Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIVIDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 47 Norræni menningarsj óðurinn - sjóður með einstakt framtak staða hans var sem sagt sú að ef kommúnistar hefðu haft meirihluta á þinginu hefðu þeir komið á al- ræði öreiganna og grámi kúgunar Kremlarbænda lagst yfir landið okkar bjarta líkt og gerðist í Pól- landi nokkru síðar. Hann sá fyrir sér iandið hulið slæðu fátæktar og örbirgðar, hann sá mengunina yfir Stéttín leggjast yfir Reykjavík og gott ef hann sá ekki einnig glitta í Auschwitz. Myndin af Póllandi sem birtist í martröð hæstaréttarlögmannsins er sennilega sú mynd sem flestir ís- lendingar hafa af Póllandi; mynd sem er ekki merkileg fyrir neitt annað en það hversu algeng hún er og röng. Reyndar hafði ég þessa mynd einnig eftir fyrstu ferð mína til Póllands í febrúar 1979. Við fór- um saman fjögur ungmenni sem öll vorum við nám og hugðumst lifa eins og kóngar í Stéttín. Þar var ég þuklaður af fögrum sígauna- stúlkum sem kynntu mig fyrir fornri list þjóðar sinnar „hokkano baro“, með þeim afleiðingum að ég hef ekkert til peningaveskis míns spurt síðan þá. Þar kynntist ég einn- ig pólskum svartamarkaðsbröskur- um sem höndluðu með pólsk sloty fyrir krónur á tíföldu opinberu gengi. Svo fimir voru þeir í íþrótt sinni að oftar en ekki hirtu þeir bæði sloty og krónur. Síðan þá hef ég fengið slíka ást á pólskri þjóð, sögu og menningu að jaðrar við ástríðu. Þess vegna þykir mér illt að vita ef Pólland birtist í martröð, jafnvel þótt aðeins ein borg í þvísa iandi hafi komið við sögu í draumförum hæstaréttar- lögmannsins. Ástríða mín og löngun að kynna pólska sögu, menningu og þjóðhætti fyrir íslendingum hef- ur leitt til samstarfs um ferðir til Póllands. í því kynningarstarfi sem þegar hefur átt sér stað hefur kom- ið í ljós að hæstaréttarlögmaðurinn er ekki einn um að tengja Póiland eða pólskar borgir við kolareyk og niðurníðslu, svart kóf og Ausch- witz. Þeirri mynd vil ég breyta svo Pólland muni aldrei birtast í mar- tröð Islendings, en þeim mun oftar í draumum. Pólsk þjóðhátíð Saga pólsku þjóðarinnar er vafa- laust einhver dramatískasta saga evrópskrar þjóðar. Á umliðnum öld- um hafa landamörk í álfunni verið undirorpin stöðugum breytingum, hvergi þó jafn miklum og Póllands sem hefur náð á milli Estrasalts og Svartahafs, horfið og birst aftur. Eitt sinn var þetta land sem Hail- dór Laxness vildi nefna „Sléttu- mannaland" stórveldi og sögulegu andartaki síðar var það bitbein stór- velda og gleypt með húð og hári. I Póllandi hófst seinni heimstyijöld og þar fæddist Samstaða, þar komu fyrstu rifurnar i járntjaldið, sem nú er víst aðeins minning. Sjálfsmynd þjóðar með slíka sögu hlýtur að vera lithvörfótt. Ef til vill lýsir það sér í því að hún á sér tvo þjóðhátíðardaga. Annar þessara daga er þriðji maí, stjórn- arskrárdagurinn. Þá minnast Pól- veijar þess að þann dag árið 1791 fengu þeir stjórnarskrá sem lö- gleiddi þingbundna konungsstjórn í fyrsta sinn í sögunni. Þá hafði aðeins eitt ríki, Bandaríki Norður- Ameríku, lögtekið stjórnarskrá. Aðeins ijórum árum síðar var lokið síðustu skiptingu landsins á milli Rússlands, Prússlands og Austur- ríkis. Hinn dagurinn er 11. nóvem- ber, en þá minnast Pólverjar þess að þann dag árið 1918 komst Pól- land aftur á kort í samfélagi Evr- ópulanda. Rúsínan í pylsuendanum I tilefni dagsins mun „Polonia", menningarfélag Pólverja og íslend- inga efna til fagnaðar í Gerðubergi kl. 20-22. Boðið verður uppá léttar veitingar á vægu verði. Þá mun hinn góðkunni tónlistarmaður Szymon Kuran spila á fiðlu og ljóð- skáldið Geirlaugur Magnússon lesa ljóðaþýðingar. Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. NORRÆNT menningarlíf á að standa föstum fótum í baráttunni um athygli á alþjóða vettvangi, einnig eftir árið 2000. Norðurlönd- in fimm og sjálfstjórnarsvæðin þijú, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, eru áhugavert svæði, því mál og menning eru þeim að miklu leyti sameiginleg. Við vitum einnig að umheimurinn sér okkur þeim augum. Og við verðum að hafa gagn af þessum sameiginlegu menningarverðmætum, svo við get- um áfram í okkar eigin augum og umheimsins verið fulltrúar menn- ingarlegra gæða og fjölbreytni. í þessu samhengi er Norræni menn- ingarsjóðurinn einstakt verkfæri. Hann var stofnaður af ríkisstjórn- um Norðurlanda 1967. Á þessum tímamótum getur sjóðurinn horft til baka yfir þetta tímabil eftir að hafa úthlutað næst- um 300 milljónum danskra króna til margs konar menningarstarf- semi á og utan Norðurlandanna. Mörg verkefnanna hafa vakið verð- skuldaða athygli, nú síðast rokkó- peran Pétur Gautur, sem var flutt á menningarviku Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna í Litháen. En það væri einnig hægt að nefna fjölda annarra verkefna, því sjóður- inn afgreiðir árlega um þúsund umsóknir og styrkti á síðasta ári um 250 verkefni með 25 milljónum danskra króna. Sjóðurinn sér fram á tímabil, þar sem menningarásýnd Norðurlandanna verður enn skýrari og menningarátak þeirra verður enn öflugra Norðurlöndunum og áhorf- endum utan þeirra til gagns. Menning er oft efni í harðar umræður, bæði heima í héraði og á þjóðarvísu. „Á sjóður eins og Norræni menningarsjóðurinn nokk- urn rétt á sér?