Morgunblaðið - 27.01.1998, Side 16

Morgunblaðið - 27.01.1998, Side 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 27. JANÚAR 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Karl Á. Sigúrgeirsson AFHENDING gjafabréfsins. Frá vinstri Oddur Sigurðarson, Theodóra Hjartardóttir og frænka hennar Iljördís Hjartardóttir félagsráðgjafi. Vegleg gjöf til Hvammstanga - Oldruð kona, Theodóra Hjai-tardóttir, hefur afhent stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga veglega íjárhæð, fjórar milljónir króna. Vill hún að gjöfín gangi til kaupa á lyftu í nýbyggingu þeirri sem reist var við húsið á liðnum tveimur árum en er ekki komin öll í notkun enn. Theodóra, sem er fædd árið 1913, bjó sína ævi á Jaðri við Hrútafjörð, ásamt bróður sinum Óla, sem andaðist á liðnu ári. Um nokkurt árabil bjuggu þau í litlu húsi á Hvammstanga og heldur Theodóra þar enn heim- ili. Gjöfin er gefín úr búi þeirra beggja. Það var því ærið tilefni fyrir stjórn og starfsfólk Sjúkrahúss Hvammstanga að koma saman hinn 20. janúar sl. til að taka á sjúkrahússins móti þessari höfðinglegu gjöf. Að sögn Odds Sigurðarsonar, stjórnarformanns sjúkrahússins, og Guðmundar Hauks Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra er talið að kosta muni um sautján milljónir króna að ljúka fram- kvæmdum við nýbygginguna, þar með talin lyfta í húsið, sem kosta mun rúmar fímm milljónir króna. Vonir standa til að um lokaáfangann verði samið á næstu vikum og hefur Héraðs- nefnd Vestur-Húnavatnssýslu gert ráð fyrir sínu framlagi, 42% af heildarkostnaði, í fjárhagsá- ætlunum. Á fjárlögum ríkissjóðs þessa árs eru 3,7 milljónir kr. ætlaðar til framkvæmda en einnig kemur fé frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra til verks- ins. Má því ætla að verklok verði innan skamms. DVALARHEIMILIÐ Höfði á Akranesi. Til vinstri við heimilið eru íbúðir aldraðra sem tengjast rekstri heimilisins. Nýtt hafnsögu- og björgunarskip afhent Vestmannaeyjum - Lóðsinn, nýtt hafnsögu- og björgunarskip, sem Skipalyftan í Eyjum smíðaði fyrir Vestmannaeyjahöfn, var afhent á laugardag. Skipið er fyrsta skipið sem Skipalyftan smíðar og jafn- framt fyrsta stálskipið sem smíð- að er í Eyjum. Olafur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skipalyftunnar, flutti stutt ávarp við afhending- una en afhenti síðan Sveini Rún- ari Valgeirssyni, formanni hafnar- stjórnar, lykla að skipinu. Sveinn rakti smíðasögu skipsins en samningur um smíðina var gerður í apríl 1995. Sveinn þakkaði þeim er að verkinu komu fyrir þeirra þátt en afhenti síðan Agústi Bergssyni skipstjóra lyklana að skipinu. Sigurgeir Olafsson, fyrrverandi hafnarstjóri, gaf skipinu nafnið Lóðsinn en að því loknu blessaði séra Jóna Hrönn Bolladóttir skip- ið og áhöfn þess. Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti síðan miðunarstöð að gjöf um borð í Lóðsinn og Slysavarna- deildin Eykyndill afhenti eina milljón til kaupa á búnaði í skipið. Að því loknu var Lóðsinum siglt út á höfnina þar sem gamli Lóðs- inn og hafnsögubáturinn Léttir heilsuðu nýja skipinu með því að þeyta flautur en áhöfn Lóðsins svaraði með því að sprauta yfir þá úr öflugri slökkvibyssu sem stað- sett er á brúarþaki skipsins. Skipið er 147,6 brúttótonn að stærð, 24,5 metra langt og 7,3 metra breitt og djúprista þess er 3,95 metrar. I skipinu eru tvær 1.000 hestafla aðalvélar af Mitsu- bishi-gerð og ganghraði í prufu- keyrslu var 13 sjómílur. Þá eru í skipinu öflug spil og dráttarbún- aður og er togkraftur skipsins ná- lægt 30 tonnum. Lóðsinn, sem er öflugasta dráttarskip landsins, er myndar- legt skip og mjög vel tækjum bú- ið. Skipið er smekklega innréttað og allt handbragð við smíðina er fagmannlegt. Skipalyftan sá um smíðina en auk hennar komu und- irverktakarnir Faxi ehf. og