Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fellibylur í Yíetnam 546 fórust og þúsunda enn saknað Hanoi. Reuters. RÚMLEGA 3.600 manna er enn saknað í suðurhluta Víetnams viku eftir að fellibylurinn Linda geisaði þar. Staðfest hefur verið að 546 manns fórust í fellibylnum, aðallega sjómenn, og tugþúsundir manna misstu heimili sín. Þetta er mannskæðasti fellibylur sem geisað hefur á þessum slóðum í tæpa öld. Leitarskip og þyrlur hafa bjargað um 4.900 sjómönnum við suðurströnd Víetnams og margir þeirra héldu sér dögum saman á baujum eða brotnum bátsplönkum. Stjórnvöld í Víetnam hafa óskað eftir aðstoð nágrannaríkja við leit- ar- og björgunarstarfið. Víetnamar hafa einnig óskað eftir fé til að kaupa matvæli, lyf, fatnað og skýli handa þeim sem misstu heimili sín. Áætlað er að tjónið af völdum fellibylsins nemi 472 milljónum dala, andvirði rúmra 33 milljarða króna. -----*-M------ Flóð í Austur-Afríku Hundruð þúsunda heimilislaus Nairobi, Addis Ababa. Reuters MIKLAR rigningar hafa gengið yf- ir norð-austanverða Afríku að und- anfómu og hafa þær orsakað mestu flóð í manna minnum þar um slóðir. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 800.000 manns séu heimil- islausir í Sómalíu í kjölfar flóðanna og að mikil þörf sé þar á neyðaraðstoð. Engin virk ríkis- stjórn hefur hins vegar verið í Sómalíu frá því Mohamed Said Barre forseta var steypt af stóli árið 1991 og því er framkvæmd hjálpar- starfs í landinu mjög erfið. Mikið tjón hefur orðið í flóðunum í Sómalíu, Eþíópíu og Kenýa. Brýr hafa eyðilagst, vegir farið í sundur og jarðvegur skolast burt. A síðustu tveimur vikum hafa 57 látið lífið í flóðunum í Sómalíu og 35 í Kenýa. Þar eru a.m.k. 2.500 heimilislausir. Rigningamar í Afríku em taldar orsakast af E1 Ni~no hafstraum- inum í Kyrrahafi sem er óvenju- sterkur í ár og talinn koma til með að hafa víðtæk veðurfarsleg áhrif um mestallan heim. ERLENT Dómari segir breyttan úr- skurð „í þágu réttlætisins“ Reuters STUÐNINGSMENN Louise Woodward í Somerville í Massachusetts- ríki bíða í ofvæni eftir að nýr dómur í máli hennar birtist á alnetinu. HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku bamfóstrunnar Louise Woodward, segir m.a. í úrskurði sínum um beiðni verjenda um ómerkingu úrskurðar kviðdóms frá 30. október sl., að eftir að hann hafi „athugað málsatvik vandlega", sé hann „fyllilega sannfærður um að það sé í þágu réttlætisins [...] að ég mildi úrskurðinn til manndráps af gáleysi". Það var 12 manna kviðdómur í Massachussetts-ríki sein komst að þeirri niðurstöðu að' Woodwai-d væri sek um morð að yfirlögðu ráði. Dómarinn átti ekki annars úrkosti, samkvæmt bókstaf laganna, en dæma hana í ævilangt fangelsi með möguleika á náðun eftir 15 ár í fyrsta lagi. Woodward hafði verið gefið að sök að hafa hrist Matthew Eappen, átta mánaða dreng sem hún gætti, og slegið höfði hans við harðan flöt 4. febrúar sl„ með þeim afleiðing- um að hann lést á sjúkrahúsi fimm dögum síðar. Woodward hafði ákveðið, að höfðu sam- ráði við verjendur sína, að verða dæmd á grundvelli ákæru um morð að yfirlögðu ráði. Samkvæmt því gat kviðdómur ekki fundið hana seka um mann- dráp af gáleysi. Kviðdómarar sögðu frá því, eftir að hafa kveðið upp úrskurð sinn, að þeir hefðu ekki talið að Woodward hafi ætlað að drepa Matthew. Hins vegar hefðu þeir verið sannfærðir um að hún hefði orðið völd að dauða hans. Af þessu drógu ýmsir lögspek- ingar þá ályktun að kviðdómarar hafi verið þeirrar skoðunar að Woodward væri sek um manndráp af gáleysi, en ekki átt þess kost að finna hana seka um slíkt. Því töldu lagaskýrendur að kviðdómurinn hefði átt að fella úrskurð um að Woodward væri „ekki sek“ um morð að yfirlögðu ráði. í úrskurði sínum segir Zobel þó, að sönnun á „illvilja“ í þessu til- tekna máli hafi byggst á því hvort „skynsamur einstaklingur gæti hafa gert sér grein fyrir að það sem hann ætlaði sér að gera gæti valdið mikilli hættu á dauða Matthews Eappens". Saksóknari hafi einungis þurft að sanna að gjörðin sjálf hafi verið að yfirlögðu ráði, ekki að til- teknar afleiðingar hennar hafi verið að yfirlögðu