Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 23 Umsvif Þormóðs ramma-Sæbergs og Granda í Guyamas Fullkomnasta fískvinnslu- hús í Mexikó Unnið að kaupum á þremur sardínubátum NÝTT frystihús í eigu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Granda hf. og samstarfsaðila þeirra í Gu- yamas í Mexikó er fullkomnasta fískvinnsluhúsið í landinu. Hefur það vakið verulega athygli þar enda má segja, að með því hafi verið brotið í blað, ekki aðeins hvað varðar umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis, heldur ekki síður hvað varðar fiskiðnaðinn í Mexikó. „Þetta er merkisdagur í sögu Mexikó,“ sagði Carlos Camacho Gaos aðstoðaiTáðherra og æðsti yf- irmaður sjávarútvegsmála í Mex- ikó í ávarpi, sem hann flutti við vígslu frystihússins sl. fimmtudag og lagði áherslu á, að landsmenn væntu sér mikils af samstarfínu við Islendinga. Þormóður rammi-Sæberg og Grandi byrjuðu á því að taka þátt í útgerð 10 rækjubáta 1995 og stofnuðu um hana fyrirtækið Pesquera Siglo ásamt Cozar-sam- steypunni, sem er í eigu Ernesto Zaragoza-fjölskyldunnar í Gu- yamas. Á Cozar 50% hlutafjárins á móti íslensku fyrirtækjunum. Upp- haflega var það áætlunin að láta þar við sitja í bili en Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, segir, að fljótlega hafi vaknað áhugi á vinnslu hvítfisks og smokkfisks. Islendingar við hafrannsóknir Við vesturströnd Mexikós em árlega veidd 110.000 tonn af riska- smokkfisk, sem mikill markaður er fyrir, en segja má, að þær bolfisk- tegundir, sem er að finna í Kalif- orníuflóa, hafi ekkert verið veiddar eða nýttar hingað til. Hafa litlar rannsóknir verið gerðar á stofhstærð þessara tegunda og öðra, sem að þeim lýtur, og því má segjá, að Islendingar hafi gerst brautryðjendur í hafrannsóknum í flóanum. Gerðist það með tilkomu tog- skipsins Amaraessins, sem sent var til Mexikó, en það er líklega eina skipið í landinu, sem togað getur á meira en 100 faðma dýpi. Kæligeymslur og plötufrysting Ráðist var í byggingu nýja húss- ins fyrir ári og stofnað um það fyr- irtækið Nautico með sömu eignar- hlutfóllum. Er húsið í aðalatriðum byggt eftir teikningu og því skipu- lagi, sem er á frystihúsi Þormóðs ramma í Siglufirði. Er húsið 5.288 fermetrar að grannfleti og fram- leiðslan 70 tonn af afurðum dag- lega. Kæligeymslurnar taka 200 tonn af hráefni og frystiklefinn 800 tonn af afurðum. I fiskvinnslúhúsum í Mexikó eru engar kæligeymslur, látið nægja að ísa hráefnið, og þá er í húsinu plötufrysting, sem einnig er nýjung í Mexikó. Þar er blásturs- frysting viðtekin venja en hún tek- ur lengri tíma. Fjárfesting í nýja húsinu er um 290 milljónir ísl. kr. og var það fjármagnað með ýmsum hætti, jafnt í Mexikó sem annars staðar. Róbert Guðfinnnsson, stjómar- formaður Þormóðs ramma- Sæbergs, segir, að meðal annars hafi hollenski fjárfestingabankinn Rabobank og Iðnþróunarsjóður komið að málinu. