Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 23
Umsvif Þormóðs ramma-Sæbergs
og Granda í Guyamas
Fullkomnasta
fískvinnslu-
hús í Mexikó
Unnið að kaupum á þremur sardínubátum
NÝTT frystihús í eigu Þormóðs
ramma-Sæbergs hf. og Granda hf.
og samstarfsaðila þeirra í Gu-
yamas í Mexikó er fullkomnasta
fískvinnsluhúsið í landinu. Hefur
það vakið verulega athygli þar
enda má segja, að með því hafi
verið brotið í blað, ekki aðeins hvað
varðar umsvif íslenskra fyrirtækja
erlendis, heldur ekki síður hvað
varðar fiskiðnaðinn í Mexikó.
„Þetta er merkisdagur í sögu
Mexikó,“ sagði Carlos Camacho
Gaos aðstoðaiTáðherra og æðsti yf-
irmaður sjávarútvegsmála í Mex-
ikó í ávarpi, sem hann flutti við
vígslu frystihússins sl. fimmtudag
og lagði áherslu á, að landsmenn
væntu sér mikils af samstarfínu við
Islendinga.
Þormóður rammi-Sæberg og
Grandi byrjuðu á því að taka þátt í
útgerð 10 rækjubáta 1995 og
stofnuðu um hana fyrirtækið
Pesquera Siglo ásamt Cozar-sam-
steypunni, sem er í eigu Ernesto
Zaragoza-fjölskyldunnar í Gu-
yamas. Á Cozar 50% hlutafjárins á
móti íslensku fyrirtækjunum. Upp-
haflega var það áætlunin að láta
þar við sitja í bili en Brynjólfur
Bjamason, forstjóri Granda, segir,
að fljótlega hafi vaknað áhugi á
vinnslu hvítfisks og smokkfisks.
Islendingar við
hafrannsóknir
Við vesturströnd Mexikós em
árlega veidd 110.000 tonn af riska-
smokkfisk, sem mikill markaður er
fyrir, en segja má, að þær bolfisk-
tegundir, sem er að finna í Kalif-
orníuflóa, hafi ekkert verið veiddar
eða nýttar hingað til. Hafa litlar
rannsóknir verið gerðar á
stofhstærð þessara tegunda og
öðra, sem að þeim lýtur, og því má
segjá, að Islendingar hafi gerst
brautryðjendur í hafrannsóknum í
flóanum.
Gerðist það með tilkomu tog-
skipsins Amaraessins, sem sent
var til Mexikó, en það er líklega
eina skipið í landinu, sem togað
getur á meira en 100 faðma dýpi.
Kæligeymslur og
plötufrysting
Ráðist var í byggingu nýja húss-
ins fyrir ári og stofnað um það fyr-
irtækið Nautico með sömu eignar-
hlutfóllum. Er húsið í aðalatriðum
byggt eftir teikningu og því skipu-
lagi, sem er á frystihúsi Þormóðs
ramma í Siglufirði. Er húsið 5.288
fermetrar að grannfleti og fram-
leiðslan 70 tonn af afurðum dag-
lega. Kæligeymslurnar taka 200
tonn af hráefni og frystiklefinn 800
tonn af afurðum.
I fiskvinnslúhúsum í Mexikó eru
engar kæligeymslur, látið nægja að
ísa hráefnið, og þá er í húsinu
plötufrysting, sem einnig er
nýjung í Mexikó. Þar er blásturs-
frysting viðtekin venja en hún tek-
ur lengri tíma.
Fjárfesting í nýja húsinu er um
290 milljónir ísl. kr. og var það
fjármagnað með ýmsum hætti,
jafnt í Mexikó sem annars staðar.
Róbert Guðfinnnsson, stjómar-
formaður Þormóðs ramma-
Sæbergs, segir, að meðal annars
hafi hollenski fjárfestingabankinn
Rabobank og Iðnþróunarsjóður
komið að málinu. Mun þetta vera í
fyrsta sinn, sem Iðnþróunarsjóður
tekur þátt í verkefni erlendis en
hann en eins og kunnugt verður
han hluti af hinum nýja Fjárfest-
ingarbanka um nk. áramót.
Ætla í sardinuna
í nýja húsinu verður í fyrstu
lögð áhersla á vinnslu og frystingu
á smokkfiski og hvítfiski en síðan
er áætlað að hefja flakavinnslu og
frystingu á sardínu.
