Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Náttfari frá Ytra-Dalsgerði Fremstur gæðinga í röðum stóðhesta Þeir falla hver af öðrum, höfðingjarnir sem lagt hafa grunninn að ræktunarstarfinu undanfarna tvo áratugi. Fyrir skömmu var Náttfari frá Ytra-Dalsgerði felldur 27 vetra gamall. Þar með er genginn einn af athygl- isverðustu stóðhestum undangenginna ára- ^ tuga. Valdimar Kristinsson stiklar hér á stóru í ferli þessa fræga hests. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson NATTFARI frá Ytra-Dalsgerði hefur nú skeiðað yfir móðuna miklu. Hans verður minnst sem fremsta gæðings í röðum stóðhesta með skeiðið sem sérgrein. Jóhann Þorsteinsson situr hestinn á myndinni sem tekin var á fjórðungsmóti á Víðivöllum í Reykjavík 1985 þegar Náttfari hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi. NÁTTFARI vakti mikla athygli þegar hann kom fram á Landsmóti 1974 á Vindheimamelum, þá fjög- urra vetra. Má segja að þar hafi opnast nýjar víddir skeiðsins því skeiðsprettir þessa unga hests þóttu einstakir. Töldu margir að honum hefði verið ofgert og hann biði þess aldrei bætur. Raunin varð önnur því Náttfari hélt sínu og vel það og síðast fengu menn að sjá klárinn skeiða í gegnum reiðhöllina í Víðidal á þrítugsaldri og var ekki annað að sjá en allt væri í góðu lagi, snerpan og rýmið enn á sínum stað. Eftir landsmótið keypti Sigur- bjöm Eiríksson á Stóra-Hofi Nátt- fara og var hann notaður þar fyrstu árin á eftir. Ekki var útlitið gott þegar fyrstu afkvæmin voru tamin en á þeim tíma voru gerðar svokallaðar afkvæmarannsóknir á ungum stóðhestum. Fóru þær þannig fram að tekinn var ákveð- inn fjöldi trippa og þau tamin af sama tamningamanni og þau síðan tekin út að tveimur mánuðum liðn- um. Niðurstaðan úr þessari rann- sókn varð sú að Náttfari var talinn nothæfur en ekki álitlegur til kyn- bóta. Var þessi niðurstaða mikið reiðarslag því miklar vonir höfðu verið bundnar við klárinn. Ekki kom þetta þó í veg fyrir að haldið væri áfram að nota Náttfara. Síðar kom í ljós að flest afkvæmi Nátt- fara þurftu sinn tíma til að þroskast og oftast kom viljinn ekki fyrr en á öðra ári. Á landsmóti 1978 á Skógarhólum stóð hann efstur stóðhesta sex vetra og eldri og hlaut þá hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hafði verið nokkra kynbótahrossi, 9,08. Hlaut hann meðal annars 10 fyrir skeið og hefur aldrei verið ágrein- ingur um að hann átti þessa ein- kunn fyllilega skilið. Einnig var brokkið í Náttfara einstakt, hlaut þar 9,0 en töltið var veikasti hlekk- urinn í þessum þremur aðalgang; tegundum íslenska hestsins. I dómsorði um hann var sagt: „Fríð- ur og heldur vel byggður hestur, viljamikill, þjáll með frábæra lund, ganghæfileikar fágætir að rými og fjölhæfni. Mesti gæðingur í röðum stóðhesta.“ Það var ekki síst eftir þennan glæsilega árangur Nátt- fara sem menn fóru að binda mikla vonir við hann. Hann kom nokkrum sinnum fram á sýningum og brást vai'la nokkra sinni sprett- ur hjá þessum mikla vekringi. Náttfari hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á fjórðungsmóti í Reykjavík 1985 samkvæmt gamla kerfinu þar sem teknir voru dómar sex bestu afkvæmanna og lagðir saman og hann sýndur mpð sex af- kvæmum á mótsstað. Árið eftir hlaut hann heiðursverðlaun fyrir afkvæmi samkvæmt nýju kynbóta- mati Búnaðarfélags Islands. Þá fylgdu honum 12 afkvæmi í sýning- unni. Undan Náttfara kom fjöldinn allur af gæðingum og þá einkum vel vakrir alhliðahestar og má þar fremstan nefna Eldjárn frá Hvassafelli sem efstur stóð í A- flokki gæðinga á landsmóti á Vind- heimamelum 1982. Þá gat hann af sér fjölda góðra kynbótahrossa og má þar