Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Þetta er það sem
ég vil, Vilhjálmur
ÞAÐ VAR nú aldrei
meiningin að standa í
opinberum orðaskipt-
um við Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, enda
gott á milli okkar Vil-
hjálms hingað til og
ekkert upp á hann að
__klaga. En Vilhjálmur
er áhrifamaður í sveit-
arstjómarmálum og
haft var eftir honum,
í kjölfar íþróttaþings,
„að hann eigi ekki von
á því að sveitarfélög í
landinu auki fjárveit-
ingar til íþróttamála
enn frekar“.
Þetta varð til þess
að ég leyfði mér að spyija hvort
hann væri að lýsa stefnu sveitar-
stjórnarmanna almennt eða stefnu
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Nú hefur Vilhjálmur svarað
þessari spurningu með því að
spyrja á móti, hvers vegna ég hafi
* sleppt því að geta þess að hann
hafi jafnframt sagt: „Það bendir
heldur ekkert til þess að þau (sveit-
arfélögin) ætli að draga úr stuðn-
ingnurn."
Ef maður skilur venjulegt
mannamál, les ég ekki annað út
úr þessu svari Vilhjálms en að síð-
ari setningin sé til undirstrikunar
á hinni fyrri, sem sé, að fjárveiting-
ar muni standa í stað.
Þetta er auðvitað ekkert svar,
^ heldur útúrsnúningur. Málið snýst
um það hvort það sé skoðun hans
að meira verði ekki lagt til íþrótta-
mála og vísa ég þá til
bágs íjárhags íþrótta-
félaganna um land
allt. Þessi spurning er
auðvitað áleitin, þegar
sveitarstjórnarkosn-
ingar eru í nánd og
það eru harla sér-
kennileg viðhorf sem
fram koma í svari Vil-
hjálms, að það sé eig-
inlega þessu máli óvið-
komandi (ekki merki-
legt innlegg hjá Ellert)
hvort kosið verði í vor.
Sérstaklega á mér að
vera það óviðkomandi
af því að undirritaður
er fyrrverandi alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins!
Leyfist mönnum ekki að kalla
eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins ef
íþróttaforystan og
sveitarstjórnir eiga að
setjast niður, segir Ell-
ert B. Schram, og ræða
hverni^' haga megi
fjárstuðningi við
íþróttastarf í landinu.
þeir hafa einu sinni verið í honum?
Eða ef þeir eru enn í honum? A
maður þá bara að þegja og vera
góður strákur og styðja Vilhjálm
af því að hann er búinn að vera í
borgarstjórn í fimmtán ár og ætlar
að halda því áfram?
Vilhjálmur hefur hingað til ekki
tamið sér að tala niður til kjósenda
sinna. Hann á ekki að taka upp á
því núna.
Ég er margbúinn að taka fram
og hneigja mig og þakka auðmjúk-
lega fyrir allan þann stuðning sem
sveitarfélögin í landinu og þá ekki
síst Reykjavik hafa lagt fram í
þágu íþróttamála. Það skal enn
gert, svo enginn móðgist.
Þetta er það sem ég vil
Vilhjálmur vill vita hvað ég vil.
Hvað vill Ellert? spyr hann. Nú er
ég að vísu ekki í framboði, en af
því að spurt er skal ég svara (eins
og ég vil að frambjóðendur svari
mér). Ég hef bæði í ræðu og riti,
lýst þeim skoðunum mínum að
sveitarfélögum og ríki beri að
styðja betur við bakið á íþrótta-
hreyfingunni. Um leið hef ég haft
þá stefnu að íþróttafélögin í land-
inu taki sig á og sýni ábyrgð í fjár-
málum. Eftir því verður gengið og
er að mínu viti forsenda fyrir því
að stætt sé á því að fara fram á
aukna liðveislu almennings, ríkis
eða sveitarfélaga.
