Morgunblaðið - 27.01.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 27.01.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 4^ GYÐA VALDIMARSDÓTTIR Gyða Valdi- marsdóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1922. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elísabet Jóns- dóttir og Valdimar Þorvaldsson. Systk- ini Gyðu eru Karl Kristinn, f. 1918, Engilbert Ragnar, f. 1919, Junius Hall- dór, f. 1920, látinn 1987, Valdís María, f. 1924, og Sólveig Steina, f. 1925. Gyða giftíst Jóni Vilberg Guðjónssyni 1. apríl 1944, þau skildu 1977. Börn þeirra: 1) Elísabet, framkvæmdastjóri, ekkja Theodórs A Jónssonar, böm: óskírð dóttír, f. 5.9. 1958, d. 6.9. 1958; Bjarni, sambýlis- kona Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, bara: Arna; Kristín, sambýlismaður Da- víð Bergmann Da- víðsson, bara: Darri Bergmann. 2) Guð- jón. framkvæmda- stjóri, kvæntur Sig- rúnu Ástu Bjarna- dóttur, börn: Jón Vilberg, kvæntur Margrétí Sigurðar- dóttur; Sigrún; Gyða. 3) Hafdís, deildarsljóri, gift Björgúlfi Andrés- syni, barn: Gyða Margrét Péturs- dóttir, sambýlismaður Gísli Þrá- insson. Gyða starfaði lengst af við fatahreinsun. Hún var félagi í Sinawik og Sam-frímúrararegl- unni. Gyða verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Með þessum sálmi vil ég kveðja kæra systur sem reyndist mér og bömum mínum svo vel alla tíð. Góði Jesús, læknir lýða, líkna mér, sem flý tfl þín, þjáning ber ég þunga’ og stríða, þreytt er líf og sálin mín. Sjá, mitt tekur þol að þverra, þú mér hjálpa, góði Herra, mín svo dvíni meinin vönd, milda þína rétt mér hönd. Sjá, hve langvinn þraut mig þjakar þymavegi bröttum á, heyr, mín örmædd öndin kvakar upp til þín, sér hjálp að fá. Syndabönd af sekum leystu, sjúkan lækna, fallinn reistu, leið mig heilan lífs á stig, Ijúfi Jesús, bænheyr mig. Sendu mínu særðu hjarta sannan frið í lifi’ og deyð, lát þitt náðarljósið bjarta lýsa mér á hættri leið Lát þitt ok mér indæit vera, auk mér krafta það að bera, unz ég fæ þitt auglit sjá og þér sjálfúm vera hjá. (Brandur Ögmundsson.) Guð blessi minningu þína. Valdís Valdimarsdóttír. Fallin er frá kær frænka okkar eftir erfið veikindi undanfarna mánuði. Okkur þótti Gyða ávallt glæsileg og myndarleg kona. Það var alltaf gott að vera í návist hennar því hún var svo róleg og yfir- veguð. Við minnumst ferðanna þegar hún og maður hennar buðu okkur systkinunum og mömmu með sér næturlangt í hjólhýsið á Laugar- vatni. Þessar ferðii’ voru hið mesta ævintýri og í minningunni var alltaf sól og blíða í þá daga. Ekki voru síður höfðinglegar mót- tökur á heimili þeirra á Blómvöllum við Nesveg og síðar á Unnarbraut- inni. Á Blómvöllum var svo skemmti- legt að vera, þá var byggðin ekki eins þétt og í dag. Þar var hægt að leika sér tímunum saman úti við í viðátt- unni. Innandyra voru ýmis skúma- skot sem okkur krökkunum þótti gaman að láta okkur hverfa í. Á Unnarbrautina vai’ líka gott að koma og þau voru ófá matar- og kaffiboðin sem við þáðum og alltaf átti Gyða eitthvað spennandi í búr- inu. Gyða vai’ snillingur í matargerð og ávallt var borið á borð eins og um höfðingja væri að ræða. Á tímamótum í lífi okkar var Gyða ávallt nálæg og gott var að finna hlýtt faðmlag hennar. Við og fjölskyldur okkar munum minnast hennai- með hlýju og sökn- uði. Guð geymi elsku frænku okkar. Jónfna og María. Elsku amma, núna hefur þú fengið frið frá veikindum þínum sem staðið hafa í rúma þrjá mánuði og um koll- inn á mér fljúga skemmtilegar minningar. Sérstaklega tímabilið frá því ég var átta til fimmtán ára, en þá voru þær ófáar helgarnar sem ég, systir mín og Gyða Margrét frænka og vinkona gistum hjá þér. Þetta voru mjög sérstakar helgar, við áttum þig alla og vorum án efa litlu prinsessurnar þínar. Þessar helgar voru vel nýttar, það var farið í dagsferðir upp í Heiðmörk, til Hveragerðis að kaupa ís, rúntað um og falleg hús skoðuð, svo eitthvað sé nefnt. Þú áttir glæsilegt safn af kjólum með öllu tilheyrandi og við frænkurnar höfðum einstaklega gaman af því að klæða okkur upp eins og kvikmyndastjörnur. Við máttum róta í öllu og gera allt, og ég er viss um að þú hefur varla ver- ið búin að taka til eftir okkur þegar við komum aftur í helgargistingu til að máta kjólana á ný. Þú fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu, og fórst með okkur á allar