Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 33
Fiðrildi á sverðseggjum, eða
alnetið til komi þitt ríki...
SÍFELLT erum við mannskepn-
urnar að ljúka upp nýjum heimum
og bregða slagbrandi fyrir aðra
þekktari. Til góðs eða ills. Ekki síst
við Islendingar, sem erum fram-
sæknastir þjóða, eða því viljum við
a.m.k. trúa. Það lesmál er hér fer á
eftir er ritað í tilefni af komu nokk-
urra áhugaverðra og efnilegra
fínnskra ungskálda til okkar hingað
í íslenska nóvemberkulið, en skáldin
munu, svo sem vænta mátti, kynna
verk sín bæði í Norræna húsinu og
hinu glæsta Gunnarshúsi; nú mið-
stöð Rithöfundasambands Islands.
Sum þessara skálda eru þeim er
þetta ritar dável kunn, önnur síður,
og mun lesmálið að líkindum draga
dám af því.
Heil skurn - brotin skurn
I veröld hins unga skjólstæðings
Smillu, snáðans Esaja (Peter Hoeg:
Lesið í snjóinn) var allt heilt, töl-
urnar voru heilar, hvorki brot, né
brotabrot, steinarnir voru steinar,
ekki blágrýti, líparít, eða granat og
stjörnuhvolfið heimur sem skapaði
sig, átti sig sjálfur, hvorki leikvang-
ur karlsvagna, reikistjarna, né
halastjarna. Esaja naut þeirrar
„gæfu“ að komast hjá því að sjá
þennan heim heimanna, þann hinn
heila, splundrast. Hann, barnið,
fæddist til hans heils og hvarf úr
honum heilum. Við hin, sem ekki
urðum fórnardýr vitskertra, fé-
gráðugra vísindamanna, við hin,
sem uxum úr grasi sáum allar
heildir sundrast, ævaforn sannindi
verða að bábiljum: því sem við vild-
um trúa á af einlægni hjartans
langaði okkur ekki síður til að
skellihlæja að. Eftir nægilega lang-
vinn átök innri gilda af þessu tagi
urðum við bara skratti klókir póst-
módernistar; annað tveggja stofn-
anabundnir geðklofar; hausar fullir
af gildum og matsatriðum sem háðu
samfelldan innri díalóg, eða lista-
menn í þrotlausri leit að inntaki og
formi, liðtæku í nútímanum. Nema
hvort tveggja væri. Við urðum að
minnsta kosti heil í því að vera safn
brotabrota úr öllu því sem er. Ver-
öld okkar póst-módernista er ekki
heimur heilda, samstæðna, sam-
hverfa, rökkeðja, eða paradigma.
Ekki einu sinni sjálfíð er það sem
það var úm og eftir tíma Freuds:
Seiðketill hvata, með meðvitund og
samvisku sem rammgert lok á katl-
inum þeim arna, svo ekki sé minnst
á matreiðslumanninn sem annaðist
kokke-ríið; þann fulltrúa æðri gilda,
siðmenningar og meints réttlætis.
Það var hann sem átti að næra okk-
ur hin á samsuðu hins sjálfsagða og
þess forboðna, en hann, einmitt
hann, var fjarri góðu gamni. Fari
hann og veri.
Niður með Dannebrog og Union
Jack; drögum fána skáldskaparins
að hún!
Auðvitað erum við öll asnar með
góðan sinekk!
Góður skáldskapur heldur Esaja,
barninu, á lífi. Nú fögnum við upp-
vakningi sem aldrei dó. Og góða
veislu gjöra skal með „Samfélagi
lifandi skálda" (Nioren Voiman
liitto), félagsskap sem gegnir lykil-
hlutverki í samþættingu sjónrænna
lista, framsækinnar tónlistar og
skáldskapar. Nálega helmingur
skáldanna sem eru í forystu samfé-
lagsins er þannegin ýmist rokktón-
listarmenn, eða textahöfundar fyrir
rokkhljómsveitir, auk eiginlegra
ritstarfa sinna. S.s. listræn marg-
miðlun. Samtökin gefa út tímarit,
vaka yfir því þjóðþrifamáli að verk
yngri skálda fái tilhlýðilega umfjöll-
un og njóti verðskuldaðrar athygli,
gefa út árbók, skipuleggja nám-
skeið í skapandi ritlist, efna til upp-
lestra/uppákoma. í því er hér fer á
eftir verða hinir einstöku gestir frá
„Samtökum lifandi skálda“ kynntir
lauslega.