Þetta verður gert í betra bók-
haldi, aðskildum reikningum
meistaraflokka og yngri flokka,
kröfum um eiginfjárstöðu, meira
aðhaldi einstakra deilda og birt-
ingu reikninga. Þetta verða
íþróttafélögin að gera til að sýna
fram á hvert peningarnir fara og
til að koma á framfæri þeirri stað-
Ellert B.
Schram
reynd að starfsemi þeirra snýst um
meira en keppni afreksfólksins.
Hún snýr að uppeldi æskunnar,
þjálfun, heilbrigði, forvörnum, af-
þreyingu fyrir almenning. Hún
hefur samfélagslegt gildi.
Ég hef sagt: Sveitarfélögin hafa
varið fé til byggingar íþróttamann-
virkja. Enn er nokkuð í land að
íþróttamannvirki fullnægi þörfum
æskunnar og íbúanna. En þar sem
aðstaðan er orðin viðunandi, hvort
heldur er í kaupstað eða hverfi,
er það mín hugmynd að í stað
þess að láta staðar numið, skuli
sveitarfélögin hlúa að innra starf-
inu, rekstrinum og þjónustunni í
auknum mæli. Þar kreppir skórinn.
íþróttafélögin eiga við mikinn og
vaxandi rekstrarkostnað að etja,
eins og upplýsingar úr skýrslum
ÍSÍ hafa leitt í ljós.
Ómarktæk súlurit
Vilhjálmur birtir í grein sinni
tölur um fjárveitingar Iþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkurborgar
undanfarin ár og áætlun fyrir
næsta ár. Þær tölur segja allt. Þær
hafa staðið í stað þrátt fyrir stór-
vaxandi starfsemi íþróttafélaganna,
auknar kröfur til þeirra og viður:
kennda þýðingu íþróttastarfsins. í
raun þýða óbreyttar tölur samdrátt
upp á tæp 25% frá árinu 1991. Þar
að auki vil ég benda borgarfull-
trúanum allra góðfúslegast á, að
súlurit um fjárveitingar til rekstrar
og fjárfestingar æskulýðs- og tóm-
stundastarfsemi segja hvorki mér
né öðrum neitt um framlög til
íþróttamála, vegna þess að Reykja-
víkurborg hefur ekki sundurgreint
íþróttamálin frá annarri æskulýðs-
og tómstundastarfsemi, sem meðal
annars er rekin af borginni sjálfri
og hefur reynst dýr.
Það má heldur ekki gleyma því
að borgin hefur stækkað og fleiri
íþróttahús og íþróttafélög hafa
komið til sögunnar. Framlög pr.
haus standa hins vegar í stað og
varla það.
Veganesti í kosningabaráttu
Það er rétt hjá Vilhjálmi, sem
hann segir um sjálfan sig, að hann
hefur ekki, svo ég viti, reynst
fjandsamlegur íþróttafélögum.
Þess heldur var ástæða fyrir mig
sem kjósanda og forsvarsmann
íþróttahreyfingarinnar að reka upp
stór augu, þegar Vilhjálmur borg-
arfulltrúi og frambjóðandi gefur
yfirlýsingu um að „hann eigi ekki
von á að íjárveitingar aukist til
íþróttamála“. Og sú yfirlýsing
breytist ekkert þótt Vilhjálmur taki
fram, „að ekki verði dregið úr þeim
stuðningi“. Ætlar hann virkilega
með það veganesti í kosningabar-
áttuna? Við skulum muna báðir,
að hér erum við ekki að tala um
peninga til íþróttafélaganna sem
slíkra, heldur eru þetta framlög
sveitarstjórna til þeirrar æsku sem
sækir inní íþróttafélögin; þeirrar
æsku sem er umbjóðendur sveitar-
stjórnarmanna og þegnarnir sem
þeim er ætlað að þjóna.
Ég minni ennfremur á, að ef
sjálfboðaliðarnir í íþróttafélögun-
um gefast upp og starfsemin koðn-
ar niður, kemur fyrr eða síðar að
því að bæjarfélagið verður að fylla
það tómarúm og borga þann kostn-
að sem það fær að mestu ókeypis
í dag.
