Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLÁÐIÐ
ólíkt sögunni um Palla sem var einn
í heiminum var mannmergðin yfir-
þyrmandi en það var bara enginn
sem skildi okkur! Klukkustundir
liðu, liðstjórinn leitaði árangurs-
laust ráða og það var farið að
rökkva þegar málið fékk farsælan
enda og móttökunefndin mætti
loks, en misskilnings hafði gætt um
komutíma. Það kom vel í ljós með-
an á dvölinni stóð að vestrænir ein-
staklingar voru fátíðir gestir í borg-
inni. Svo fátíðir og öðruvísi að
heimamenn sáu ástæðu til að fylgj-
ast grannt með þessum undarlegu
gestum. Það var kannski ekki
skrýtið, því í okkar ásjónu virtust
heimamenn allii- eins, lágvaxnir,
grannir, svarthærðir með skáeygð
augu og skegglausir. Okkar sveit
var hins vegar skipuð einum ljós-
hærðum, Leifi skeggjuðum og þeim
þriðja breiðvaxnari en almennt
gerðist um heimamenn. Þannig
urðum við vitni að hjólreiðaslysi
þegar tveir hjólreiðamenn hjóluðu
hvor úr sinni áttinni þráðbeint hvor
á annan fyrir framan okkur. Upp-
hófust síðast hin ógurlegust öskur á
hjólreiðagötunni hvor bæri ábyrgð-
ina en innan íslenska hópsins var
líka deilt um hverjum væri um að
kenna, þeim ljóshærða, skeggjaða
eða breiðvaxna!
Ég minnist Leifs með þakklæti,
hann var minnisstæður og
skemmtilegur vinur og veröldin
verður fátæklegri án hans. Að-
standendum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Karl Þorsteins.
Og dagar og nætur koma og b'ða og mitt í
hamfórum vetrarins frjóvgast gjafmilt djúp
tímans nýju sumri og fyrr en varir er það
komið og breiðir úr sér og fer máttugum
gróðrarþyt um höf og lönd.
(William Heinesen)
Ég vil með nokkrum fátækleg-
um orðum minnast vinar míns,
Leifs. Honum á ég mikið að þakka,
margar góðar stundirnar áttum við
saman. Frásagnarlist og lífviðhorf
Leifs voru að mínu mati aðdáunar-
verð og víst er að hann hafði ákaf-
lega gaman af að fara ótroðnar
slóðir, bæði í lífinu og ekki síst á
skákborðinu. Innsæi hans á flest-
um sviðum vakti mikla athygli sem
og skilningur á skákinni. Ungur
vakti Leifur athygli fyrir mikla
skákhæfileika, en hann hafði svo
margt annað fyrir stafni. Tími ís-
lensku skákbyltingarinnar var ekki
hafinn svo að skákiðkun hans varð
minni en efni stóðu til á yngri ár-
um. En Leifur stóð í stafni og hafði
mikil áhrif þegar hún hófst. Vin-
átta hans og sterkustu skákmanna
þjóðarinnar var mikil. Hann fóm-
aði tíma sínum í að ferðast með
stórmeisturum okkar ungum vítt
og breitt um heiminn. Lífsreynsla
hans og skákskilningur sem og af-
staða hans til lífsins gerðu hann að
góðum förunauti. Þar var aldrei
nein lognmolla á ferð, sögur og
brandarar fuku svo hrikti í og svo
hafði Leifur mjög góðan hæfileika
að kynnast fólki. Eg varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að ferðast
töluvert með Leifi og minnisstæð-
ust er Kínaferðin 1985. Það var
yndislegt að setjast í skuggann í
miklum hitum á Kínamúrnum og
ræða málin og hlæja með Leifi í
blóma lífs síns. Eða þegar við lent-
um á flugvelli í Suður-Kína í mikl-
um frumskógi og enginn kom til að
taka á móti okkur. Enginn skildi
neitt í neinu og Leifur fór að segja
Kínverjunum brandara á íslensku.
Svo var sest niður og gerð áætlun
um hversu lengi við yrðum að
ganga til Kaupmannahafnar. - Jú,
við göngum í vestur, drengir, og
hvílum okkur í Síberíu, var við-
kvæðið hjá Leifi. - Við verðum á
Islandi eftir fimm ár! Svo var hleg-
ið að öllu saman og auðvitað leyst-
ist málið eftir nokkra stund.