“ er vísast spurt. Svar sjóðsins er skýrt já. Reynd- ar verður að viðurkennast að í menningarlífinu gengur margt af sjálfu sér, þegar listamenn hafa öðlast viðurkenningu og þegar Takmark Norræna menningarsjóðsins er að styrkja góð verkefni, segir Gunilla Hellman, gædd norrænni skírskotun. ákveðin listræn tjáning er orðin hluti af hvunndeginum. En það gildir líka í menningarlíf- inu að uppskeran kemur ekki fyrr en eftir að sáð hefur verið. Opinber- ir styrkir eru mikilvægir yrir unga listamenn og tilraunakennda list- tjáningu, sem enn hefur ekki skot- ið rótum í samfélaginu. Hér verða yfirvöld, hvort sem er í héraði, á þjóðarvísu eða alþjóðavísu, að vera framsýn. Stjórnmálamenn og yfir- völd verða að hafa kjark til að leggja eitthvað undir. Það gerist oft að menningarþróun hefur eflt hag einstakra bæja, landa eða svæða. í alþjóðavæddum heimi skipta styrkir, sem ná yfir landamæri miklu máli. Með málasamfélagi sínu eru Norðurlöndin eðlilegt land- fræðilegt svæði fyrir sjóð, sem styður listir, er höfða til allra er hafa innsýn og einnig til almenn- ings. Norðurlöndin eru hvert fyrir sig smá, en svið þeirra samanlagt fyrir listir og menningu er stærra heldur en svið einstakra landa. Aflið verður meira og meira og um leið verður samkeppnin meiri. Þetta kemur ekki aðeins listamönnunum til góða, heldur öllum þeim sem láta sig listir og menningu ein- hveiju varða. Opinberir styrkir nú snúast í vaxandi mæli um að vera samflot fleiri aðila og það gildir einnig fyr- ir Norræna menningarsjóðinn, sem æ oftar styrkir verkefni í samvinnu við aðra aðila. Ráðgjöf verður æ stærri hluti af verksviði sjóðsins. Við munum ekki aðeins veita ráð um eigin styrki, heldur einnig geta bent á samstarf við aðra sjóði og styrktaraðila. Æ fleiri umsóknir til sjóðsins hafa bæði norræna og evrópska vidd. Það er gott, því norrænt menningarlíf fer ekki fram á ein- angraðri eyju, heldur er greinilega hluti af stærra og víðfeðmara evr- ópsku menningarlífi. Þegar verkefnin teygja sig út yfír hið norræna svæði, styrkjum við gjarnan verkefni, sem eru skýr- lega norræn, til dæmis sprottin af norrænu frumkvæði eða eru undir norrænni stjórn. Gott dæmi er nor- ræna alþjóðlega verkefni Mare Balticum-Mare Nostrum, styrkt með 125 þúsund dönskum krónum og miðar að því að skapa tengsl milli skólanemenda við Eystrasaltið og Miðjarðarhafið. Norræni menningarsjóðurinn er í opnu sambandi við umheiminn. Líkt og í menningarsamvinnu ESB förum við fram á að aðrir aðilar styðji einnig verkefnið. Þar sem menningarlífið skortir oft lindir að ausa af, er samvinna og samræm- ing sjóða og styrktaraðila mikil- væg. Norræni menningarsjóðurinn " vinnur því að því að koma á fundi milli tvíhliða sjóða og styrktaraðila einstakra landa á menningarsvið- inu. Gæði eru lykilorð í menningarlíf- inu. Norræni menningarsjóðurinn mun einnig í framtíðinni fá margar umsóknir. Einasta takmark okkar er að styrkja góð verkefni, gædd norrænni skírskotun. Einnig eftir árið 2000 verðum við að sjá til þess að norrænar menningaruppá- komur veki stöku sinnum verð- skuldaða athygii úti í hinum stóra heimi. í tilefni af þrítugsafmælinu opn- um við heimasíðu á alnetinu til að ,* auðvelda aðgang að upplýsingum: www.nordiskkulturfond.dk. Net- fang okkar er: info@nordiskkultur- fond.dk. Upplýsingar um framtak og verkefni, sem sjóðurinn styður, verða lagðar á vefinn, auk þess sem þar verða að sjálfsögðu einnig upp- lýsingar um aðra styrktaraðila og tengsl við norrænar heimasíður um listir og menningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins. avegiun umland allt Frá Keykjavik til Selfoss: þrisvar á dag, alla virka daga. Daglega til Vestmannaeyja. Hvern virkan dag ekur fjöldi bíla með vörur frá Reykjavík fyrir verslanir og fyrirtæki á þéttbýlisstöðum á Suðurlandi og íVestmannaeyjum. Þeim er dreift samdægurs ffá dreif- ingarmiðstöð FMS á Selfossi og FV. Hlutverk okkar er að hjálpa viðskiptavinunum — við leggjum metnað okkar í skjóta, persónulega þjónustu og góða vörumeðferð. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.