Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson MENN sem grunaðir eru um innbrot í Hafnarfirði sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglu þar í bæ og endaði ferðin er bíll þeirra skemmdist á umferðareyju í Reykjavík. Eltir til Reykjavíkur GERÐ var krafa í gær um gæslu- varðhald yfír tveimur mönnum sem grunaðir eru um innbrot í Hafnar- firði. Lögreglan í Hafnarfírði hugðist stöðva mennina þar sem þeir voru á ferð í bíl í bænum í fyrrakvöld en þeir sinntu ekki stöðvunarmerkjum hennar og óku á ofsahraða til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Hafnarfírði hugðist lögreglan ná tali af mönnum sem voru á ferð í bænum á sunnudagskvöld vegna gruns um afbrot þeirra. Sinntu þeir í engu stöðvunarmerkjum lögreglu og óku rakleiðis út úr bænum, gegn- um Kópavog og til Reykjavíkur, á 130-140 km hraða á stundum, og endaði ferð þeirra er bfllinn lenti á umferðareyju vestarlega á Hring- braut. Hafði lögregla í Kópavogi og Reykjavik þá einnig skorist í leikinn en bíllinn rakst utan í tvo bíla. Var ökumaður einnig grunaður um ölvun. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- fírði er með málið í rannsókn og krafðist í gær gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur. Fyrst og fremst fréttablað NÝJA Mánudags- blaðið kom út í fyrsta skipti síð- astliðinn laugar- dag. Það er 12 síð- ur og er fyrst og fremst fréttablað, að sögn Sigurjóns M. Egilssonar, rit- stjóra. Með fréttablaði segist hann eiga við að ekki sé lögð sérstök áhersla á eitthvert eitt mál á forsíðu. Þess vegna sé blaðið enginn arftaki Helgarpóstsins heldur geri það út á annan fréttamarkað. Hins vegar er einn efnisþátturinn í blaðinu, Risasteypan, afkvæmi Gulu press- unnar í fyrri vikublöðum, segir Siguijón. Hann sagði að blaðinu væri heldur ekki ætlað að taka upp merki þess Mánudagsblaðs sem gefið var út hér á landi fyrr á árum. Hlutafé Nýja Mánudagsblaðsins er 2,5 milljónir króna. Ritstjórinn segir það nægja til að standa straum af útgáfukostnaði fram yfir áramót, því blaðið er unnið með tækjum sem Siguijón og aðrir aðstandendur blaðsins eiga og leggjatil. „Við þurftum að kaupa tvö skrifborð, þau kostuðu 16 þúsund krónur,“ sagði hann. Blaðið er prentað í Isafoldar- prentsmiðju. Fimm manns starfa þjá Nýja Mánudagsblaðinu, sem er til húsa í Síðumúla 15. Þar var rit- stjóm Tímans áður til húsa. Sigur- jón óskaði eftir að fram kæmi að hann hefði farið að óskum móður sinnar og loftað vel út áður en starfsemin hófst. Hann sagðist hafa verið ánægð- ur með viðbrögðin við nýja blað- inu, sem dreift var í 3.000 eintök- um á sölustaði í Reykjavik. „Vænst þótti mér um það að ritstjóri Dags sagði í útvarpinu að Nýja Mánu- dagsblaðið væri ekkert líkt Degi,“ sagði hann. Fimm hæða nýbygging fyrirhuguð við Laugaveg Harðorð mótmæli íbúa ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæj- arins hafa mótmælt harðlega fyrir- hugaðri byggingu fímm hæða versl- unarhúsnæðis á lóð við Laugaveg 53b, en nýbyggingin á að koma í stað tveggja timburhúsa sem nú eru á lóðinni. Fulltrúar íbúasamtakanna mótmæltu við fundarstað skipu- lagsnefndar Reykjavíkur í Borgar- túni í gærmorgun þar sem fyrir lá tillaga um niðurrif húsanna tveggja. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns skipulagsnefndar, var afgreiðslu málsins frestað þar sem tveir fulltrúar í byggingarnefnd óskuðu frekari upplýsinga um fyrir- hugaðar framkvæmdir. Guðrún sagði í samtali við Morg- unblaðið að eigandi umræddrar lóð- ar og þeirra húseigna sem á henni eru hefði óskað eftir að fá að byggja á henni verslunarhúsnæði. „Við erum hrifin af því og viljum að það sé byggt upp öflugt verslun- arlíf við Laugaveginn, sem er elsta verslunargata borgarinnar, og sem er þó í sátt og samlyndi við um- hverfí sitt og fellur vel að því. Þarna er um að ræða byggingu sem fer afar vel í götulínunni á Laugavegin- um og er ekki hærri en húsin í nágrenninu og á lóðinni er ekki meiri nýting