Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK
JÓNSSON
+ Friðrik Jónsson fæddist á
Halldórsstöðum í Reykja-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu 20.
september 1915. Hann lést I
Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsa-
vík 2. nóvember síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Einarsstaðakirkju í Reykjadal
laugardaginn 8. nóvember.
Þegar kirkjan bjóst til að halda
messudag allra heilagra, hinn 2.
nóvember sl., lauk lauk löngum
starfsdegi Friðriks Jónssonar org-
anista. A þessum haustdögum eru
rétt 35 ár síðan leiðir okkar lágu
saman fyrst. Það var að Héraðs-
skólanum að Laugum í Reykjadal
þar sem hann kenndi söng, mér
og öðrum söngfuglum. Þekkt hafði
ég Friðrik fyrr, en aðeins úr fjar-
lægð. Þegar ég var unglingur á
Grenjaðarstað undir vemd og
stjóm frú Aðalbjargar og sr. Sig-
urðar, sá ég hann fyrst. Nafn hans
var mér þá strax vel kunnugt frá
mínu bemskuheimili, enda varla
margir sem ekki þekktu það, og
nokkur laga hans höfðu hljómað
úr harmonikku föður míns svo
lengi ég mundi.
Söngkennsla Friðriks á Laugum
var með þeim hætti að hann kynnti
fyrir nemendum söngarf þjóðar-
innar og kenndi hann. Þrír vora
kórar hans; stór almennur, bland-
aður kór, karlakór og Litli kórinn,
sem var úrvalssveitin og var mikil
upphefð að vera valinn til söngs í
honum. Á sérstökum tyllidögum í
skólastarfínu lék Friðrik einnig
fyrir dansi. Reyndar var ekki óal-
gengt að söngtímum lyki með lokk-
andi hljómum úr píanóinu, og fá-
einum danssporam á leiðinni út.
Harmonikkuleikarinn Friðrik Jóns-
son var landsþekktur. Að kynnast
honum sem slíkum er ógleyman-
legt. Hann var töframaður. Jafnvel
stirðustu klaufír urðu að dansa og
gátu það líka, því tónlistin léði
vængi til að létta sporin.
Leiðir okkar Friðriks lágu sam-
an að nýju, þegar ég varð sóknar-
prestur að Grenjaðarstað fyrir
rúmum áratug. Hann var þá flutt-
ur úr sveitinni til Húsavíkur, en
var organisti í öllum fjóram kirkj-
um prestakallsins og reyndar gott
betur, því að tveim kirkjum í næsta
kalli sinnti hann einnig. Það var
gott að eiga hann að. Reyndar
hafði einhver nennt að reyna að
spilla samstarfí okkar fyrirfram,
með því að segja honum að ég
væri byltingamaður í messuhaldi
og myndi reyna að breyta öllu því
sem honum væri kært. Það var
mér því alveg sérstök nautn að
breyta fyrst í stað alveg engu, og
reyndar aldrei því sem hann mat
meir en annað. Samstarf okkar var
með ágætum, og megnuðu jafnvel
ekki óvænt starfslok hans við
Grenjaðarstaðarkirkju að breyta
því. Gott er að minnast góðra
stunda á heimili þeirra Unnar á
Húsavík, þar sem hússtæði og út-
sýni er fegurst við Skjálfanda.
Hann lék fyrir mig sín eigin lög
og annarra og dró fram perlur úr
fjársjóði sínum. í helgri þjónustu
jafnt á gleði- og sorgarstundum
var hann traustur samstarfsmaður
og vinur. Trúin var honum jafn
eðlilegur þáttur lífsins eins og
matur og drykkur. Trúarskoðanir
hans vora heilbrigðar og hressandi
eins og góður þurrkur í nýslegna
töðu. Eg var nýkominn í kallið,
enginn byijandi í prestskap en þó
nýr í því hlutverki á fomkunnum
slóðum. Við sátum í gamla eldhús-
inu á Einarsstöðum og Sigfús
kirkjubóndi hugsaði sér að reyna
þolrifín í nýja prestinum með því
að draga í efa nokkrar grandvallar
kennisetningar kirkjunnar eins og
þær eru settar fram í trúaijátning-
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför okkar ástkæru
IRMGARD MÖRTHU SONNENTAG.
