Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 43 AÐSEIMDAR GREIIMAR Aukin réttarvernd gagnagrunna Upplýsingahraðbrautin - vaxtarbroddur efnahagslífsins GÍFURLEG framþróun hefur átt sér stað á sviði tækni og upplýs- ingamiðlunar í heiminum á síðustu árum. Tækniframfarir og aukin sam- keppni hafa gert það að verkum að það er á færi flestra í dag að nálg- ast útbúnað til að fá aðgang að gríð- arlegum fjölda gagnagrunna um heim allan gegnum intemetið. Kjöl- margir slíkir gagnagrunnar em öllum opnir án endurgjalds en fyrir aðgang að öðmm þarf notandinn að gera samning og greiða afnotagjald. Evrópusambandið hefur litið svo á að upplýsingatækni og upplýs- ingamiðlun sé vagga framfara, hag- vaxtar, nýrra fjárfestingartækifæra og aukinnar atvinnu og því verði að hlúa að þessum iðnaði eins og kostur er. Tækniþróun gerir það að verkum að eigendur gagna- grunna geta með aukinni skilvirkni safnað saman upplýsingum og sett þær fram á mjög skipulegan og aðgengilegan hátt fyrir notendur. Hins vegar auðveldar tæknin einnig óheimila notkun slíkra gagna og næsta víst er að unnt sé að afrita stóran hluta af efni gagnagrunns og setja saman í nýjan grunn fyrir aðeins brot af þeirri upphæð sem öflun og framsetning gagnanna kostaði í upphafi. Ofullnægjandi réttarvernd gagnagrunna getur því hæglega heft nýsköpun og framfar- ir á þessu sviði, upplýsingaþjóðfé- laginu til óbætanlegs tjóns. Evrópusambandið stefnir að því að bæta réttarstöðu eigenda gagna- grunna með nýrri tilskipun sem tekur gildi 1. janúar 1998. Sam- kvæmt ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar gildir tilskipun þessi einnig fyrir ísland og skal ísland hafa aðlagað löggjöf sína að efni hennar fyrir 1. janúar nk. Markmið greinar þessarar er að kynna efni tilskipunar um réttarvernd gagna- grunna nr. 96/9/EC frá 11. mars 1996 en þegar þetta er ritað hefur lagafrumvarp ekki verið lagt fram á Alþingi en verður væntanlega lagt fram innan tíðar. Tilskipun um vernd gagnagrunna Tilskipunin um vernd gagnagrunna tekur hvort tveggja til rafrænna og hefðbundinna gagna- grunna. Hugtakið gagnagrunnur er skilgreint mjög rúmt og er m.a. ætlað að ná yfir söfn verka eins og bókmennta- og listaverka, tón- smíða, texta, hljóðs, tölulegra upp- lýsinga og staðreynda. Það er skil- yrði að um sé að ræða söfn sjálf- stæðra verka sem sé raðað á ákveð- inn skipulagðan hátt og unnt er að nálgast hvert fyrir sig, en sem dæmi má nefna safn ritverka sem raðað er eftir efnisflokkum, höfund- um eða útgáfum og safn tilvísana í rit, höfunda og útgáfur. Hins veg- ar fellur t.d. kvikmynd, bókmennta- verk eða tónverk sem slíkt ekki undir hugtakið gagnagrunnur þrátt fyrir að geta í sjálfu sér verið safn af sjálfstæðum framlögum höfunda. Heimasíða á Veraldarvefnum gæti samkvæmt þessu talist gagna- grunnur þar sem heimasíður eru oft söfn sjálfstæðra verka svo sem greina, ljósmynda, kvikmynda, teikninga, tónlistar og jafnvel tölvu- forrita. Tölvuforrit sem stjórna tölvutækum gagnagrunni falla utan við hugtakið og athygli vekur að hið sama gildir um mikilvægar skrár eins og atriðisorðaskrár og samheitaskrár. Höfundarréttur Gagnagrunnar eiga að njóta höfundar- verndar ef efnisval eða niðurröðun efnis er með þeim hætti að tal- ist geti andleg sköpun höfundarins sjálfs. í þessu felst, að framlag höfundarins sjálfs, annað hvort við val á efni eða við röðun þess, verður að teljast frumleg sköpun í skilningi höfundarlaga. Engin frekari skilyrði má setja fyrir stofnun höfundaréttar í gagna- grunni en hins vegar heyrir matið á frumleika undir hefðbundin við- horf í höfundarétti