Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn SPESSI í gegnum linsu og augu Kristins Ingvarssonar. Úr myndaalbúmi Ijósmyndarans „Myndlist er eins og vísindiu SPESSI fór til Hollands í listaskóla og lærði ljósmyndun í eitt ár. Hann vann sem Ijósmyndari á Pressunni í tvö ár og var í lausa- mennsku áður en hann kláraði námið í AKI Enshcede í Hollandi. „Ég tek svolítið af auglýsingum og plötuumslögum. Svo er ég mikið að vinna að eigin verkum. Ég er til dæmis að vinna að sýningu núna þar sem ég ætla að klára hetju- myndirnar sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum. f fyrra skiptið tók ég hetjumyndir af karlmönnum en núna er ég að taka myndir af kon- um sem eru heljur," segir Spessi sem er einnig að vinna verk á sam- sýningu Nýlistasafnsins og bók sem kemur út á næsta ári og heitir Bensin. Samhliða bókinni verður haldin sýning en myndefnið eru bensínstöðvar á Islandi. „Ég held að ég leiti svolítið að einfaldleikanum og reyni að leysa öll verk á mjög einfaldan hátt. Kannski er það af því ég er svo lat- ur og reyni að sleppa auðveldlega frá hlutunum," segir Spessi glott- andi eu leggur áherslu á að honum finnist venjulegir hlutir áhuga- verðastir. Máli sínu til stuðnings nefnir hann bensínstöðvar sem hann segir allar vera eins en samt ekki. Hann segist gera mikið af því að mynda seríur og að stakar myndir af viðfangsefninu séu sjaldgæfar. „Ég held að myndlist sé eins og vísindi. Hún þróast og mér finnst gaman að leita að nýjum Ieiðum og gera eitthvað sem bætir við lista- söguna, einhverjar uppgötvanir. Mér finnst ég alltaf vera að upp- götva hvernig er hægt að nálgast viðfangsefnin og geri tilraunir með það,“ segir Spessi um ein- kenni og hugmyndafræði sína sem Ijósmyndara. „YOKO Ono kom til íslands árið 1991 og hélt sýningu á Kjarvalsstöðum en þá var ég að vinna á Pressunni og nýlega farinn að vinna sem ljósmyndari. Það var svolítið mikið mál að taka mynd af svona frægri manneskju og ég vildi gera það vel. Ég tók með mér Ijós og annan aukabúnað en það klikkaði allt sem gat klikkað. Snúrurnar virkuðu ekki og það var röð af blaðamönn- um og Ijósmyndurum sem biðu eftir því að komast að Yoko. Þetta fór þó vel að lokum og ég er mjög ánægður með útkomuna. Yoko stendur uppi við verk eftir sjálfa sig sem var á sýningunni á Kjarvalsstöðum." „MYNDIN af Degi Sigurðarsyni var tekin á Bíóbarnum, minnir mig, fyrir nokkrum árum vegna viðtals í Pressunni. Mér fannst þetta lýsandi umhverfi og aðstæður fyrir hann.“ Morgunblaðið/Spessi I MYNDIN af Ólafi Halldórssyni ísfirð- ingi tilheyrir einnig hetjumyndum Spessa. „Hann var svo stór, breiður og sterkur. Ég þekki hann ekki neitt en ég held að þetta sé góður karl. Hann er hluti af æskuminningunum að vestan." „ED er Hollendingur og ég kynntist hon- um þegar ég var úti. Hann er ríkur karl og einn daginn keyrði hann mig í skólann á flottum „Thunderbird“ og við vöktum mikla athygli þegar við gengum saman í gegnum skólann. Þetta var skemmtileg stund og hann er flottur karl.“ „ÞESSI mynd er frá því ég var í Hollandi. Ég sat fyrir utan skólann í góðu veðri þegar ég sá mann koma gangandi og datt allt í einu í hug að gaman væri að mynda hann. Ég spurði hvort ég mætti mynda hann og við fórum inn í stúdíó, ég tók myndina og síðan hef ég aldrei séð manninn aft- ur. Ég veit ekki hvað hann heitir eða neitt.“ „ÞESSI mynd er tekin úr seríu sem heitir Hetjur og var sýning sem ég hélt á ísafirði. Eg er uppalinn á Isafirði og Ásgeir Ólafsson bjó um tíma i sama húsi og ég. Hann var sjómaður og mjög duglegur karl. Hann átti þá ósk fyrir þessa sýn- ingu að myndin af honum myndi hanga við hliðina á mynd af skipstjóra sem var Iíka á sýn- ingunni."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.