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem Iðnþróunarsjóður tekur þátt í verkefni erlendis en hann en eins og kunnugt verður han hluti af hinum nýja Fjárfest- ingarbanka um nk. áramót. Ætla í sardinuna í nýja húsinu verður í fyrstu lögð áhersla á vinnslu og frystingu á smokkfiski og hvítfiski en síðan er áætlað að hefja flakavinnslu og frystingu á sardínu. Um 250.000 tonn af sardínu era veidd við vesturströnd Mexikó ár- lega og nú stendur til að fara út í þær einnig. í því skyni er verið að vinna að kaupum á þremur sard- ínubátum. Hreinlæti og aðstaða starfsfólks í nýja frystihúsinu er eins og best gerist hér á landi og því ekki und- arlegt, að það skuh hafa vakið at- hygli í Mexikó. Ástandið í fisk- vinnslunni þar í landi þætti ekki boðlegt hér þótt það sé að sjálfsögðu mjög misjafnt og nýja húsið er í algeram sérflokki, ekki aðeins hvað varðar fiskvinnsluhús, heldur atvinnuhúsnæði almennt í Guyamas. Fulltrúar frá Evrópusamband- inu voru nýlega á ferð í Mexikó til að taka út fiskvinnsluhús þar og vora mjög hrifnir af frystihúsi Nautico, sem þeir sögðu vera í hæsta gæðaflokki. Ljóst er, að Mexikómenn eiga langt í land með að uppfylla almennt þau skilyrði, sém ESB og Bandaríkin setja fyrir innflutningi þangað, en á því era þó ýmsar undantekningar. Til dæmis era gæðamál í rækjuvinnslu Cozar- samsteypunnar, samstarfsaðila Þormóðs ramma-Sæbergs og Granda, í góðu lagi en afurðimar fara allar á Bandaríkin fyrir mjög hátt verð. Brynjólfur Bjamason segir, að raunar sé hætt við, að nýja húsið setji Mexikómenn í nokkurn vanda vegna þess, að hætt sé við, að það verði haft til viðmiðunar þegar gæðamálin era annars vegar. Ódýrir fj árfestingarkostir Róbert Guðfinnsson segist vænta mikils af starfseminni í Gu- yamas enda sé fjárfesting þar svo miklu ódýi’ari en hér á landi eða á öðrum þróaðri svæðum. Segir hann, að allur tilkostnaður íslensku fyrirtækjanna svari kannski til kaupa á tiltölulega litlum kvóta hér heima og er þá allt talið með, húsið og skipin og að sjálfsögðu aðgang- ur að fiskimiðunum. Þá er launa- kostnaður lítill, jafnvel allt að tíu sinnum minni en hér heima. Möguleikarnir séu því miklir en veralega máli skipti að velja sér góða samstarfsaðila í Mexikó. í því efni hafi þeir verið mjög heppnir. Cozar-samsteypan, samstarfs- aðilar íslensku fyrirtækjanna, er í eigu Ernesto Zaragoza og sona hans þriggja en þar er um að ræða eina auðugustu og áhrifamestu fjölskylduna í Guyamas. Er hún að sjálfsögðu öllum hnútum kunnug í sínu samfélagi og segir Róbert, að það hafi verið ómetanlegt. Hafi samskiptin við þá feðga verið mjög ánægjuleg og allt staðið eins og stafur á bók. NÝJA frystihúsið fánum prýtt við vígsluna á fimmtudag í síðustu viku. Vetraríþróttamiðstöð Islands á Akureyri Ráðstefna um vetraríþróttir á íslandi Álþ^ftuhiasið á Akuireyri 13. - 15. névember 1997 Fimnitudagur 13. nóvember 16:00 16:15 16:30 17:00 17:30 18:00 18:30 Ávarp - Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra. Ávarp - Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Setning - Þórarinn E. Sveinsson, formaður stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar íslands og forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Stefna og markmið Vetraríþróttamiðstöðvar íslands. -Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og varaformaður stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar íslands Skilgreining á hefðbundnum vetraríþróttum. -Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ íþróttir, útivist og heilbrigði. -Dr. Ingvar Teitsson, dósent við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri ogformaður Ferðafélags Akureyrar Fyrirspurnir Föstudagur 14. nóvember 09:00 09:50 10:00 10:50 11:10 11:40 12:10 13:30 15:30 16:45 17:30 • Skipulags- og markaðsmál skíðasvæða. • Hlutverk skíðasvæða í dag. • Skíðasvæði framtíðarinnar. -Guðmundur Karl Jónsson, skíðarekstrarfrxðingur og aðstoðarforstjóri Lenko Kaffihlé • Skipulags- og öryggismál skíðasvæða. • Snjóframleiðsla; kynning og möguleikar á íslandi. -Guðmundur Karl Jónsson, skíðarekstrarfræðingur og aðstoðarforstjóri Lenko Fyrirspurnir Imynd, almenningsálit og útbreiðslustarf. -Sigurður Magnússon, frxðslustjóri ÍSÍ -Guðjón Arngrímsson, Athygli ehf. Almenn útivist að vétrinum. • Skíðaíþróttir -Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands • Skautaíþróttir -Magnús E. Finnsson, formaður Skautasambands íslands •Vetraríþróttir fatlaðra -Svanur Ingvarsson, formaður Vetraríþrótlanefndar Iþróttasambands fatlaðra Matarhlé Kynning á kennslu 6-15 ára barna og unglinga á skautum á náttúmís. -Claes Göran Wallin, lektor við íþróttaháskólann í Stokkhólmi. Gert verður stutt kaffihlé um kl. 14:30. Fyrirspurnir Vetraríþróttir fatlaðra. -Paul Spcight, Spokes ‘n Motion Fyrirspurnir Móttaka Laugardagur 15. nóvember 09:00 Kynning - fþróttir og útivist yfir vetrarmánuðina. • Hestaíþróttir • Jeppaferðir • Vélsleðar • Skíðabretti • Dorgveiði • Curling • Útilífsmiðstöð skáta 11:00 Kaffihlé 11:30 Samantekt fundarstjóra og ráðstefnulok. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við: íþróttasamband íslands • Skíðasamband íslands Skautasamband íslands • íþróttasamband fatlaðra K y n n i n g a r í ráðstefnulok 13:30 Skautasvellið á Akureyri. Sýnikennsla fyrir íþróttakennara o.fl. -Claes Görnn Wallin, lektor við Iþróttaháskólann f Stokkhólmi. 13:30 Hlíðarfjall-Kvnning á tækni og búnaði m.a. til snjó- framleiðslu. . -Guðmundur Jónsson, skíða- rekstrarfrxðiugur og aðstoðar- forstjóri Lenko ., 13:30 Alþvðuhúsið við Skipagötu Kynning á búnaði og mögu- leikum fatlaðra til vetraríþrófta- iðkunar. -Paul Spcight, Spbkes 'n Molion Vöru- og þjónustusýning í hliðarsal í tengsíum við ráðstefnuna 1 tengslúm við ráðstefnuna veröur fvrirtækjum og féíága- samtökum gefínn koslur á aö kynna viirur og þjónustu er tengjast vétraríþróttum á fslandi. Sýníngin vérður sett upp í hliðarsal viðaðal ráðstefnusalinn og feeta ráðstefnugestir því kvnnt sér þær áhugaverðu nvjungar, búnáð og þjonustu sem þar eru ít! sýnis tvmast hvenær sem er á . meðan ,í ijáöstefnunni stondur. Þátttö^U; gjald ^ kr. 6.900,- 10 fr ’S Innifalin í þátt- Ik Á ^ tökugjaldinu etu e Jpl ráðstefnugögn, katfiveitingar og hádegisverður á F i ð 1 a r a n u m , gSBjjs^' föstudaginn 14. «86?' 3»-o, nóvember. ífilSíS g Sérstök tilboð á flugi og gistingu H eru t boði fVrir j>á sem sækia ,vi!ja ráöstefnuna utan nf 461 1841. Skráning og hánari upplvsingar Skipulagning og undirbúningur: Fe rðamálain i ð s t ö ð Hyj a t j a r ð a r, A k 11 rey r i Hatnarstræti 82 • 600 Akurevri sími: 461 2577 • bretasími: 461 3303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.