Martin Enckell, f. 1954, er elst og
Eg er þess fullviss að fjölbreytileikinn og'
heilindin í verkum þeirra finnsku skálda er sækja
okkur heim getur orðið okkur vegvísir, skrifar
Lárus Már Björnsson í tilefni komu fínnskra
skálda til íslands, en skáldin munu m. a. kynna
verk sín í Gunnarshúsi klukkan 20 í kvöld, í
Norræna húsinu klukkan 18 á morgun,
miðvikudag, og í Gerðarsafni á fimmtudag.
Martin Enckell Tomil Kontio
jafnframt þekktast
þeirra skálda er nú
sækja okkur heim.
Ekki mun ofsagt. að
Enckell sé eitthvert al-
þjóðlegasta skáld sinn-
ar kynslóðar í Evrópu.
Fyrsta ljóðasafn hans
„Rristaltárar“, 1974,
þótti gefa óvenju góð
fyrirheit. Segja má að
þar feti hann um margt
slóðir „módernistanna
görnlu", Södergrans,
Diktoniusar og frænda
síns, Rabbe Enckells.
Ekki leið þó á löngu
uns skáldið unga gerð-
ist hallt undir fram-
sækna list gjörningafólks og sýru-
rokkara. Sá finnski skáldahópur
sem mun gleðja okkur með hingað-
komu sinni er um sumt runnin und-
an rifjum skáldahópsins „Kain“, sem
Enckell hefur tilheyrt um árabil.
Enckell má sem hægast lýsa sem
e.k. George Orwell, eða Jack Kerou-
ac okkar tíma í því að hann hefur
flakkað og flækast víðar en flest
skáld er mér eru kunn. Asía og
Rússland, eða þó einkum St. Peters-
burg og Moskva hafa verið hans
„kjörslóðir“ og hefur hann og
skáldahópur hans haldið uppi virk-
um menningartengslum við þessi
svæði með gagnkvæmum þýðingum
og birtingu verka, auk upplestra og
gjörninga. Enekell hefur þó farið
fetið að almennri viðurkenningu og
hefur sú för ekki ávallt legið eftir
rauðum dreglum. Ykjulaust sló hann
þó almennt í gegn með bókinni
„Pravda Love“, (Sönn ást) 1983, en
sú bók er einkar sérstæð blanda
prósa og ljóðlistar. Eftirhreytur
blómabarnakynslóðarinnar, ásamt
hinni nýju, finnsku pönk-kynslóð tók
bókinni og skáldinu opnum örmum,
enda megininntak hennar heldur
skuggalegt næturlíf Helsinkiborgar
og bísalíferni hvers konar. Skáldið
varð óumbeðið ókrýndur talsmaður
nýrrar kynslóðar án þess að hafa
beinlínis staðið í biðröð eftir slíki'i
útnefningu! Strembin ár fylgdu í
kjölfarið. Það var í raun réttri ekki
fyrr en með bókinni „Gud All-En“
(Guð einn saman), 1989, sem
Enckell hlaut verðskuldaða upp-
reisn æru. I kjölfarið hafa fylgt tvö
meistaraverk, sem hafa skipað
Enckell íröð fremstu og sérstæðustu
ljóðskálda Norðurlanda nú um
stundir, ljóðasöfnin „Kali“, 1993,
(safnið ber heiti indverskrar gyðju)
og „dár kárleken ár en dunkel och
förödande fóreteelse“ (þar sem ástin
er óljóst og eyðandi afl), 1996.
„Býsönsk! áhrif frá Ekelöf eru hér
nokkuð augljós glöggum lesanda.
Undirritaður hefur orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá að starfa
með Enckell, bæði að kynningu ís-
lenskrar samtímaljóðlistar í Finn-
landi (Horisont, Vasa, 1994) og
einnig við túlkun úrvals verka hans
frá árunum 19741989 af sænsku á ís-
lensku. Afrakstur þess starfs birtist
í ljóðasafninu „Veraldir", 1993. Okk-
ur sem til Enckells þekkjum er það
tilhlökkunarefni að eiga þess kost að
fá að hlýða á nýjustu verk hans í
húsi Rithöfundasambands íslands
við Dyngjuveg, svo og í Norræna
húsinu.
„Guð er til
þær stundir sem Þú trúir,
þær stundir sem Þú trúir,
og einnig
þær stundir sem Þú efast,
þær stundir sem Þú efast.“
(Úr Veroldum, þýð. LMB)
Alnetið, þú sem
ert á himnum
Ungskáldið Peter Mickwitz, f.
1964, er af nokkuð öðrum toga en
Enckell. Þeir kumpánar eiga það þó
sammerkt að yrkja á sænsku.
Ljóðabækur Mickwitz eru: „i ljuset"
(í birtunni), 1991, „om“ (hvort), 1993
og „Som du i mig nej“ (Líkt og þú í
mér nei), 1997. Þá hefur hann gefið
út ritgerðasöfn og birt ljóðaþýðing-
ar. Mickwitz nam bókmenntafræði
við Háskólann í Helsinki og við Aka-
demíuna í Turku. Hann veitir nú
forstöðu „avant-garde" forlaginu ai -
ai, ásamt því að ritstýra The Finnish
Literary Forum, sem er internet-
tímarit um bókmenntir og listir.