hvers ríkis. Efnisval höfundarins þarf sam- kvæmt þessu að endurspegla ákveðið huglægt mat höfundarins sjálfs, þ.e. í ákvörðunum hans um hvaða efni er sett inn í gagnagrunn verður að felast tiltekin andleg sköpun. Höfundarréttur stofnast augljóslega ekki ef teknar eru upp hugmyndir annarra að efnisvali og hið sama virðist gilda ef sett er inn allt efni um tiltekinn málaflokk án sérstakrar úrvinnslu. Sem dæmi má nefna að gagnagrunnur sem geymir lista yfir öll veitingahús í Reykjavík virðist ekki geta upp- fyllt þessi skilyrði en ef um væri að ræða lista yfir 20 bestu eða verstu veitingahúsin gæti höfund- arréttur hugsanlega stofnast. Gag- nagrunnar sem eru tæmandi um ákveðið efni virðast því varla geta notið höfundarverndar hvað efnis- val varðar. Einar Farestveit Ófullnægjandi réttar- vernd gagnagrunna getur hæglega heft ný- sköpun og framfarir á þessu sviði, segir Einar Farestveit, upplýsinga- þjóðfélaginu til óbætanlegs tjóns. Röðun höfundar á efninu verður að teljast andleg sköpun hans sjálfs svo höfundarréttur stofnist og er þá hætt við að hefðbundin uppröð- un efnis, eins og stafrófsröð eða númeraröð, uppfylli ekki þetta skil- yrði. Rétt er að taka það fram að höfundur gagnagrunns öðlast ekki höfundarrétt á því efni sem hann tekur með í safnið heldur fer um höfundarrétt þess eftir gildandi höfundarlögum. Ný tegund réttarverndar Tilskipunin gerir ráð fyrir því að aðildarríkin innleiði nýja tegund réttarverndar í löggjöf sína, al- mennan rétt, er tekur til innihalds gagnagrunns og ætlað er að vernda fjárfestingu þá sem eigandi gagna- grunns hefur stofnað til. Þessi nýju réttindi eru með öllu óháð höfundarrétti að safninu sem slíku og hafa ekki áhrif á hugsan- legan höfundarrétt yfir því efni sem gagnagrunnurinn geymir. Gagnagrunnur sem uppfyllir ekki skilyrði um höfundarrétt, eins og rætt var um hér að framan, getur notið verndar eftir þessum al- menna rétti og sú staða getur hæglega komið upp að gagna- grunnur njóti hvort tveggja vernd- ar að höfundarrétti og eftir þessum nýja almenna rétti. Stofnun rétt- indanna er óformleg en hins vegar háð því að sá sem hefur búið til gagnagrunn sanni að hann hafi lagt í töluverða fjárfestingu við efnissöflun, mat á efni eða við framsetningu þess. Af þessum sök- um er mikilvægt að halda til haga öllum gögnum er sanna þennan kostnað. K Almenna réttinum er ætlað að vernda gegn óheimilli töku og/eða nýtingu á öllum eða verulegum hluta innihalds gagnagrunns, met- ið eftir magni og/eða gildi efnis- ins. Rétt er að geta þess að ekki virðist útilokað að fleiri aðilar geti gert samskonar gagnagrunn ef efninu er safnað sjálfstætt. Varð- andi almenna notkun slíkra gagna- grunna er gert ráð fyrir því að lögmætum notanda sé ftjálst að taka og nota óverulegan hluta gagnagrunnsins og gildir einu í hvaða tilgangi það er gert. Hins vegar verður að hafa í huga að öll notkun hlýtur að takmarkast við hvað telja megi sanngjarnt og eðli- legt miðað við hagsmuni beggja aðila. Að lokum er rétt að geta þess að aðildarríkjunum verður frjálst að setja reglur um eintaka- gerð til einkanota en í því felst að heimila má töku og/eða nýtingu verulegs hluta gagnagrunns með einkaþarfir í huga en sú undan- þáguheimild mun þó ekki ná til rafrænna gagnagrunna. Lokaorð Tilskipun um vernd gagna- grunna er ætlað að samræma lögg- , jöf ESB- og EFTA-ríkjanna og frá * 1. janúar 1998 munu aðildarríkin bjóða eigendum og höfundum gagnagrunna almennt betri réttar- vernd en þekkist annarsstaðar. Telja má líklegt, að bætt réttar- vernd gagnagrunna muni hvetja til aukinna rannsókna og