ráði. Zobel segir, að það sé sitt mat á sönnunargögnum í málinu, að þau „bendi til ringlunar, ótta og dómgreindarskorts, fremur en reiði eða illvilja" af hálfu sak- bomings. Zobel segir að ákvörðun um að hvort úrskurður skuli mildaður byggist á því hvort dómari telji, að yfirveguðu máli, að slíkur úr- skurður sé „frekar í þágu réttlætis- ins“, og hvort „líklegra sé að [réttlætinu] sé fullnægt" með milduðum úrskurði en með því að úrskurður kviðdóms standi. Umræða um galla kviðdóms Þegar réttarhöldum í Bandaríkj- unum, sem hafa orðið áberandi í fjölmiðlum, lýkur með óvæntri niðurstöðu hefst jafnan mikil umræða um kosti og þó umfram allt galla kviðdómsfyrirkomulags- ins. Sjónvarpsmaðurinn Robert Prost sagði eitt sinn: „I kviðdómi sitja 12 manns sem ákveða hvor deiluaðilinn er með betri lögfræðing.“ Vangaveltur um ágæti þessa fyrirkomu- lags eru fráleitt nýjar af nálinni. Fyrir heilli öld skrifaði bandaríski læknirinn og rithöfund- urinn Oliver Wendell Holmes: „Ég held að sí- fellt auldst vantrú fólks á að kviðdómur sé besta leiðin til þess að komast að sannleikanum.“ Larry Stewart, fyrrum formaður bandarískra lögmannasamtaka, er þeirrar skoðunar að málið sé þó ekki alveg svona einfalt. Vandinn sé rétt eins fólginn í því, að lögfræðingar og dómarar leggi ekki mál fyrir kviðdóm á skiljanlegan hátt. „Við þurfum að skoða hvemig lögfræðingar vinna og hvernig dómarar vinna, en ekki kenna kviðdómurum um úrskurð sem við erum ekki sammála," segir hann í viðtali við Associated Press. Annar þáttm- bresk/bandaríska dómskerfisins hefur verið umdeild- ur, ekki síst í tengslum við rétt- arhöldin í máli Woodwards, og það er sú aðferð að lögfræðingar hvors deiluaðila um sig haldi fram ein- dreginni afstöðu og láti síðan sverfa til stáls í réttarsalnum. Hugmyndin er sú, að deilurnar leiði til þess að sannleikurinn komi í Ijós. Þannig er markmið hvors lögfræðings fyrst og fremst sigur, en ekki endilega það að leita sann- leikans í málinu. Hvorugur má gefa eftir eða leita millivegar. Fréttaskýrandi The Boston Globe veltir því fyrir sér hvort brestir þessa kerfis hafi orðið deginum ljósari við réttarhöldin yfir Wood- ward. Þar tóku þátt þekktir laga- sérfræðingar sem hafa tugi þúsunda króna í tímakaup. Urðu réttarhöldin að einvígi framlínumanna í lögfræðingaliðum deiluaðila í stað leitar að sannleik- anum í málinu? spyr fréttaskýrand- inn. „í áberandi dómsmálum er gíf- urlegur þrýstingur á að sigra í eig- inlegustu merkingu þess orðs, fá allt eða ekkert,“ segir ónefndur lögfræðingur. Margir h'ta svo á, að dómur um manndráp af gáleysi, svo sem kviðdómarar virðast hafa viljað og Zobel dómari kvað að lokum upp úr með, hafi verið „réttlát" málamiðlun. Saksóknari í máli Woodwards ætlaði upphaflega að ákæra hana um morð að yfirlögðu ráði, þótt lagasér- fræðingar hafi flestir verið þeirrar skoðunar að málið byði í mesta lagi upp á ákæru um manndráp af gá- leysi. Sérfræðingar segja að einn veij- enda Woodwards, Barry Scheck, hafi á snilldarlegan hátt grafið und- an málflutningi saksóknara. Scheck öðlaðist frægð í Bandaríkjunum og víðar þegar hann tók þátt í „draumaliðinu“ sem varði ruðnings- kappann O.J. Simpson, sem ákærður var um tvö morð, en sýknaður af kviðdómi. Þegar saksóknari sá fram á að erfiðlega myndi ganga að sannfæra kviðdómara um að Woodwai-d væri sek um morð að yfirlögðu ráði fór hann fram á að kviðdómarar íhuguðu að sakfella hana um mann- dráp af gáleysi. En veijendur Wood- wards veðjuðu öllu með því að fara fram á að hún yrði dæmd á grund- velli ákæru um fyrstu eða annarrar gráðu morð að yfirlögðu ráði, en ekki kæmi til greina að dæma hana fyrir manndráp af gáleysi. Áfellist ekki kviðdómarana I úrskurði sínum segist Zobel ekki átelja verjendur Woodwards eða hana sjálfa fyrir að hafa kosið þessa leið. í ljósi þeirra sannana er fyrir hafi legið hafi þetta verið skynsamleg og viðeigandi ákvörðun. Hefði áætlunin gengið upp hefði verjendum verið hrósað fyrir hugrekki og forsjálni. í niðurlagi úrskurðar síns leggur Zobel áherslu á að í breytingunni sé ekki fólginn neinn áfellisdómur yfir kviðdómurum í málinu. Þvert