Mickwitz hefur haft forgöngu um að
selflytja bókmenntirnar, en þó sér-
ílagi ljóðið inn í sinn sýnilegasta
allra heima, s.s. heim alnetsins.
Mickwitz þvertekur fyrir að bókin,
eða lesmálið sé á undanhaldi og með
rafrænni útgáfustarfsemi sinni hef-
ur hann einmitt fært fram sönnur á
hið gagnstæða. Nú skal papírus-
arsefinu ógnað með aðstoð rafleið-
ara, skáldskapnum til vegsemdar.
Mickwitz hefur gerst svo djarfmælt-
ur að staðhæfa fullum fetum að mik-
ilvægi ritmálsins fari stöðugt vax-
andi og sé jafnvel að „slá sjónvarp-
inu við. í samanburði við ritmálið er
sjónvarpið hæggengur og stii-ðbusa-
legur miðill. Það útheimtir óhemju
fjárfestingar í mannafla og tækja-
kosti meðan alnetið er skjótvirkara
og taumlausara". Nuori Voima
stendur að ljóðakynningarátakinu
„rafrænn skáldskapur" í samstarfi
við tímarit Mickwitz. Nokkurrar
tortryggni hefur gætt meðal
finnskra skálda gagnvart þessum
nýja miðli, en þeim fer þó fjölgandi
sem vilja - og þora.
Samkvæmt spánnýjum upplýsing-
um frá Finnlandi hefur Hjörtur
Pálsson, skáld, þýtt nokkur ljóða
Mickwitz í tilefni af komu hans hing-
að og verður tilhlökkunarefni að fá
að hlýða á þau er þar að kemur.
Skáldið Tomi Kontio er f. í
Helsinki árið 1966. Hann hefur
stundað nám í heimspeki og fagur-
fræði við Helsinkiháskóla. Ljóða-
bækur hans eru tvær talsins: „Tans-
sisalitaivaan alla“ (Undir danssalar-
himni), 1993 og „Lukinkehra
(Köngulóarvefur), 1996. Auk heldur
liggja eftir hann skáldsagan „Uu-
men“ (Djúpin), 1995 og smásagna-
safnið „Saadyttömat" (Hinir ósóma-
kæru), 1994. Kontio ritar einnegin
rokktexta fyrir hljómsveitina Kelpa
Pojat. Enda þótt Kontio hafi, að
sögn eins helsta skipuleggjanda
ferðarinnar gagnrýnandans og rit-
gerðasmiðsins Mariu Santti, en hún
er jafnframt einn ferðalanganna
sem hingað koma, ekki síst unnið
sér það til frægðar að „skrumskæla“
svo finnska tungu að ljóð hans séu
að heita má óþýðanleg hlaut hann
J.H. Erkko verðlaunin finnsku fyrir
fyrstu Ijóðabók sína, sem þótti besta
frumraun nýs skálds árið 1993. I
ljósi þess að hið lítt skiljanlega gerir
jafnan kröfur um að ímyndunaraflið,
jafnt hið djúpa og hið grunna, sé
þanið allt að endimörkum má vænta
ögrandi framlags af hálfu þessa
unga skálds.
„Með eina nótt í vasanum"
Markku Paasonen er hvað yngst-
ur hinna finnsku gesta. Hann er
fæddur í Oulu, árið 1967 og er höf-
undur einnar ljóðabókar, auk rit-
gerðasafna. Paasonen er heimspek-
ingur að mennt og vinnur nú að
doktorsritgerð um „fyrirbærafræði
leiðans“ í kenningum Heideggers.
Agnarstúfur úr Ijóðinu „gjöf‘ eftir
Paasonen hljóðar svo í þýðingu
Tapio Koivukari (sjá síðar):
„dagurinn flýtur fram og til baka
handan gluggans óhreint grátt fljót
heilabörkur sem allra handa rusli er fleygt í:
fiskineti, olíubrúsum, gömlum jakkaí sefinu
sem
andar tómleikanum, hinum eina
guðdómlega,
opinberun, sem dagurinn gaf okkur.“
í Ijóðum Paasonens er að finna líf-
sneista; vitrun frammi fyrir hinu
augljósa.