Sigurður Steindórsson,
Katrin Sigurðardóttir, Þorsteinn Jóhannsson,
Páll Sigurðsson, Kristín Daníelsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu
samúð vegna fráfalls og jarðarfarar bróður
míns,
GUÐMUNDAR KRISTINS
HJARTARSONAR,
Mýrarholti 7,
Ólafsvík.
Ólafur Brandsson
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður
míns,
ODDGEIRS JÓNSSONAR
frá Litlu-Drageyri
í Skorradal,
Suðurgötu 122,
Akranesi.
Sérstakar þakkir eru færðar hjónunum á Læk í Leirársveit og gömlum
sveitungum.
Einar Jónsson.
unni. Meðan ég enn var að hugsa
mig um hvernig ég gæti svarað
af fullri kurteisi án þess að hnika
af kenningargrundvellinum, fékk
ég óvænta hjálp frá organistanum.
„Fúsi minn,“ sagði hann, „ef Jesús
er ekki getinn af heilögum anda
og fæddur af Maríu mey, þá er
hann ekki heldur upprisinn frá
dauðum. Ekki efastu þó um það?
Og hitt er bara ekkert ótrúlegra."
Svo dró hann nokkuð seiminn og
sagði: „Ja, ég hef nú bara mína
bamatrú, en ég hef aldrei efast
um þetta“. Frændi hans, sókn-
amefndarformaðurinn ræddi þá
heldur ekki málið frekar. Og þeim
sem þetta ritar, hafði ekki lengi
þótt jafn vænt um nokkurn mann
og organistann sinn það kvöld.
Það mætti skrifa langa sögu um
þrautseigju Friðriks í starfí organ-
ista á mörgum kirkjum, oft við
mjög erfíðar aðstæður og tvísýn
ferðalög á vetram. En hann unni
þessu starfí öðra meir og það var
lán hans að mega sinna því til
hárrar elli með sæmd. í hugann
koma ótal atvik á kirkjunum fjór-
um, þar sem hver hefur sin sér-
kenni og sína sögu, og gleymist
ekki meðan hugsun er skýr og
hjartað slær, enda geymd á báðum
stöðum.
Friðrik Jónsson var listamaður,
og hafði skap í samræmi við það,
bæði djúpar og heitar tilfínningar,
og þegar bóndinn, sem í honum
bjó alla tíð, bættist við, þá varð
úr sú heillandi blanda sem skilaði
okkur svo mörgum perlum söngs
og tóna. Margar þeirra vora samd-
ar ti) nota við helgiathafnir kirkj-
unnar, en aðrar vora þakkaróður
til landsins sem hann ól, og einkum
til fæðingarsveitarinnar, Reykja-
dals, þar sem hinsta hvíla hans á
jörð er búin. Það vers sem ofast
var sungið í kirkjum prestakallsins
meðan við áttum samleið þar, hefst
á þessa leið: „Ég halla höfði mínu
að hjarta Jesú þínu“. Lagið sem
Friðrik samdi við það vers, er ein-
staklega fallegt. Ef þau sem syngja
Herra himins og jarðar lof við há-
stól hans, og við minnumst á Allra
heilagra messu, skyldu ekki hafa
lært það nú þegar, veit ég að hann
hefði ánægju af því að kenna þeim
það. Því að nú getur hann sjálfur
hallað höfði sínu að hjarta Jesú í
ríki hans.
Bömum hans og ástvinum öllum
sendum við hjónin bestu kveðjur í
þakklátri minningu. Honum lá
stundum á eftir messu. Sjaldan
missti ég þó af því að kveðja hann
og þakka fyrir samstarfíð. Hann
hvarf snöggt af vettvangi nú. Það
var honum líkt og hentaði honum
best. Við fylgjum honum eftir í
huganum og bindum sveig af þakk-
arorðum við nafnið hans, því að
fjarlægð leyfír ekki að við fylgjum
honum til grafar......því að mað-
urinn fer burt til síns eilífðar-húss
og grátendumir ganga um strætið
- áður en silfurþráðurinn slitnar
og gullskálin brotnar og skjólan
mölvast við lindina og hjólið brotn-
ar við branninn og moldin hverfur
aftur til jarðarinnar þar sem hún
áður var, og andinn til Guðs sem
gaf hann. (Pred. 11, 5-7.)