fjárfest- ingar, frekari tækniþróunar og aukins flæðis þjónustu milli aðild- arríkjanna. Þessi þróun mun vafa- laust hafa jákvæð áhrif á efna- hagslíf og atvinnutækifæri, að ekki sé minnst á aukinn aðgang al- + mennings að Upplýsingahrað- brautinni. Höfundur er lögfræðingvr og stundar rannsóknir í Evrópurétti við háskólann í Lundi. MIKIL umræða hef- ur átt sér stað í þjóðfé- laginu um aukið ofbeldi á götum úti og hefur þessi umræða verið tengd við miðbæ Reykjavíkur og það fólk sem þar safnast saman um helgar. Siðapostular þessa þjóðfélags hafa haldið því fram að þessi of- beldisalda sé tengd við starfsemi vínveitinga- húsa í borginni og meira að segja leiðara- höfundar Morgun- blaðsins hafa haldið því fram að borgaryfirvöld eigi að hefta fjölgun þessara staða. Einnig er mönnum tíðrætt um drukkin ungmenni í miðbænum eft- ir að skemmtistöðum er lokað sem séu ekki til neins nema vandræða. Ungu fólki kennt um Það er alrangt að í miðborginni um helgar fínnist engin ungmenni nema dauðadrukknir vandræða- gemlingar. Vissulega eru alltaf svartir sauðir innan um en það á við um alla aldurshópa, því lang- flest er þar til þess að skemmta sér, sýna sig og skoða aðra. Alltaf þegar að þessari umræðu kemur grípa menn til þess ráðs að kenna ungu fólki um allt og eina ráðið er að rýma eigi miðbæinn og nota jafn- vel til þess slökkviliðið eins og hinn ráðvillti ritstjóri DV hefur komist að orði. Það er augljóst að þessir aðilar vita _ ekki að starfsmenn ÍTR í fé- lagsmiðstövum borg- arinnar hafa nú í sam- vinnu við lögreglu gert það að verkum að það er hending ein ef fólk yngra en 16 ára sést í miðbænum eftir mið- nætti. Ef það gerist þá er farið með við- komandi í athvarf sem borgin hefur komið upp og þar er hringt í foreldra barnanna og þeir látnir sækja þau. Aukið ofbeldi í höfuðborginni? Það er kjánalegt að tengja um- ræðu um aukið ofbeldi í höfuðborg- inni við miðbæinn eingöngu. Það er vissulega áhyggjuefni ef ofbeldi og glæpir hafa aukist en það á bara ekkert skylt við þá menningu sem skapast hefur í miðbænum. Fólk kemur í miðbæinn til þess að skemmta sér og sem betur fer hafa athafnamenn svarað þessari löngun með því að opna skemmtistaði. Vín- veitingastaðir eru afleiðing, ekki orsök þess að fólk sækir miðbæinn. Vilja menn útgöngubann? Það er fáránlegt að siðapostular á villigötum hafi komið umræðunni þannig fyrir að nú er fólk um víðan völl að drepast úr áhyggjum vegna „miðbæjarvandamálsins" ; vanda- máls sem ekki er til staðar. Og Það er áhyggjuefni ef ofbeldi o g glæpir hafa aukist, segir Ingvar Sverrisson, en það á ekkert skylt við þá menningu sem skapast hefur í miðbænum. hvílíkar uppástungur sem maður hefur heyrt! Hvernig dirfast þessir siðapostular að skipta sér af full- komlega heilbrigðu skemmtanalífi mínu og annarra Reykvíkinga. Helst vildu þeir skikka fólk til að vera heima og helst ekki láta sjá sig út á götu eftir ellefufréttir og hvetja til eflingar lögregluvalds til að fylgja eftir þessum pælingum um útgöngubann. Málið er auðvitað þannig vaxið (eins og allt skynsamt fólk veit) að eini vandinn í miðborg- inni er sá að klukkan þijú loka all- ir skemmtistaðirnir og þúsundir manna þyrpast út á götur og torg á sömu mínútunni. Þetta gerir lög- reglunni miklu erfíðara fyrir heldur en ef fólk kæmi út á mismunandi tímum. Þess vegna er það mín skoð- un að gefa eigi opnunartíma skemmtistaða fijálsan þannig að fólk fari heim þegar það telur sjálft að nóg sé komið, án þess að yfir- völd séu með puttana í því. Auðvit- að eru skiptar skoðanir um þetta innan borgarstjórnar eins og margt annað. Mín bjargfasta