Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Síldarvinnsla Ei th/ f Úr reikmngum ársins 1997 Rekstrarreikningur Miiijonir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 4.122 3.539 +16,5% Rekstrarqjöld 3.308 2.913 +13.6% Hagnaður fyrir afskriftir 814 626 +30,0% Afskriftir 342 233 +46,8% Fjármagnsgjöld 143 50 +186.0% Haqnaður af reqluleqri starfsemi 329 343 -4.1% Hagnaður ársins 332 475 -30.1% Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting | Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 1.044 920 +13,5% Fastafjármunir 4.366 3.577 +22,0% Eignir samtals 5.410 4.497 +20.3% I Skuldir oa eiaiO fé: I Skammtímaskuldir 745 1.009 -26,2% Langtímaskuldir 2.003 1.828 +9,6% Tekjuskattsskuldbinding 168 20 +740,0% Eigiðfé 2.494 1.640 +52,1% Skuldir og eigið fé samtals 5.410 4.497 +20.3% Kennitölur og sióðstreymi 1997 1996 Breyting Eiginfjárhlutfall 46% 36% Arðsemi eigin fjár 17% 47% Veltufé frá rekstri Milljónirkróna 631 497 +27,0% Rekstrartekjur Síldarvinnslunnar hækkuðu um 16% milli ára Hagnaðurinn nam 332 milljónum króna Allianz sækir um leyfi til að reka séreignarlífeyrissjóð hérlendis Slysa- og söfnunarlíf- trygging í einum pakka Morgunblaðið/Ami Sæberg GREINILEGT er að Allianz ætlar sér stóran hlut á íslenska trygginga- markaðnum. F.v.: Jiirgen-Bernd Schiemann, svæðisstjóri Allianz á ís- landi, Atli Eðvaldsson og Guðjón Kristbergsson, framkvæmdastjórar Allianz á Islandi. HAGNAÐUR af rekstri Sfldar- vinnslunnar hf. nam 332 milljónum króna, samanborið við 475 milljónir árð áður og minnkar hagnaðurinn um 30% á milli ára. Mismunur í af- komu milli ára liggur íyrst og fremst í auknum skattskuldbinding- um, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Hagnaður fyrir skatta nam 494 milljónum króna í fyrra en var met árið 1996, 498 millj. króna. Reiknað- ur tekjuskattur og eignaskattar hækkuðu hins vegar úr 29 millj. kr. árið 1996 í 164 millj. kr. fyrir árið 1997. Rekstrartekjur námu alls 4.122 milljónum króna í fyrra og hækk- uðu þær um 16% frá árinu áður. Að meðtöldum innlögðum eigin afla nam heildarvelta félagsins um 4,8 milljörðum króna. Eigið fé félagsins í árslok var 2.494 milljónir króna. Eiginfjárhlut- fallið jókst á árinu úr 36% í ársbyrj- un í 46% í árslok. Arðsemi eigin fjár á árinu var 17%. Veltufé frá rekstri var 631 milljón króna samanborið við tæpar fímm hundruð millj. kr. árið áður. Veltu- fjárhlutfall í árslok var 1,4. Aðalfundur félagsins verður hald- inn laugardaginn 14. mars og þar mun stjóm félagsins leggja til að greiddur verði 7% arður til hlut- hafa. Hluthafar í árslok voru 964. Launagreiðslur námu rúmum milljarði í fyrra Hjá félaginu starfa að meðaltali 360 starfsmenn. Heildarlauna- greiðslur til þeirra námu 1.020 millj- ónum króna á sl. ári og er það í fyrsta skipti í sögu félagsins sem launagreiðslur nema meira en ein- um milljarði króna. Síldarvinnslan hf. gerir út einn ís- fisktogara, tvo frystitogara og tvö nótaskip og í landi rekur félagið frystihús, loðnuverksmiðju, saltfisk- verkun og sfldarsöltun auk stoð- deildar. ÞÝSKA tryggingasamsteypan Alli- anz hyggst reka séreignarlífeyris- sjóð hér á landi þegar ný lög um starfsemi lífeyrissjóða taka gildi 1. júlí næstkomandi og bjóða einstak- lingum að ávaxta frjáísan lífeyris- spamað í honum. Hingað til hefur söluumboð Allianz hérlendis eink- um selt söfnunarlíftryggingar en það býður einstaklingum nú einnig að fjárfesta í verðbréfasjóðum Alli- anz. Að auki býður það einstakling- um slysatryggingu og spamað í einum pakka. Allianz var stofnað í Þýskalandi árið 1890 og er nú rekið sem sam- steypa tryggingafélaga, banka, fjárfestingarfélaga og lífeyris- sjóða en sérstakt umboð annast sölu á þjónustu þess hérlendis. Það er líftryggingafélag sam- steypunnar, Allianz