Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞING NORÐURLANDARÁÐS í HELSINKI Ágreiiiiiignr um stefnu- mótun í Evrópumálum Lehtikuva NORRÆNU forsætisráðherrarnir á blaðamannafundi í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri: Davíð Oddsson, Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Undir glaðværu yfír- borði fundar norrænna ráðamanna og þing- manna á 49. þingi Norð- urlandaráðs í Helsinki leynast að sögn Sigrún- ar Davíðsdóttur ágreiningsmál. Einkum skilja leiðir í Evrópu- sambandsmálum. NORRÆNT samstarf er ekki í dauðateygjunum, fullyrti Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Norðmanna, er hann stýrði blaðamannafundi norrænna starfsbræðra sinna á 49. þingi Norð- urlandaráðs í Helsinki. Bondevik þreytti frumraun sína sem forsætisráðherra á norrænum véttvangi og hafði orð fyrir hinum því Norðmenn fara með formennsk- una í Norðurlandasamstarfínu nú. Vínrauði jakkinn, sem áður var hans helsta flík, hefur nú vikið fyrir dökk- um fötum, eins og hinir forsætisráð- herramir klæðast og þau klæða hann vel. Það var mál manna að hann kæmi fram af öryggi hins þaulvana leiðtoga, laus við hik ný- græðingsins, enda sagði hann blaða- mönnum að hann kynni vel við sig í hópnum, þrátt fyrir að þar væru jafnaðarmenn í meirihluta. Paavo Lipponon bauð Bondevik velkominn og sagði þá hina heldur ekki eiga erfitt með að taka honum, þó að ekki væru þeir allir kristilegir. En undir glaðværu yfirborði leyn- ast ágreiningsmál. Það er af sem áður var að allir þurfi að vera sam- mála um allt í Norðurlandaráði, en forsætisráðherrunum er enn tamt að líta á það sem dyggð að þeir séu allir sammála, þótt staðreyndirnar séu aðrar. Það er einkum í ýmsum Evrópusambandsmálum sem leiðir skilja. Schengen: Boltinn á ESB Málið, sem helst snýr að íslend- ingum er Schengen-samstarfið, eftir að það var tekið inn í Amsterdam- sáttmálann, en er ekki lengur utan hins eiginlega Evrópusambands- samstarfs. I samtali við Morgun- blaðið sagði Davíð Oddsson að það stæði nú upp á ESB að gera þær ráðstafanir sem þyrfti. íslenska rík- isstjómin hefði haft af því áhyggjur að stjórn Lúxemborgar, sem nú fer með formennskuna í Evrópusam- starfmu, vildi fresta því fram yfir staðfestingu Amsterdam-sáttmál- ans að afgreiða endanlega hvernig Island og Noregur geti tengst sam- starfinu, líkt og Lúxemborgarar vildu gera með tengsl Bretlands og írlands. Því hefðu Islendingar and- mælt, teldu þetta óháð mál og fengju í því máli einkum dyggilegan stuðning frá dönsku stjórninni. En það var afstaða þjóðanna til aðiidarviðræðna ESB við þjóðir Austur- og Mið-Evrópu, sem mest ýfir hið slétta og fellda yfirborð. Upphaflega studdu öll norrænu að- ildarríkin að ESB hæfu aðildarvið- ræður við nýju þjóðirnar samtímis og var sérlega umhugað um að Eystrasaltsþjóðirnar yrðu í samfloti. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar mælt með að umræður heíjist við fimm þjóðir, þar á meðal Eist- land, eitt Eystrasaltslandanna, og þá línu aðhyllist finnska stjórnin nú. Bæði danska og sænska stjórnin halda enn við fyrri afstöðu, þó að málið sé orðið nokkurt hitamál í innanlandsumræðu þessara þjóða. Á blaðamannafundi ráðherranna fimm fór ekki hjá að það gætti nokkurs ergelsis af hálfu Görans Perssons, forsætisráðherra Svía og Svía og Pouls Nyrups Rasmussens, forsæt- isráðherra Dana, í garð Lipponens, þegar aðildarmálin bar á góma. Persson sagði að hér væri aðeins um blæbrigðamun að ræða. Vissu- lega hefði verið betra að þjóðirnar hekðu verið sammála, en afstaðan í þessu máli hindraði ekki að sam- vinna þjóðanna væri hin besta. Nyrup Rasmussen kvað fastar að orði og notaði tækifærið til að undir- strika rækilega afstöðu sína. Hann benti á það væri óviturlegt að gef- ast upp, áður en endaleg ákvörðun hefði verið tekin, því það væri ráð- herraráð ESB, ekki framkvæmda- stjórnin, sem tæki endanlega ákvörðun og að álit framkvæmda- stjórnarinnar hefði í þessu máii ekki verið sannfærandi. Því væri mikil- vægt að þjóðirnar, saman og hver fyrir sig, héldu áfram að þrýsta á, þó vissulega skipti það meira máli hvernig samningaviðræðunum lykt- aði, en hvernig þær hæfust. Hinar mismunandi leiðir land- anna varðandi Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu bar einnig á góma ráðherranna, þar sem finnska stjórnin stefnir óhikað á aðild, sænska stjórnin hefur upp á eigin spýtur ákveðið að