Um 250.000 tonn af sardínu era
veidd við vesturströnd Mexikó ár-
lega og nú stendur til að fara út í
þær einnig. í því skyni er verið að
vinna að kaupum á þremur sard-
ínubátum.
Hreinlæti og aðstaða starfsfólks
í nýja frystihúsinu er eins og best
gerist hér á landi og því ekki und-
arlegt, að það skuh hafa vakið at-
hygli í Mexikó. Ástandið í fisk-
vinnslunni þar í landi þætti ekki
boðlegt hér þótt það sé að
sjálfsögðu mjög misjafnt og nýja
húsið er í algeram sérflokki, ekki
aðeins hvað varðar fiskvinnsluhús,
heldur atvinnuhúsnæði almennt í
Guyamas.
Fulltrúar frá Evrópusamband-
inu voru nýlega á ferð í Mexikó til
að taka út fiskvinnsluhús þar og
vora mjög hrifnir af frystihúsi
Nautico, sem þeir sögðu vera í
hæsta gæðaflokki. Ljóst er, að
Mexikómenn eiga langt í land með
að uppfylla almennt þau skilyrði,
sém ESB og Bandaríkin setja fyrir
innflutningi þangað, en á því era þó
ýmsar undantekningar. Til dæmis
era gæðamál í rækjuvinnslu Cozar-
samsteypunnar, samstarfsaðila
Þormóðs ramma-Sæbergs og
Granda, í góðu lagi en afurðimar
fara allar á Bandaríkin fyrir mjög
hátt verð. Brynjólfur Bjamason
segir, að raunar sé hætt við, að
nýja húsið setji Mexikómenn í
nokkurn vanda vegna þess, að hætt
sé við, að það verði haft til
viðmiðunar þegar gæðamálin era
annars vegar.
Ódýrir
fj árfestingarkostir
Róbert Guðfinnsson segist
vænta mikils af starfseminni í Gu-
yamas enda sé fjárfesting þar svo
miklu ódýi’ari en hér á landi eða á
öðrum þróaðri svæðum. Segir
hann, að allur tilkostnaður íslensku
fyrirtækjanna svari kannski til
kaupa á tiltölulega litlum kvóta hér
heima og er þá allt talið með, húsið
og skipin og að sjálfsögðu aðgang-
ur að fiskimiðunum. Þá er launa-
kostnaður lítill, jafnvel allt að tíu
sinnum minni en hér heima.
Möguleikarnir séu því miklir en
veralega máli skipti að velja sér
góða samstarfsaðila í Mexikó. í því
efni hafi þeir verið mjög heppnir.
Cozar-samsteypan, samstarfs-
aðilar íslensku fyrirtækjanna, er í
eigu Ernesto Zaragoza og sona
hans þriggja en þar er um að ræða
eina auðugustu og áhrifamestu
fjölskylduna í Guyamas. Er hún að
sjálfsögðu öllum hnútum kunnug í
sínu samfélagi og segir Róbert, að
það hafi verið ómetanlegt. Hafi
samskiptin við þá feðga verið mjög
ánægjuleg og allt staðið eins og
stafur á bók.
NÝJA frystihúsið fánum prýtt við vígsluna á fimmtudag í síðustu viku.
Vetraríþróttamiðstöð Islands á Akureyri
Ráðstefna um
vetraríþróttir á íslandi
Álþ^ftuhiasið á Akuireyri
13. - 15. névember 1997
Fimnitudagur 13. nóvember
16:00
16:15
16:30
17:00
17:30
18:00
18:30
Ávarp - Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra.
Ávarp - Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
Setning - Þórarinn E. Sveinsson, formaður stjórnar
Vetraríþróttamiðstöðvar íslands og forseti bæjarstjórnar
Akureyrar.
Stefna og markmið Vetraríþróttamiðstöðvar íslands.
-Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og varaformaður stjórnar
Vetraríþróttamiðstöðvar íslands
Skilgreining á hefðbundnum vetraríþróttum.
-Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ
íþróttir, útivist og heilbrigði.
-Dr. Ingvar Teitsson, dósent við heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri ogformaður Ferðafélags Akureyrar
Fyrirspurnir
Föstudagur 14. nóvember
09:00
09:50
10:00
10:50
11:10
11:40
12:10
13:30
15:30
16:45
17:30
• Skipulags- og markaðsmál skíðasvæða.