„Jarðarberjaakrar að eilífu"
Tapio Koivukari, f. 1959, er ásamt
því að vera prósahöfundur helsti
þýðandi Finna úr íslensku. Koivuk-
ari, sem bjó hér á landi um skeið
hefur m.a. þýtt verk Vigdísar
Grímsdóttur. Meðal frumsaminna
skáldsagna hans er verkið „Odinnin
korpi“ (Hrafn Oðins), en þar gerir
hann, í anda Bubba Morthens, skil
lífsháttum farandverkafólks á ís-
landi. Koivukari er sá eini íslensku-
mælandi þeirra Finna sem sækja
okkur heim að þessu sinni.
Auk Koivukaris koma hingað þýð-
endurnir og gagnrýnendurnir Tu-
omas Nevanlinna, Silja Hiidenheimo
og rithöfundurinn Riikka Takala.
Allt er þetta hringferli;
annað ekki!
Austurlenskir lærifeður okkar
hafa lengi vitað að þróun er ekki
beinlínulaga, heldur hringlaga; allt
leitar upphafs síns, hið brotna leitast
við að verða heilt, hið forgengilega
þráir eilíít líf, listamenn tjá kunn
sannindi í sífellt nýjum myndum og
þessar myndir, þessi form endurtaka
sig í sífellu. Að vera -isti; súrrealisti,
kúbisti, dadaisti, minimalisti,
módernisti, póstmódernisti, eða hvað
annað, er að festa sig við hið tíma-
bundna, hið forgengilega. Hvers
vegna ekki að endurvekja hið heila,
leita snáðans Esaja sem býr í okkur
öllum. Ég er þess fullviss að fjöl-
breytileikinn og heilindin í verkum
þeirra finnsku skálda er senn sækja
okkur heim getur orðið okkur veg-
vísir. Betri en enginn.
Austan-
vindar í
Listasafni
Islands
Á TÓNLEIKUM í Listasafni
Islands miðvikudaginn 12. nóv-
ember kl. 20.30 mun Kolbeinn
Bjarnason leika flaututónlist
eftir japönsku
tónskáldin Joji
Yuasa, Kazuo
Fukushima og
Toru Take-
mitsu, Kóreu-
manninn Isang
Yun, Banda-
ríkjamanninn
Harvey Soll-
Kolbeinn berger og Mex-
Bjarnason ikanann Mario
flautulei Lavista.
Takemitsu
og Yun létust fyrir tæplega
tveim árum og tónleikarnir eru
helgaðir minningu þessara
miklu meistara. Tónverkin eru
flest nýleg en eiga sér mjög
sterkar rætur í ævafornri aust-
rænni (einkum japanskri) tón-
listarhefð. Þetta á jafnt við um
verk amerísku og asísku tón-
skáldanna.
Á tónleikunum mun Kolbeinn
blása í „venjulega" flautu, alt-
flautu og bassaflautu. Þeir hefj-
ast klukkan hálf níu um kvöldið.
Kvintett
Corretto á
Háskólatón-
leikum
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða
í Norræna húsinu miðvikudag-
inn 12. nóvember kl. 12.30.
Kvintett Corretto leikur verk
eftir Witold Lutoslawsky (1913-
1994), Eugéne Bozza (1905) og
Jóhann Sebastian Bach.
Kvintett Corretto var stofn-
aður 1994. Meðlimir hópsins
báru með sér menntun frá ólík-
um heimshornum og einnig
reynslu úr öðrum samleikshóp-
um. Á þriggja ára starfsferli
sínum hefur Kvintett Corretto
víða komið fram, bæði á tónleik-
um og við ýmis tækifæri.
Kvintettinn skipa þeir Eirík-
ur Örn Pálsson, trompet, Einar
St. Jónsson, trompet, Emil
Friðfinnsson, horn, Sigurður
Þorbergsson, básúna og Þór-
hallur Halldórsson, túba.
Verð aðgöngumiða er kr. 400.
Ókeypis íýrir handhafa stúd-
entaskírteina. Dagskrá Há-
skólatónleika má nálgast á vefn-
um. Slóðin er:
http://www.rhi.hi.is/Ig-
unnag/tonlist/tonleikar.html
Tónleikar til
styrktar bág-
stöddum
CARITAS á íslandi efnir til
tónleika í samstarfi við Hjálp-
arstofnun kirkjunnar, í Krists-
kirkju á sunnudaginn, 16. nóv-
ember, kl. 17. Tónleikarnir eru
til styrktar bágstöddum fyrir
jólin.
Flytendur eru Einar Jóhann-
esson, Gunnar Kvaran, Hamra-
hlíðarkórinn, Þorgerður Ing-
ólfsdóttir, Nora Kornbluch,
Ragnheiður Pétursdóttir, Signý
Sæmundsdóttir, Steingrímur
Þórhallsson og Zbigniew Dubik.
Aðgangseyrir er kr. 1.200 og
verða miðar seldir í Kirkjuhús-
inu á Laugavegi 31, Eymunds-
son í Kringlunni og við inngang-
inn.