Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
Að lengja sér
leið austur
Frá Valdimar Kristinssyni:
MARGIR héldu að þess yrði ekki
langt að bíða að langþráður draumur
rættist um bærilega akfæran veg
með bundnu slitlagi hringinn um
landið. Þeir bjartsýnustu höfðu gert
sér vonir um að það yrði aldamóta-
árið, það eina sem gæti tafið væri
árleg óvissa um fjárframlög. En þá
kom babb í bátinn því Skipulag rík-
isins tók að tefja máiið.
Þar sem engin ljón virtust í vegin-
um hafði útboð farið fram um vega-
lagningu yfir Jökuldalsheiði, en þá
kom í ljós að Skipulagið vildi fá frek-
ara mat á aðstæðum áður en lengra
yrði haldið, eins og Vegagerðin hefði
kastað höndunum til verksins, sem
þó hafði verið lengi í undirbúningi.
Sum þessara matsatriða eru ótrú-
lega léttvæg og önnur gætu seinkað
frambúðartengingunni um langan
tíma. Verður nú vikið að nokkrum
þeirra.
Vegurinn mun skerða tengsl
tveggja ferðaþjónustustaða við
Hringveginn, þ.e. Möðrudals og
Sænautasels, segir þar. Vissulega
er það ókostur að Möðrudalur hverfi
úr þjóðbraut, en því miður á fortíðin
ekki alltaf samleið með framtíðinni.
Sænautasel er hins vegar nýtt af
nálinni í núverandi mynd. Þar er
gaman að koma og ekki spilla lumm-
ur húsráðanda heimsókninni, en ef
endurreist selið er orðið stórt atriði
í skipulagi vegakerfisins, þá er í lófa
lagið að endurreisa eitthvert heiðar-
býlið á Jökuldalsheiðinni.
Vegurinn um Jökuldalsheiði mun
stytta vegalengdina frá Vopnafirði
að Egilsstöðum um 24 km, þ.e. úr
176 km í 152 km. Skipulagið telur
þetta litlu skipta enda sé Hellisheiði
eystri opin á sumrin. Ekki er bent
á að við tilfærslu hringvegarins ligg-
ur beint við að leggja veg um Hofs-
árdal niður í Vopnafjörð, enda getur
ekki verið ætlunin að láta veginn
liggja til frambúðar eftir fjallsbrún-
inni og um Burstafellsbrekkuna
norðan við dalinn. Þar með yrði leið-
in Vopnaijörður-Egilsstaðir um 136
km löng en er 95 km um Hellis-
heiði. Vegna þess hve vegurinn er
brattur yfir heiðina og víða nánast
hengiflug upp í 730 m hæð, mundu
margir kjósa leiðina um Jökuldals-
heiði og yrðu ekki lengur á leiðinni.
Fyrirhugaður vegur fer nærri 35
þekktum menningarminjum enda á
Jökuldalsheiði sér sögu um búsetu
til forna og á síðustu öld, segir þar
ennfremur. Skárri eru það nú ósköp-
in. Mega íslendingar á 21. öld ekki
koma nálægt rústum af heiðarbýlum
19. aldar? Hefðu þeir ekki bara gott
af að fá daufa innsýn í heim forfeðr-
anna og formæðranna, sem þjuggu
þar við ömurlegar aðstæður.
Fyrirhugaður vegur fer um svæði
sem nú er nýtt til beitar og veiða,
og hann mun skerða flétturík heið-
arsvæði þar sem vitað er að hrein-
dýr halda sig stundum á haustin og
fram á vetur. Þetta er þó ekki talið
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
hreindýrastofninn í þeirri stærð sem
hann er nú, þótt nefnt sé sem rök
í málinu. En er hægt að láta hags-
muni vegfarenda á milli Norður- og
Austurlands taka eitthvert mið af
aðstöðu hreidýraveiðimanna, sem
mörgum finnst stunda ómennska
íþrótt? Hreindýrin voru flutt til
landsins á síðari hluta 18. aldar til
bjargar sveltandi þjóð, en gerðu lítið
gagn og hafa nú lengi verið til
óþurftar með ágangi sínum á rýran
heiðargróður og skógarbændum á
Héraði til armæðu. Frá gróðurfars-
legu sjónarmiði væri best að hrein-
dýr væru hvergi á landi hér nema í
Húsdýragarðinum.
Þá segir að fyrirhugaður vegur
komi til með að skera sundur grónar
heiðar með mikilli landslagsfegurð.
Er nema gott um það að segja að
fjöldi fólks fái notið þessarar fegurð-
ar, en ekki aðeins smalar og veiði-
menn? Þetta minnir á rekistefnuna
þegar leggja átti hringveginn um
Vaðlareitinn austan Akureyrar, en
hann höfðu fæstir séð nema úr fjar-
lægð. Nú geta vegfarendur glaðst
yfir gróðrinum þar og stansað á
glæsilegum útsýnisstöðum í brekk-
unum vegna þess að úrtölumönnum
var ekki ansað.