Lebens- versicherungs-AB sem hefur sótt um leyfi til að reka séreignalífeyr- issjóð hérlendis í samræmi við ákvæði nýrra laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt lögun- um er öllum skylt að greiða fram- lög í lífeyrissjóð. Fyrir nokkmm árum bryddaði Allianz upp á þeirri nýjung á þýskum tryggingamarkaði að flétta saman spamað og slysa- tryggingar. Með slysatryggingu fyrirtækisins er hægt að tryggja sig gegn fjárhagsörðugleikum, sem verða vegna afleiðinga slysa, en jafnframt að spara fjármuni til framtíðar. Iðgjaldið endurgreitt Atli Eðvaldsson og Guðjón Kristbergsson, framkvæmdastjór- ar söluumboðs Allianz á Islandi, segja að viðskiptavinir geri samn- ing við félagið um greiðslur í tiltek- inn tíma og með iðgjaldinu safni hinn tryggði einnig í séreignarsjóð til framtíðar. „Við lok samningsins endurgreiðist allt iðgjaldið þannig að tryggingartaki fær séreignar- sjóð sinn endurgreiddan ásamt vöxtum í formi skattfrjálsrar ein- greiðslu og gildir þá einu hvort greiddar hafa verið út slysabætur einu sinni eða oftar. I tryggingunni felast örorkubætur, sem em allt að fjórfaldar á við örorkubætur ís- lenska tryggingakerfisins, sjúkra- húsdagpeningar, greiðslur til að- lögunar eftir sjúkrahúsvist og aukagreiðslur vegna fjarvem úr vinnu. Engin aldurstakmörk em á tryggingunni og hún fellur ekki úr gildi við slys eða örorku. Þá býður Allianz sérstaka viðbót við trygg- inguna sem nefnist eiginfjármögn- un. Hún hentar einkum ungu fólki og einstæðingum því að við alvar- legt slys tekur Allianz við greiðsl- um á iðgjaldi hins tryggða til loka samnings. Ekki þarf því að draga úr tryggingavemd eða spamaði þótt slys verði. Endurgreiðsla ið- gjaldsins og ávöxtunin er áfram tryggð og inneignin heldur áfram að aukast.“ Góð ávöxtun verðbréfasjóða Nýlega hóf Allianz einnig að bjóða kaup í verðbréfa- og hluta- bréfasjóðum hérlendis. Fram- kvæmdastjórarnir segja að þessir sjóðir hafi náð góðum árangri á undanfórnum ámm. „Fjárfesting- arbanki fyrirtækisins, Allianz Kapitalanlagegesellschaft, hefur nú yfirumsjón með yfir 30 millj- örðum þýskra marka (1.200 millj- arðar króna) og með aðild að sjóð- um þess veitum við viðskiptavin- um aðgang að fæmstu fjármála- sérfræðingum Evrópu. Avöxtun sjóðanna er misjöfn eftir áhættu en þeir skiluðu mjög góðri rauná- vöxtun á síðasta ári eða allt að 45%.“ Islendingar að vakna til vitundar um mikilvægi líftrygginga Júrgen-Bernd Schiemann svæð- isstjóri Allianz á Baden-Wurtem- berg svæðinu, sem ísland heyrir undir, segir að honum lítist vel á ís- lenska tryggingamarkaðinn. „Sölu- umboð okkar hérlendis var opnað árið 1995 og á þeim tíma höfum við gert 1.500 samninga. Hlutfall líf- trygginga er mun lægra á íslandi en í Þýskalandi en ég tel að íslend- ingar séu nú í ríkum mæli að vakna til vitundar um mikilvægi líftrygg- inga og ekki síður kosti söfnunar- trygginga. Talið er að um 60% Þjóðverja hafi líftryggingu en hlut- fallið er líklega aðeins um 15% hér- lendis." Aðeins era þrjú ár síðan Allianz hóf að bjóða slysatryggingu með innifóldum spamaði í Þýskalandi að sögn Schiemanns. „Henni hefur verið tekið afar vel og nú em um 5% Þjóðverjar með slíka trygg- ingu.“ Samheiji hf. Dótturfélög sameinuð móðurfyrirtækinu DÓTTURFÉLÖG Samherja, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og Friðþjófur á Eskifirði, hafa verið sameinuð móðurfélaginu. Samein- ingin miðast við 31. desember sl. Samherji hf. á öll hlutabréfin í báðum félögunum, að því er kem- ur fram í frétt frá fyrirtækinu. Eftir sameininguna er öll starf- semi Samherja innan lands í einu félagi og undir einni stjóm. Aðalfundur Samherja verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl næstkomandi. »1998 9 9 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.