Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS ÍDAG Kveðja til fararstjóra Heimsferða Frá Ragnari G. Jónassyni: ÞANN 24. september sl. fór ég og eiginkona mín ásamt stórum hópi eldri borgara til Benidorm. Komum við heim 22. október og er þetta ein allra besta sólarlandaferð sem við hjónin höfum farið. í þessum hópi voru 80-90 manns alls staðar af landinu og reyndist hann vera mjög samstilltur. Fararstjórar voru Ama Arnadótt- ir, Guðný Guðmundsdóttir og Sig- urður Guðmundsson og voru þau alveg frábær. Arna og Guðný sáu um þjónustuhliðina en Sigurður um heilsurækt sem haldin var fjórum sinnum í viku og stóð yfir í 1 klst. í senn og skemmtikvöldin sem hald- in voru á hveiju mánudagskvöldi frá kl. 20.30-24.00. Sigurður er íþróttakennari að mennt enda skilaði það sér vei í heilsuræktartímunum og sinnti hann þeim af mikilli kostgæfni. Fræddi hann okkur um hvemig við ættum I að sinna líkama okkar og heilsu og j gerði hann það bæði í töluðu og rit- uðu máli. Mætti fólk vel í þessa tíma i og var jákvætt einnig hvað þeir sam- einuðu hópinn og fólk kynntist betur. Kvöldvökumar voru haldnar á ' hveiju mánudagskvöldi, og naut Sig- 1 urður sín þar vel með gítarinn. Byij- að var með fjöldasöng sem allir tóku þátt í af lífi og sál, síðan byijuðu skemmtiatriðin, en Sigurður var eink- ar fundvís á fólk sem hafði hænleika til að koma fram og skemmta, þama voru hagyrðingar, upplesarar, söngv- arar og dansarar. Fólk sem stjómaði alls konar leikjum af mikilli snilld og svo stofnaði hann söngtríó sem skemmti eitt kvöldið og var því mjög vel tekið. Þegar skemmtiatriðum lauk var tekið til við dansinn og enduðu þessi kvöld síðan með fjöldasöng. Það var mikil sönggleði hjá fólkinu og bros á hveiju andliti og verða þessi kvöld mér ógleymanleg. Á þessum skemmtikvöldum sá ég aldrei vín á nokkrum mani, samt var þama góð þjónusta, vínveitingar og hvað sem fólk vildi, en það hefur bersýnilega verið notað í hófí. Um leið og ég þakka samferða- fólki mínu fyrir skemmtilega ferð, þá veit ég að ég get mælt fyrir hönd þeirra og færi fararstjóruonum inni- legustu þakkir frá okkur öllum. Við gerum okkur grein fyrir því að þið eigið mestan heiðurinn af því hve vel tókst til og munum við kanna hvar þið verðið við störf hjá Heims- ferðum, næst þegar við hugsum okkur til hreyfings hvort sem það verður til Benidorm eða Kanaríeyja. RAGNAR G. JÓNASSON, Kirkjuvegi 10, Keflavík. ; j | Í Þurfa myndir að vera raunverulegri en texti? Athugasemdir við gagrirýni um barnabókina Músa-Mús Frá Aðalbjörgu Þórðardóttur: ÉG VIL gera athugasemdir við skrif Sigrúnar Klöru Hannesdóttur um söguna af Músa-Mús eftir Mpshe Okon og Söru Vilbergsdóttur. í lok greinarinnar fer hún örfáum orðum um myndirnar í bókinni og kemst svo að orði: „Myndirnar eru litsterkar og sem slíkar við hæfi þess aldurs sem sag- an er ætluð, en þeir sem mynd- skreyta barnabækur verða að gera sér grein fyrir því að börn vilja hafa myndir raunverulegar og ég er ekki viss um að mjög lítil börn átti sig á öllu myndefninu sem fylgir þessari sögu. Til þess eru sumar myndimar of stílfærðar þó listrænar séu.