sannfæring er þó sú, að þetta myndi gera það að verkum að sjálfkrafa yrði lítt fysilegt fyrir fólk undir skemmti- staðaaldri (20 ára) að hanga í bæn- um langt fram eftir nóttu. Allir vita nefnilega að sá hópur bíður einna spenntastur eftir því að skemmti- stöðum loki klukkan þijú og að fólkið þyrpist út á götur. Þetta er alltént eitt aðalaðdráttarafl miðbæj- arins fyrir krakka undir tvítugu. Að henda fólki út með þeim hætti er nú tíðkast gerir ekki annað en að skapa vandræði vegna fólks sem ekki er tilbúið til að hætta að skemmta sér og heldur þess vegna glaumnum áfram á götum úti og í heimahúsum. Mun gáfulegra væri að leyfa fólki að vera inni á stöðun- um þar til það sjálft hefur svalað gleðiþorstanum. Leyfum þeim að opna - og borga Flestir sem til þekkja vita hversu eftirsótt það er að opna veitingastað í miðbænum og yfírvöld borgar og ríkis verða fyrir ákveðnum kostnaði af þessum sökum. Til dæmis vegna sorphirðu á götunum sem og þess löggæslueftirlits sem nauðsynlegt er. Þessa hluti og ýmsa aðra tengda mætti kosta af opnunartímagjöld- um sem sett yrðu á staðina er greiddu einfaldlega sem svarar ákveðinni krónutölu fyrir klukku- tímann. Þá yrðu staðirnir að sækja um opnunartíma fyrirfram þannig að eftirlitið eða lögreglan geti fylgst með að farið sé eftir settum reglum. Órjúfandi hluti af samfélaginu Það er ekki slæmt að fólk fari út og skemmti sér og öðrum. Það sem kallað er „ástand“ eða „vanda- mál“ og hefur skapast í miðbænum um helgar er ekki annað en bein afleiðing vitlausrar stefnu eins og þeirrar sem rekin hefur verið kring- um opnunartíma veitingahúsa. Skemmtanamenning er óijúfandi hluti af samfélagi okkar og þessi menning hefur verið að þroskast undanfarin ár. Það er virkilegt fagnaðarefni hvernig hér hefur sprottið upp öflug kaffihúsamenn- ing kringum fijálsari og opnari meðferð bjórs og léttvína. íslend- ingar eru smátt og smátt að færa sig á áþekkt plan og þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við í þeim efnum. Frjáls markaður með skýrum leikreglum Ég fer ekki ofan af því, að það er rangt af borgaryfirvöldum að skipta sér af því hversu mörg vín- veitingaleyfí verða veitt í miðborg- inni. Hinn fijálsi markaður á að ráða þessu með aðhaldi skýrra leik- reglna. Glaumurinn um helgar hef- ur heldur ekkert með það að gera að verslun hefur að einhveiju leyti færst úr miðbænum. Miklu fremur þarf í þeim efnum að líta til verslun- arkjarna í hverfunum og svo auðvit- að Kringlunnar. Annars virðist mér verslun í miðbænum hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið og er öll að koma til. Það er samt engu líkara en að fyrmefndir siða- postular sjái ekki skóginn fyrir tijánum; missi af heildarmyndinni. Ég veit fátt ömurlegra en þegar ^ smíðuð eru vandamál og umræða kringum eitthvað sem ekkert er; sér í lagi þegar þetta virðist byija og enda á þeim punkti að það sé eitt- hvert unglingavandamál í miðbæn- um um helgar. En allra verst þykir mér að hlusta á fólk kasta frá sér uppástungum um aukna ríkisforsjá á flestum sviðum án þess að huga að því eitt augnablik að hugsanlega liggi einhver ábyrgð í þessum mál- um hjá einstaklingunum sjálfum. Hverslags samfélag líður það að foreldrar séu meðvitundarlitlir um útivistartíma og verustaði bama löngu eftir að myrkrið skellur á? Hvenær skyldi nú koma að því að menn líti í eigin barm í stað þess að veina á aukin afskipti Stóra bróð- ur? Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnaðarmannaflokks íslands og t varaformaður ÍTR. Siðapostular á villigötum Ingvar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.