Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 19
MORGUNB LAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 19
UR VERINU
Árni Friðriksson er hættur sfldarleit fyrir austah
„Erum búnir að gefa
síldina upp á bátinn“
HAFRANNSOKNASKIPIÐ Arni
Friðriksson hætti sfldarleit úti fyrir
Austfjörðum á sunnudag og hélt þá
áleiðis vestur að Eldey, þangað sem
það var komið í gærkvöld. Par er
ráðgert að skipið verði við leit
næstu einn til tvo daga, en að sögn
Páls Reynissonar leiðangursstjóra
hefur sú sfld, sem þar hefur fundist,
verið of smá til að vera veiðanleg.
Páll sagði í samtali við Verið að
mun minna væri af sfld fyrir austan
en vonir stóðu til miðað við stofn-
mælingar undangenginna ára. „Það
hefur í raun ekkert breyst frá því
fyrir áramót og hefur sú litla sfld,
sem þó hefur fundist, verið bæði
dreifð og staðið djúpt. Þetta er samt
þokkaleg sfld ef hún væri bara veið-
anleg. Menn ná henni ekkert í nót,
en þeir hafa verið að kroppa eitt-
hvað í flottrollið."
Ýmsar skýringar á lofti
Aðeins er búið að veiða um helm-
ing sfldarkvótans, sem á yfirstand-
andi fiskveiðiári er 113 þúsund
tonn. Um ástæður þessa sagði Páll
ómögulegt að segja. „Það er ekkert
sem hægt er að negla niður, en
menn hafa verið að gæla við ýmsar
skýringar. Sjórinn er til dæmis mun
heitari fyrir austan land en yfirleitt
er á þessum árstíma sem gæti ef til
vill haft áhrif á það að sfldin sé
dreifðari og að það beri minna á
henni en endranær. Hins vegar hef-
ur maður heyrt það að sjómenn séu
uggandi um að það sé einfaldlega
svona h'tið af henni, en þá hefur
hreinlega eitthvað komið fyrir
stofninn sem enginn veit um.“
Slattar í troll
Að sögn Páls má fastlega búast
við því að síldarkvótinn verði skor-
inn niður fyrir næsta fiskveiðiár ef
fram heldur sem horfir. Ekki væri
þó tímabært að fara að tala um það
fyrr en að búið væri að skoða mæl-
ingamar og aflasamsetninguna ofan
í kjölinn. Um það bil tíu sfldveiði-
skip hafa verið að fá „slatta“ í troll
við og við það sem af er janúarmán-
uði og þá helst í Héraðsflóadýpinu
og í Hvalbakshallanum, sem er á
milli Berufjarðaráls og Litladýpis.
Ekkert hefur fengist í nót.
„Við erum búnir að gefa sfldina
upp á bátinn, eins og málin líta út
núna. Ef hins vegar eitthvað kemur
upp skyndilega, að vart verði t.d.
meiri sfldar en hingað til á vertíð-
inni, þá yrðu menn væntanlega allir
af vilja gerðir til að skoða það.“ Að
sögn Páls ættu skipin að geta verið
við sfldveiðar eitthvað fram í febrú-
-----------------------
armánuð, en þegar svo langt væri á
vertíðina liðið, væri sfldin venjulega
ekki alveg jafngóð.
Loðnuleit heldur áfram
Engrar loðnu hefur orðið vart á
miðunum það sem af er árinu og
hefur hafrannsóknaskipinu Bjarna
Sæmundssyni, sem í gær var statt
út af Norðfjarðarhorninu, lítið sem
ekkert orðið ágengt við leitina. Von-
ir standa til að loðnugöngumar fari
að láta sjá sig á allra næstu dögum
eða í byrjun febrúar. Bjami Sæ-
mundsson verður áfram við leit út
af suðausturhorninu næstu daga.
Bæði rannsóknaskipin héldu í sfld-
ar- og loðnuleiðangra upp úr ára-
mótunum, en framan af hamlaði
veður leitinni.
SÍLDIN fryst á Fáskrúðsfirði.
Morgunblaðið/Muggur
'. * V
pppp,,
Nýjar reglur
um möskvastærð
RÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út
nýja reglugerð um botn- og flot-
vörpur. I reglugerð þessari er
kveðið á um möskvastærðir í
helstu tegundum varpna og frá-
gang þeirra. Era nokkrar breyt-
ingar gerðar á gildandi reglum en
flestar þeirrar eru aðeins til ein-
földunar og samræmingar.
Veigamesta breytingin felst í því
að lágmarksmöskvastærð í botn-
og flotvörpum verður 135 mm allt
umhverfis landið. Hins vegar verð-
ur óheimilt að nota svonefnda
„pólska klæðningu" á poka norðan
ákveðinnar línu, ef 135 mm riðill er
notaður í poka. Sú lína, sem hér er
miðað við, kemur í stað þeirrar
línu, sem kölluð hefur verið „poka-
línan“ og markað hefur þau svæði
þar sem skylt hefur verið að nota
155 mm riðil í poka. Línan hefur
hins vegar verið færð lítillega til
svo hún falli betur að togveiðiheim-
ildum skipa.
Lækkaðu
ferðakostnað
í viðskiptaferðum til Evrópu
Samvinna Flugleiða og SAS sparar viðskiptafarþegum á leið milli íslands og annarra
Evrópulanda umtalsverðar fjárhæðir. Með því að fljúga á viðskiptafargjaldi SAS og Flugleiða
lækka menn ferðakostnað með því að nýta sér tíðar áætíunarferðir og sveigjanleika í tengslum
við bókanir og breytingar á þeim. Jafnframt hlýst af því umtalsverður óbeinn spamaður að
stytta dvalartíma erlendis og þar með fjarvistir frá vinnustað hér heima.
Nýttu þér ótvíræða kosti þess fyrir þig og fyrirtæki þitt að fljúga á viðskiptafargjaldi
í Evrópu með SAS og Flugleiðum.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða og SAS og hjá ferðaskrifstofunum.
FLUGLEIDIR
J4S
M/S4S