Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Hannesi o g öðrum bent á nokknr atriði I FIMMTU grein sinni um sjávarútvegs- mál í nýrri ritröð sem birtist í Mbl. hinn 22. þ.m. ijallar Hannes Hólmsteinn Gissurar- son um auðlindaskatt- inn og forsendur hans. í grein hans vantar að hnykkja á að við ótak- markaðar veiðar hefur mögulegur arður sem fiskveiðar geta skilað umfram aðrar innlend- ar atvinnugreinar til- hneigingu til að vera sóað vegna þess að sókn heldur áfram uns heildartekjur af veið- unum eru jafnar heild- arkostnaði og þar með ágóðinn eng- inn umfram aðrar atvinnugreinar sem eitthvað kveður að. Kjörsókn miðast aftur á móti við það stig þar sem við- bótartekjur af aukinni sókn eru jafnar viðbót- arkostnaði. Kjörsókn er yfirleitt aðeins brot af þeirri sókn sem óheftar veiðar leiða af sér. Hannes viðurkennir þann arð sem takmark- aðar fiskveiðar geta skilað af sér umfram aðrar veiðar en hann minnist ekki á að þessi arður sem veiðarnar geta gefið af sér verður eingöngu til fyrir til- stilli almannavaldsins. Það er meiri hluta al- þings eða þijátíu og tveggja þingmanna sem hann hefir jafnframt lýst yfir ásamt fleiri and- stæðingum veiðigjalds að kunni ekki með fé að fara. Vart verða skrif hans á annan hátt skilin. Nú vitum við að sókn er hægt að takmarka með ýmsu móti þótt fijáls sé, t.d. með lokun svæða, reglum um möskvastærð, hámarks úthalds- dagaijölda, heildarafla á ákveðnu tímabili, banni við notkun vissra veiðarfæra o.s.frv. Nú er það svo að þegar fiskimiðunum var lokað voru sköpuð gríðarleg verðmæti sem var útdeilt af meirihluta þings um lengri eða skemmri tíma vegna þeirra yfirburða sem velrekinn sjáv- arútvegur getur haft yfir aðrar inn- lendar greinar. Hliðstæð verðmæti voru ekki sköpuð þegar kvótakerfi var komið á í landbúnaði einfaldlega vegna þess að vel rekinn landbúnað- ur er ekki slík yfirburðagrein og sjávarútvegur. í ljósi þess hversu lít- ið íjármálavit þjóðþingið að sögn andstæðinga veiðigjalds hefir, er þá Kristjón Kolbeins Hliðstæð verðmæti voru ekki sköpuð þegar kvóta- kerfí var komið á í land- búnaði, sefflf Kristjón Kolbeins, einfaldlega vegna þess að vel rekinn landbúnaður er ekki slík yfirburðagrein sem sjávarútvegur. við því að búast að þessi útdeiling verðmæta sé vitrænni en önnur meðferð fjármuna af hálfu þess. Nú viðurkennir HHG að þessi arður, sjávarrentan sem miðin gefa af sér, sé fyrir hendi og hafi orðið til fyrri tilstilli almannavaldsins þá hlýtur að vera mótsagnakennt að líta á dreifingu þessa arðs til þegna lands- ins sem skatt, hvorki á sjávarútveg- inn né hinar dreifðu byggðir landsins því breytt fiskveiðikerfi, altækt sem heimilaði fijálsar veiðar innan tak- markana yrði vart túlkað sem slíkt. Tvö önnur atriði hafa verið til umljöllunar. Annað snertir Imeldu og hitt Adam. Enginn fer í grafgöt- ur um að þótt Imelda sé seðjandi og láti sér nægja 2.000 skópör er ekki þar með sagt að kjör skósmiða hennar þurfi að vera sérstaklega góð. Þeir gætu þess vegna lapið dauðann úr skel. Einokunarágóði þarf þess vegna ekki að skila sér í bættum kjörum annarra en þeirra sem njóta hans þótt þeir kaupi marg- víslega vöru og þjónustu. Nú þegar veiðiheimildir eru orðnar takmörkuð gæði hlýtur að gilda það sama um verðmyndun þeirra eins og annarrar vöru á markaði. s.s. kornvöru og málma. Adam sálugi Smith yrði vart lengi að svara þeirri spurningu hvernig markaðurinn færi að leysa verðmyndunarmál veiðiheimilda hvort sem þær yrðu boðnar út tii lengri eða skemmri tíma og óvissa er snertir verðmyndun þeirra er ekki meiri en við almenna verðmyndun afurða og aðfanga eins og fullunn- inna vara og hráefna og rekstrar- vara. Að lokum. Sú tækni sem þarf til að nýta fiskimið með arðsemi er ekki ný af nálinni. Hún hefír verið þekkt áratugum saman. Höfundur er viðskiptafræðingur. Alvöru j eppi á verði j epplings I I iVITARA 1998 Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega stöðuga fjöörun og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR, JLX 5-D. 1.940.000 KR, DIESEL 5-D 2.180.000 KR,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjáðu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara er vinsælasti jeppinn á íslandi. Og skyldi engan undra. ^SUZUKl^ *AFL OC ÖRYGGI SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf, Laufásgötu 9, sími 482 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasaian hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. 00. Egilsst Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG liílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðúrlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.