Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 45 AÐSENDAR GREIIMAR Rafmagnsveita Reykjavík- ur stefnir að sparnaði í rafmagnseftirliti! Á BLAÐAMANNA- FUNDI með forráða- mönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur (RR) föstu- daginn 17. október 1997 segir m.a. í Morgun- blaðsgrein að RR stefni áð því að spara. I þeirri grein var m.a. sagt: „Meðal annars er stefnt að því að spara í rafmagnseftirliti og einnig með setningu ítar- legra verklagsreglna fyr- ir tæknilega vinnu.“ Hverfum til sala Al- þingis 19. desmber 1996 þar sem verið var að ræða nýtt frumvarp til laga um rafmagnsöryggismál og rifj- um upp hluta úr einni af svarræðum hæstvirts iðnaðarráðherra, Finns Ing- ólfssonar. Svar hans var á þessa leið: „Hv. þm. Gísli Einarsson spurði um gamlar veitur. Þær eru margar, það er alveg hárrétt. Sennilega þúsundir, það er rétt hjá hv.þm. Þær eru ekki bara í Reykjavík, þær eru um allt land. En það sem þó er gleðilegt við Reykjavík er þetta: RR hefur verið að gera átak í þessum efnum að und- anfömu og náð árangri. En til þess að búa ekki lengur við það ástand að þar sé ekkert skoðað þá gefst með þessum lögum það tækifæri að Raf- magnseftirlit ríkisins bjóði út eftirlit á gömlum veitum." Hæstvirtur ráðherra segir að RR hafí verið að gera átak í þessum efn- um, það að skoða gamlar húsveitur og náð árangri. Setjum upp dæmi um „sanna“ skoðun í þessu „átaki“ sem var framkvæmd á þann hátt sem nú verður lýst, sem lýsir því hvemig stað- ið var að leikaraskapnum, sem settur var á svið til að blekkja. í fjölbýlishúsi nokkru þar sem í eru tíu Mðir, greinitafla í hverri íbúð fyrir sig og svo aðaltafla hússins í kjallara þar sem rafveituinntakið er og mælar Mða og sameignar. í þetta íjölbýlishús kom skoðunarmaður sendur frá skoðunarstofu og skoðaði tvær Mðir í húsinu. Hann gerði at- hugasemdir við báðar greinitöflumar og var eigendum þeirra sendur listi yfir það sem átti að lagfæra. Sumt af því sem að var fundið var alvarlegs eðlis og hefði skoðunarmað- urinn átt að krefjast slq'ótra aðgerða og lagfæringa strax. Það var ekki gert. En það sem alvarlegast er, að ekki var skoðað í öðrum Mðum húss- ins og engar athugasemdir gerðar við hinar átta íbúðimar eða sameignina, sem þó voru eins og þær tvær greinitöflur sem skoðaðar voru. Við að- altöflu, sem viðkomandi skoðunarmaður varð að opna til að gera mæl- ingar varðandi athug- anir komst hann ekki hjá að sjá að mikið vant- aði á að lögboðin örygg- isatriði væm í lagi. Or- yggisatriði sem kunna að skapa slysahættu séu þau ekki virt. Svona vinnubrögð eru ekki annað en blekking, enda er hæstvirtum ráðherra það ljóst er hann heldur ræðu sinn áfram og segir: „En til þess að búa ekki lengur við það ástand að þar sé ekkert skoðað þá gefst með þessum lögum það tæki- færi að Rafmagnseftirlit ríkisins bjóði út eftirlit á gömlum veiturn." Laga- Það hlýtur að vera krafa landsmanna, segir Sig- urður Magnússon, að virku rafmagnseftirliti verði komið á eins fljótt og auðið er.