Skárra væri það nú, heimsmaður-
inn Leifur Jósteinsson leiddi ís-
lensku sendinefndina! Leiðsögu-
mann ágætan kínverskan fengum
við eftir frumskógarævintýrið og
það opnaðist nýr heimur fyrir
þein-i persónu. Hún naut leiðsagn-
ar Leifs og fræðslu um Vesturlönd
og allt það sem Kínverjar fá ekki
að vita um. Svo sagði Leifur með
spekingssvip: Það verður að byrja
með einum Kínverja og fá hann til
að sjá hlutina í öðru ljósi. Munið
söguna um skákborðið og
hveitimolann! Óborganlegar þýð-
ingar hans á því sem við sögðum
verða lengi í minnum hafðar. Ein
þýðing hans á einhverri vitleysunni
sem einn okkar sagði á fjölmennri
samkomu var: Virðulega samkoma
(á ensku) þótt eitthvað allt annað
hefði verið sagt.
Ég mun alltaf minnast Leifs með
miklum söknuði og ég þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast þessum
einstaka manni. Það verður erfið-
ara nú þegar ekki er hægt að leita
leiðsagnar hans eða að sitja saman
kvöldstundir og skoða heiminn með
spekingslegum svip og taka í...
Móður hans og sonum votta ég
innilega samúð mína sem og vinum
og vandamönnum. Gens una sumus.
Sævar Bjarnason.
Kveðja frá Skáksambandi
Islands
A kveðjustundum verður okkur
oft orða vant. Hugurinn geymir svo
margt er leitar fram og tregt verð-
ur tungu að hræra. Svo er okkur
mörgum innanbrjósts í dag er við
kveðjum Leif H. Jósteinsson, öflug-
an liðsmann skákhreyfingarinnar
til margra ára.
Skáklistin átti hug og hjarta
Leifs frá unga aldri. Hann var öfl-
ugur skákmaður og tefldi á fjöl-
mörgum skákmótum hér heima og
erlendis.
Leifur tók virkan þátt í félags-
starfi skákhreyfingarinnar og sat
m.a. í stjóm Skáksambands fslands
um árabil. Ég hafði kannast við
Leif í allmörg ár þegar mjög
ánægjulegt samstarf okkar hófst
árið 1984. Hann var þá mótsstjóri
og skipuleggjandi glæsilegs alþjóð-
legs skákmóts er nefndist I. Alþjóð-
lega skákmót Búnaðarbanka Is-
lands. Þetta var í fyrsta sinn sem
stofnun eða fyrirtæki hélt alþjóð-
legt skákmót á íslandi. Fram-
kvæmd öll var til fyrirmyndar og
átti Leifur þar drjúgan hlut að
máli. Samstarf okkar hélt áfram í
stjóm Skáksambands íslands. Þar
sá Leifur um fjámálin og hélt jafn-
an vel á málum. Hann var jafnan
tillögu- og úrræðagóður í erfiðum
málum og lét til sín taka í snörpum
umræðum enda ákveðinn og lá ekk-
ert á skoðunum sínum þegar mikið
var í húfi. Stuðningur hans og
kraftur var Skáksambandinu mikils
virði á þessum uppgangsárum
hreyfingarinnai- á níunda áratugn-
um.
Skáksamband íslands naut síð-
ast krafta Leifs er hann sat í móts-
stjóm afmælismóts Friðriks Ólafs-
sonar árið 1995. I nafni Skáksam-
bands íslands hef ég verið beðinn
að flytja kveðjur og þakkir fyrir
vasklega framgöngu hans í þágu
skákhreyfingarinnar um árabil.
Guð blessi minningu Leifs H. Jó-
steinssonar og veiti ástvinum hans
öllum huggun og styrk um ókomin
ár.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Kveðja frá Félagi
útibússtjóra BÍ
í dag kveðjum við félaga okkar
og vin, Leif Jósteinsson. Leifur háði
hetjulega baráttu við erfiðan sjúk-
dóm, en það er eins og í skákinni,
sem Leifur tefldi af mikilli leikni að
þegar maður er búinn að tapa síð-
asta manninum þá verður maður að
lokum að játa sig sigraðan.
Við útibússtjórar í Búnaðar-
bankanum þökkum Leifi fyrir sam-
fylgdina og í huga okkar stendur
minningin um sannan mann og
traustan.
