Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAJÐIÐ ANNA BIRNA BJÖRNSDÓTTIR + Anna Birna Björnsdóttir fæddist á Stóra- Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá 28. september 1921. Hún lést á Landspít- alanum hinn 30. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Grím- laug Margrét Guð- jónsdóttir og Björn Björnsson frá Rangá. Þau eru bæði látin. Þau eign- uðust 15 börn og ólu að auki upp dótturdóttur. Systk- ini Önnu Birnu eru: Pétur, lát- inn, Sigmar, látinn, Guðbjörg, látin, Björn Hólm, búsettur aust- ur á Héraði, Elsa Petra, búsett á Siglufirði, Aðalbjörg, búsett í Jökulsárhlíð, Einar Sigurjón, látinn, Helga, látin, Sigurborg, látin, Jóna, búsett í Reykjavík, Skúli, látinn, Guðjón Valur, bú- settur á Eskifirði, Birgir, búsett- ur á Höfn í Hornafirði, Birna, uppeldisdóttir, dóttir Unnar Margrétar, hún býr í Vopnafirði. Anna Birna var fjórða í röð systkinanna. Anna Birna fór í fóstur að Klúku til Ólafs Þorkelssonar frá sjö ára aldri til 12 ára. Þá fór hún til foreldra sinna sem voru flutt að Eyrum við Seyðisfjörð. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Jóhanni Jónssyni kenn- ara, f. 27. sept. 1918, d. 1. apríl 1994. Þau hófu búskap 1. júní 1940, skömmu eftir trúlofun sína að Sjávarborg, Eyrum við Seyð- isfjörð. Þar var líka til heimilis móðir Jóhanns, Sesselja Sigur- Elskuleg móðir mín, Anna Birna Björnsdóttir, er látin. Þeg- ar Magga systir hringdi í mig út til Tulsa þá brá mér svolítið, en ég vissi að hverju stefndi. Síðasta skiptið er ég sá þig þá varst þú yf- ir komin af þrautum og orðin þreytt en samt fór ég út. Jú, mín kæra, þú lést mig lofa þér að ég skyldi halda mínu striki og ekki hætta við að flytja til Bandaríkj- anna því ég væri löngu búin að ákveða að flytja og þú færir ekki fyrr. Eins og alltaf þá hlustaði ég þig. Nú erum við báðar land- nemar í nýju landi. Þú varst góð móðir, ákveðin og borg, sem var ekkja. Síðar keyptu þau hús- ið Háeyri á sama stað og bjuggu þar til árs- ins 1960. Þá fluttu þau suður. Fyrst lá leiðin í Garðabæ en skömmu síðar suður í Garð. Fyrstu árin voru þau á efri hæð Gerða- skóla, en byggðu síð- an Sunnubraut 9 í Garði en þangað fluttu þau árið 1964 og áttu heimili sitt þar meðan heilsa leyfði. Börn Önnu Birnu og Jóhanns eru: 1) Ásta Borg, f. 5.7. 1940, gift Ragnari Christiansen, búsett í Hveragerði, og eiga þau fjögur börn: Önnu Birnu, Lárus Þór, Jó- hann Guðna, og Fanneyju Elísa- betu. 2) Björn Bergmann, f. 6.3. 1945, kvæntur Önnu Svein- björnsdóttur, búsettur að Lyng- ási Rangárþingi, og eiga þau tvær dætur: Kolbrúnu, sambýlis- maður hennar er Helgi Guð- mundsson, og eiga þau eina dótt- ur Sigríði Önnu; Hrafnhildi gifta Gils Jóhannssyni og eiga þau tvær dætur, Unni Bergmann og Kolbrúnu Bergmann. Áður átti Björn tvo syni með Bergþóru Guðbergsdóttur; Björn Viðar en sambýliskona hans er Birna Björnsdóttir og eiga þau þrjú börn, Bergþóru, Björn Sævar og Berglindi; Guðberg en hann á einn son, ísak Frey, með Hafdísi Sigurðardóttur. Unnusta Guð- bergs er Kristín Birna. 3) Mar- grét, f. 13.9. 1946 gift Guðmundi Haraldssyni, búsett í Keflavík og eiga þau tvö börn; Jóhann Birni hreinskiptin og vildir hafa reglu á hlutunum. Oft lenti okkur saman en yfirleitt vorum við fljótar að jafna okkur. Þú varst frábær hús- móðir, þú bakaðir mjög góðar kökur, sérstaklega var perutertan þín vinsæl og um hana var jafnvel slegist. Einnig kemur vatn í munninn þegar ég hugsa um vín- arbrauðin og vegabrauðið. Einnig varst þú góður kokkur. Sunnu- dagssteikin þín var sú besta og af- gangar á mánudögum drógu barnabörnin til þín í mat. Blóm voru í miklu uppáhaldi hjá þér, enda stofan full af blómstrandi blómum, t.d. Hawai-rósir og og Unni Lindu, gifta Finnbirni Finnbjörnssyni, eiga þau eina dóttur, Kristu Maríu. 