“ Vilja börn hafa myndir raunveru- legar? Spyija má á sama hátt hvort börn vilji hafa sögur raunverulegar og þá hvort það sé eitthvað, sem barnabókahöfundar þurfa að gera sér betur grein fyrir? Þurfa mynd- málshöfundar barnabóka að setja sig í aðrar stellingar gagnvart börnum en rithöfundar barnabóka? Það er jafnmikil list að myndskreyta sögu og að skrifa textann. Um er að ræða tvö afar mikilvæg en ólík list- form. Börn þurfa að alast upp við góðar sögur, hvort sem þær eru raunverulegar eða fantasíur. Eins þurfa þau að læra að lesa myndir og kynnast þeim ótal leiðum sem hægt er að fara til að tjá sögu í myndmáli. Við lifum á tölvu- og upplýsinga- öld. Myndmál gegnir mikilvægara hlutverki í lífi fólks nú en nokkurn tíma áður. Það er því jafn nauðsyn- legt börnum í dag að læra að lesa myndir og að læra að lesa og skrifa texta. Ef góðar myndir á borð við þær sem er að finna í bókinni Músa- Mús vekja upp spurningar hjá börn- um eigum við að kenna þeim að lesa í þær. Sem grafískum hönnuði þótti mér hins vegar skorta á fagleg vinnubrögð varðandi hönnun á bók- arkápunni en út í þá sálma ætla ég ekki í þessu greinarkorni. Ég vil að lokum benda á að það er löngu tímabært að myndmál í bókum fái sambærilega umfjöllun fagfólks í fjölmiðlum og hið ritaða mál fær. AÐALBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, grafískur hönnuður FÍT, Akraseli 11, Reykjavík. TILBO „Moonboots" Stærðir 25-36. Stamur sóli. Fótlaga. Mjög hlýir Tllboðsverð: kr. 1.690 ðður.2>690' - 2=990 Póstsendum samdægurs Laugavegi 74, sími 561 7388 HOGNIHREKKVISI nfJí/erseg^roÍ hetjor-fínnisi Btti- mtír?" Með morgunkaffinu biðja um launahækkun. Hann bað mig að skila til þín að hann vildi ekki hækka launin mín. HEYRÐ’ elskan. Held- urðu að þú festir ekki nokkrar tölur á skyrtuna mína meðan þú liggur þarna og hvílir þig? NEI, mér finnst ágætt að vera svolitið þybbin, því þegar fólk býr yfir jafnm- iklum mannkostum og ég verða þeir að komast fyr- ir i skrokknum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Marks prjónablað - óskast ER einhver sem getur útvegað sænska pijóna- blaðið Marks, sérstak- lega frá árunum 1954-60. Uppl. í síma 554-1199. Samtök eldri sjálfstæðis- manna FUNDURINN um stofn- un Samtaka eldri sjálf- stæðismanna, sem hald- inn var í Súlnasal Hótel Sögu 6. nóvember, var haldinn að kvöldi til. Við vorum nokkrar konur sem höfðum áhuga á að fara á fundinn en áttum ekki tök á því vegna þess hversu seint þetta var á deginum. Nokkrar af okkur hefðu þurft að taka tvo strætisvagna til að komast þetta og viljum við því beina því til sam- takanna að þegar haldinn verður næsti fundur verði reynt að koma því fyrir að fundurinn verði hald- inn að degi til. Þá mundu fleiri geta mætt. Sjálfstæðiskona. Dýrahald Hvítur og grár persneskur högni týndur PERSNESKUR högni, silfurpersi, hvítur og með hár sem endar í gráu, týndist frá Skipasundi sl. fimmtudag. Högninn gæti hafa villst þar sem hann er nýfluttur í göt- una. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 553-3727. Fund- arlaun. skAk Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti landsl- iða í Luzem í Sviss um daginn. Bogdan Lalic (2.600), Króatíu, var með hvítt, en P. Kotsur (2.500), Kasakstan hafði svart og átti leik. Hvítur var að leika 40. Rd3-f2 með tvöfaldri hótun: 41. Rxe4 og 41. Dxh5. Svartur sá snarlega við þessu: 40. — Hxh2+! og hvítur gafst upp, því eftir 41. Kxh2 — Bxf4+ tap- ar hann drottning- unni. Úrslitin á HM landsliða urðu: 1. Rúss- land 23‘A v., 2. Bandaríkin 23 v., 3. Arm- enía 21 v., 4. England 20 'U 5. Ukraína 18 v., 6. Króatía 17'A v„ 7. Sviss 17 v., 8. Kasakstan 15 v., 9. Kúba 14 v., 10. Kvennalandslið Georgíu 10'A v. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Þá unnu Bandaríkjamenn góð- an sigur á Kasakstan, 3—1, en það dugði ekki til, því Rússar unnu georgísku konurnar með núlli. Atskákmót öðlinga (40 ára og eldri) hefst miðviku- dagskvöldið 12. nóvember kl. 20 í félagsheimili Taflfé- lags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Það stendur yfir þijú miðvikudagskvöld og eru tefldar þijár skákir á kvöldi. Afslappað mót sem skákþátturinn mælir með! Víkveiji skrifar... AÐ ER mál manna, að Póstur og sími hf. hafi orðið fyrir slíku áfalli í augum almennings og þar með viðskiptamanna fyrirtækis- ins á síðustu tveimur vikum, að fyrirtækið komist engan veginn hjá því að breyta vinnubrögðum og af- stöðu. Ef stjórnendur þess gera það ekki muni ráðherrar og þingmenn sjá til þess. Að þessu leyti geta þær deilur, sem orðið hafa um gjaldskrárbreyt- ingar orðið til góðs. Fyrirtækið og æðstu starfsmenn þess hafa ekki hlustað á nokkra gagnrýni, sem fram hefur komið á undanfömum áram og farið sínu fram í krafti ein- okunar og gífurlegra fjármuna. Þar á meðal hefur fyrirtækið níðzt á litl- um einkafyrirtækjum, sem hafa reynt af veikum mætti að halda uppi samkeppni við Póst og síma. Það er alveg ljóst, að Halldór Blöndal, samgönguráðherra, gerir sér grein fyrir því, að hér verður að verða breyting á eins og giögg- lega hefur komið fram í samtölum fjölmiðla við ráðherrann, m.a. hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Það kemur alltaf að því, að einok- unarfyrirtækin ganga of langt og viðskiptamennirnir rísa upp. Það hefur gerzt nú hjá Pósti og síma hf. Næsta skrefið er, að almenning- ur veiti fyrirtækinu það aðhald, sem þarf til þess að knýja fram breyting- ar til frambúðar. xxx • • ORLÖG Pósts og síma hf. síð- ustu vikur sýna, að það er alveg sama, hversu stór og öflug fyrirtæki eru. Gangi þau fram af almenningi með framferði sinu og hegðan hrynur veldi þeirra eins og spilaborg. Þetta er umhugsunarefni bæði fyrir önnur fyrirtæki og aðra aðila í þjóðfélaginu, sem búa við sterka stöðu. Með einni ákvörðun geta menn misstigið sig svo hrapallega, að ekki verði úr því bætt. SÍÐASTLIÐINN laugardag birt- ist athyglisverð frétt á við- skiptasíðu Morgunblaðsins, þar sem fram kom, að a.m.k. þijú verð- bréfafyrirtæki hafa tekið upp af- komutengt launakerfi. Þetta þýðir á mæltu máli, að ákveðinn hópur starfsmanna fær greiddan sér- stakan bónus í samræmi við þann árangur, sem hver og einn hefur náð á sínu sviði. Slík launakerfi þekkjast erlendis en hafa ekki verið útbreidd hér. Nú kann að verða breyting á því. Fjárfestingarbankinn, sem enn er í eigu ríkisins, virðist vera að taka upp þetta launakerfi verðbréfafyrir- tækjanna og hefur ráðið til sín all- marga starfsmenn frá öðram bönk- um. Úr því að banki í eigu ríkisins ríður á vaðið að þessu leyti verður erfítt fyrir aðra banka að fylgja ekki í kjölfarið. Til hvers leiðir það? Verður þá hægt að komast hjá því, að afkomutengt launakerfi breiðist út um allt atvinnulífið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.