Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ H-ý—Q-g spennanrii t æ k i f fp r i h j á E J S Verkefnisstjórnun EJS International óskar eftir verkefnisstjórum til að stjórna MMDS uppsetningum hjá erlendum verslunarkeðjum EJS International er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem selur vörustjórnunarhugbúnaðinn MMDS á alþjóðamörkuðum. EJS International vinnur skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. MMDS er miðlægur biðlara/miðlara hugbúnaður sem byggður er á Oracle gagnagrunni og keyrir á öflugum UNIX / NT miðlurum og Windows / NT biðlurum. Nú standa yfir uppsetningar og aðlaganir á MMDS hjá sex verslunarkeðjum í Asíu og Eyjaálfu. Eftirspurn er vaxandi og því óskum við eftir að ráða verkefnisstjóra. Verkefnin felast í eftirliti með undirverktökum og almennri stjórn uppsetningaverkefna. í verkefnastjórn felst m.a.: Skipulagning verks Eftirlit með kostnaði og framvindu verks Breytingastjórn á verki og samningum meðan á verki stendur Formleg samskipti við verkefnisstjóra verslunarkeðjunnar og seta í verkefnastjórnunarhópi Skipulagning og yfirumsjón með úttektum og prófunum Ábyrgð á að gæðakröfur séu uppfylltar, sem og aðrar kröfur verslunarkeðjunnar Verklokafrágangur Æskilegt er að umsækjendur séu verkfræðingar eða tölvunarfræðingar, búi yfir haldgóðri þekkingu á hugbúnaðarverkfræði og hafi reynslu í verkefnastjórn og hugbúnaðargerð. Færni í enskri tungu bæði mæltu máli og rituðu er nauðsynleg. Við óskum eftir fólki, sem hefur áhuga á formlegum aðferðum, hefur tamið sér skipuleg vinnubrögð og er tilbúið að ferðast. Við bjóðum góð laun, krefjandi og skemmtileg verkefni, hvetjandi vinnuumhverfi og áhugasamt samstarfsfólk. Upplýsingar um starfið gefur Snorri Guðmundsson, framvæmdastjóri verkefnasviðs EJS Intemational í síma 5633000 (snorri@ejs.is) Umsóknir skulu merktar "Starfsumsókn" og þeim skal skilað fyrir 15. nóvember nk. á skrifstofu EJS hf, Grensásvegi 10 eða póstsendast til: EJS International Pósthólf 8180 128 Reykjavík Sími 563 3000 • Fax 568 8413 EINAR j. SKÚLASON HF http://www.ejs.IS *Mt Grensásvegi 10, sími 563 3000 ■M MARKHÚSIÐ 10 ný störf... Vegna aukinna verkefna hjá Markhúsinu þurf- um við að ráða 10 nýja starfsmenn í símamið- stöð okkar. Um er að ræða mjög fjölbreytt störf við ýmis verkefni á sviði kynningar og svörun- ar í síma. Við leggum áherslu á skemmtilegt andrúms- loft, sjálfstæði, örugg vinnubrögð og góða þjálfun starfsfólks. Vinnutími er milli kl. 18.00 og 22.00 virka daga, 2—5 daga vikunnar. Vinsamlegast hafið samband við okkurfyrir 14. nóvember í síma 535 1000 (Steinunn), sendið okkur bréf í Síðumúla 21,108 Reykjavík eða sendið með tölvupósti í markhus.steinunn@isholf.is Markhúsið er markaðsfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í beinni markaðssókn. Fyrir hendi er fullkominn búnaður til vinnslu markpósts auk stærstu símamiðstöðvar á íslandi. Meðal viðskiptavina eru Búnað- arbankinn, Verðbréfamarkaður íslandsbanka, Stöð 2, Brimborg, Landsbréf, íslandsbanki, Póstur og simi, Sjónvarpsmarkaðurinn, Sjónvarpskringlan, Sjóvá-Almennar, Samvinnuferðir-Landsýn, Flugleiðir, DV o.fl. Vestmannaeyjarbær auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum í starf leikskólastjóra á leikskólanum Kirkjugerði, einnig í störf leikskólakennara með deildarstjórn við leikskóla bæjarins Starfsfólk leikskólanna leggur metnað sinn í faglegt og gott starf í samræmi við uppeldis- markmið laga um leikskóla. Leikskólarnir hafa aðgang aðfaglegri ráðgjöf