__________ fmmvarpið sem hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfs- son, er að vitna í varð að lögum nokkr- um klukkutímum síðar og með þeim var Rafmagnseftirlit ríkisins endan- lega lagt niður. Hvemig átti stofnun sem var lögð niður að geta sinnt út- boðum? Ögmundur Jónasson mælti gegn fmmvarpi þessu ásamt mörgum öðr- um. Hann lauk síðustu ræðu sinni, þessa máls, með þessum orðum: „Þess vegna ítreka ég og ég hvet til að þetta frv. verði tekið úr sölum Alþing- is og þessi mál endurskoðuð frá gmnni." Sannfæring ráðherrans í einu andsvara sinna segir ráð- herra: „Ég var ekki sannfærður um að þetta væri rétta leiðin. En eftir að hafa farið mjög nákvæmlega í málið, eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá mönnum sem ég treysti mjög vel, eftir að hafa séð nefndarstarfið og hvemig það þróaðist, þá er ég sannfærður um að við emm á réttri leið. Verði það niðurstaðan að þetta frv. verði samþykkt áður en þing fer heim fyrir jól (1996) þá er ég sann- færður um að eftir eitt ár búum við við betri stöðu í þessum málum held- ur en við gemm í dag.“ Rafmagnseft- irlit á Islandi er nánast ekkert í dag. Hæstvirtur viðskiptaráðherra er yfirmaður LöggUdingarstofu Hveijar era þær manneskjur sem em í tæknilegu forsvari á sviði raf- magnsöryggismála Löggildingarstofu samkvæmt lögum 146/1996? Er það forstjórinn, Gylfi Gautur Pétursson lögfræðingur, er það stjórnarformað- urinn, Haukur Ingibergsson, sem starfar hjá hagsýslu ríkisins, (hann var fyrsti forstjórinn eða þar til Gylfi Gautur Pétursson var ráðinn) eða er það Ágúst Þór Jónsson vélaverkfræð- ingur, sem oft hefur verið kynntur á fundum um rafmagnseftirlitsmál, sem hugmyndafræðingur þessa nýja kerf- is. Jafnframt er í stjóminni Drífa Sig- fúsdóttir, formaður Neytendasamtak- anna og forseti bæjarstjómar Reykja- nesbæjar. Til fólks sem á að vera ráðherra til ráðuneytis, samkvæmt 3. kafla 6. gr. 1. lið, laga nr. 146/1996, verður að gera miklar kröfur um menntun og þjálfun við hin margvíslegustu störf innan raf- orkugeirans. Þar kemur tæpast annað til greina en rafmagnsverkfræðingur með reynslu í stjómun og skipulagn- ingu, ásamt verklegum þáttum eins og byggingu háspennu- og lág- spennuvirkja. Þessi lög hafa orðið til þess að nánast ekkert rafmagnseftir- lit er í landinu í dag. Hér í Reykjavík er rafmagnseftirlitsdeild (3-4 menn) starfandi hjá Bifreiðaskoðun ehf. og til viðbótar er ein einkaskoðunarstofa með álíka fjölda eftirlitsmanna. Út í dreifðri landsbyggðinni er hvergi starfrækt skoðunarstofa og þvi nán- ast ekkert eftirlit. Ef þarf að sinna rafmagnseftirliti úti á landi er það gert frá skoðunarstofu í Reykjavík með æmum tilkostnaði. Ifyrir fimm ámm vom um 40 rafmagnseftirlits- menn á ýmsum stöðum á landinu þó flestir hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýnir okkur að lögin sem keyrð vom í gegnum Alþingi aðfaranótt 20. desember 1996, hafa reynst okkur íslendingum slæm lög. Það hlýtur því að vera krafa lands- manna að þessi lög verði endurskoðuð og virku rafmagnseftirliti komið á eins fljótt og auðið er. Höfundur er fyrrverandi yfirrafmagnseftirlitsmaður. Sigurður Magnússon Hugarfar sbreyt- ingar er þörf f ÞAÐ ER orðinn fast- ur viðburður í íslensku samfélagi að kennarar boði til verkfalls og nemendur þurfi að líða röskun á námi og jafn- vel að hverfa frá. Kennarastéttin virðist eiga á brattann að sækja hvað vinsældir snertir og almenning- sálit er henni oft á tíð- um andsnúið. Þegar svo er komið að bæði stjórnmálamenn og al- menningur hafa lítinn skilning á þeim kröfum sem kennarar hafa uppi, þá hljóta allir hugsandi menn að staldra við og spyija sig hvað menntun hefur að segja fyrir þjóð eins og íslendinga. I þeim straumhvörfum sem