• Hlutverk skíðasvæða í dag.
• Skíðasvæði framtíðarinnar.
-Guðmundur Karl Jónsson, skíðarekstrarfrxðingur
og aðstoðarforstjóri Lenko
Kaffihlé
• Skipulags- og öryggismál skíðasvæða.
• Snjóframleiðsla; kynning og möguleikar á íslandi.
-Guðmundur Karl Jónsson, skíðarekstrarfræðingur
og aðstoðarforstjóri Lenko
Fyrirspurnir
Imynd, almenningsálit og útbreiðslustarf.
-Sigurður Magnússon, frxðslustjóri ÍSÍ
-Guðjón Arngrímsson, Athygli ehf.
Almenn útivist að vétrinum.
• Skíðaíþróttir
-Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands
• Skautaíþróttir
-Magnús E. Finnsson, formaður Skautasambands íslands
•Vetraríþróttir fatlaðra
-Svanur Ingvarsson, formaður Vetraríþrótlanefndar
Iþróttasambands fatlaðra
Matarhlé
Kynning á kennslu 6-15 ára barna og unglinga á skautum
á náttúmís.
-Claes Göran Wallin, lektor við íþróttaháskólann í Stokkhólmi.
Gert verður stutt kaffihlé um kl. 14:30.
Fyrirspurnir
Vetraríþróttir fatlaðra.
-Paul Spcight, Spokes ‘n Motion
Fyrirspurnir
Móttaka
Laugardagur 15. nóvember
09:00 Kynning - fþróttir og útivist yfir vetrarmánuðina.
• Hestaíþróttir • Jeppaferðir
• Vélsleðar • Skíðabretti
• Dorgveiði • Curling
• Útilífsmiðstöð skáta
11:00 Kaffihlé
11:30 Samantekt fundarstjóra og ráðstefnulok.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við:
íþróttasamband íslands • Skíðasamband íslands
Skautasamband íslands • íþróttasamband fatlaðra
K y n n i n g a r í
ráðstefnulok
13:30 Skautasvellið á Akureyri.
Sýnikennsla fyrir íþróttakennara
o.fl.
-Claes Görnn Wallin, lektor við
Iþróttaháskólann f Stokkhólmi.
13:30 Hlíðarfjall-Kvnning á
tækni og búnaði m.a. til snjó-
framleiðslu. .
-Guðmundur Jónsson, skíða-
rekstrarfrxðiugur og aðstoðar-
forstjóri Lenko .,
13:30 Alþvðuhúsið við Skipagötu
Kynning á búnaði og mögu-
leikum fatlaðra til vetraríþrófta-
iðkunar.
-Paul Spcight, Spbkes 'n Molion
Vöru- og þjónustusýning í
hliðarsal í tengsíum við
ráðstefnuna
1 tengslúm við ráðstefnuna
veröur fvrirtækjum og féíága-
samtökum gefínn koslur á aö
kynna viirur og þjónustu er
tengjast vétraríþróttum á fslandi.
Sýníngin vérður sett upp í
hliðarsal viðaðal ráðstefnusalinn
og feeta ráðstefnugestir því kvnnt
sér þær áhugaverðu nvjungar,
búnáð og þjonustu sem þar eru
ít! sýnis tvmast hvenær sem er á
. meðan ,í ijáöstefnunni stondur.
Þátttö^U; gjald
^ kr. 6.900,-
10
fr ’S Innifalin í þátt-
Ik Á ^ tökugjaldinu etu
e Jpl ráðstefnugögn,
katfiveitingar og
hádegisverður á
F i ð 1 a r a n u m ,
gSBjjs^' föstudaginn 14.
«86?' 3»-o, nóvember.
ífilSíS
g Sérstök tilboð
á flugi og gistingu
H eru t boði fVrir j>á
sem sækia ,vi!ja
ráöstefnuna utan nf
461 1841.
Skráning
og hánari upplvsingar
Skipulagning og undirbúningur:
Fe rðamálain i ð s t ö ð Hyj a t j a r ð a r, A k 11 rey r i
Hatnarstræti 82 • 600 Akurevri
sími: 461 2577 • bretasími: 461 3303