Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 25 ERLEIMT Óeirðir í Brussel TIL mikilla átaka kom í Bruss- el um helgina eftir að í brýnu sló milli lögreglu og innflytj- enda frá Norður-Afríku. 200.000 innflytjendur frá N- Afríku búa í borginni, margir þeirra við slæmar aðstæður. Upphafs átakanna var að leita í hverfinu Anderlecht, þar sem 60% íbúa eru fátækir innflytj- endur, eftir að lögregla skaut 24 ára mann sem reyndi að komast hjá handtöku. Mót- mælendur sprengdu bensín- sprengjur, köstuðu múrstein- um og brutu rúður og rúmlega 170 manns voru handteknir. Johan Vande Lanotte innan- ríkisráðherra hét því í gær að sjá til þess að lögum og reglum yrði hlítt. Krefjast trú- frelsis ÞÝSKIR embættismenn fögn- uðu niðurstöðu Bandaríkja- þings eftir að það felldi álykt- un um að fordæma stjórnina í Bonn fyrir að mismuna minnihlutahópum. Þá sögðust embættismennirnir furðu lostnir eftir að konu sem til- heyrir Vísindaspekikirkjunni var veitt hæli í Bandaríkjunum á þeirri forsendu að hún hefði sætt ofsóknum vegna trúar- skoðana. Stjórnvöld í Þýska- landi halda því fram að Vís- indaspekikirkjan notfæri sér veiklundaðri meðlimi sína fjár- hagslega og neita að viður- kenna hana sem trúfélag. Lögreglan í Stokkhólmi gagnrýnd AÐGERÐARLEYSI lögreglu hefur verið harðlega gagnrýnt eftir samkomu nýnasista í mið- borg Stokkhólms á laugardag. Undanfarna daga hafa þær raddir orðið sífellt háværari að lögreglan hefði átt að stöðva samkomuna sem sögð er fyrsta samkoman frá lokum síðari heimsstyijaldar þar sem gyðingahatur kemur opinber- lega fram. Fáninn á hvolfi V ARN ARMÁLARÁÐHERRA Breta hefur beðið aldraða her- menn afsökunar á mistökum sem urðu er ríkisfánanum var snúið á hvolf við athöfn sem haldin var til heiðurs látnum hermönnum á sunnudag. Her- mennirnir hafa einnig kvartað yfir því að fáninn hafi verið rifinn og bættur. Fékk alnæmi af skalla ÍTALSKUR maður smitaðist af alnæmi eftir að hafa verið skallaður af reiðum ökumanni í kjölfar áreksturs. Höggið var svo mikið að báðum mönnun- um blæddi og þykir læknum nú ljóst að sá sem ráðist var á hafi við það smitast bæði af alnæmi og lifrarbólgu. Árásarmaðurinn var fyrrum eiturlyfjaneytandi. Reuters Trabantinn fertugur ÁHUGASAMIR gestir skoða Trabant sem málaður er í stíl veggjakrots á Berlínar- múrnum með Brandenborgarhliðið á vélar- hlífinni á sýningu sem haldin er í tilefni af 40 ára afmæli plastbílsins fræga í Sachs- e/irúig-verksmiðjunni í Zwickau, þar sem Trabant var framleiddur frá 1957 til 1990. Á sunnudagskvöld voru liðin átta ár frá því Austur-Þjóðveijar fengu leyfi til að ferðast vestur fyrir múrinn, og óku um borð í Traböntum í þúsundatali um götur Vestur-Berlínar og annarra vestur-þýzkra borga nærri þýzk-þýzku landamærunum þáverandi, sem svo voru afnumin 3. októ- ber 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.