hafa átt sér stað um allan heim á undan- förnum árum, þar sem alþjóðavæð- ing og sameining viðskipta- og menningarsvæða eru staðreynd, er fátt mikilvægara fyrir íslend- inga en að leggja aukna áherslu á menntun og menntamál. Þangað til nýlega hafa lýðræðisþróun og framfarir á sviði vísinda verið þeir þættir sem mest hafa mótað þær breytingar sem þjóðir heims hafa gengið í gegnum á undanfömum áratugum. Nú hefur bæst við nýr þáttur sem hagfræðingar hafa nefnt upplýsingasamfélagið. í þessu samfélagi upplýsinga eru það hugmyndir og nýting þeirra sem eru jafn mikilvægur þáttur ef ekki mikilvægari heldur en hefð- bundin áhersla á framleiðsluþætti. Það sem einna mest hefur kiiúið þessa þróun er áðumefnd alþjóða- væðing og samkeppni milli þjóða sem og minnkandi eftirspum eftir almennu vinnuafli í iðnaði og fram- leiðslu. Allir helstu hagfræðingar í dag eru sammála um að man- nauðurinn sé vemlegur þáttur í því hvernig einni þjóð vegnar í samkeppni nútímans. Þjóðir um allan heim hafa verið að gera sér grein fyrir þessari þróun og þær sem hafa breytt stefnu sinni bæði efnahagslega sem og stjórnmála- lega virðast skara framúr í dag. Það er því ekki að ástæðulausu að þær þjóðir sem hafa fjárfest í menntun telja sig einnig hafa fjár- fest í viðvarandi vexti bæði efna- hagslega og menningarlega. Til að Islendingar dafni sem þjóð, þar sem menning og efna- hagslíf gerir það eft- irsóknarvert að búa á íslandi, þá verður þjóðin ekki einungis að viðhalda þeirri menntun sem hún býr við heldur leggja aukna áherslu á hana. Það er því ekki góðs viti að kennara- stéttin skuli búa við þau kjör sem raun ber vitni. Kennarar verða að hafa kjör sem gera kennarastarfið eftir- sóknarvert og að hæft fólk fáist til starfans. Kennarar fá greitt frá ríki eða sveitarfélögum og flestir eru sam- mála um þátt þeirra í kostnaði við menntamál. Því kunna menn að spyrja hvemig bæta megi kjör kennara án þess að útgjöld ríkis og sveitarfélaga hækki og þar af leiðandi skattar. Það er mikill mis- skilningur að útgjöld þessara aðila Þjóðin verður ekki ein- ungis að viðhalda þeirri menntun sem hún býr við, segir Ólafur Gunn- arsson, heldur leggja aukna áherslu á hana. þurfí að hækka. Ríki og sveitarfé-r ' lög geta á margvíslegan hátt skor- ið niður önnur útgjöld bæði með því að hagræða í þeim rekstri sem útgjöld renna til sem og að halda áfram á þeirri braut að einkavæða fyrirtæki og draga sig þannig út úr beinum atvinnurekstri. Staða kennara á íslandi krefst ákveðinnar hugarfarsbreytingar bæði hjá stjómmálamönnum og almenningi. Hugarfarsbreytingin er í því fólgin að líta á menntun sem langtíma fjárfestingu sem tryggir stöðu íslendinga í alþjóða- samfélagi nútímans. An menntun- ar mun íslenskri þjóð ekki takast að viðhalda þeim menningararfí eða nútíma lífsþægindum sem hún<C býr að og telur sjálfsögð í dag. Höfundur er tölvunar- og rekstrarhagfrseðingur og starfar íNew York. Frá 1.320.000 SNERTU MIG! Peugeot er til aðnjóta með öllum líkamanum — ekki bara augunum. Heitur, mjúkur, hljóðlátur og umfram allt þægilegri en nokkru sinni fyrr! Snertu, hlustaðu, finndu ilminn af Peugeot 306 og 406! Nýbýlavegi 2 • Sími 554 2600 Umboðsmenn um land allt: Akranes, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Reykjanesbær, Vestmannaeyjar. PEUGEOT - ckki bamfýnraugað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.