4) Guðný Helga, f. 18.9. 1947, gift Unn- steini Agli Kristinssyni, búsett í Garði, eiga þau þrjú börn: Egil kvæntan Gunnrúnu Theó- dórsdóttur og eiga þau einn son fvar; Önnu og Þóri. Áður átti Guðný Jóhönnu Berglindi með Kristjáni Hermannssyni. Hún á þijú börn: Guðnýju Rós, Lenu Margréti og Valgeir Örn Hinriksbörn. 5) Ólafur Ómar, f. 31.12. 1951, sambýiiskona hans er Gudny Rannveig Reyn- isdóttir, þau eru búsett í Reykjavík. Áður átti Ómar eina dóttur, Sesselju Sigur- borgu, með Ingu S. Stefáns- dóttur. Unnusti Sesselju er Halldór Eyjólfsson. Uppeldis- sonur Ómars, sonur Guðnýjar, er Lúðvík Kjartan. 6) Unnur, f. 7.6. 1953, sambýlismaður hennar er Guðmundur I. Birg- isson, þau eru búsett að Núp- um í Ölfusi og eiga eina dótt- ur, Eddu Sonju. Áður átti Unn- ur Kára, faðir Steinn Kárason, og Önnu Birnu, faðir Björn Sveinsson. 7) Þórný, f. 9.11. 1960, gift Ólafi Ólafssyni, bú- sett í Bandaríkjunum, hún á einn son, Jón Bergmann Heim- isson. Auk húsmóðurstarfa vann Anna Birna um árabil við ræstingar í Gerðaskóla en frá árinu 1985 til 1992 vann hún við eldhússtörf á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi. Anna Birna lét félagsstörf til sín taka og var hún lengi félags- kona í kvenfélaginu Gefn. Hún var gerð að heiðursfélaga þess 1997. Anna Birna fluttist á Garðvang 1996 og átti heimili þar síðustu æviár sín. Utför Önnu Birnu verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. begóníur sem voru í blóma lengur en hjá flestöllum öðrum. Þú undir þér tímunum saman við garðrækt, fórst út um víðan völl að ná í blóm og var garðurinn þinn mjög fal- legur. En svo herjaði á þig astmi og þú gast ekki lengur haft blóm eða hugsað um garðinn þinn. Það fékk mikið á þig. Þú varst hlé- dræg kona sem barst ekki tilfinn- ingar þínar á torg. Þegar pabbi lést fluttir þú til mín. Oft var gaman, en líka erfitt. Þú varst orðin mjög lasin og það tók á taugarnar hjá okkur báðum, en Nonni þinn hjálpaði þér við að halda áfram. Það var erfitt að láta þig fara á Garðvang, þinn gamla vinnustað, en þar hafðir þú umönnun allan sólarhringinn. Þú veiktist mikið og oft héldum við að nú væri komið að kveðjustund. En lífsvilji þinn kom okkur oft á óvart, alltaf komst þú heim aftur, sem betur fer. En síð- ast þegar þú fórst, komstu ekki heim, heldur kom pabbi loksins að sækja þig. Kannski ræktið þið stór- ar Hawai-rósir handan við lífshlið- ið. Þegar ég hugsa til þín þá sakna ég þess að heyra ekki í þér og fá ráðleggingar, en samt gleðst ég í hjarta mínu yfir því að þú ert laus úr þjáningunni og getur hlaupið um án þess að hafa súrefniskútinn við hlið þér, því ég veit að hvert andartak var kvalarfullt, en þú kvartaðir ekki. Það var mér mikið gleðiefni er ég heiðraði þig fyrir hönd kvenfé- lagsins 9. desember sl. Þú varst stolt þegar þú tókst við heiðurs- skjalinu, en samt fannst þér þú ekki verðug, alltaf jafn hógvær. Eg, Olli og Nonni erum með ykkur í huganum og sendum ykkur kærleiksljós. Ég vil þakka starfsfólki Garð- vangs, starfsfólki Vífilsstaðaspít- ala, lungnadeild, og starfsfólki á deild 12G á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og hlýhug til mömmu og okkar allra, einnig hin- um góðu vinum hennar fyrir um- hyggju og að þeir gáfu sér tíma til að koma og heimsækja hana. Hún mat það mjög mikils. Guð blessi ykkur öll. Elsku mamma mín, far þú í friði. Þín dóttir, Þórný. Mamma mín, loksins kom pabbi að sækja þig, þú varst orðin lang- þreytt á að bíða eftir því. Þetta sagðir þú okkur systrum er við sát- um hjá þér síðustu