Kristján Valur Ingólfsson,
Skálholti.
Við eitt laga sinna skrifaði Frið-
rik að það skyldi spilað hægt og
ANNA
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Anna Halldórs-
dóttir fæddist í
Pulu í Holtum 19.
ágúst 1921. Hún
lést á Landspítal-
anum 4. nóvember
síðastliðinn. Anna
ólst upp í Kvíarholti
frá fimm til sex ára
aldri og flyst 18 ára
að Haga í Holtum.
Foreldrar hennar
voru Halldór Guð-
brandsson og Jósa-
bet Katrín Guð-
mundsdóttir. Voru
börn þeirra sjö og
var Anna elst þeirra. Systkini
hennar eru Páll, Eyjólfur, Guð-
mundur, Daníel, Lilja og mey-
barn sem lést kornungt.
Anna hóf búskap með Kri-
stófer Sturlusyni, f. 22.2.1925,
d. 7.12. /979. Börn þeirra eru
Baldur Árnason, f. 12.6. 1944,
búsettur á Akranesi, Kolbrún
Þegar ég minnist móður minnar
kemur ekkert nema gott upp í huga
minn. Hún var eins og stór bygging
sem stæðist stærstu jarðskjálfta
og verstu hamfarir. Hún var eins
og vemdarbygging í lífí mínu, það
var sama hvað á dundi, og hvenær
sem ég kom til hennar niðurbrotinn
og beiskur var hún alltaf tilbúin
með faðminn opinn til að hlusta
og fór ég alltaf tvíefldur til baka,
glaður og ánægður. Ég held að
allir sem þekktu hana Önnu séu
sammála um það að hún var mikil
persóna og gott að leita til hennar
með vandamál sín og hún hafi ver-
ið góður hlustandi.
Styrkur hennar var með ólíkind-
um fram á síðustu mínútu, hún
barðist eins og henni var einni lag-
ið, brosti og sagði eins og alltaf:
„Þetta bjargast."
Þinn ástkæri sonur,
Smári Hólm.
Þegar ég sest niður og ætla að
revna að koma einhveriu á blað til
Kristófersdóttir
Cerasi, f. 27.2.
1946, búsett í
Bandaríkjunum,
Sturla Kristófers-
son, f. 23.5. 1947,
d. 3.12.1965, Ólafía
Kristín Ki-istófers-
dóttir, f. 19.9. 1948,
búsett í Reykjavík,
Halldór Kristófers-
son, f. 11.10. 1950,
búsettur í Reykja-
vík, Reynir Kristó-
fersson, f. 24.3.
1954, búsettur í
Reykjavík, Guð-
laug Steinunn Kristófersdóttir,
f. 2.9. 1956, búsett í Reykjavík,
Smári Hólm Kristófersson, f.
11.5. 1961, búsettur í Reykja-
vík. Afkomendur Önnu og Kri-
stófers eru 45.
Útför Önnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
að minnast tengdamóður minnar,
Önnu Halldórsdóttur, finn ég að
hugurinn er fullur af minningum
en erfiðara að koma þeim frá sér
á prent. Ég kynntist henni fyrst
fyrir rúmum þrettán árum þegar
ég og sonur hennar rugluðum sam-
an reytum okkar og hann fór með
mig heim til mömmu þar sem átti
eftir að verða mitt annað heimili
og barnanna minna. Það var alveg
sama hvenær við komum heim til
hennar. Hún tók alltaf jafn vel á
móti okkur, var alltaf tilbúin til að
taka þátt í bæði gleði okkar og
sorgum.
