekki í myndinni heldur fer með hlutverk í annarri mynd „Gloria“ á móti Figueroa. Frumsýningin var í New York á sunnudag. STUTT Ljóð páfans á geisladisk ► LEIKARINN Vittorio Gassmann lýsir sjálfum sér sem breyskum trúmanni. Engu að síður hefur hann verið fenginn til að vera fyrstur í röð frægra leikara til að lesa ljóð Jóhannesar Páls páfa inn á geisladisk. Lestur Gassmanns, sem er 75 ára, á fimmtán ljöðum var kynntur á fréttamannafundi á þriðjudag af Ersilio Tonini kardínála. Glassman sagðist hafa hikað áður en hann hefði samþykkt að lesa verk páfans af ótta við að „fólk færi að tala um sinnaskipti mín“. Hann sagði uppáhalds Ijóð sín á geisladisknum vera tileinkuð vinnu og virðingu við líkamann. Upptökufyrirtækið Prime Time Promotions stendur að útgáfunni og hefur beðið leikara á borð við Sophiu Loren, Gerard Depardieu, Dustin Hoffman, Robert De Niro, Peter Ustinov, Montserrat Cabaile, Monicu Vitti og Alberto Sordi um að lesa ljóð páfans. Glæpsamleg snert- ing við listina ► „ENGINN getur meinað þér að komast í snertingu við listina,“ segir listakonan fjölhiefa Yoko Ono. Einn gesta á sýningu á verkum hennar í Nútíma- listasafni Cincinnati tók þessi orð bókstaflega og stendur frammi fyrir kæru vegna verknaðarins. Jake Platt frá Seattle er 22 ára og teiknaði hann línur með rauðum tússpenna yfir nokkur af svarthvítum verkum Yoko Ono. Er hvert þeirra inetið á rúmar 700 þúsund krónur. Vinur Platts, sem hefur verið látinn laus gegn tryggingu, sagði að hann hefði litið á aðgerðir sínar sem listræna yfirlýsingu. Hún væri í samræmi við trú hans á Flexus- listahreyfmgunni sem ýtti undir þátttöku áhorfenda. „Hann lítur kannski á þetta sem listræna yfirlýsingu, en þetta er glæpsamlegt athæfi í okkar aug- um,“ sagði Charles Desmarais framkvæmdastjóri listasafnsins. YOKO Ono við eitt verka sinna sem er skákborð með tafimönnum. Islenskur veruleiki TðJVLIST Geisladisknr TRÚBADÚR Geislaplata Haraldar Reynissonar trúbadúrs. Lög og textar eru eftir hann sjálfan, nema ljóðin Svarta dúfan og Hvítir fuglar eru eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Halli syngur og sér um allan hljóðfæraleik (spilar á gítar og munnhörpu) nema hvað Jakob Smári Magnússon spilar á bandalausan bassa í nokkrum lögum. Haraldur gefur sjálfur út en Japís dreifir. 1.999 kr. 41 mín. ÍSLENSKI trúbadúrinn er um margt sérstakur. Hann ferðast milli staða einungis vopnaður gítar og syngur sorglega söngva um ís- lenskan raunveruleika. Margir hafa fetað þennan stíg og nægir þar að nefna Bubba Morthens, leiðtogann sjálfan. Flestum er þeim mikið niðri fyrir og í ljóðum þeirra kemur berlega í ljós að þeim finnst lffsgæðunum misskipt. Annað vinsælt umfjöllunarefni er stríðsrekstur, sem allir geta verið sammála um að sé fáránlegur. Halli Reynis er dæmigerður ís- lenskur trúbadúr og fellur vel und- ir þessa lýsingu. A nýjustu plötu sinni, Trúbadúr, fer hann um víðan völl í yrkisefni. Þó er áberandi um- hyggja hans fyrir „litla mannin- um“ í þjóðfélaginu sem Alberti heitnum Guðmundssyni var svo tíðrætt um forðum. Það er góðra gjalda vert. „Hann er forstjóri, ég er hans þræll / og hlýði ég honum þá er ég sæll“ (Gerðu þetta, gerðu hitt). I Börn með byssur fjallar hann um stríðsreksturinn: „Því stríðið er enn / og stríðinu stjórna, / stríðsglæpamenn." Halli er ágætis skáld; notar gjarnan stuðla og höfuðstafi og stundum rím. Greinilegt er að hann hefur eytt mikilli vinnu í ljóðagerðina og það hefur skilað sér. Lagasmíðar Haraldar eru hefðbundnar; sverja sig í ætt við þjóðlagatónlist og eru flestar ágætar, sumar mjög góðar. Fyrsta lagið, Nótt í Reykjavík, er til að mynda grípandi með frumlegri hljómaskiptingu í viðlagi. Gerðu þetta, gerðu hitt, Brennur guðanna, Svarta dúfan og Börn með byssur eru sömuleiðis fín lög. Einn er sá þáttur á plötunni sem kemur einna mest á óvart; hljóðfæraleikurinn. Gítarleikur Halla er afbragðsgóður og sem dæmi má nefna plokkið í Börn með byssur, Gerðu þetta, gerðu hitt og Svarta dúfan. Jakob Smári leikur á bandalausan bassa í nokkrum lögum og gerir það vel, en bassa- hljómurinn er ekki skemmtilegur, minnir á leiðinlegan hljóðgervil. Söngur Halla er til fyrirmyndar; hann er með sterka og lagvissa rödd sem minnir á stundum á leiðtogann, sem gi'einilega hefur verið fyrirmynd Haraldar í gegn- um árin. Trúbadúr með Halla Reynis er ágætis geislaplata; kannski helst til einlit vegna fábrotinnar hljóðfæraskipunar, en vel þess virði að skella í geislaspilarann í ís- lenskum skammdegisraunveru- leika. Ivar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.