Aðstandendum Leifs sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Yngvi Ó. Guðmundsson.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 41_ _
MINNINGAR
+ Maguús Einarsson
fæddist í Hvammi
í Vestmannaeyjum 30.
nóvember 1925. Hann
lést á Richmond
Memorial Sjúkrahús-
inu í Richmond, Virg-
iniu, Bandaríkjunum,
13. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Marfa Vilborg
Vilhjálmsdóttir, f. 26.
júní 1897 íKnútsborg,
Seltjarnarnesi, d. 18.
feb. 1974 í Reykjavík,
og Einar Magnússon,
trésmíða- og járn-
smíðameistari, f. 31. júlí 1892 að
Hvammi, Vestur-Eyjafjallahreppi,
d. 25. ágúst 1932. Systkini Magn-
úsar eru Sigríður M. Einarsdóttir,
f. 20. janúar 1923, búsett í Reykja-
vík, Björg Einarsdóttir Péturs-
son, f. 16. apríl, 1924, búsett í
Bandaríkjunum, Þuríður Einars-
dóttir Ólafson, f. 9. október 1927,
d. 12. maí. 1962, Villa María Ein-
arsdóttir, f. 12. desember 1928,
búsett í Reykjavík, og Einar Ein-
arsson, f. 2. september 1930, bú-
settur í Reykjavík.
Magnús kvæntist 26. maí 1960
Magnús Einarsson, móðurbróðir
minn, var það skyldmenni mitt sem
ég þekkti og umgekkst mest þegar
ég var að alast upp. Fjölskylda mín
fluttist til Bandaríkjanna þegar ég
var fimm ára gömul en Maggi kom
liðlega ári seinna. Hann settist að í
Virginíu-fylki en við vorum í Mary-
land, næsta fylki fyrir norðan.
Fyrstu árin, þegar vegakerfið var
ekki eins þróað og það er i dag var
um fimm tíma akstur milli heimila
okkar en Maggi kom oft í heimsókn
til okkar og við til hans. Maggi
kynntist tilvonandi eiginkonu sinni
Heidi í Richmond þar sem þau
leigðu bæði herbergi á gistiheimili
sem eldri kona rak á æskuheimili
sínu. Þetta var geysistórt nítjándu
aldar hús í fínu hverfi í Richmond.
Maggi kom með Heidi í heimsókn
til okkar nokkrum sinnum áður en
þau giftust og þegar undirbúningur
brúðkaupsins stóð sem hæst. Þau
giftu sig í kaþólskri kirkju í
Richmond en veislan var haldin á
þessu fallega suðurríkjaheimili þar
sem þau kynntust. Þetta var ævin-
týri líkast fyrir níu ára telpu að
verða vitni að þessum atburði, brúð-
arkjóllinn minnti á suðurríkin fyrir
þrælastríð, fallegt, hlýtt maíveður,
ung og hamingjusöm brúðhjón sem
óku í burtu þegar búið var að henda
brúðarvendinum inn í hóp gestanna.
Brúðkaupsferðinni var heitið till
Sviss og íslands. Þegar heim var
komið var efnt til skuggamyndasýn-
ingar. Maggi var listamaður í sér,
teiknaði og málaði talsvert á yngri
árum. Listamannsaugað leyndi sér
ekki í ljósmyndum hans, ég sé þær
enn ljóslifandi fyrir mér þótt ég hafi
ekki séð þær síðan 1960.
Arið 1961 eignuðust þau soninn
Victor, þau hófust handa við að
byggja sér heimili í hverfi sem var
þá rétt að mótast við stöðuvatn í ná-
grenni Richmond. Þangað fluttu
þau 1962 og skömmu seinna fæddist
dóttirin Monica. Afram voru tíðar
ferðir á milli heimila okkar. Oft var
farið að sumri til og dvalið í nokkra
daga, það var nefnilega smáströnd
við vatnið og sundaðstaða fyrir íbúa
og gesti. Alltaf var tekið rausnar-
lega á móti okkur svo og öðrum
gestum. Okkur systkinunum þótti
alltaf gaman að heimsækja Magga
og Heidi.
í janúar 1966 þegar Maggi, Heidi
og börnin voru á leið til Maryland í
viðskiptaerindum og óvænta heim-
sókn til okkar varð hörmulegt slys
þar sem Heidi lést samstundis og
Maggi og Victor slösuðust lífshættu-
lega. María, móðir Magga og amma
mín, kom frá Islandi til að taka við
heimilinu og hjálpa til við uppeldið á
börnunum. Aldrei talaði Maggi um
slysið og aldrei kvartaði hann um
hlutskipti sitt í lífinu. Hann sinnti
Heidi Schnieper, f. 17.
aprfl 1935 nálægt
Lucem f Sviss. Heidi
lést í bflslysi 15. janú-
ar 1966. Þau bjuggu
fyrst um sinn í
Richmond, Virginiu,
en fluttu 1962 í snot-
urt einbýlishús sem
þau reistu í nýju
hverfi talsvert sunnan
við Richmond, í New
Kent sýslu. Þar bjó
Magnús alla tíð.