Hitt er rétt og sjálfsagt að sam-
þykkja, að nauðsynlegt er að menn
setjist niður, íþróttaforystan ann-
ars vegar og sveitarstjórnir hins
vegar, og ræði af fullri hreinskilni
og einurð hvernig haga megi á sem
ábyrgastan hátt fjárstuðningi við
íþróttastarf í landinu. Það skal þá
gert án þess að gefa sér þá for-
sendu fyrirfram að „fjárveitingar
verði ekki auknar“.
Höfundur er forseti íþrótta- og
ólympíusambands Islands.
i
m
í hafvillum
ÞINGMAÐUR Al-
þýðubandalagsins á
Suðurnesjum, Sigríð-
ur Jóhannesdóttir, rit-
ar grein í Morgun-
blaðið á byltingardag-
inn og víkur að hinni
margræddu skipasölu
Regins nýverið. Þar
segir m.a.:
„ ... ég hefði einn-
ig ætlast til þess af
banka allra lands-
manna að hann léti
ekki 50 milljóna mun
á tilboðum ráða því
að umræddur kvóti
tapaðist byggðarlag-
inu.“
Þingmaðurinn hefír lent
í hafvillum í þessari sjó-
ferð sinni, segir Sverrir
Hermannsson, sem
hér gerir athugasemdir
við grein Sigríðar Jó-
hannesdóttur.
Hinu undarlega viðhorfi til út-
boða, sem fram kemur í þessum
orðum, verða ekki gerð skil hér,
en ítrekað það sem
margsinnis hefir verið
upplýst, _að munurinn
á tilboði ÚA og Suður-
nesjamanna var ekki
50 milljónir króna
heldur 240 milljónir
króna. Öllum er heim-
ilt að kynna sér þessa
staðreynd enda tilboð-
in ekki trúnaðarmál.
Þá segir ennfremur
byltingarafmælis-
grein þingmannsins:
„Að vísu hefur
heyrst að ÚA ætli að
gera annað skipið út
frá Suðurnesjum
a.m.k. fyrst um sinn.“
Staðreynd málsins er sú, að
fyrirtæki í Grindavík hefur keypt
annað skipið af ÚA ásamt með
umtalsverðum aflaheimildum, eða
um 44% af þeim kvóta, sem fylgdi
í sölunni til ÚA. Og banki allra
landsmanna kom þar sérstaklega
við sögu. Þingmaðurinn hefir lent
í hafvillum í þessari sjóferð sinni.
Undirritaður þekkir af eigin
raun mikilvægi þess að þingmenn
nái að slá sig til riddara í augum
kjósenda sem oftast. En það er
ekki sama hvernig það er gert.
Höfundur er bankastjóri.
Sverrir
Hermannsson
Umhverfisáhrif
Fljótsdalsvirkjunar
ÁHRIF stórvirkj-
ana norðaustan við
Vatnajökul eru gríðar-
lega mikil enda getur
þar orðið umfangs-
mesta mannvirki sem
reist hefur verið hér á
landi í samfelldri
framkvæmd. Áhrifin
eru ekki aðeins á at-
vinnulíf og hagvöxt,
heldur ekki síður á
umhverfið. Nauðsyn-
legt er að fram fari
mat á umhverfisáhrif-
um slikra stórfram-
kvæmda. Virkjunar-
leyfi liggur hins vegar
fyrir frá tíð fyrrum
iðnaðarráðherra, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, og síðar Jóns Sigurðs-
sonar en á stjórnartima þeirra
gerðu lög enga kröfu um að lagt
yrði mat á umhverfisáhrif. Heimild
virkjunaraðilans, Landsvirkjunar,
er því ótvíræð til þess að hefja
framkvæmdir og raunar voru þær
hafnar. Nú eru hins vegar viðhorf
til umhverfismála breytt og í sam-
ræmi við það hafa verið sett lög
um mat á umhverfisáhrifum sem
kveða á um að umhverfissjónarmið
og vernd náttúrunnar skuli vera
einn af ráðandi þáttum við undir-
búning framkvæmda.