dagana á Land- spítalanum, þú tengdir okkur alltaf saman: „Magga og Lóa,“ sagðir þú sífellt og rifjuðust upp gamlar minningar þegar við vorum litlar stelpur heima á Eyrunum. Við munum alla kjólana sem þú saumaðir á okkur en minnisstæð- astir eru hvítu náttkjólamir, skó- síðir með púffermum. Okkur fannst við eins og englar þegar við vorum komnar í þá. Ékki má gleyma „bænapilsunum" sem við fengum íyrir páska. Við skírðum öll okkar föt; húsakjólamir, próf- kjólar og fleira í þeim dúr. Og stundum laumuðust tvær litlar stúlkur í stígvélum og náttkjólum út í sumarblíðuna eldsnemma þeg- JLAxel Guðjónsson | fæddist í Byggð- arholti á Búðum á Fáskrúðsfirði 17. janúar 1928. Hann lést í Landspítalan- j um 3. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason og Ólafía Björg Jónsdóttir í Byggðarholti á Búð- um á Fáskrúðsfirði. Guðjón og Ólafía eignuðust 12 börn saman en tvö börn átti Ólafía fyrir. Árið 1956 flutti Axel á Hell- issand þar sem hann kynntist eft- Friðsæld í heimi þagnar ; er varir án orða oghugfanginauguhorfa á glitrandi geisla sólar 1 silfra öldur hafsins sleikja brimsorfna kletta meðan andvarinn Ijúfi syngur mildum tónum á morgundögg blóma viðræturjökuls. Undir bláum himni sveima hvítir fuglar irlifandi konu sinni, Jóhönnu Davíðsdótt- ur frá Neðri-Harra- stöðum í Skaga- hreppi, A-Hún. For- eldrar hennar voru Davíð Sigtryggsson og Anna Gísla- dótt- ir. Axel og Jóhanna eignuðust þrjá syni saman en fyrir átti Jóhanna dóttur, sem Axel gekk í föður- stað. Barnabörn þeirra eru 13. Útför Axels fer fram frá Ingjalds- hólskirku í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eins og litlir englar á vængjum morpnroðans í heimi friðsældar (Agnar H.) Á kveðjustundum sem þessari verður okkur oft orða vant. Hugur- inn geymir svo margt er leitar fram og tregt verður tungu að hræra. Harmur er að huga kveðinn þegar kær tengdafaðir minn er burt kallaður eftir hetjulega bar- áttu við lungnasjúkdóm. Minning- armyndir kærra kynna skjóta upp kolli ein af annarri. Fyrsta ferðin á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna á Hellissandi. Hlýjar mót- tökur með sterkri tilfinningu um að þetta væri minn staður, mitt fólk. Þétt handtak Axels, sem bauð borgarbamið hjartanlega velkomið í kyrrðina undir Jökli. Þessa vold- ugu kyrrð sem Island á svo mikið af fyrir þá sem skynja, kyrrð sem gerir okkur kleift að heyra okkar eigin hjartslátt. Ég fann kyrrðina sem hann talaði um og fluttist um tíma á Hellissand og stofnaði mitt heimili hjá tengdaforeldrum mín- um. Þar vantaði ekki stuðninginn og hjálpina, enda eðlisþættir Axels hjálpsemi, vinátta og þrautseigja. Mér var alla tíð veitt ljúft liðsinni þar sem þess var mest þörf og aldrei um endurgjald spurt. Omet- anlegt var það ungum manni sem þar var að hefja lífsbaráttu sína að hafa svo góðan stuðning sem tengdafaðir minn var mér. Þar sannaðist, hvað ungur nemur gam- all temur. Þannig var Axel mér alla tíð í vináttu, sem aldrei bar skugga á. Axel bar tilfinningar sínar ekki á torg, en þeir sem þekktu hann vel fundu hjá honum hlýtt og gjöfult hjarta. Lífshamingja Axels var eig- inkona hans Jóhanna, böm þeirra og bamabörn. Hvergi undi hann sér betur en á heimilinu sínu í þeirra hóp. Eftir langt og gott ævi- starf til sjós og lands fór heilsu hans hrakandi hin síðari ár. I veik- indum sínum sýndi Axel eins og alltaf áður mikla þrautseigju og lífsvilja. Aðdáunarvert var að fylgj- ast með tengdamóður minni, sem með einstakri umönnun og hjúkrun gerði honum kleift að dveljast á heimili þeirra þar sem hann undi sér best allt fram á síðustu daga. Óhætt er að segja að þar hafi hún unnið mikið