leikskólafulltrúa, þroskaþjálfa, sálfræðings og félagsráðgjafa. Við leitum að leikskólakennurum sem eru til- búniraðtaka að sérfaglega stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð í starfi. Umsóknarfrestur ertil 28. nóvember nk. og skulu umsóknir berasttil Félags- og skólaskrif- stofu Vestmannaeyja, Ráðhúsinu 900 Vest- mannaeyjum. Nánari upplýsingar um störf og starfskjör veitir leikskólafulltrúi í síma 481 1092. Féiagsmálaráð Vestmannaeyja ÝMISLEGT Frá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Rannsóknastofnun Jónas- ar Kristjánssonar auglýsir styrki Stjórn Rannsóknastofnunar Jónasar Kristjáns- sonar auglýsir dvalarstryki til rannsókna á ár- angri reykingameðferðar hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Önnur verkefni koma einnig til greina, t.d. við mat á heilbrigðisfræðslu eða rannsóknir, sem geta tengst starfsemi stofnun- arinnar. Margvísleg fagvinna kemurtil greina. Styrkþegi dvelur endurgjaldslaust í íbúð Rann- sóknastofnunarinnar og greiðirekki fyrirfæði. Beinn kostnaður vegna rannsóknaverkefna verður greiddur samkvæmt samkomulagi. Þá verður veittur aðgangur að nauðsynlegum gögnum HNLFÍ. Dvalar- og rannsóknatími get- ur verið frá 1. desember eða 1. janúar nk. og staðið í 3—4 mánuði. Upplýsingar veita yfirlæknir og hjúkrunarfor- stjóri HNLFÍ í síma 483 0300. Umsóknirsendist Jónasi Bjarnasyni, Klappar- stíg 3,101 Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 1. desember nk. Samstarfsaðili /meðeigandi Traust, 40 ára gamalt smásölu- og heildsölu- fyrirtæki í rúmgóðu eigin húsnæði með góð umboð á sviði radíó- og rafeindavöru, óskar eftir samstarfsaðila eða meðeiganda. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og/eða menntun á þessu sviði eða geti lagt til viðskiptasambönd. Vinsamlegast sendið fyrirspurnirtil afgreiðslu Mbl. fyrir 17. nóvember, merktar: „Meðeigandi — 2741". ATVINNUHÚSISIÆÐI Til leigu Til leigu í miðbæ Reykjavíkur, skammtfrá Þjóð- leikhúsinu í góðu steinhúsi: • Skrifstofuherbergi, ca. 10 fm, 13 fm og 15 fm, hægt að sameina tvö herb. í 25 fm með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu, geymslu og kaffistofu. • Geymsluhúsnæði í kjallara, ca 17 fm, og 28 fm rými undir létta vöru. Nánari upplýsingar í síma 896 3101. Útflytjendur athugið Tollskýrslugerð - útflutningur Frá og með næstu áramótum (1. janúar 1998) verðurtekið í notkun ný útflutningstollskýrsla. í tilefni þess mun Ríkistollstjóraembættið standa fyrir námskeiði í gerð nýju útflutnings- skýrslunnarfyrir þá semfástvið útflutning á vörum. Hvert námskeið stendur yfir í tvo (hálfa) daga. 2x4 tímar, þar sem hægt er að velja um námskeið fyrir eða eftir hádegi. Útf I utni ngstol Iskýrsl ugerð (25.-26. nóvember og 27.-28. nóvember). Farið verður yfir: a) Útfyllingu nýju útflutningsskýrslunnar með megináherslu á þau atriði sem mest á reynir hvað varðar tollmeðferð. b) SMT/EDI tollafgreiðsla milli tölva. c) Flokkurnarkerfi tollskrár og ákvæði sem stýra flokkun vöru. d) Upprunavottorð og reglur. Þátttakendur verða færir um að gera útflutn- ingstollskýrslurog hafa grunnskilning á helstu reglum er varða tollafgreiðslu í útflutningi. Kennslan fer fram í Tollskóla ríkisins í Tollhús- inu, Tryggvagötu 19, á 5. hæð (skattstofumeg- in) í Reykjavík. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. nóvember nk. til ritara Ríkistollstjóraembættisins í síma 560 0500 sem veitir einnig nánari upplýsingar. Reykjavík, 10. nóvember 1997, Ríkistollstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.