nýjustu og bestu myndirnar eins og Blue Lagoon, Grease og Footloose. Og að sjálf- sögðu keyptirðu líka plötumar úr myndunum til að við gætum verið gellur eins og Sandy í Grease og sungið öll lögin með svakalegri inn- lifun. Þú varst alveg einstaklega snyrti- leg og allt í kringum þig var í röð og reglu. Það var sama hvaða skúffu maður opnaði, meira að segja hanskahólfið í bílnum þínum var í röð og reglu þó svo að það væri svo fullt að ekki var hægt að bæta neinu íþað. Elsku ammma, ég kveð þig núna en um leið finn ég mjög sérstakan stað í hjarta mínu fyrir þig þar sem minning þín verður geymd. Gyða Guðjónsdóttir. Á fógrum vordegi fyrir hartnær 8 árum opna ég fyrir ungum manni sem segist heita Bjami Sigurðsson og vera boðinn í stúdentsveislu dóttur minnar. Ég hef ekki hitt C\av*3s k' om v/ T“ossvo0sl<i»*kjM9a»*ð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Svenir Oisen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. hann áður, en veit að hann er dótt- ursonur Gyðu á Blómvöllum, en þannig var ég vön að hugsa til henn- ar þótt ekki ætti hún lengur heima þar. Gyðu hafði ég kannast við lengi og hitt nokkmm sinnum, enda fjöl- skyldm- okkar tengdar. Síðan hefur líf okkar verið samofið og kynni okkar verið góð og vaxandi því unga fólkið okkar hóf fljótlega búskap og enn frekar eftir að hún stofnaði heimili með þeim íyrir rúmlega tveimur ámm. Gyða var glæsileg kona og höfð- ingleg, stórmyndarleg í höndunum og vann allt vel sem hún tók að sér. Við gátum talað um margt og leið vel saman. Ekki gekk ég þess dulin að margt hafði hún reynt á langri ævi og heilsan farin að bila, en ekki kvartaði hún eða barmaði sér. Ég held við höfum oft skilið hvor aðra án orða. Það var mikil tilhlökkun og gleði þegar Ingibjörg dóttir min og Bjarni eignuðust dóttur 13. ágúst sl. Hún var lítil og falleg og allt snerist um hana og amma og langamma vom ósköp hrifnar af henni. En í líf- inu skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði og enginn veit hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Hinn 1. október sl. varð Gyða fyrir miklu áfalli, fékk blóðtappa í höfuðið og lamaðist hægra megin og missti málið. Um tíma stóðu vonir til að úr rættist en hjartað var veikt og fleira farið að gefa sig í líkama og sál. Með ótrúlegum viljastyrk tókst Gyðu að dvelja í nokkra klukkutíma á aðfangadagskvöld heima. En ekki leyfði heilsa né þrek að hún kæmist í skírn Önnu litlu þann 28. des. sl. þótt lengi stæðu vonir til. Gyða var rúmliggjandi á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þar sem henni var hjúkrað eftir megni þar til yfir lauk 15. janú- ar. Gyða varð 75 ára 31. okt. sl. Kæra Gyða, ég þakka fyrir samver- una sem ég hafði vænst að yrði miklu lengri. Ég þakka allt sem þú gerðir fyrir dóttur mína og Bjarna. Hvíl þú í friði. Öllum aðstandendum votta ég innilega samhug minn. Gunnlaug. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur L A N u Simi 562 0200 nrixxTiTilxiJ H H H H H H H H H H + Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 23. janúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. janúar. Erna Jóhannsdóttir, Jón Sævin Pétursson, Þorsteinn Smári Þorsteinsson, Gunnar Laxfoss Þorsteinsson, Guðrún B. Árnadóttir, Dalrós Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gústaf Pétur Jónsson, Hallgrfmur Agnar Jónsson, Snorri Sturluson, Svanhvít H. Sigurðardóttir. 4- T Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÓLAFSSON, Hvassaleiti 22, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. janúar sl. ,, |. Sigrún Þorleifsdóttir, Edda Hansen Jónsdóttir, Dagný Jónsdóttir. T* Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir, systir og dóttir, NANNA GUÐRÚN HENRIKSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Magnússon, Jóhanna V. Gísladóttir, Þórður V. Gíslason, Sigríður Halldórsdóttir, Magnús Halldórsson, Þórður Ág. Henriksson, Ragnar J. Henriksson, Gyða Þórðardóttir. G*" + Móðir mín, amma og systir, SÍMONÍA SIGURBERGSDÓTTIR, Hrafnistu f Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 25. janúar. Halldór Ásgeirsson, Jón Einar Halldórsson, Ásgeir Símon Halldórsson, Jónfna S. Sigurbergsdóttir. 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti. Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 A TILBOÐI RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.