en á nágrannalóðum og í sumum tilvikum mun minni,“ sagði Guðrún. Hún sagði að vegna mótmæla næstu nágranna hefði verið óskað eftir því á fundi skipulagsnefndar fyrir rúmum hálfum mánuði að rætt yrði við báða aðila og reynt að fínna niðurstöðu í málinu. Bygg- ingaraðilinn hefði fallist á að lækka framhúsið um 1,65 metra og bak- húsið um 2,5 metra, auk þess að flytja húsið austar frá þeim ná- grönnum sem mótmæla bygging- unni hvað mest. „Það er frekar óvenjulegt að byggingaraðili komi á þennan hátt jafn vel til móts við þá sem kvarta. Næstu nágrannar eru hins vegar ekki sáttir við þetta og mótmæla enn. Við verðum auðvitað að meta þetta og það er okkar hlutverk, en þarna eru tveir aðilar sem hafa mismunandi skoðanir. Báðir eru hagsmunaaðilar á svæðinu, og það er okkar að skera úr um það á grundvelli aðalskipulags, nýtingar- hlutfalls og þeirra uppbyggingar- áætlana í borginni sem við styðj- umst við,“ sagði Guðrún. Mogunblaðið/Ásdís ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæjarins stóðu fyrir mótmælum við fundarstað skipulagsnefndar Reykjavíkur í gærmorgun. Á myndinni sést Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefnd- ar, ræða við mótmælendur áður en fundurinn hófst. Kaldar kveðjur frá borgaryfirvöldum Magnús Skarphéðinsson, einn talsmanna íbúasamtaka gamla austurbæjarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill hiti væri í íbúum vegna þessa máls og kaldar kveðjur hefðu komið frá borgaryfir- völdum sem rætt hefði verið við. „Við héldum að sjónarmið um íbúavænlegri miðbæ fengju meiri hljómgrunn hjá borgaryfirvöldum heldur en verið hefur og erum við mjög vonsvikin út af því,“ sagði Magnús. Hann sagði að upphaflega hefði íbúum í hverfínu verið kynnt bæði beint og óbeint að á umræddri lóð yrði tveggja hæða hús og það hefðu þeir getað sætt sig við, en ekki þá fímm hæða byggingu sem nú væri á teikniborðinu. „Helst af öllu hefðum við kosið að gömlu húsin sem þarna eru yrðu gerð upp í upprunalegum stfl og verslanir yrðu í þeim áfram. En við getum svo sem vel skilið að menn vilji rífa hús þótt það sé sárt en alls ekki að þama komi einhver „Berlínarmúr" sem loki upp í þetta gat sem þarna er. Það eru allir íbú- ar í hverfinu á móti þessu og ég veit ekki hverra erinda borgaryfir- völd ganga í þessu máli. Því miður eru engar líkur á að það verði frið- ur um þetta mál nema húsið verði lækkað niður í tvær hæðir eins og upphaflega var talað um,“ sagði Magnús. Samstaða flokksstjórnar Alþýðuflokks um framboð jafnaðarmanna og félagshyggjufólks Alþýðuflokkurínn vill sameiginlegt framboð ALGJÖR samstaða var á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins um að veita formanni flokksins umboð til að hefla undirbúning að sameig- inlegu framboði jafnaðarmanna og félagshyggjufólks við næstu alþing- iskosningar. í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að sameigin- legt framboð væri skref í átt að loka- markmiðinu, einum stórum flokki jafnaðarmanna. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði á fundinum að fólkið í landinu vildi að jafnaðar- og félagshyggjumenn sameinuðu krafta sína. Alþýðuflokkurinn ætti að svara þessum kröfum með skýrum og afdráttarlausum hætti og með því að segja: „Ég er reiðubúinn." Ekki verður annað sagt en að flokksstjómarfundurinn hafí svarað kalli formannsins afdráttarlaust. Eft- ir að tillaga um sameiginlegt framboð hafði verið lögð fram kom Birgir Dýrfjörð í ræðustól og sagði að ein- huga skilaboð Alþýðuflokksins væru það mikilvægasta sem gæti komið frá þessum fundi. í komandi viðræð- um þyrfti formaður flokksins að geta skýrt frá því að í Alþýðuflokknum væru menn einhuga um að vinna að sameiginlegu framboði í næstu al- þingiskosningum. Eftir þessa ræðu var ályktun um sameiginlegt framboð jafnaðarmanna samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fyrr á fundinum kynntu fulltrúar Grósku þá Opnu bók sem Gróska hefur nýlega lagt fram. Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur sagði að ef sú sameiningarbylgja sem nú risi á vinstri væng stjómmál- anna hjaðnaði væri það ekki vegna málefnanna heldur vegna þess að hagsmunir einstaklinga yrðu látnir ráða ferðinni. Hún sagði að ef svo illa færi myndi eiga sér stað trúnað- arbrestur milli unga fólksins og flokkanna. Vilji til sameiningar í ályktun um sameiningu jafnað- armanna segir orðrétt: „Viðræður um sameiginleg framboð jafnaðar- manna og félagshyggjufólks í kom- andi sveitarstjórnarkosningum fara nú fram í hartnær öllum þéttbýlis- sveitarfélögum á íslandi. Ákvarðanir um slík framboð hafa nú þegar ver- ið teknar í nokkrum þeim íjölmenn- ustu og eru skammt undan í öðrum. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokks- ins haldinn 8. nóvember 1997 fagn- ar þessari þróun og styður hana. Hún er til vitnis um mikinn og út- breiddan vilja fólks til þess að mynda nýtt og sterkt stjórnmálaafl á ís- landi í þágu almannahagsmuna til mótvægis við stjórnmálaflokka sér- hagsmunanna, sem ráðið hafa ferð- inni í stjórn landsins síðastliðna sjö áratugi. Þessi sterki vilji fólksins í landinu endurspeglast einnig í fjöl- mörgum skoðanakönnunum sem staðfesta, að slík róttæk uppstokkun á flokkakerflnu nýtur stuðnings um eða yfir 40% kjósenda. Þeir vilja sjá, að einn stór jafnaðarmannaflokkur verði kjölfesta íslenskra stjórnmála á nýrri öld. Flokksstjóm Alþýðuflokksins vill að það verði. Flokksstjómin vill, að öflugur flokkur jafnaðarmanna, sem byggi á hugmyndum jafnaðarstefnu, kvenfrelsis og jafnréttis, verði sem fyrst að veruleika. I senn rökrétt og óhjákvæmilegt framhald þess sam- starfs, sem nú er að verða á sveitar- stjómarvettvangi er, að allir þeir, sem aðhyllast framangreind sjónarmið, bjóði fram sameiginlega til alþingis- kosninganna vorið 1999. Sameiginleg framboð til alþingiskosninga í öllum kjördæmum landsins er næsta skref- ið, sem stíga verður í áttina að loka- markmiðinu um sameiningu í einum, stóram flokki jafnaðarmanna. Verði ekki af slíkum framboðum væri stig- ið stórt spor til baka í samstarfs- og samranaferli jafnaðarmanna á Is- landi og miklum vonbrigðum valdið þeim flölmenna hópi kjósenda, sem nú þegar hefur lýst stuðningi sínum við slík framboð. Flokksstjómarfundur Alþýðu- flokksins felur því formanni Alþýðu- flokksins að hefja nú þegar á vegum flokksins undirbúning að sameigin- legu framboði jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks við næstu alþingis- kosningar með viðræðum við aðra flokka, hópa og samtök, sem leggja vilja hönd að því verki og með öflugu kynningar- og áróðursstarfi meðal almennings í J)ví skyni að fá sem flesta til liðs. I þeim viðræðum, sem fram þurfa að fara við undirbúning sameiginlegs framboðs, þarf að sjálf- sögðu að ræða ýmis málefni, og ná um þau sameiginlegri niðurstöðu, en þar ber að leggja megináherslu á afmörkuð og skýr viðfangsefni næsta kjörtímabils, sem sameiginlegt fram- boð jafnaðarmanna boðar til mót- vægis við stefnu núverandi ríkis- stjórnar. Flokksstjórnarfundurinn telur, að „Viðræðuáætlun" formanns Alþýðuflokksins og „Hin opna bók“ Grósku séu mikilvægt og málefnalegt innlegg í þá umræðu án þess að flokksstjómarfundurinn taki á þessu stigi málsins efnislega eða bindandi afstöðu til einstakra atriða, sem þar er að fínna, enda um umræðugrand- völl að ræða, en ekki skilmála. Flokksstjóm Alþýðuflokksins hef- ur lýst þeirri afdráttarlausu skoðun sinni, að til sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna eigi að ganga. Undir- búningur slíks nýs framboðs þarf óhjákvæmilega talsverðan aðdrag- anda. Flokksstjómin felur því for- manni Alþýðuflokksins að kosta kapps um að fá sem allra fyrst af- dráttarlaus svör þeirra, sem rætt hefur verið og rætt verður við, um afstöðu þeirra til sameiginlegs fram- boðs jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks í næstu alþingiskosning- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.