Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 25
ERLEIMT
Óeirðir í
Brussel
TIL mikilla átaka kom í Bruss-
el um helgina eftir að í brýnu
sló milli lögreglu og innflytj-
enda frá Norður-Afríku.
200.000 innflytjendur frá N-
Afríku búa í borginni, margir
þeirra við slæmar aðstæður.
Upphafs átakanna var að leita
í hverfinu Anderlecht, þar sem
60% íbúa eru fátækir innflytj-
endur, eftir að lögregla skaut
24 ára mann sem reyndi að
komast hjá handtöku. Mót-
mælendur sprengdu bensín-
sprengjur, köstuðu múrstein-
um og brutu rúður og rúmlega
170 manns voru handteknir.
Johan Vande Lanotte innan-
ríkisráðherra hét því í gær að
sjá til þess að lögum og reglum
yrði hlítt.
Krefjast trú-
frelsis
ÞÝSKIR embættismenn fögn-
uðu niðurstöðu Bandaríkja-
þings eftir að það felldi álykt-
un um að fordæma stjórnina
í Bonn fyrir að mismuna
minnihlutahópum. Þá sögðust
embættismennirnir furðu
lostnir eftir að konu sem til-
heyrir Vísindaspekikirkjunni
var veitt hæli í Bandaríkjunum
á þeirri forsendu að hún hefði
sætt ofsóknum vegna trúar-
skoðana. Stjórnvöld í Þýska-
landi halda því fram að Vís-
indaspekikirkjan notfæri sér
veiklundaðri meðlimi sína fjár-
hagslega og neita að viður-
kenna hana sem trúfélag.
Lögreglan í
Stokkhólmi
gagnrýnd
AÐGERÐARLEYSI lögreglu
hefur verið harðlega gagnrýnt
eftir samkomu nýnasista í mið-
borg Stokkhólms á laugardag.
Undanfarna daga hafa þær
raddir orðið sífellt háværari
að lögreglan hefði átt að
stöðva samkomuna sem sögð
er fyrsta samkoman frá lokum
síðari heimsstyijaldar þar sem
gyðingahatur kemur opinber-
lega fram.
Fáninn á
hvolfi
V ARN ARMÁLARÁÐHERRA
Breta hefur beðið aldraða her-
menn afsökunar á mistökum
sem urðu er ríkisfánanum var
snúið á hvolf við athöfn sem
haldin var til heiðurs látnum
hermönnum á sunnudag. Her-
mennirnir hafa einnig kvartað
yfir því að fáninn hafi verið
rifinn og bættur.
Fékk alnæmi
af skalla
ÍTALSKUR maður smitaðist
af alnæmi eftir að hafa verið
skallaður af reiðum ökumanni
í kjölfar áreksturs. Höggið var
svo mikið að báðum mönnun-
um blæddi og þykir læknum
nú ljóst að sá sem ráðist var
á hafi við það smitast bæði
af alnæmi og lifrarbólgu.
Árásarmaðurinn var fyrrum
eiturlyfjaneytandi.
Reuters
Trabantinn
fertugur
ÁHUGASAMIR gestir skoða Trabant sem
málaður er í stíl veggjakrots á Berlínar-
múrnum með Brandenborgarhliðið á vélar-
hlífinni á sýningu sem haldin er í tilefni
af 40 ára afmæli plastbílsins fræga í Sachs-
e/irúig-verksmiðjunni í Zwickau, þar sem
Trabant var framleiddur frá 1957 til 1990.
Á sunnudagskvöld voru liðin átta ár frá
því Austur-Þjóðveijar fengu leyfi til að
ferðast vestur fyrir múrinn, og óku um
borð í Traböntum í þúsundatali um götur
Vestur-Berlínar og annarra vestur-þýzkra
borga nærri þýzk-þýzku landamærunum
þáverandi, sem svo voru afnumin 3. októ-
ber 1990.