Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 69v
FOLK í FRÉTTUM
Neónraflýst hjarta
á brúðkaupsafmælinu
MYNPBÖNP
Undarlegt hótel
SKILTIÐ var bara sett upp
þennan dag,“ segir Kristín
Sighvatsdóttir sem fékk
neónljósaskilti frá manni
sínum Karli Jóhanni Karls-
syni á 50 ára brúðkaups-
afmæli þeirra. „Mér leist
ljómandi vel á hjartað,“
bætir hún við. „Ég hugsa að
það hafí ekki margar konur
fengið svona neónlýst hjai-ta
á gullbrúðkaupsdegi sín-
um.“
Hann er þá ennþá róman-
tískur? spyr blaðamaður
glettnislega.
„Já, alveg sérlega róman-
tískur, elskulegur og góður
eiginmaður."
Hvað var gert í tilefni
dagsins?
„Við buðum börnum,
bamabömum, vinum og
vandamönnum heim til okk-
ar milli 17 og 19,“ segir
Kristín brosandi. „Þau komu
okkur á óvart með því að fá
Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt-
ur og Jón Stefánsson til að
flytja yndislega fallega ást-
arsöngva til okkar. Það var
óskaplega fallegt veður og
þessi dagur verður okkur
ógleymanlegur."
Hvernig var brúðkaups-
dagurinn fyrir fimmtíu ár-
um?
„Það er nú svo langt
síðan,“ segir Kristín. „Hann
var bara ósköp yndislegur
og góður. Við giftum okkur
heima hjá séra Áma Sig-
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
KRISTÍN Sighvatsdóttir og Karl Jóhann
Karlsson fyrir utan heimili sitt á brúð-
kaupsafmælinu.
urðssyni fríkirkjupresti í
Garðastræti og konan hans
söng og spilaði undir.“
Karl tekur undir með eig-
inkonu sinni um brúðkaups-
afmælið og segir: „Þetta var
yndislegur dagur, vinur
minn. Þú getur ímyndað þér
- gullbrúðkaup - fimmtíu
ár með sömu konunni!"
Hann segir að það þurfi
ekki að koma á óvart að
hann hafi smíðað
neónljósaskilti handa Kiist-
ínu á brúðkaupsafmælinu.
„Ég var íyrstur til að smíða
neónljósaskilti á íslandi,"
segir hann. „Af hverju ætti
ég ekki að smíða neon-
ljósaskilti fyrir konuna
mína?“
Raunar á hann viður-
kenningu frá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda sem
hann fékk árið 1977 fyrir
neónrafljósagerð í 25 ár. En
hvaða skilti var fyrst lýst
með neonrafljósum á ís-
landi? „Ég held það hafi
verið Bókabúð Lámsar
Blöndal," svarar hann. „Það
var góður maður og ágætis
bókabúð. Maður saknar
alltaf þessara gömlu
bókabúða."
Af hverju? spyr
blaðamaður en hefði
kannski átt að hugsa sig
betur um.
„Vegna þess að maður er
sílesandi," svarar Karl og
hlær.
Skemmtiferð
(Joyride)
Spennumynd
★ ★‘/2
Framleiðandi: John Julilin. Leik-
stjóri: Quinton Peeples. Hand-
ritshöfundar: Quinton Peeples. Kvik-
myndataka: S. Douglas Smith.
Tdnlist: Evyen Klean, Ivo Watts
Russel. Aðalhlutverk: Tobey
Maguire, Amy Hathaway, Wilson
Cruz, Christina Naify, Adam West. 91
mfn. Bandarikin. Skífan 1997.
Utgáfudagur: 5. nóvember. Myndin
er bönnuð börnum innan 16 ára.
MYNDBÖND eru oft eina leiðin
til að sjá frumlegar og ferskar kvik-
myndir, sem koma ekki í
kvikmyndahús vegna þess
að bíóin þora ekki að taka
áhættu. Æ fleiri
stórsprengjumyndir eru
gefnar út og varpa þær
skugga sínum yfir
myndir sem eru ekki
eins markaðsvænar,
því þær lúta ekki
lögmálum popps og
kóks. Kvikmyndin
Skemmtiferð er að
mörgU leyti
stórgölluð en hún
er eigi að síður
merkilegri en
flest það sem er
boðið fram í
kvik-
myndahúsum
borgarinnar. Mynd-
in segir frá J.T. sem er hálf-
gerður ræfill og vinnur við að halda
sóðalegu hóteli fóður síns við. Á
hótelið koma nokkrar litríkar
persónur sem eiga
eftir að hafa mikil
áhrifálíf J.T.
Þetta er fyrsta
kvikmynd leik-
stjórans og hand-
ritshöfundarins
Quinton Peeples
og getur hann
verið þokkalega
ánægður með
frumraun sína.
Sögufléttan er ágætlega unnin og
persónurnar eru ekki hinar
dæmigerðu klisjur sem maður á að
venjast. J.T. er svo mikill aumingi að
það er varla hægt annað en að vor-
kenna greyinu og túlkun Tobey
Maguire á honum er ágæt. Adam
West, sem er betur þekktur
sem bumbu-Bat-
man í hinum
skemmtilega
hallærislegu
sjónvaprsþáttum um
ógnvaldinn á
náttfötunum, er ein-
staklega öfuguggaleg-
ur sem faðir stúlkunn-
ar sem J.T. verður ást-
fanginn af. Aðrir leikar-
ar standa sig misjafn-
lega vel en enginn þarf
að skammast sín fyrir
frammistöðu sína. Þrátt
fyrir góðar persónur og
skemmtilega hugmynd
nær Peeples ekki að halda
dampi út myndina og síðasti
þriðjungur hennar er frekar
slakur. Það væri gaman að
sjá fleiri myndir sem fara jafn
ótroðnar slóðir sem þessi.
Ottó Geir Borg
Richard Gere í Tíbet
LEIKARINN Richard Gere stillir
sér upp við Ijósmyndir, sem hann
tók í Tíbet, á opnun sýningar í
New York. Ágóði af sölu mynd-
anna og bókar sem nefnist „Pil-
grim“ eða Pflagrímur mun verða
notaður til þess að kynna málstað
Tíbetbúa.
Kýr í vellystingum
ÓHÆTT er að segja að kýrnar í
Kampong Som í Kambódfu lifi í
vellystingum praktuglega.
Þorpsbúar trúa því að kýrnar búi
Vfir lækningamætti og nota
hálfmelt gras úr þeim í
lækningasúpur. Þeir trúa því
cinnig að kýrin geti læknað með
því að sleikja. Einnig hræra þeir
saman kúahlandi, skít og
dryklgarvatni til þess að malla hin
ýmsu lækningameðul.
GOÐIRI
Fjölbreytt úrval af vönduöum |
fataskápum á frábœru verði I
.160.-
Aöeins í Húsgagnahöllinni
Breidd 120 cm
Hœð 203 cm
Dýpt 55 cm
, . , „, HÚSGAGNAHÖLUN
Beyki OQ hvitt BlkUhMðlM-IWRvlk-SÆIOBOOO