Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 49 I I B ] I ! I I j I i i I I I I I ■J I AÐSENDAR GREINAR Stærri, sterkari, með getu til framkvæmda í BYRJUN þessarar aldar skapaðist sú skipan sem nú er á mörkum sveitarfélaga. Þá klofnuðu hrepparnir upp, þorp klofnuðu út úr sveitarhreppum. Þetta átti sér stað sam- hliða breyttum at- vinnuháttum þjóð- arinnar. Efling vél- bátaútgerðar hafði það í för með sér að sjáv- arútvegurinn varð helsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Á ofan- verðri tuttugustu öld hafa hlutirnir breyst. Sjávarútvegurinn skaffar ennþá stærstan hluta af útflutningstekjum þjóðarinnar, en helsta atvinnubyggingin og vaxtar- broddarnir eru á þjónustusviðinu. Nýir atvinnuhættir, ný verkefni sveitarfélaganna kalla á nýja skipan sveitarstjórnarstigsins. Undirbúningur ákvörðunarinnar skynsamur Þegar taka á ákvörðun um að sameina sveitarfélög er hún fyrst rædd í sveitarstjórnum. Sveitar- stjórnir geta farið fram á viðræður við stjórnir nærliggjandi sveitarfé- laga. Þær skipa síðan nefndir sem fjalla um málið og kanna eða láta kanna hagkvæmni sameiningar. Þannig má segja að í undirbúningi ákvarðanatökunnar sé skynsemin höfð að leiðarljósi. Byggðastofnun gerir byggðaáætlanir fyrir sveitar- félögin, þau geta einnig leitað til óháðra aðila sem hafa það starf með höndum að gera úttekt á rekstri fyrirtækjanna. Byggða- stofnun hefur gert byggðaáætlun fyrir miðfírði Austurlands, Reyðar- fjörð, Eskifjörð og Neskaupstað. Þar kemst stofnunin að þeirri niður- stöðu að hagkvæmt sé fyrir sveitar- félögin að auka samvinnu sín á milli. Þannig muni þjónusta sú sem fyrir er á svæðinu nýtast betur. í framhaldi af skýrslu Byggða- stofnunar skipuðu sveitarfélögin samráðsnefnd um sameiningu á svæðinu. Hún fékk Þröst Sigurðs- son, hjá fyrirtækinu Rekstur og Ráðgjöf, til að gera úttekt á samein- ingu. Hann sendi frá sér skýrslu um málið í júlímánuði 1997. Þröstur varar við þvl að sveitarfélögin stofni of mörg byggðasamlög. Hann segir að ef þau sameini stofnanir sínar, nefndir og ráð, án þess að sameina yfirstjómina verði til kerfi sem er mjög þungt í vöfum, ákvarðanatak- an færist á fleiri hend- ur en áður og ákvarð- anatakan verði flókn- ari. Samþykki ein sveitarstjórn erindi byggðasamlags, þá er hinum ekki stætt á að vera á móti þeim. Niðurstaða Þrastar er sú að sveitarfélögin eigi að sameinast. Þannig sparist fyár- magn í yfirstjórn sveitarfélagsins. Fjár- magnið má nota í að byggja upp þjónustu til hagsbóta fyrir íbúana. í skýrslunni segir: „Sveitarfélög þurfa að styrkja samkeppnisstöðu sína, ekki síst í ljósi þess að umhverfi þeirra tekur sífelldum breytingum. Stærra sveitarfélag á þess frekar kost að hafa sérfræðinga á hveiju sviði og getur þannig undirbúið sig betur til að mæta þessum breytingum.“ Lýðræðisleg ákvörðun byggð á tilfinningum Þegar sveitarstjórnir hafa komist að því að sameining geti borgað sig láta þær fara fram kosningar innan hreppsins. Ákvörðunin um samein- ingu sveitarfélaga er þannig tekin á lýðræðislegan hátt og veltur því frekar á tilfínningu en skynsemi. Vinnan við undirbúningin er skyn- söm, þar sem kostirnir eru vegnir og metnir. Að lokum er það tilfinn- ing íbúanna sem ræður niðurstöð- unni. Það getur verið ótti um að atvinna hverfi úr héraðinu, ótti um að sameining fyrirtækja fylgi í kjöl- far sameiningar sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga leiðir í ljós annmarka lýðræðisins. Hveijir hafa hagsmuni af sameiningu? Það eru íbúar sveitarfélagsins, fyrirtæk- in á svæðinu og nágrannasveitarfé- lög. Sveitarfélög eru í samkeppni sín á milli um fólk og fyrirtæki, þannig að öflugustu sveitarfélögin sem geta veitt bestu þjónustuna standa auðsjáanlega best að vígi. Þegar sameining sveitarfélaga er felld í kosningum á grundvelli ótta, þá er þar verið að fella tillögu sem unnin hefur verið á skynsamlegan hátt. Því má segja að þá sigri til- finningarnar skynsemina. Reynslan af sameiningu Á síðasta ári voru sameinuð sex sveitarfélög á Vestfjörðum í fram- haldi af miklum samgöngubótum. Þeir sveitarstjómarmenn sem ég hef rætt við fyrir vestan bera allir Pjetur St. Arason Glugginn Laugavegi 60 sími 5512854 Peysuúrvalið er í Glugganum VINDUFÖTUR Arnarberg ehf. Fossháls 27, Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 Með sameiningu, segir Pjetur St. Arason, verða til stærri og sterk- ari einingar, með getu til framkvæmda. sameiningu góða sögu. Sameining hefur skilað sparnaði í stjórnsýsl- unni sem þeir hafa nýtt til að bæta íjárhagsstöðu sína. í Austur- Skaftafellssýsiu sameinuðust þijú sveitarfélög í kjölfar sameininga- kosninga árið 1993. Reynslan þar er sú að sameiningin einfaldi stjórn- kerfíð. Með sameiningu verður sveitar- félagið hæfara til að takast á við ný verkefni. Vestfírðingar eru m.a. að prófa sig áfram með almennings- samgöngur. Það er tilraun sem hef- ur gengið mjög vel hjá þeim. Horn- firðingar eru að taka við málefnum fatlaðra. í kjölfar sameiningar verð- ur svæðið sterkara útá við. Sam- gangur íbúanna verður meiri. Það er ekkert vafamál að stærra sveitarfélag er sterkara og hefur meiri getu til að vinna að hag íbú- anna. Með sameiningu verða til stærri og sterkari einingar, með getu til framkvæmda. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. # LOWARA RYÐFRÍAR ÞREPADÆLUR Gœðavara Gjafavara — mdtdi og kdfiistell. Allir veröílokkar. verslunin Langavegi 52, s. 562 4244. Heiinsfrægir hönnuðir in.d. Gidiini Versace. Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Frábær fyrirtæki 1. Trésmíðaverkstæði á miklum uppgangsstað nærri Reykjsvík í eigin húsnæði. Næg atvinna framundan jafnvel framyfir aldamót. Öll tæki sem þarf fylgja með. 2. Umboðs- og heildverslun fyrir verktaka í steypugeiranum. Selur undirverktökum um allt land. Verktakastarfsemi einnig tengd þessu. 3. Kínverskur matsölustaður með mikla útkeyrslu og heimasölu. Stór salur sem tekur marga í sæti. Góð velta. Laus strax þrátt fyrir mikinn annatíma. Kínverskir kokkar á staðnum áfram. 4. Mjög fullkomin myndbandaleiga til sölu, sælgætissala. Öll nýjustu myndböndin, nýjar innréttingar og tölvur og hugbúnaður. Glæsi- legurstaður enda nýr með öllu því nýjasta. Ótrúlega hagstætt verð ef samið er strax. Einnig selt til flutnings ef vill. 5. Virðulegur og vinsæll kínverskur veitingastaður með austurlensku yfirbragði. Sæti fyrir 40-50 manns. Gott eldhús með öllum tækjum. Mjög hagstætt verð. Góð staðsetning. 6. Söluturn í frábæru hverfi, enda mánaðarveltan 5,5 millj. Verðhug- mynd 13,5 millj. 7. Mjög glæsileg blómaverslun til sölu í stórri verslunarmiðstöð á fjölmennum stað, miðsvæðis. Leggur mikla áherslu á afskorin blóm, blómaskreytingar og gjafavörur. Þekkt verslun á góðum stað. Laus strax. 8. Þekkt gjafavöruverslun á Laugaveginum til sölu strax. Mikið af nýjum vörum. Höfum fjársterka kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Fyrirtæki tengt sjávarútvegi. 2. Stórum heildverslunum i ýmsum vöruflokkum. 3. Stórri og góðri vélsmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 4. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina 5. Tæknilegu hugbúnaðarfyrirtæki. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. r~ t ^ F.YRIRTÆKIASALftN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. N A M S K E I Ð FYRIR SJOMENN OG FISKVERKENDUR HREINNI FRAMLEIÐSLUTÆKNI Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðarfræði hreinni framleiðslutækni og kennsla fer bæði fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem raunveruleg dæmi eru tekin. Þátttakendur fá afhenda nýútkomna handbók um hreinni framleiðslutækni sem var unnin í samvinnu við Iðntæknistofnun. 14. nóvember frá 9:00-16:00 Námskeiðsgjald 13.500 kr. REYKING Meðal þess sem fjallað er um eru uppbygging reykbúnaðar, vinnsluferli, eðliseiginleikar reyklofts, efnafræði reykingar, hráefnisval, örverubreytingar við reykingu, pökkun reyktra matvæla, geymsluþol, gámes í reykhúsi, lög og reglugerðir, markaðir og tollar. 17. nóvember frá 9:00-16:00 Námskeiðsgjald 13.500 kr. Ef fleiri en einn aðili koma frá sama fyrirtæki fæst 20% afsláttur. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn auk veitinga meðan á námskeiði stendur. Bæði námskeiðin verða haldin í Borgartúni 6. Hægt er að skrá sig með eftirfarandi hætti: Sími: 562 0240 Fax: 562 0740 Netfang: info@ rfisk.is Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Rf. http://www.rfisk.is/utgafa/namskeid Rannsóknar Fiskiðn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.