kraftaverk. Kæri tengdapabbi. Þú vannst margar orrastur í stríði, sem í raun gat ekki endað nema á einn veg þrátt fyrir hetjulega baráttu, lífs- vilja þinn og kraft. Ég mun ætíð minnast þín með virðingu sem mik- illar hetju. Við, sem eftir sitjum, geymum minningu þína í hjörtum okkar alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt. Agnar Hannesson Sumarið líður. Sumarið líður. Pað kólnar og kemur haust. Bylgjumar byija að ólga og brotna við naust. Afliminufýkurlaufið. Bömin breyta um svip. Fuglamir kveðja. í festamar toga hin friðlausu skip... AXEL GUÐJÓNSSON ar enginn var vaknaður nema sólin og blómin. Ekki fengum við skammir þótt kjólarnir væra ekki tandurhreinir. Við fengum að leika okkur alls staðar inni. Þá lögðum við undir okkur stofuna í spýtu- kalla- eða dúkkulísuleik. Eða þeg- ar amma sendi okkur gömlu saumavélina, hvað við voram heppnar að hafa góðan kennara sem kenndi okkur vandvirkni. Ófá- ir voru hlutirnir sem þú gafst okk- ur í búið okkar, svo að það yrði nú fínt hjá okkur. Það var gaman að fara með þér í heimsóknir. Þú klæddir þig upp og við krakkamir voram öll fín og snyrtileg til fara. Eða hvað það var gaman að koma úr berjamó, þá var slegið upp veislu með berjaskyri eða bara mjólk og sykri. Þú varst ekkert með óþarfa blíðuhót við okkur en gott var að leita huggunar í fangi þínu. Eitt sinn varstu spurð hvort þú hefðir aldrei orðið hrædd um okkur heima, sjórinn, fossinn, áin og klettarnir örskammt frá húsinu. Þá var svarið: „Nei aldrei, Guð passaði krakkana mína.“ Elsku mamma, við þökkum þér og pabba fyrir yndislega æsku. Pví aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður aá minning hennar verði þér alltaf hrein og skýr og veki hjá þér löngun til að vera öðrumgóð- ur og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Starfsfólki Garðvangs, á lungna- deild Vífilsstaðaspítala og á deild G12, Landspítalanum, þökkum við góða umönnun og elskulegt viðmót í garð móður okkar. Guð blessi ykkar störf. Margrét og Guðný Helga. í dag er borin til grafar frænka mín, Anna Bima Bjöms- dóttir. Hún lést eftir erfiða sjúkralegu og er nú komin til hans Jóa síns sem hún missti svo skyndilega fyrir nokkram áram. Það er mér kærkomið að skrifa nokkrar línur um þessa góðu konu sem reyndist okkur „bömunum hennar Rúnu“ ávallt svo vel. Fyrsta minning mín af fjölskyld- unni er þegar þau fluttu suður, austan frá Seyðisfirði. Það var mjög spennandi að vita til þess að ég væri að fá í nágrennið svo stór- an hóp frændsystkina, en við höfð- um átt fáa ættingja á suðvestur- hominu fram að því. Fjölskyldan flutti fyrst til Garða- Ég iýt hinum mikla mætti. Pað leiðir mig hulin hönd, og hafið, - og hafið kallar. - Pað halda mér engin bönd. Ég er fuglinn, sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Eftir langa og harða baráttu við veikindi þín varðstu að láta undan. Það var þó ótrúlegt hve seigla þín var mikil og baráttuviljinn sterkur. Það hlaut þó að koma að því að kraftur þinn yrði á enda. Við systumar nutum þess alltaf að koma að heimsækja ömmu og afa á Hellissand. Alltaf voru við- tökumar jafn innilegar. Farið á hestbak í fjallaloftinu undir jökli og náttúran teyguð í sig. Aldrei brást það afi minn þín miklu íþróttaá- hugamál enda varla sú íþrótt sem þú fylgdist ekki með. Við gátum setið og spjallað og þú spurt okkur í þaula um þær. Fyrir allar þessar góðu stundir viljum við þakka þér, elsku afi, og minningamar um þig munu lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku amma, missir þinn er mikill og biðjum við góðan Guð um að gefa þér styrk. Jóhanna Harpa og Ásta Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.