Magnús og Heidi
eignuðust tvö börn,
þau eru 1) Victor Gísli
Einarsson, f. 1. maí 1961, kvæntur
Bonny Walker Einarsson, þeirra
synir em Zackary Tomas Einars-
son, f. 13. október 1987, og Scott
Magnus Einarsson, f. 23. maí
1989. 2) Monica Katherine Einars-
son Buesser, f. 15. ágúst 1962, gift
Gary R. Buesser, þeirra börn eru
Eric Gary Buesser, f. 4. október
1989, d. 4. janúar, 1990,
Christopher James Buesser, f. 23.
febrúar 1991, og Kimberly Nicole
Buesser, f. 20. nóvember 1992.
Magnús var jarðsettur í
Richmond 17. janúar síðastliðinn.
heimilinu, bömunum og móður sinni
alveg sérstakklega vel. Aldrei fór
hann út að skemmta sig eða hitta
vini, heimilið, bömin og vinnuna tók
hann fram yfir allt. Ekki féllu niður
heimsókninar milli heimila okkar og
kærleikur systkinanna Magga og
móður minnar, Bjargar, alltaf mikill.
Maggi hringdi iðulega um helgar til
móður minnar, ekki síst eftir að
amma var farin heim til íslands þar
sem hún lést 1974.
Maggi hélt alla tíð myndarlegt
heimili fyrir sig og bömin sín. Hann
tók jafn rausnarlega á móti gestum
eftir að hann missti konu sína eins
og þau höfðu gert saman. Hann út-
bjó góðan hollan mat og átti það
jafnvel til að baka brauð og kökur.
Hann var afar stoltur af bömum
sínum og var það ekki að ástæðu-
lausu. Victor er sérlega handlaginn
smiður og rekur stórt og myndar-
legt fyrirtæki sem sérhæfir sig í
smíði á sérhönnuðum stigum. Mon-
ica útskrifaðist frá William and
Mary háskólanum í Virginíu með
BS-gráðu í líffræði.
Eins og áður sagði var vinnan
stór þáttur í lífi Magga. Hann var
lærður vélsmiður og starfaði sem
slíkur hjá nokkmm fyrirtækjum,
m.a. Caterpillar, Virginia Tractor
Co. og seinustu u.þ.b. tuttugu ár
vann hann sem verkstjóri hjá AMF
og AMF Bakery Equipment. Þótt
hann væri hættur störfum fyrir ald-
urssakir var stöðugt leitað til hans til
að koma tímabundið aftm’ í vinnu og
leysa vandamál sem upp komu. í lok
ágúst var seinast leitað til hans og þá
vann hann 60 stunda vinnuviku.
Hann var mjög hreykinn af því
hversu fyrirtækið mat störf hans vel.
I lok september varð aftur slys,
Maggi datt heima hjá sér og háls-
brotnaði. Hann lamaðist frá hálsi og
átti aldrei afturkvæmt af sjúkrahús-
inu þar sem hann andaðist.
Steinunn Jóhanna
Ásgeirsdóttir.
Mágur minn Magnús Einarsson
lést á sjúkrahúsinu Richmound
Memorial í Virginíu, Bandaríkjun-
um, þar hafði hann dvalið síðan í
september.
Magnús átti sín fyrstu ár í Vest-
mannaeyjum í glöðum systkinahópi,
á fjölmennu menningarheimili þar
sem umsvif og gestagangur var
mikill. En skyndilega knúði sorgin
dyra og lífsbaráttan harðnaði er
faðir hans aðeins 40 ára var hrifinn
brott, er hann lést af slysförum 25.
ágúst 1932. Öll voru systkinin sex
innan við fermingu er faðir þeirra
féll frá. Með fádæma dugnaði, harð-
fylgi og styrk barnanna lánaðist
Maríu móður hans að halda saman
heimilinu og tvístra ekki bama-
hópnum. Hún bjó fyrst nokkur ár í
Vestmannaeyjum, en flutti árið
1938 tO Reykjavíkur, þar sem þau
bjuggu fyrst í Skálavík, Seltjamar-
nesi síðan að Holtsgötu 25 og Máva-
hlíð 8. Magnús fór því fljótt að*
stunda vinnu, standa á eigin fótum,
treysta á sjálfan sig og bera ábyrgð
á því sem hann var að gera. Hann
lærði vélvirkjun hjá Sveinbimi
Pálssyni vélsmíðameistara, sem rak
vélaverkstæði á Hrísateigi i
Reykjavík. Þar vann hann við vél-
smíðar og húsaflutninga. Síðar vann
hann við vinnuvélar og verkstjórn á
Keflavíkurflugvelli. Á þessum árum
eignaðist hann bíl, sem var þá ekki
allra eign. Árin 1954 og 1955 sendi
íslenska ríkisstjórnin 60 pilta í
nokkmm hópum á vinnuvéla- og^
verkstjóranámskeið til Bandaríkj-
anna. Meðal annars í skóla á vegum
framleiðanda Caterpillar vinnuvéla.
