Morgunblaðið - 27.01.1998, Page 50

Morgunblaðið - 27.01.1998, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir ívÁ, þAE> tók ekk/\ ( LANGAN TÍMA j Ljóska Ferdinand Smáfólk Þetta er erfitt próf... Þetta er ekki próf, herra . . . þau Of seint . . . ég er þegar búin að vilja bara vita hvenær þú ert fædd skrifa 1492! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Blöndalsbaga Frá Halldóri Ó. Egilssyni og Kolbeini Stefánssyni: HEFÐ er fyrir því ómunalöng hér- lendis að varpað sé fram vísum eða bögum við hin margvislegustu tæki- færi. Það hefur viljað loða við, að þeir, sem gáfa sú hlotnast að geta skikkanlega skammlaust klambrað saman orðum í kviðling, geti á hveij- um tíma gert tilkall til einhverrar andlegrar upphefðar í krafti orðfimi sinnar, aukinheldur sem vísnamenn þessir hafa oft þótt skemmtimenn hinir bestu. Hæstvirtur samgöngu- ráðherra, Halldór Blöndal hefur um sína tíð haft lag á að skjóta fram stöku vísum eða bögum og myndi í krafti þeirrar viðleitni sinnar prýði- lega falla í flokk skemmtimanna svo- kallaðra. Okkur vitanlega hefur hæstvirtur samgönguráðherra aldrei plástrað nokkur þau orð saman í bundið mál að markverður kveðskap- ur geti talist. Hins vegar hefur þjóðin mátt sannreyna það undanfarið miss- eri, að Halldór Blöndal er skemmti- maður hinn ágætasti, þótt jafnframt geri hann lýðum átakanlega ljóst að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Embættisfærslur ráðherra sam- göngu- og fjarskiptamála hafa í sannleika sagt verið nokkuð tvíbent- ar, svo að ekki sé nú fastar að orði kveðið. A einn veg hafa menn gant- ast með embættisleg axarsköft og opinberan bögubósahátt ráðherrans, hent gaman að eigi endasleppum klaufahætti hans. Á annan veg hefur fólki orðið ljós sú grafalvarlega stað- reynd, að hafi Halldór Blöndal ein- hvem tímann átt erindi I ríkisstjórn, þá hlýtur þeim erindrekstri nú að teljast lokið og mál til þess komið að smala saman pjönkum sínum og tygja sig. Tygja sig hvert fáum við þó ekki gjörla séð. I fljótu bragði er erfitt að koma auga á fýsilegan hýsil ráðherranum til handa. Það er stundum á orði haft að verk manna tali sínu máli og ætti hæst- virtur ráðherra samgöngu- og fjar- skiptamála að vera þar undir sömu sök seldur og aðrir dauðlegir menn. Klúðrið í kringum gjaldskrárhækk- un Pósts og síma fyrrverandi, Flug- ráðsmálið, samhengisleysið við alla málaafgreiðslu þingmannafararinnar frægu, afglöp ráðherra í sainbandi við útboð, eða ekki útboð á flugi til Raufarhafnar, orðhengilsháttur og misminni, allt þetta stuðlar að því, að kippa fótum heldur hastarlega und- an trúverðugleika ráðherrans og þeirri fullvissu, sem flestir vilja þó hafa, að hann valdi nú starfi sínu. En, hæstvirtur ráðherra sam- göngu- og fjarskiptamála spyrnir fótum fast við stokkinn og myndast við að tjasla upp á innihaldsrýra bögu sína. Og víst er kveðskapur sá forvitnilegur í boðskapsburði sínum. í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins eigi alls fyrir löngu lét þessi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, flokks einka- framtaks og markaðshyggju (sú til- vísan er orðin ambaga) þau orð falla, að hann teldi ástæðulaust að láta bjóða út flug til Raufai'haf'nar, þrátt fyrir pappírspjáturstilskipun EES- samningsins um gagnstæða tilhögun. Væri það kalt, og eflaust ígrundað mat ráðherra, að slík ráðstöfun yrði einungis til þess að „etja saman“ flugfélögunum tveimur, Islandsflugi og Flugfélagi Islands. Nú hlýtur það að teljast til nokk- urra tíðinda að ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, þessa flokks einkafram- taks og markaðshyggju, geri sig ber- an að því að opna gáttir skilnings- leysis síns á heilbrigðri virkni mark- aðsbúskapar og lögmála þeirra, sem að baki liggja. Ef til vill er þetta þó ekkert fréttnæmt, ráðherrann sver sig einungis tryggilega í ætt við klafapólitík Sjálfstæðisflokksins, sem þó of mörgum virðist hulin. Okkur þykir sem tími sé til þess kominn að Halldór Blöndal láti af því að klastra saman bögum sínum í myndhverfðum pólitískum skilningi, því frá honum kemur nú hrákasmíð ein. Ráðherra ætti að hafa það hug- fast, að það eru jafnan bögubósar, sem rjátla saman pólitískum kvið- lingum á þann hátt sem hann hefur viðhaft í seinustu tíð. HALLDÓR Ö. EGILSSON, KOLBEINN STEFÁNSSON, félagar í FUJ, Reylqavík. Ruglið í DV- ritstjóranum Frá Sveini Bjömssyni: í LAUGARDAGSBLAÐI DV 17. jan. spinnur Jónas Kristjánsson rit- stjóri leiðara í kjaftasögustíl af því tilefni, að Guðrún Pétursdóttir hef- ur ákveðið að setjast í 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Vangaveltur ritstjórans um, að einhver í átta efstu sætum listans verði fenginn til að „veikjast" svo að Guðrún komist í það áttunda, lýsa vel ruglinu í ritstjóranum. Leiðarinn, sem ber yfirskriftina „Innsetning í hversdagslegt sæti“, ber þess vissulega merki. Fyrir þá, sem starfað hafa í borgarstjómar- flokki Sjálfstæðisflokksins, fer ekki á milli mála, að ritstjóri þessa „frjálsa, óháða dagblaðs" hefur ekki hugmynd um, hvemig þessi flokkur starfar að borgarmálum. Engu að síður talar hann eins og sá, sem allt veit. Sem fyrrverandi varaborgarfull- trúi get ég upplýst ritstjórann um, að áhrif fulltrúanna á störf og stefnu flokksins era þau sömu, hvort heldur menn teljast aðal- eða varafulltrúar. Til dæmis um þetta gegndi ég formennsku bæði í stjórn veitustofnana og stjóm SVR 1974- 78, þrátt fyrir, að ég væri í „hversdagslegu sæti“. í ítarlegu viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur í DV eftir að fyrir lá, að hún ákvað að velja þann kost að skipa 9. sæti D-listans, svarar hún skorinort og af hreinskilni eins og hún á vanda til spurningum blaða- mannsins um aðdraganda þess. Rit- stjórinn hefði þurft að lesa þetta viðtal, áður en hann tók sér penna í hönd að þessu sinni. Sennilega er til of mikils mælzt af honum, að hann biðji Guðrúnu afsökunar á ruglinu. SVEINN BJÖRNSSON, verkfræðingur. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.