nefna stóðhestana Höð frá Hvoli, Náttar frá Miðfelli, Eld frá Stóra-Hofi, Sólon frá Hóíi, Hlekk frá Hofi, Baldur frá Bakka, Gand frá Skjálg og þeirra fremstan Stíg frá Kjartansstöðum sem hefur á síðustu áram verið einn af eftir- sóttustu stóðhestum landsins. Þá hafa komið margar góðar hryssur undan Náttfara. Þegar einkunnir afkvæma hans eru skoðaðar má sjá að ótrúlega mörg hafa hlotið 9,0 eða 9,5 fyrir skeið og sýnir það vel að þótt ekkert afkvæmanna standi föður sínum á sporði þá hefur hann skilað skeiðinu vel í ræktuninni. Er með 117 stig fyrir skeið og er þar þriðji hæsti hesta með yfir 50 dæmd afkvæmi að baki en alls hafa 203 afkvæmi hans hlotið dóm. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SAFÍR frá Viðvík hefur nú skipt um eigendur. Fyrrver- andi eigandi, Jóhannes Ottósson, situr hestinn en myndin er tekin á fjórðungsmóti á Vindheimamelum 1993. EIRÍKUR Guðmundsson Forsætisbóndi hefur keypt Gald- ur frá Sauðárkróki og hyggst eiga hestinn. Myndin er tekin í Gunnarsholti 1993 og situr Eiríkur hestinn. KAPPI frá Hörgshóli sem er með hæst dæmdu stóðhest- um ársins er nú kominn til Noregs. Knapi á myndinni er Sigurður Sigurðarson og var hún tekin í gæðingakeppni hjá Herði í vor. Lífleg stóðhestasala STÓÐHESTAR hafa gengið kaup- um og sölum undanfarið og með réttu hægt að segja að líflegt hafi verið á þeim markaði í haust. Af nýlegum sölum ber hæst söluna á Safír frá Viðvík sem stefnir hrað- byri upp skala kynbótamatsins en ‘ ^hann er með 126 stig og skipar fjórða sæti hesta með 15 til 49 af- kvæmi. Seljandi er Jóhannes Ott- ósson sem átt hefur Safír frá upp- hafi en kaupendur eru Ásgeir Svan Herbertsson og Jón Kristjánsson. Kaupverðið fékkst ekki uppgefið. Safír, sem er undan Hrafni frá Holtsmúla og Gloríu frá Hjalta- stöðum, hefur hlotið hæst í aðalein- kunn 8,31, fyrir sköpulag 8,23 og fyrir hæfileika 8,39, en hann stóð efstur stóðhesta sex vetra og eldri á fjórðungsmóti á Vindheimamel- um 1993. Þá hefur Eiríkur Guðmundson keypt stóðhestinn Galdur frá Sauðárkróki en hann er undan Gusti frá Sauðárkróki sem betur er þekktur undir heitinu Höfða- Gustur og Hrafnhettu frá Sauðár- króki. Galdur var sýndur á stóð- hestastöðinni fyrir fjórum áram og hlaut þá háar einkunnir fyrir vilja, fegurð í reið og fótgerð. Fyrir sköpulag hlaut Galdur 7,95, 8,59 fyrir hæfileika og 8,27 í aðalein- kunn. I kynbótamati er hann með 117 stig fyrir 17 dæmd afkvæmi. Seljandi er Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki en söluverðið var rétt innan við tvær milljónir króna. Eiríkur sagðist koma til með nota Galdur sjálfur á hryssur og auðvit- að myndi hann leigja hann út. Þá kvaðst hann eitthvað koma til með að nota Galdur til reiðar en þetta væri einstakur reiðhestur meða af- bragðs gott tölt og mikinn vilja og skeið. Hann tók það fram að eng- inn áform væru uppi um endur- sölu. Eiríkur hefur sem kunnugt er keypt jörðina Forsæti í Vestur- Landeyjum og er hann um þessar mundir að breyta stórum fjárhús- um í hesthús sem kemur til með að ráma 43 hross. Meðal þeirra hrossa sem koma til með gista í hesthúsinu í Forsæti í vetur má nefna stóðhestinn Hilmi frá Sauð- árkróki. Kappi frá Hörgshóli var fyrir skömmu seldur til Noregs. Kaup- andi er Leif Ai-ne Ellingseter og fleiri en seljandi var Þorkell Traustason. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. Kappi hlaut háan dóm í vor, er með 8,33 fyrir sköpulag og 8,37 fyrir hæfileika og 8,35 í aðal- einkunn. Kappi hefur í kynbóta- mati 120 stig en ekkert dæmt af- kvæmi. Hann er undan frá Mími Ytra-Skörðugili og Baldursbrá frá Hörgshóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.