Var Magnús einn af þeim útvöldu.
Ferð þessi átti eftir að vera áhrifa-
valdur í lífi hans, þar sem meðan
hann var þar og eftir að hann kom
heim, fékk hann góð atvinnutilboð
frá þeim, sem hann tók, eftir að
hafa unnið umsaminn tíma hér á ís-
landi eftir námsferðina. Hann flutt-
ist til Richmound í Virginíu 1957,
þar kynntist hann ástinni sinni,
elskulegri og vel gefinni konu, Heidi
Schneiper frá Sviss. Þau giftu sig
26. maí 1960. Námu land inni í skóg-
inum við stöðuvatnið Lakeshore,
Virginíu. Með samheldni og dugnaðk
byggðu þau sér þar myndarlegt
hús. Þar eignuðust þau óskabömin
sín, Victor Gísla 1961 og Monicu
Katherine 1962. En þau fengu alltof
stuttan tíma að njóta þess að vera
saman. Aftur verður hann fyrir
sárri reynslu og sorg. Er 15. janúar
1966 missir hann elskulega konu
sína Heidi í bflslysi og hann og
bömin slösuðust. María móðir hans
fór þá til hans, þar sem hún annað-
ist heimilið og ól upp bömin með
honum, meðan hennar kraftar ent- ^
ust eða til haustsins 1973 er húh '
kemur heim til íslands. Bjó hann þá
áfram með bömum sínum, þar til
þau stofnuðu sín heimili. Og síðan
einn. Öll náðu þau blessunarlega
fullri heilsu, eftir slysið og em þau
bæði tvö bömin hans, Victor og
Monica, glæsileg, vel menntuð og
hafa komið sér vel. Þau vom alin
upp í þvi að standa sig og það gera
þau svo sannarlega, eiga góða maka
og efnileg böm. Óll vora þau gleði
hans og stolt. Magnús var práður
og snyrtilegur maður, hörkudugleg-
ur, hjálpsamur og óeigingjarn.
Hann gegndi alltaf ábyrgðarstöð-
um, var eftirsóttur í vinnu, meira að
segja svo að eftir að hann hætti
störfum fyrir aldurssakir var hann"**
iðulega beðinn að koma til vinnu á
álagstímum. Hann var víðlesinn og
fróður. Nutum við Einar gestristni
hans og góðvildar, þegar við heim-
sóttum hann á heimili hans í Lakes-
hore, sem var eins og ævintýra-
heimur með himinháum trjám allt
um kring, stöðuvatninu og öllum
blómstrandi runnunum, sem hann
hafði gróðursett. Hann dvaldi alltaf
á heimili okkar Einars þegar hann
kom til íslands. Var eins og hugur
manns, hjálpaði alltaf til við hús-
verlrin, var ræðinn og skemmtileg-
ur. Nú síðast í sumar bauð dóttir
hans, Monica, og hennar maður,
Gary, honum til Islands. Vom þau
með okkur í hálfan mánuð. Þá heirri^
sóttu þau systkini hans, frændfólk
og vini. Frændumir Einar og Páll
fóru með þau í ógleymanlega ferð
um landið. Og afkomendur Maríu
og Einars og þeirra fjölskyldur
héldu ættarmót, þar sem allir
mættu, sem mögulega gátu komið
því við. Áttum við þar saman yndis-
legan dag. Við fórum líka til Vest-
mannaeyja, við Einar, Monica og
börnin hennar og Magnús. Þar átt-
um við saman alveg einstakan dag.
Ég fann hve hann naut þess og hve
sterk tengsl og marga minningu-*-
hann átti frá Vestmannaeyjum.
Hann fékk virðulega útför í Virginíu
16. janúar, þar var hann lagður til
hinstu hvflu í sama garði og Heidi.
Að leiðarlokum þakka ég mági mín-
um samfylgdina og bið börnum
hans og nánustu skyldmennum og
fjölskyldum þeirra allrar blessunar.
Margrét Sigurðardóttir. t
MAGNUS
EINARSSON