Drangur ehf. að smíði skipsins. SIGURGEIR Ólafsson, fyrrverandi hafnarstjóri í Eyjum, gefur nýja hafnsögu- og dráttarskipinu nafnið Lóðsinn. ÁHÖFN Lóðsins um borð í nýja skipinu. LÓÐSINN, nýtt hafnsögu- og björgunarskip Vestmannaeyjahafnar. Dvalarheim- ilið Höfði á Akranesi 20 ára Akranesi - Þess verður minnst á næstunni að 20 ár eru liðin frá því Dvalarheimilið Höfði á Akranesi hóf starfsemi og í tilefni þessara merku tímamóta gera vistmenn og starfs- fólk á heimilinu sér dagamun með fjölbreyttu afmælishaldi. Það var 2. febrúar 1978 sem heim- ilið var tekið formlega í notkun og veður hátíðarsamkoma af því tilefni laugardaginn 31. janúar nk. Sam- koman er ætluð boðsgestum og þar verður m.a. sett upp sögusýning sem lýsir lífi og starfi í 20 ára sögu heimilisins. Þá verður kynnt útkoma afmælisrits og starfsmenn og vel- unnarar heiðraðir í tilefni dagsins. Ýmislegt annað áhugavert verður þá á dagskrá, m.a. handavinnusýning heimilisfólks og ljósmyndasýning feðganna Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar. Þá verða sýndar á skjá ljósmyndir úr 20 ára sögu heimilisins. Einnig mun úr- klippusafn Höfða liggja frammi. Sunnudaginn 1. febrúar verður dvalarheimilið opið hús og er þess vænst að sem flestir bæjarbúar á Akranesi og íbúar hreppanna sunn- ar Skarðsheiðar sjái sér fært að líta inn og skoða heimilið og sýningam- ar sem í boði eru. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GÓÐ þátttaka var í skákmótinu. GOLFARAR fjölmenntu á golfmótið í Heijólfsdal. Góð þátttaka í gosmótum í Eyjum Vestmannaeyjum - Þess var minnst í Eyjum um helgina að 25 ár eru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Fjölmenn blysför var farin um bæinn á fóstudagskvöld en á laugardag efndi Golfklúbbur Vestmannaeyja til golfmóts og Skákfélagið sá um hraðskákmót. Góð þátttaka var í báðum mótun- um og þó að einhverjum hafi ef- laust þótt það djarft að ákveða golfmót um miðjan janúar, með talsverðum fyrirvara, þá tókst mótið með ágætum enda veð- urguðirnir ekki í neinum vetrar- ham. Skákmótið var haldið í Spari- sjóði Vestmannaeyja. Á mótinu var þess minnst að fimm ár eru frá því Andri Hrólfsson og Helgi Ólafsson luku biðskák sinni frá Skákþingi Vestmannaeyja 1973, en skák þeirra fór í bið 22. janúar 1973 og var ekki kláruð fyrr en tuttugu ár- um seinna. Tuttugu manns tóku þátt í skák- mótinu. Tefldar voru ellefú um- ferðir eftir Monrad-kerfí og sigr- aði Helgi Ólafsson, með 11 vinn- inga. í öðru sæti varð Össur Krist- insson, með 9 vinninga. í þriðja tíl Qórða sæti urðu Andri Hrólfsson og Siguijón Þorkelsson, með 8 vinninga, og í fimmta sætí varð Amar Sigurmundsson, með 7 vinn- inga. Fjórir af þeim fímm kepp- endum sem urðu í efstu sætunum voru allir þátttakendur á Skák- þingi Vestmannaeyja 1973 þegar skák Helga og Andra fór í bið. Einungis Siguijón Þorkelsson var ekki meðal þátttakenda þá. Síðdegis á laugardag var nýtt hafnsögu- og björgunarskip afhent Vestmannaeyjahöfn en síðan var skipið almeningi til sýnis. A sunnudag var messa í Landa- kirlgu og var messan helguð at- burðunum fyrir 25 ámm. Að lok- inni messu var messukaffi í safn- aðarheimilinu þar sem sýndar vom litskyggnur frá eldgosinu. Síðdegis á sunnudag var síðan al- mennur fundur á vegum bæjar- stjómar Vestmannaeyja þar sem staða Vestmannaeyja í nútíð og framtíð var rædd. Um helgina var opnuð í Safn- húsinu í Eyjum sýning á 25 mál- verkum eftir Grím Marinó Stein- dórsson, en hann hefúr gefið Lista- safni Vestmannaeyja verkin í til- efni þess að 25 ár era liðin frá upphafi eldgossins. Þá var ókeypis aðgangur að söfnum bæjarins og íþróttamiðstöðinni og húsnæði Bæjarveitna Vestmannaeyja var til sýnis fyrir almenning. I l 1 t i \ t ! i 1 r i i > i i i í i i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.