bíða með aðild um óákveðinn tíma, Danir þafa und- anþágu og Norðmenn og íslending- ar eru utan ESB og um leið utan EMU. Hin norrænu heimkynni Hluti af norrænu samstarfi liggur í slagorðum og þau vantaði ekki í opnunarræðunni, sem Persson flutti fyrir hönd starfsbræðra sinna, þar sem Svíar munu taka við for- mennsku í norrænu samstarfi eftir jól. Göran Persson varð tíðrætt um „hin norrænu heimkynni" og alþýð- lega kjölfestu norrænnar samvinnu, sem gerðu hana einstaka í öllum heiminum. Hann sagði það ómak- legt að tala um norræna samvinnu sem árangurslitla, þótt árangur hennar væri ekki alltaf áþreifanleg- ur. Nú þegar baráttan um tíma ráð- herranna væri að verða æ harðari væri nauðsynlegt að halda af alefli í mikilvægi norræna samstarfsins. í dag verður skýrsla forsætis- nefndar ráðsins um starfsemina og samstarfsáætlanir og fjárlögin til umræðu á þinginu og fagráðherrar munu funda. Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna Olík sjónarmið varðandi ESB-aðild Eystrasaltsríkja Lehtikuva DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, á þingi Norðurlandaráðs í gær. Helsinki. Morgunblaðið. ÞAÐ ER orðinn fastur liður að norrænu for- sætisráðherrarnir hitti starfsbræður sína frá Eystrasaltsríkjunum, þegar þeir fimm hittast í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Þessir fundir undirstrika vel þau tengsl, sem nú eru orðin með þessum átta löndum, bæði form- lega og óformlega. En á fundinum bar óhjá- kvæmilega einnig á góma mismunandi af- stöðu Norðurlandanna þriggja sem eru í ESB gagnvart aðildarviðræðunum. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gera mikið úr mismunandi afstöðu dönsku og sænsku stjórnarinnar annars vegar og þeirrar finnsku hins vegar, en vildi ekki gefa upp von um að ráðherraráð ESB kæmist að annarri niður- stöðu en framkvæmdastjómin. Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra reifaði umræður ráðherranna átta, þar sem Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna, kynnti þeim finnskar hugmyndir um norræna vídd í ESB til að auka áhrif norðursvæðisins þar. Bodevik fagnaði frekari áhuga ESB á svæðinu, en sagðist einnig fagna áhuga Bandaríkjanna á þessum heimshluta. Því hefur iðulega verið haldið fram meðal norrænu ESB-landanna að afstaða þeirra gagnvart Eystrasaltslöndunum skipti sérlega miklu máli í ESB, þar sem Norðurlöndin væru næstu nágrannar þeirra. Nyrup Ras- mussen vildi ekki taka undir að það hefði óheppileg áhrif á ESB að löndin hefðu mis- munandi afstöðu gagnvart aðild Eystrasalts- landanna. Eftir síðustu umræður sínar við leiðtoga ESB hefði hann trú á að ekki væri öll von úti enn. Hann sagði dönsku og finnsku stjórnina ekki hafa mismunandi skoðanir á aðild landanna, en kannski mismunandi skilning á hvaða árangri væri hægt að ná og hversu mikið væri hægt að þrýsta á fram- kvæmdastjórnina. Enn væri ólokið viðræðum um málið meðal utanríkisráðherra ESB og niðurstaðan því enn óljós. ESB-aðild í fjarlægri framtíð daufleg hvatning til breytinga Guntars Krasts, nýkjörinn forsætisráð- herra Lettlands, lýsti í samtali við Morgun- blaðið áhyggjum sínum, ef svo færi að leiðir landanna skildu varðandi ESB-aðild, en þeir væru ekki búnir að gefa upp alla von um að ráðherranefnd ESB liti öðrum augum á aðildarumræður en framkvæmdastjórnin. Þó að þeir fögnuðu að alla vega eitt Eystrasalts- landanna gæti hafið aðildarviðræður í fyrstu umferð hefði það óneitanlega í för með sér óheppileg áhrif á hin löndin. Þau væru öll að glíma við erfitt breytingaferli, þar sem ESB-aðild væri þeim óumræðilega mikil hvatning. Ef sú hvatning minnkaði væri erf- itt að segja um hvaða áhrif það hefði á af- stöðu almennings til ESB. Krasts ræddi í gær við Davíð Oddsson forsætisráðherra og sagðist hafa þakkað honum sérstaklega dyggilegan stuðning við málstað Lettlands, nú síðast í sumar á leið- togafundi Nato í Madrid. Sú niðurstaða, sem þar fékkst, hefði skipt löndin firnamiklu máli, því nú væru löndin öll komin á blað í Nato. Krasts sagðist hafa boðið íslenskra starfsbróður sínum í opinbera heimsókn til Lettlands sem hann þáði. Davíð mun jafnframt sitja leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Riga í janúar þar sem bæði Helmut Kohl Þýskalandskanslari og Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, munu mæta og hefur Davíð þegið boðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.