Anna var sterkur persónuleiki
sem veitti mér stuðning þegar hún
vissi að ég þurfti hans með, og gat
auðveldlega breytt hlutunum á
betri veg. Þegar ég kynntist syni
hennar velti ég oft fyrir mér hvar
hann hefði lært og kynnst þessum
kærleika í lífinu, en fékk svo stað-
festingu á því þegar ég sá þau
saman á góðri stundu. Það var
auðséð að þau áttu eitthvað sér-
stakt saman. sem enerinn erat snert.
innilega. Hann spilaði öll lög inni-
lega, sum hægt og drafandi eins
og rússnesk lög væru en önnur
galsalega og hratt eins og í finnsk-
um tangótakti. En hvort sem hann
spilaði í brúðkaupum, jarðarföram,
ættarmótum eða á sveitaböllum
vakti hann einhveijar ljúfsárar og
alvöra kenndir í bijóstinu.
Á seinni árum gerði hann meira
af því að keyra um sveitir í Þingeyj-
arsýslunni á gömlu Cortínunni með
nikkuna í skottinu, hitta vini og
ræða málin. Hann komst í uppnám
þegar hann sagði mér frá lögum
frá gamalli tíð sem bönnuðu allt
flakk um sveitir lands, og ákvað
að skipa sér í sveit með flökkuram
og furðufuglum sem hvergi vildu
vera nema þar sem eitthvað var á
seyði. En stundum var bara ekkert
á seyði og skemmtilegt fyrr en
hann kom. Við fengum okkur kaffi
og kleinur og ræddum um snillinga
í tónlistinni og kveðskapnum. Hrif-
umst af þessum mönnum sem hófu
sig yfir meðalmennskuna, með
fætur í mold en höfuð á himnum.
Eftir slíkar umræður var erfítt að
fá hann til að spila. Ég hitaði þá
meira kaffi, hellti okkur tári í glös
og við hlógum að þessari hrifningu
í okkur. Svo settist hann niður við
orgelið. Ljúfasta síðsumarsástar-
lag hljómaði yfír djúpri og örlítið
skrattalegri bassalínu - og þegar
hann var farinn og farið að skyggja
hljómaði það enn í höfðinu.
Ég eiginlega öfunda þá þarna
hinum megin sem fá að dansa við
„Gömul spor“ núna í skammdeginu
við harmónikkuundirleik. Blessuð
sé minning mikils listamanns og
góðs vinar.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
ég veit ekki eftir þennan tíma hvað
það var. Anna veitti eldri dóttur
minni einnig dýrmæta stund í lífinu
sem amma, sem sýndi hvaða innri
mann hún hafði að geyma, og mun
sú minning alltaf lifa.
Við elskum þig, mamma, amma.
Ég fann það um síðir að gæfan er gler
svo grátlega brothætt hún reyndist mér.
En æskan er léttstíg og leikur sér
að ljómandi gullinu friða.
En glerið er brothætt og gijótið er víða.
(Freysteinn G.)
Sigríður Ragnarsdóttir.
Eisku amma.
Nú loksins líður þér vel og ert
komin til himna. Með þessum orð-
um vil ég þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig öll þessi
ár. Þú tókst mér eins og þínu eigin
barnabarni og hefur alltaf komið
þannig fram við mig. Ég mun aldr-
ei gleyma þér né hjartagæsku
þinni. Ég mun heldur aldrei gleyma
nóttunum hjá þér er ég fékk að
vaka fram eftir og horfa á bannað-
ar myndir. Stundum er ég sat úti
í horni og var að föndra sagðirðu
oft að ég gæti setið þar klukku-
tímunum saman með aðeins kló-
settpappír og límband. Svo þegar
við sátum og pijónuðum og horfð-
um á uppáhaldsleikarana okkar þá
Patrick Swayze og Mel Gibson.
Síðan þegar þú varst nýkomin af
spitalanum kom ég í heimsókn eins
og venjulega og þú spurðir alltaf
hvort ég væri hætt í blaðburðinum
en alltaf kom sama svarið. Síðan
spurðir þú hvort ég myndi gista
en ég sagðist þurfa að bera út um
morguninn, en ég kæmi um
þarnæstu helgi en þá varstu farin
aftur á spítalann og mér gafst aldr-
ei tækifæri til þess.
Elsku Anna amma, hvíldu í friði,
ég mun aldrei gleyma þér. Mér
þykir vænt um þig.
Þín
Svandís.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir erreinunum.