á móti standi allir aðilar þess, saksóknarar, verjendur, rétturinn og almenningur, í þakkarskuld við kviðdóminn. Hiller B. Zobel Clinton bíður ósigur á Bandaríkjaþingi Deilt um bann við tóbaksauglýsingum í Bretlandi Stjórnin í vörn vegna undanþágu Formúlu 1 Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti neyddist í gær að sætta sig við að breytingar á lögum um utanrík- isviðskipti, sem hann hafði bundið miklar vonir við, strönduðu í meðförum fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings. Atkvæðagreiðslu var frestað um frumvarpið- að beiðni forsetans, þar sem við blasti að meirihluti finndist ekki fyrir því á þinginu. Þykir þessi niðurstaða töluverður ósigur fyrir forsetann. Hinar áformuðu lagabreytingar gengu út á að forsetinn fengi í hendur vald til að ganga frá viðskiptasamningum við erlend ríki fyrir hönd Bandaríkjanna án þess að leita sérstaklega heimildar þingsins til þess fyrirfram. Þingið hefði, ef breytingamar næðu fram að ganga, aðeins heimild til að samþykkja eða hafna samningun- um en gæti ekki spillt þeim eða tafið þá með tímafrekum breyting- artillögum. Hefur Clinton aldrei beðið stærri ósigur á þinginu frá því áform hans um uppstokkun heilbrigðiskerfisins voru felld 1994. Fríverzlunarsamningar í lausu lofti Clinton hafði vonast til að geta með hinni nýju löggjöf auðveldað fríverzlunarsamninga við ríki Rómönsku Ameríku og Suðaustur- Asíu, þar sem markaðsvæðing og hagvöxtur er mikill um þessar mundir. Þessi niðurstaða þýðir enn- fremur, að óvíst er hvort mögu- legt verði að hefja samn- ingaviðræður um stofnun stórs fríverzlunarsvæðis sem ætlunin var að tengdi Norður- og Suður- Ameríku sterkari böndum, en á ferð sinni til nokkurra landa Suður-Ameríku í liðnum mánuði hafði Clinton heitið því að fylgja þessum áformum eftir. Lundúnum. Reuters. RÍKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins í Bretlandi reyndi í gær að verjast gagnrýni vegna ákvörðunar hennar um að veita aðstandendum Formúlu 1-kappakstursins þar í landi undanþágu frá banni við tóbaksauglýsingum, en meðal kosn- ingaloforða flokksins fyrir kosning- arnar í vor hafði verið að koma á al- gjöru banni við tóbaksauglýsingum í tengslum við íþróttaviðburði. I kjölfar mjög gagnrýninna skrifa dagblaða vegna þessa máls greindi framkvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, Tom Sawyer, frá því síðdegis í gær að flokkurinn myndi skila Bernie Ecclestone, forseta samtaka Formúlu 1-aðstandenda, fé sem hann hefði greitt í flokks- sjóðinn. Þessi ákvörðun þýddi sinnaskipti flokksstjómarinnar í þeim tilgangi að reyna að bægja skaða frá flokkn- um vegna ásakana um að hafa látið „kaupa“ sig til að veita undanþág- una frá auglýsingabanninu. „Vottur um spillingu“ Gordon Brown, fjármálaráðherra, var spurður að því á BBC í gær hvort eitthvað væri hæft í því að Eccles tone, sem hefur flesta þræði Formúlu 1 í hendi sér og er einn rík- asti maður Bretlands, hefði látið fé af hendi rakna til Verkamannaflokks- ins. Brown svaraði því til, að hann vissi það ekki sjálfur fyrr en listi með nöfnum þeirra sem hefðu styrkt flokkinn yrði birtur á næsta flokksþingi, þ.e. í október 1998. The Guardian skrifaði í gær að þetta mál væri „fyrsti votturinn um spillingu" sem stjóm Verkamanna- flokksins lenti í. Tessa Jovell, aðstoðarheilbrigðis- ráðherra, greindi frá því fyrir helgi að hætt hafi verið við áformin um að banna tóbaksauglýsingar í Formúlu 1 vegna „pólitískra hagsmuna", sem fælust í hættunni á að Formúla 1 flytji með alla sína starfsemi frá Bretlandi þangað sem ekld væru hömlur á auglýsingum, til Austur- landa fjær t.d. Flest keppnislið Formúlu 1 hafa höfuðstöðvar sínar í Bretlandi og starfsemi þeirra er sögð veita 50.000 manns atvinnu. Tóbaksvamasamtök hafa fordæmt ákvörðun stjómarinnar og fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins lýsti yfir vonbrigðum sínum, þar sem að því hefur verið stefnt að láta bann við tóbaksauglýsingum ná til allra aðildarlanda ESB. Tóbaksfram- leiðendur eyða um tólf milljörðum króna árlega í Formúlu 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.