Sú Fljótsdalsvirkjun sem nú er
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
heimil er að stærstum
hluta efst í Jökulsá á
Dal, skömmu eftir að
hún kemur undan jökli
og rennur fram hjá
Eyjabökkum, en nátt-
úra er þar einstök
bæði hvað gróðurfar,
fuglalíf og fegurð
varðar. Virkjana-
áformin eru m.a. þau
að miðlunarlón verður
gert á þessu svæði,
þannig að Eyjabakkar
fara undir jökulvatn.
Önnur umhverfísáhrif
Ólafur Örn eru m.a. þau að til-
Haraldsson komumiklir fossar í
Jökulsá verða að litlu
og vegir, skurðir og margvíslegt
rask mun setja mark sitt á landið.
Landsvirkjun hefur lagt mikla
vinnu og fé í rannsóknir á öllu
Við ættum að fara okk-
ur hægt, segir Olafur
Örn Haraldsson, þegar
við ákveðum óaftur-
kræfar fórnir á íslenskri
náttúru.
svæðinu norðaustan Vatnajökuls
og eru sennilega fá svæði landsins
jafnvel rannsökuð m.t.t. fram-
kvæmda og umhverfis. Þessar
rannsóknir hafa jafnframt beinst
að öðrum virkjunarmöguleikum en
gerð miðlunarlóns á Eyjabökkum.
Tækni við virkjanir hefur fleygt
fram, m.a. er nú hagkvæmara en
áður að leiða virkjunarvatn um
langan veg, í göngum í stað opinna
skurða. Nú síðari ár hefur verið
nefndur sá kostur að virkja Jökulsá
á Dal án þess að gera miðlunarlón
við Eyjabakka. Það yrði gert með
því að virkja Jökulsá á Brú jafn-
framt Jökulsá á Dal og miðlunarlón
virkjunarinnar yrði í þeirri fyrr-
nefndu i stað Eyjabakkasvæðisins.
Lónið, svokallað Hálslón við Kára-
hnjúka, yrði þá ofarlega í Jökulsá
á Brú ofan við hin stórbrotnu
Dimmugljúfur. Virkjunarvatnið frá
því lóni yrði leitt í göngum eða
skurðum yfir í Jökulsá á Dal. Háls-
lón yrði mjög djúpt en hins vegar
ekki víðáttumikið miðað við gífur-
legt vatnsmagn. Engu að síður
færi þar undir vatn dýrmætt nátt-
úrusvæði, m.a. griðasvæði hrein-
dýra og sérstæðir jökulgarðar og
aðeins árspræna rynni um Dimmu-
gljúfur. Virkjun þessara tveggja
vatnsmiklu jökulsáa yrði sú lang-
stærsta hér á landi og krefst því
stórnotanda hérlendis s.s. álvers í
Reyðarfirði eða útflutnings um
sæstreng. Slíkir stórkaupendur á
raforku hafa sína kosti og galla
bæði í umhverfis- og efnahagslegu
tilliti.
Við getum þannig staðið frammi
fyrir erfiðum og flóknum kostum
ef við viljum nýta hreina og end-
urnýjanlega orkulind okkar, en
jafnframt að valda sem minnstum
spjöllum á náttúrunni. Eyjabakkar
eru svæði sem við eigum að varð-
veita og leita annarra staða undir
miðlunarlón. Þegar reynt er að
veija Eyjabakka og benda á aðra
staði undir miðlunarlón er sér-
kennilegt til þess að hugsa að
Eyjabakkar voru einmitt á sínum
tíma valkostur eða útgönguleið
sem var valin til þess að ekki þyrfti
að sökkva Þjórsárverum. Þannig
færast átakalínur náttúruverndar
og stórframkvæmda til á tiltölu-
lega fáum árum. Viðhorf, tækni-
legar forsendur og raforkumarkað-
ur breytast á svo skömmum tíma
að við skyldum fara okkur hægt
þegar við ákveðum fórnir á ís-
lenskri náttúru, sem ekki eru aft-
urkræfar.
Höfundur er aiþingismaóur.