Undir lokin er sagt að upplýsingar
skorti um þann kost að vegtenging
Norðurlands og Austurlands verði
um Fjöllin og Vopnaíjörð með
göngum undir Hellisheiði! Getur ver-
ið að Skipulagi ríkisins finnist ekki
skipta máli þótt leiðin milli Akur-
eyrar og Egilsstaða lengist til fram-
búðar um 50-60 km? Hefur Skipu-
lagið ekki fylgst með því hvernig
landsbyggðin á undir högg að sækja?
Einnig benda líkur til að bráðum séu
síðustu forvöð að hamla gegn því
að nær allir landsmenn flytji í Borg-
ríkið við Faxaflóa og má því engan
tíma missa. Uppbygging á Austur-
landi og sem nánust tenging við
Norðurland gætu verið lykilatriði í
því að ná árangri í þeirri viðleitni.
Takist vel til getur orðið mikil um-
ferð þarna á milli árið um kring.
Reyndar minnir þessi málflutningur
á sjónarmið þeirra sem vildu ekki
„spilla Leirunum“ og börðust á móti
brúnni norðan Akureyrarflugvallar,
en ætluðust til að vegfarendur tækju
á sig yfir 20 km krók inn að Hrafna-
gili um alla framtíð. Segið svo að
sagan endurtaki sig ekki.
En ef litið hefði verið á þessi atr-
iði og önnur í áiiti Skipulags ríkisins
með dálítið öðru hugarfari, hefði
niðurstaðan getað orðið sú að rétt
hefði verið staðið að málum og að
flýta bæri framkvæmdum eins og
kostur væri.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Reynimel 65, Reykjavík.
Frá Friðriki Asmundssyni
Brekkan:
FYRIR skömmu freistaðist ég af
auglýsingum um vaxmyndasýningu
í JL-húsinu við Hringbraut. Aug-
lýstar voru tvær sýningar, „Furður
Veraldar“ og „Vaxmyndasýning".
Þar sem ég fór stundum með for-
eldrum mínum barnungur í Þjóð-
minjasafnið til þess m.a. að skoða
vaxmyndasýninguna langaði mig til
þess að skoða hana á nýjan leik
fyrst tækifæri gafst til.
Ég varð ekki fyrir vonbriðgðum
með sýninguna sem slíka en ég
varð fyrir vonbrigðum með aðstöðu-
leysi Þjóðminjasafnsins og að ekki
hafi verið ráðist í að sýna þessar
styttur um áratuga skeið og við-
halda endurnýjun á þeim. Þannig
eru í raun tvær til þijár kynslóðir
sem ekki hafa fengið tækifæri til
þessa að skoða stytturnar. Vax-
myndirnar eru merkar heimildir um
menn og málefni frá tímabilinu frá
1930 til 1950. Óskars Halldórsson
útgerðarmaðui' gaf þessar styttur
til minningar um son sinn sem fórst
í sjóslysi. Hefði þeim verið haldið
við sem skyldi þá væru eflaust um
eitt til tvöhundruð styttur til viðbót-
ar af merkum íslenzkum sem út-
lendum mönnum og konum. Safn
af þessarri tegund er merkileg
heimild og hvet ég alla kennara til
þessa að koma og skoða sýninguna
og semja stutt spurningaryfirlit
Frá Haildóri G. Jónssyni:
FYRIR nokkrum dögum birtust
tveir ráðherrar í Ríkissjónvarpinu
og lýstu áhyggjum sínum, Ijálgir á
svip, vegna þess ófremdarástands
að fólk flykktist af landsbyggðinni
og á Reykjavíkursvæðið. Var á þeim
að heyra að fátt væri til úrræða
við þessum öfugsnúningi í samfé-
lagi voru, hétu því þó að eitthvað
ætluðu þeir að reyna til að finna
úrræði, svo að hægði á þessum
fólksflutningum og hin margumtal-
aða landsbyggð legðist ekki í auðn.
Stórútgerð til öflunar hráefnis til
vinnslu í landi og þar með atvinnu-
sköpun virðist eiga erfitt uppdráttar
um þessar mundir og væru mörg
sjávarþorpin verulega illa á vegi
stödd ef þar um slóðir ekki væru
til menn, sem ættu sér þá hugsjón
að bjarga sér og öðrum sjálfir, og
bijótast í því að gera út hina svo-
kölluðu krókabáta, en eiga þar við
ramman reip að draga þar sem fisk-
veiðistjórnunarstefna stjórnvalda
er.
Ef vesalingur minn mætti gerast
svo djarfur að ráða stjórnvöldum
eitthvað til úrbóta, mundi ég leggja
til að veiðiheimildir þessara báta
væru auknar, ekki e.t.v. að gefa
þær algjörlega fijálsar með einu
pennastriki (eitthvað í þá veru mun
hafa hrokkið úr munni hins fræga
Vaxmynda-
safn Oskars
Halldórs-
sonar
varðandi tímabilið fyrir nemendur
sína og koma með þá. Meðal atriða
þarna er fyrsti Ríkisráðsfundur, 17.
júni 1944, og margt, margt fleira
sem mætti nýta vel til kennslu. Þá
er einnig með þessari sýningu í
raun verið að opna möguleika Þjóð-
minjasafnisins, sem er raunveruleg-
ur eigandi Vaxmyndasafnsins, til
þess að sýna þúsundir af þeim atrið-
um sem safnið í dag neyðist til
þess að geyma í vöruskemmum eða
í kjallara safnsins engum til gagns.
Margir þessara muna sem eru gjaf-
ir frá fjölskyldum, dánarbúum og
fleira myndu sóma sér vel sem
skreytingar í vaxmyndasafninu,t.d
borð, stólar, skrautmunir o.fl.
Ferðamannaþjónustan kallar á
afþreyingu fyrir innlenda sem er-
lenda ferðamenn og með samhæfðu
átaki væri hægt að koma upp al-
mennilegu vaxmyndasafni hér sem
myndi vekja heimsathygli. Meðal-
biðtími til þess að komast inn á
Madame Tussaud’s vaxmyndasafn-
ið í London er um tveir til þrír tímar
stjórnmálaforingja Olafs Thors fyrir
löngu um annan og óskyldan vanda,
og varð pennastrikið frægj; þótt
ekki fengi hann komið því fram),
heldur hægt og rólega. Þetta virð-
ast fjandfrændur vorir, Norðmenn,
nú íhuga, ef marka má fréttir, og
efiaust til styrktar sínum sjávar-
þorpum.
Mér eru málin kunnust í minni
heimabyggð, og svo undarlega vill
til, að síðan Arnarfjörður fylltist
skyndilega af fiski, sem og aðrir
firðir hér á Vestfjörðum, sem
bendir óneitanlega til viðreisnar
þorskstofnsins, hefur krókabátum
fjölgað hér og jafnvel eru þess
dæmi að duglegir trillukarlar hafi
keypt hér hús! og sest hér að.
Þetta talar sínu máli. Og í kjölfar-
ið kemur atvinna í landi, sem ann-
ars hefði ekki verið fyrir hendi.
Og hvað þá?
Við skulum minnast þess, að
okkar íslenska stóriðja er fisk-
vinnslan og þrátt fyrir annars kon-
ar stóriðju mun mikill hluti lands-
byggðarinnar standa og falla með
henni.
Og hvað sem einhveijir sægreifar
segja þá er sú staðreynd fyrir hendi
að fleiri þurfa að draga fram lífið
á landi voru en þeir.
HALLDÓR G. JÓNSSON,
Bíldudal.
Veiðiheiraildir verði
auknar smátt og smátt
og í raun er það ekkert merkilegra
en safnið okkar eða eins og safnið
okkar gæti orðið. Þá veit ég að það
yrði til þess að draga inn verulegan
fjölda þeirra ferðamanna sem heim-
sækja landið. Þökk sé Þjóðminja-
safninu að hafa stuðlað að því að
þessi sýning varð að veruieika. Nú
er bara að styðja við bakið á Þjóð-
minjasafninnu og þróa þessa hug-
mynd áfram. Þúsund möguleikar
liggja í hirzlum Þjóðminjasafnsins
til þess að gera skemmtilegar og
fræðandi sýningar fyrir almenning,
fyrir venjulega fólkið, fyrir æskuna.
Ekki veitir af að finna einhveija
sögulega kjölfestu fyrir æsku þessa
lands, eða hvað finnst þér, lesandi
góður? Hættum að eyða miklum
fjármunum í að grafa upp rústir til
þess að láta fornleifafræðingagæð-
inga sanna eða_ afsanna að byggð
fornmanna á íslandi hafi staðið
tuttugu eða hundrað árum lengur
en hin s.k. viðurkennda íslandssaga
segir til um. Hvetjum kemur slíkt
í rauninni við?
Ég minnist þess einu sinni að
hafa neyðst til þess að sitja á fundi
þar sem fornleifafræðingur einn
flutti rúmlega tveggja tíma „hátíð-
arerindi“ um kolefnisgreiningu á
ösku við uppgröft í Vestmannaeyj-
um og auk þess muldraði viðkom-
andi það óskýrt og þvældi þannig
um málefnið að allflestir viðstaddir
fengu óbeit á málefninu, þ.e.a.s
þeir sem ekki voru sofnaðir. Er
þetta það sem við yiljum? Nei!!! Alla-
vega ekki ég ... Ég vil lifandi og
virkt Þjóðminjasafn, sem gæti kom-
ið fram sem sterkt mótvægi við
innrás lágmenningarinnar í hugar-
heim æsku Islands.
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON
BREKKAN,
Mímisvegi 6, Reykjavík.
Barnamyndatökur
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Laugavegi 24 • 101 Reykjavík
Sími 552 0624
AGFA